Tíminn - 26.08.1975, Page 19

Tíminn - 26.08.1975, Page 19
Þriðjudagur 26. ágúst 1975 TÍMINN 19 Erum við svo vön fisklykt, að við finnum hana ekki? Mun minni lykt hér en frá erlendum fiskmjölsverksmiðjum SJ-Reykjavik. Fyrir fáum árum hófust mælingar á lykt i reyk frá þurrkurum fiskmjölsverksmiðja á vegum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins undir stjórn Páls Ólafssonar efnaverkfræðings. Eru þær mælingar gerðar með svonefndri þynningaraðferð, sem er raunverulega sú eina aðferð, sem til greina kemur. t stuttu máli er aðferðin i þvi fólgin, að hópur manna er valinn til að segja til um, hvort lykt finnst af reyknum, sem þynntur er mismunandi mikið með fersku lofti. Það er talið lyktarlaust, ef helmingur hópsins finnur ekki lykt. Ef reykurinn hefir verið þynntur t.d. 1:2000 er sagt, að lyktin sé 2000 lyktareiningar. A árinu 1974 fóru fram allviðtækar mælingar á reyk frá EVINRUDE >SÁ STÓRI NÚ NÆST >SÁ STÓRI NÚ MÁ SÁ STÓRI' FARA AÐ VARA SIG Litill mótor,hraóskreióur, hljóólátur,laus vidtitring léttbær og gangviss, 4 sparneytin hestöfl sEVINRUDE FREMSTIR í flokki FYRSTIR af stað ÞORHF ArmúlaH Skólavörðust.25 báðum verksmiðjunum i Reykja- vik, en þar hagar þannig til, að reykurinn frá báðum þurrkurun- um i hvorri verksmiðju sam- einast i einn skorstein, og má þvi auðveldlega ná sýni af öllum reyknum frá þurrkurunum. Mælingar fóru fram við loðnu, þorsk- og karfamjölsframleiðlsu. Þvi miður urðu niðurstöður þær, að aðferðin virðist ekki not- hæf. Fólki bar illa saman um það hvort um lykt væri að ræða og á hvaða stigi þynningar. Ef til vill er skýringin sú, að við Islendingar erum svo vanir fisk- lykt og það jafnvel lykt frá verk- smiðjunum, að okkur veitist erfitt að kveða á um hvortum lykt sé að ræða þegar búið er að þynna reykinn svo að lykt finnist „varla”. Niðurstöður virtust þó benda til að um mun minni lykt væri að ræða en erlendar niðurstöður benda til, þ.e. færri lyktar- einingar. Rætt var um þessi mál við sér- fræðinga á fundi Visinda- og tækninefndar Alþjóðafélags fisk- mjölsframleiðenda i Vigo á Spáni i april s.l. Þar kom i ljós, að Danir höfðu svipaða reynslu af að- ferðinni, þ.e. hún reyndist mjög ónákvæm, og niðurstöður þeirra bentu til minni lyktar en tölur frá hliðstæðri vinnslu erlendis bentu til. Var þar um að ræða gufuþurrkara en hér á landi eru sem kunnugt er, næstum alfarið notaðir eldþurrkarar. Þá fóru og fram allviðtækar mælingar á vatni i reyk fisk- mjölsverksmiðjanna, sem áður er getið. Var þar einnig um að ræða framleiðslu sömu mjöl- tegunda og getið var. Ef vitað er, hvernig vinnslu er hagað i einhverri verksmiðju má með sæmilegri nákvæmni reikna út hve mikið vatn er eimað úr hráefninu i þurrkurunum. Er hér með vitnað til útreikninga Páls Ólafssonar i Tæknitiðindum nr. 18, 19. jan 1973. 1 þeirri greinargerð var reiknað með að 0,25 kg. af vatni færi með hverju kg af þurru lofti, sem frá þurrkurunum kæmi við hag- stæðustu skilyrði samkvæmt norskum heimildum. Niðurstöður þessara mælinga voru þær, að allmiklu meira loft kemur frá þurrkurunum en að ofan greinir, enda um talsvert loftmagn að ræða, sem ,,,ekur” inn i loftstrauminn á leiðinni frá þurrkurunum. Reyndist vatnið i reyknum mjög misjafnt, eða 0,1- 0,3 kg. á hvert kg af þurru lofti. Þeim, sem þekkja til framleiðslu fiskmjöls koma þessar sveiflur ekki á óvart. Nokkrar verkfræðistofur hafa Elliheimili í Hafnarfirði ö.B. Reykjavik.— Aformað er að Hafnarfjarðarbær byggi ibúðir fyriraldraða inágrenni Sólvangs. Verða byggð 5 hús með samtals 30 ibúðum, þar af 10 hjónafbúðir og 20 einstaklingsibúðir. Tæknileg- um undirbúningi er nú lokið, og verða framkvæmdirnar boðnar út næstu daga. Framkvæmdir eiga að hefjast i haust, og á þeim að verða lokið á árinu 1978. Nú er að ljúka byggingu þriðja áfanga Vfðistaðaskóla i Hafnar- firði. Viðbyggingin er mjög haganlegá unnin, þvi hægt er að flytja milliveggi eða taka þá hreinlega niður. Gefur þetta fyrirkomulag möguleika á að kenna i hópkennslu eða upp á gamla móðinn. Teppi eru lögð undir milliveggi, hver fermetri er upphitaður og lýsing hönnuð með tilliti til færanlegra veggja. Verk- inu lýkur um næstu mánaðamót. CREDA-tauþurrkarinn er nauðsynlegt hjálpartæki á nútimaheimili og ódýrasti þurrkarinn i sinum gæðaflokki. Fjórar gerðir fáanlegar. Ennfremur útblástursbarkar f/Creda, o.fl. þurrkara. Veggfestingar f/Creda T.D. 275 þurrkara. (Sýndur i bás 46 á vörusýn- ingunni). SMYRILL Armúla 7. — Simi 84450. þegar fengið upplýsingar um þessi efni, væntanlega vegna hönnunar hárra skorsteina, sem þremur verksmiðjum hefur verið gert að reisa. Snjómaður- inn skilur eftir sigspor Reuter-Srinagar, Kasmir- fylki. Dagblað eitt i Kasmir- fylki á Indlandi birti nýlega myndir af fótsporum snjó- mannsins vlðfræga. Að sögn blaðsins voru myndirnar teknar af stúdent- um, er klifu fyrir skömmu Mahadevtind i Himalajafjöll- um. Fótsporin voru nýleg og slóðin lá um nokkurn veg. Sjálf voru sporin 2,5 senti- metra djúp og mun breiðari en spor nokkurs manns. Floð á Indlandi Reuter-Nýju Delhi. Tug- þúsundir Indverja liafa misst heimili sin af völdum flóða. Fljótið Ganges og nokkrar þverár þess hafa flætt yfir bakka sina með þeim afleiðingum, að vatn hefur streymt um götur borgarinnar Patna og nærliggjandi bæja og þorpa. Hermenn hafa unnið að björgunarstörfum og bjargað fjölda fólks frá drukknun. ® Áhorfendur tryggði liöi sinu sigur (2:0) með tveimur góðum mörkum. Dave Smallman, welski landsliðs- maðurinn hjá Everton, tryggði liði sinu sigur (1:0) gegn Birmingham, þegar hann skoraði á 19. minútu. Bob Latchford, markaskorinn mikli hjá Everton, og fyrrum leikmaður Birming- ham, var bókaöur i leiknum — fyrir að brjóta gróflega á bróðir sinum, Dave Latchford, mark- veröi Birmingham. John Hichton tryggði „Boro” sigur á Ayresome Park, þegar Úlafarnir komu þangað i heim- sókn — hann skoraöi eina mark leiksins. Alan Hudson var hetja Stoke-liðsins, sem vann sigur (1:0) yfir Arsenal-liðinu, sem átti mjög lélegan leik á heimavelli sinum — Highbury. Hudson skoraði eina mark leiksins, þegar hann sendi knöttinn örugglega i net Arsenal-marksins, án þess að Jimmy Rimmerhefði möguleika á að verja — knöttinn hafnaði út við stöng. Eftir leikinn var greini- legt, að Arsenal-liðinu veitir ekki af aö fá Alan Ball, fyrrum fyrir- liöa liðsins — sem hefur ekki fengið að leika upp á siðkastið með liðinu — aftur i liðið. Baller maðurinn, sem getur tengt Arsenal-liðið saman. Alan Taylor, hinn marksækni leikmaður West Ham, skoraði tvö mörk fyrir „Hammers” — þegar Lundúnaliðiö vann sigur- (3:2) yfir Burnley á Upton Park. Taylor er nokkurs konar ,,M ar k a-K idd i ” (Kristinn Jörundsson) Englendinga. Hann er þekktur fyrir að skora mörk með „potum” — eftir að aðrir leikmenn hafa skotiö að marki. Þannig voru bæði mörkin, sem Taylor skoraöi gegn Burnley — hann stóð inn i markteig og potaði kenttinum yfir marklinu Mersey-liðsins, sem hafði tvi- vegis náð forustu — 1:0 (Leighton James) og 2:1 (Peter Noble). Rétt fyrir leikslok tókst siðan Graham Paddon.að tryggja West Ham- sigur, með þvi að spyrna knettinum af miklum krafti i netamöskva Burnley-marksins. UTANLANDSFERÐ Héraðsmót í Skagafirði Héraðsmót framsóknarmanna i Skagafirði verður haldið að Miðgarði 30. ágúst og hefst það kl. 21. Einar Agústsson utanrikis- ráðherra og Jón Sigurðsson varaformaður SUF flytja ræður. Óperusöngvararnir Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson syngja við undirleik Carls Billich. Gautar leika fyrir dansi. Snæfellssýsla Héraðsmót framsóknarmanna I Snæfellssýslu verður haldið að Röst, Hellissandi sunnudaginn 14. sept. og hefst kl. 21.00. Hljóm- sveit Þorsteins Guðmundssonar leikur fyrir dansi. Nánar auglýst siðar. Kjördæmisþing á Austurlandi Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið i Egilsbúð Neskaupstað laugardaginn 30. og sunnudaginn 31. ágúst. Þingið hefst kl. 14. Ferð til Vínarborgar r Arnessýsla Sumarhátið Framsóknarmanna i Arnessýslu verður haldin að Árnesi 30. ágúst og hefst kl. 21. Ræður flytja Halldór E. Sigurðsson ráðherra og Gerður Stein- þórsdóttir kennari. Magnús Jónsson óperusöngvari syngur, Baldur Brjánsson töframaður skemmtir og Stuðlatrió leikur fyr- ir dansi. Allir velkomnir. Héraðsmót í Neskaupstað Héraösmót Framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið i Egilsbúð Neskaupstað laugardaginn 30. ágúst og hefst kl. 21. Ræður flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Halldór Asgrimsson alþingismaður. Ómar Ragnarsson, hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar og Halli og Laddi flytja nýja skemmtidagskrá. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi. 4. til 13. september Þeir sem áhuga hafa á þessariferð hafi samband við flokksskr if stofuna. Nánari upplýsing- ar um ferðina á flokksskrif stof unni. Simi 2-44-80. Síðustu forvöð

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.