Tíminn - 27.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.08.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 27. ágúst 1975 Samskipti Fiat - Rússar eru fljótir að læra. Fyrir nokkrum árum hannaði og byggði ítalska stórfyrirtækið Fiat, bilaverksmiðju fyrir um 800 milljónir dollara I Togliatti- grad i Sovétrikjunum. Þar framleiða Sovétmenn nú Lada — sterkari útgáfu af Fiat 124, sem þykir henta betur rúss- neskum vegum og loftslagi. Þeir framleiða að meðaltali 600.000 bila á ári, sem flestir fara til Bretlands, þar sem þeir eru seldir fyrir 800 dollurum lægra verð en Fiat — hver bíll. Sovétmenn hyggjast einnig koma Lada inn á bilamarkaðinn I Bandarikjunum, en hafa ekki enn gefiö upp veröið. Nýlega - Sovét báðu Sovétmenn Fiat-fyrirtækið að auka framleiðslugetu bila- verksmiðjunnar. Umberto Agnelli, framkvæmdastjóri Fiat-fyrirtækisins, segir um þetta, og gefur um leið i skynsvo litlar útflutningshömlur: — Hvaða vit er I þvi að kenna Rússum að tvöfalda fram- leiðslugetuna, og láta þá þannig skerða sölumöguleika okkar? Agnelli segir, að Efnahags- bandalag Evrópu verði að vernda sig gegn siauqnu verð- falli á bilum á Evrópumarkaði. Vilji Rússar selja bila i Evrópu og Bandarlkjunum ættu þeir aö opná sinn eigin markaö fyrir bflasölu heima fyrir. Kölnardómkirkja í „steypubelti' Það er viðar en i Reykjavik, sem menn velta fyrir sér, hvað gera eigi viö gamlar byggingar. í Þýzkalandi hefur mikið þurft að lagfæra af byggingum eftir siðari heimsstyrjöldina, en I sumum tilfellum hefur það ver- ið gert með nýtizkulegum við- byggingum, sem mörgum finnst ekki hafa fallið sem bezt inn i umhverfið. Annars staðar hafa gömlu byggingarnar hreinlega verið rifnar niður i stað þess að reyna að tjasla við þær eftir skemmdirnar, sem þær urðu fyrir i styrjöldinni. Skoðanir mannanna á steinsteypubygg- ingunni, sem reist hefur verið við Kölnar-dómkirkju eru ekki allar samhljóða. Það er nauösynlegt að gera eitthvað til þess að hægt væri að varðveita þessimerku kirkjubyggingu, en umferðin umhverfis hana var svo mikil, að við sjálft lá að kirkjan hryndi. Var þá gripið til í fangelsi fyrir stytturón Pierre nokkur Roinard, 24 ára gamallFrakki hefur nú hlotið 15 mánaða fangelsisdóm fyrir aö stela styttu af nakinni konu. Styttuna tók hann af fótstalli hennar I desember sl. Hann gerði allt sem hann gat til þess að selja hana i brotajárn, en þrátt fyrir það að verð á bronsi væri mjög hátt vildi enginn brotajárnssali kaupa styttuna, þess ráðs að ”klæða undir- stöðurnar i steypubelti” eins og það er kallað þar i landi, og er framkvæmdum nú lokið. Hér má sjá hvernig umhverfi kirkj- unnar hefur breytzt, nútíminn I öllu siriu veldi i formi stein- steypukassa fremst á myndinni en hinn „gotneski demantur” i baksýn. Þið verið sjálf að dæma um, hvort ykkur þykir þetta fallegt eða ekki. liklega vegna þess að þegar hafði verið birt mynd af henni I öllum Parlsarblöðunum, eftir að hún hvarf af stallinum. Styttan var eftir listamanninn Aristide Maillol, og hafði staðið I Tuileries göröunum I Paris. Þaö fór þvi svo, að Pierre skildi styttuna eftir á einni af hinum mörgu brúm yfir Signu, og þar rakst ökumaður á hana og dróst með hana á næstu lögreglustöð. Pierre Roinard hefur einu sinni áður setið I fangelsi, og lögreglunni tókst að sanna á hann styttuþjófnaöinn tveimur mánuðum eftir að verknaðurinn var framinn, og nú hefur hann sem sagt verið dæmdur I fangelsi. ■ Ekkí lengur bakverkir Þetta nýja iþróttatæki sem myndin sýnir, var fundið upp af manni i Bayern og útfært og smiðað af framleiðanda i Neckarsulm (V-Þýzkalandi). Þaö er svo auðvelt i meðförum, að hægt er að geyma það i eld- húsinu. En bezt er að nota það á svölunum eða I garðinum. Framleiöandinn upplýsti að þetta verkfæri styrkti liicamann og bætti blóðrásina. Þeir, sem prófað hafa tækið, staðhæfa að þeir, sem þjáist af verkjum i baki fái bót meina sinna svo fremi að þeir æfi sig reglubund- ið. Þetta heilsustyrkjandi verk- færi likist mjög reiðhjóli. DENNI DÆAAALAUSI Veiztu að Ginu þykja gulrætur góðar. Það getur vist enginn vé'rið fullkominn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.