Tíminn - 27.08.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.08.1975, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 27. ágúst 1975 TÍMINN 3 Heilbrigðisnefnd Akureyrar dminn ir Laxdrvirkjun ASK-Akureyri. — Þegar Laxár- virkjun fór fram á það að byggja oliugeyma við nýju toppstöðina á Rangárvölium, gaf heilbrigðis- nefnd leyfi sitt til þess, með þvi skilyrði að byggðir yrðu hæfilega háir olfuheldir veggir i kringum þá, sagði Björn Guðmundsson, heilbrigðisfuiltrúi á Akureyri. ,,En nú hefur olía verið sett á annan af tveimur geymum toppstöðvarinnar, án þess að fyrirmælum nefndarinnar hafi verið hlýtt”. Að sögn Björns eru skýlaus ákvæði i heilbrigðisreglugerð, sem kveða svo á um, að við byggingu oliugeyma sem þess- ara, skuli vera oliuheld þró eða girðing, sem geti tekið við þvi magni, sem nauðsynlegt er — þannig að komi eitthvað óvænt fyrir, sé tryggt að olia flæði ekki út um allt. En þessum fyrirmælum nefndarinnar hefur sem sagt ekki verið hlýtt. Hins vegar kvað Björn þessi mál vera i ákaflega miklum ólestri um land allt, aðeins væru þrær umhverfis einstaka geyma — en Björn sagði það hafa verið stefnu nefndarinnar, að láta byggja fyrrrgreindar girðingar umhverfis nýja geyma, en þvi BH-Reykjavik. — Ef við rækj- umstá rússneskan kafbát á eftir- litssiglingunum okkar hérna á norðurhluta Atlantshafsins, þá myndum við gefa upp staðar- ákvörðun hans og senda skýrslu um för hans til aðalstöðvanna, og siðan myndum við bíða átekta. Nei, við myndurn ekki reyna að hrella hann á nokkurn hátt undir eðlilegum kringumstæðum. Þannig komst Arie C. A. Sigmond, kapteinn i bandariska flotanum og flotaforingi fasta- flota Atlantshafsbandalagsins, en sex skip úr flotanum eru stödd i Reykjavik þessa dagana, og hitti fréttamaður Timans flota- foringjann um borð i kana- diskufreigátunni Iroquis i gær- morgun. — Fastaflotinn var myndaður árið 1967, og voru fyrstu æfingar hanshaldnar i ianúar 1968, svo að hann er eiginlega á áttuna ári. í flotadeildinni, sem hingað kem- ur að þessu sinni, eru skip frá Bandarikjunum, Bretlandi, Kanada, Hollandi, Þýzkalandi og Portúgal. Við höldum héðan til Bergen i Noregi og tökum siðan þátt i æfingum með norska hern- um undan ströndum Noregs. Við innum flotaforingjann eftir hlutverki þessa flota. — Okkar hlutverk er að vera sifellt á varðbergi og ætið reiðubúnir. Hlutverk okkar er aðallega þrennskonar: 1) taka þátt i æfingum á vegum Atlants- miður hefði það ekki tekizt betur en raun ber vitni. Nú hefur heilbrigðisnefnd Akureyrar samþykkt, að senda Laxárvirkjun áminningu og til frekari áréttingar einnig 57. gr. heilbrigðisreglugerðar. Fimmtán þúsund litrar af ollu eru I áðurnefndum geymi. GEYSIVIÐTÆKAR BEITARTILRAUNIR KOAANAR Á REKSPÖL Ö.B. Reykjavfk. — Þessi mynd af bæjarstjórn Hafnar fjarðar er tekin á hinum nýja hafnargarði, sem nýlega var settur niður i suðurhöfninni og frá var skýrt I Tímanum I gær. I baksýn má sjá gömlu og nýju skólabyggingu Flensborgarskólans i Hafnarfirði gnæfa við himin. Timamynd Gunnar. Vill kaupa ís- lenzkt hráefni til pizzu-gerðar erlendis BH-Reykjavik. Það er hægt að nota islenzkt hráefni i reglulega góða pizzu. Við komum með kökuna með okkur og sósuna, þvi að það er algert hernaðar- leyndarmál, hvernig þetta er búið til, og ég kveið svolitið fyrir þvi, að ég fengi ekki réttan ost — Mozzerella — eða spægipylsu — pepperoni — en ég var svo hepp- inn, að hvort tveggja var hægt að búa til hérna, og ég var hæst- ánægður með árangurinn. Ef ég kemst að samkomulagi við Osta- og smjörsöluna um verð- ið, er ég reiðubúinn að hefja út- flutning á þessum osti. Og svo fannst mér spægipylsan frá Kjötiðnaðarstöðinni virkilega fin i pizzu! Okkur rekur i rogastanz við þessar upplýsingar Allisters Kirby, sem hér er staddur um þessar mundir til þess að kynna Islendingum pizzugerð og full- vissaði okkur um hæfni sina i þessari matargerð á Alþjóðlegu vörusýningunni i Laugardals- höll i gær. Sannleikurinn er nefnilega sá, að pizzan, eins og hún er fram- leidd i Bandarikjunum, fer sigurför um allan heim, og það eru aðeins viss undirstöðuatriði, sem eru nauðsynleg i pizzu, — siðan má krydd að vild. Þessi atriði eru: Kakan, sem er hveitikaka, hæfilega bökuð svo að hún verður eilitið stökk i sér, sósan, sem er tómatsósa að uppistöðu, en krydduð á leyndardómsfullan og óút- skýranlegan hátt, og loks ostur- inn. Við þetta má svo bæta lauk, pipar og hakkaðri spægipylsu á ýmsan máta, og baka siðan i ofni. En sem sagt, kakan og sós- an eru hernaðarleyndarmál, sem vafamál er jafnvel, að Halldór i Útgarði hafi fengið upp gefið, enda þótt hann sé um- boðsmaður þeirrar miklu pizzu- framleiðslu Tolona, sem hefur aðalstöðvar sinar i Chicago og Allister Kirby er framkvæmda- stjóri hjá. Pizza-sérfræöingurinn Kirby útskýrir pizzu-gerð fyrir áhuga- sömum fréttamönnum. Timamynd: Gunnar. SERFRÆÐINGAR FAO STADDIR HÉR SJ-Reykjavík. í vor hófust víð- tækar beitartilraunir á sex stöð- um hér á landi, og er nú unnið að undirbúningi hliðstæðra tilrauna á þrcm stöðum til viðbótar. i fyrra var unnið að undirbúningi þcssa verkcfnis, sem Sameinuðu þjóðirnar styrkja, en Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Land- nám rikisins og Búnaðarfélag is- lands standa að. Tilraunirnar eru hafnar að Hesti og Hvanneyri i Borgarfirði, Sölvholti i Flóa, Kálfholti i Holtum, Alftaveri i Vestur-- Skaftafellssýslu og á Auðkúluheiði. Hinir staðirnir fjórir eru i Kelduhverfi, á Eyvindardal á Fljótsdalsheiði og við Sandá á Biskupstungnaaf- rétti. Tilraunir þessar annast is- lenzkir visindamenn undir yfir- stjórn dr. Bements, sem starfar fyrir Matvæla- og landbúnaðar- stofnun SÞ (FAO) Hann er nú staddur hér á landi ásamt starfs- bróður sinum dr. Hyder, og fylgjast þeir með framgangi þess- ara mála og skipuleggja ýmis rannsóknaratriði, sem að þeim lúta. Dr. Ólafur Guðmundsson búfjárfræðingur er fram- kvæmdastjóri tilraunanna af hálfu Islendinga. Rússar hafa yfir- burði hvað magnið snertir en við erum betur búnir — SEGIR YFIRAAAÐUR NATO- FLOTANS SEAA HÉR ER í KURTEISISHEIAASÓKN hafsbandalagsins, 2) taka þátt i alþjóðlegum æfingum og 3) taka þátt I æfingum með einstökum þjóðum, auk þess sem við erum alltaf við eftirlitsstörf. Við erum' eiginlega alltaf i hafi. Við innum flotaforingjann einnig eftir þvi, hvort hann áliti flotann nægilega öflugan. — Ég álit að flotinn sé afskaplega heppilega stór. Vissulega vildum við gjama hafa hann stærri, og sistækkandi floti Sovétmanna kallar á stærri ílota. En ég er ekki óánægður, og ég er ekkert smeykur um þaö, að ef svo kynni að fara, að i brýnu slægi, þá væri okkur hætt. Það getur vel verið, aðþeir séu betur settir hvað magn og stærð viðkemur, en við erum betur vopnum búnir. Hvernig skyldu þá skipin vera vopnum búin? — Það er ekkertleyndarmál. Við, sem erum hér núna, erum búnir eldflaugum og flestir þyrlum, til dæmis eru 2 þyrlur um borð i þessu kanadíska herskipi, mjög fullkomnar og vandaðar og fljúga I næstum hvaða veðri sem er. Svo er ein fallbyssa um borð og loks tundurskeyti og tundurflaugar, sem geta grandað kafbátum i þó nokkurri fjarlægð. Við innum flotaforingjann eftir þvi, hvort þeir verði varir skipa- ferða Rússa á eftirlitsferðum sin- um hér á norðurslóðum. —Já, þó nokkuð. Þeir eru foi vitnir um, hvað við erum að aðhafast, og svo eru þeir með sinar æfingar hér i' norðurhöfum. Þá fylgjumst við með þeim. Við ræðum um kostnaðar- hliðina, og hvað hver þátt- tökuþjóð greiðir hverju sinni — og loks spyrjum við flotaforingjann um stærð skipanna: — Portúgalska snekkjan er sú minnsta. Eiginlega er hún fallbyssubátur, á þriðja þúsund tonn, en bandariska freigátan er stærst, 5800 tonn að stærð. Sigmond flotaforingi hefur bækistöðvar i bandarisku snekkjunni, sem er flaggskip flotadeildarinnar. Hann er af hollenzku bergi brotinn, faðir hans var Foreest varaaðmiráll i hollenzka flotanum. Sigmond fluttist til Bandarikjanna árið Framhald á 15. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.