Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 26.08.1975, Blaðsíða 20
SÍMI12234 «ERRA ftRQHRINN A«ÐALSTHÆTI 9 SIS-FOIHJR SUNDAHÖFN n fyrirgóúan mat @ KJÖTIfjNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Rabin, forsætisráðherra tsraels, rennir augum yfir Mitla-fjallaskaröiö, sem hefur verið eitt af bitbeinunum l samningaumleitunum Egypta og tsraeismanna Kissinger bjartsýnn eftir viðræðurnar í gær: Samkomulag um næstu helgi? NTB/Reuter- Alexandriu/Jerusalem/Tel Aviv. Henry Kissinger, utanrlkisráð- herra Bandarfkjanna — er nú reynir aö miðla málum I deilu Egypta og tsraelsmanna — sagði I gær, að hann teldi likur á nýju bráðabirgðasamkomulagi um frið á Slnai-skaga hafa aukizt að undanförnu. — Og e.t.v. verður hægt að undirrita slíkt samkornu- lag fyrir næstu helgi, bætti hann við. Kissinger lauk i gær viðræðum sinum við Anwar Sadat Egypta- landsforseta og aðra egypzka ráðamenn. Áður en hann hélt frá Alexandríu til Jerúsalem, ræddi hann við fréttamenn, og lét þá framangreind orð falla. Kissinger staðfesti, að Egyptar og Israelsmenn ræddu nú aðeins uppkast að fyrirhuguðu sam- komulagi. Hann upplýsti og, að mikilverður árangur hefði náðst i viðræðunum igær, t.d. virtist svo sem samkomulag hefði náðst um atriði, er áður hefði staðið styrr um. Bandariski utanrikisráðherr- ann kom til Tel Aviv siðdegis i gær. Yigal Allon utanrikisráð- herra tók á móti honum á flug- vellinum,£n siðan héldu þeir til Jerúsalem með þyrlu. Kissinger hóf þegar i gærkvöld að skýra israelskum ráðamönnum frá undirtektum Egypta við nýjustu Ródesíu- viðræður ganga stirðlega Reuter-Livingstone, Zambíu. Sem kunnugt er hófust viðræð- ur um stjörnskipulega framtið Ródesiu fyrir skömmu. Til þessa hafa deiluaðilar hitzt I járnbrautarvagni, er stendur á brú yfir Zambesi-fljót, en fljritið skilur Ródesiu frá Zarobiu. Aftur á móti er sýnt, að breyta verður til, þegar farið verður að ræða smáatriði fyrirhugaðs samkomulags um nýja stjórnarskrá til handa Ródesiu. Ian Smith, forsætis- ráðherra Ródesíu, krefst þess, að fundir þessir verði haldnir i Ródesiu, en ANC — sem er ráð blökkumanna — er andvigt þvi og vill halda fundina i Zambíu eða einhvers staðar utan Ródeslu. 1 gær slitnaði upp úr við- ræðunum, en siðdegis var svo boðað til fundar á ný með deiluaðilum. Það eru þeir Kenneth Kaunda Zambiufor- seti og John Vorseter, for- sætisráðherra Suður-Afriku, er gengið hafa fram fyrir skjöldu i þvi skyni að sætta deiluaðila og fá þá til að halda viðræðum áfram. tillögum þeirra. Um næstu helgi fer Kissinger til New York, þar sem hann ávarpar Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna. Hafi samkomulag ekki náðst fyrir þann tima, er hann staðráðinn I að snúa aftur til Mið- jarðarhafslanda og taka upp þráðinn, þar sem frá var horfið. Hæstiréttur Indlands: Vestrænir fréttamenn ekki aðgang Sadat Egyptalandsforseti virðir fyrir sér herstöðvar tsraelsmanna á Sinai-skaga. KflFFIfl ffrá Brasiliu Goncalves situr áfram NTB-Lissabon. Francisco Costa Gomes Portúgalsforseti hefur ákveðið, að Vasco Goncalves forsætisráðherra gegni þvi embætti áfram, þrátt fyrir andstöðu ýmissa áhrifamanna i Portiigal. Talsmaður Gosta Gomes skýrði frá þessu I gærkvöld. — Orðrómur um, að forsætisráð- herranum verði vikið frá, á ekki við rök að styðjast — hann gegnir embætti áfram, bætti talsmaðurinn við. Áður hafði Costa Gomes átt sex stunda langan fund með þeim Goncalves og Otelo Saraiva Carvalho, er sæti eiga 1 herforingjastjórninni ásamt forsetanum, svo og hinum þrem yfirmönnum PortUgals- hers. A fundinum á Carlos Fabiao yfirhershöfðingi að hafa kraf- izt þess, að Goncalves yrði vikið frá innan sólarhrings. Að öðru leyti eru fréttir af fundin- um ól]ósar. Knattspyrnu- leik aflýst af ótta við uppþot Reuter-Bastia, Korsiku. Yfir- völd á Korsfku hafa aflýst knattspyrnuleik, er fram átti að fara á morgun. Þau óttast, að til uppþots komi fyrir at- beina korsískra aðskilnaðar- sinna. Það voru lið frá Bastia og Nice, er áttu að leiða saman hesta sina. Leiknum var aflýst að frumkvæði Michel Ponia- towskis, innanrikisráðherra Frakklands. Sem kunnugt er kom til átaka á Korsiku i fyrri viku með þeim afleiðingum, að tveir lögreglumenn féllu. Síðan hefur rikt mikil ólga á eynni. Reuter-Nýju Delhi. t gær hófust aðila- og vitnayfirheyrslur fyrir Hæstarétti Indlands i máli, er snýst e.t.v. meira um pólitisk en lagaleg atriði. Stjórnarand- stæðingar á Indlandj hafa nefni- lega vefengt gildi stjórnarskrár- breytingar þeirrar, er indverska þingið gerði fyrir skömmu. Stjórnarskrárbreyting þessi er tilkomin vegna dóms yfir Indiru Gandhi forsætisráðherra — þess efnis, að hún hafi gerzt sek um kosningamisferli i þingkosning- unum árið 1971 og hafi þvi glatað embættis- og kjörgengi. Með breytingunni er úrskurðarvald um embættis- og kjörgengi tekið úr höndum dómstóla og fengið annarri stofnun, er enn hefur ekki verið sett á laggirnar. Breytingin hefur og i för með sér, að Indira Gandhi getur gegnt embætti áfram og á ekki á hættu að glata kjörgengi. Vefengingin byggir fyrst og fremst á þeim rökum, að stjórnarskrárbreytingin brjóti i bága við þær grundvallarreglur, er stjórnskipun landsins sé reist á. Og aukaþing það, er afgreiddi breytinguna, hafi ekki verið hæft til að taka slika ákvörðun. Búizt er við, að yfirheyrslurnar standi yfir alla þessa viku. Það vakti athygli i gær, að vestrænir fréttamenn fengu ekki að vera viðstaddir réttarhöldin. Þvi var borið við, að indverskir frétta- menn hefðu fyllt stúku frétta- manna og þvi væri ekki rúm fyrir — þó ekki væri nema einn einasta erlendan fréttamanna. Blaðburðarfólk óskast Laufósvegur - Oðinsgata - Skólavörðustigur - Lindargata - Háteigsvegur - Austurbrún - Laugarós - Skeiðarvogur- Suðurlandsbraut - Bólstaðarhlið Simi 26500 12323

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.