Tíminn - 27.08.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.08.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. ágúst 1975 TÍMINN 5 Yfirráð yfir auðlindum LENGSTA LEIKFÖR ÞJÓÐLEIKHÚSSINS og sú fyrsta utan Evrópu — var boðið að koma aftur Kjartan Jóhannsson, vara- formaður Alþýðufiokksins, ritar athyglisverða grein, sem birtist i Alþýðublaðinu i gær. Nefnist hún: „Nýlendustefna, rányrkja og draugaþorp”. Kjartan segir: yfir náttúruauðlindum sinum. Fátækar þjóðir hafa mátt þola, að önnur þróaðri lönd nýttu náttúruauðlindir þeirra án þess að hinar fyrrnefndu hefðu af þvi hag eða arð. A undanförnum áratugum hefur heimurinn orðið vitni að bar- áttu nýlenduþjóðanna fyrir efnahagslegu og pólitisku sjálfstæði. Stig af stigi hafa nýlenduveldin orðið að láta af hendi umráð sin yfir nýlend- unum og náttúruauðlindum þeirra. Barátta Islendinga fyrir yfirráðum yfir fiski- miðunum umhverfis iandið er af sama toga og barátta ný- iendnanna fyrir yfirráðum yf- ir löndum sinum og auðlind- um. Hinn „hefðbundni réttur" Fá rök heyrast öllu oftar af hálfu Breta, Þjóðverja og ann- arra þjóöa, sem stundað hafa fiskveiðar hér við land, en þau, að viðkomandi þjóðir hafi með veiöum sinum áratugum og jafnvel öldum saman áunn- ið sér heföbundinn rétt til veiðanna. Sömu rök um hefð- bundinn rétt nýlenduveldanna fengu nýlendurnar lika að heyra i upphafi sjálfstæðis- baráttu sinnar. Nú eru þær raddir þagnaðar. A sama hátt mun hjal fiskveiðivelda um rétt sinn til að ganga i strand- auðlindir annarra þjóða — fiskimiðin — smám saman hljóðna. Engin þjóð getur helgað sér rétt til að nytja og jafnvel rányrkja þær náttúru- auðlindir, sem önnur þjóð byggir tilveru sina á.” Draugabæir Þá segir Kjartan i grein sinni: „Sagan segir okkur frá byggðarlögum, sem byggzt hafa upp umhverfis tilteknar náttúruauðlindir, er siöan gengu til þurrðar, og einungis draugabæir stóðu eftir. Gull- grafarabæirnir í Ameriku eru aiþekkt dæmi um þetta. A Is- landi höfum við fengið að sjá forsmekkinn af þessu fyrir- bæri i sambandi við sild- veiðarnar og þá byggðar- kjarna, sem risu upp i tengsl- um við úrvinnslu sildarinnar. Verði ekki gætt að verndun fiskistofnanna, gætu hliðstæð örlög beðið stórra byggðar- laga hér á landi og jafnvel þjóðarinnar allrar. Enga þjóð og engan útlending ætti því að undra hvert kappsmái það er okkur að tryggja algjör yfir- ráð okkar yfir nýtingu fiski- stofnanna hér við land. Fram- tið okkar er einfaldlega i veði.” Einkennileg þversögn EBE Loks segir Kjartan i grein sinni: „Efnahagsbandalag Evrópu hefur reynzt íslendingum erfiður ljár i þúfu i baráttunni fyrir yfirráðum yfir fiski- miðunum. t þessari afstöðu bandalagsins er fóigin ein- kennileg þversögn, þvi að bandalagið er stofnað i þeim tilgangi að auðvelda verka- skiptingu þjóða i milli, þannig að hver þjóð fái á eðlilegan hátt að njóta yfirburða sinna hver á svinu sviði. Það er þvi i fyllsta samræmi við tiigang bandalagsins, að islendingar nýti sjálfir sin fiskimið. Því að til þess hafa þeir ailar for- sendur og eðlilega yfirburði, en í staðinn njóti aðrar banda- lagsþjóðir viðskipta við okkur á öðrum sviðum. í samræmi við þetta hlýtur sérhver viðræða við Breta og Þjóðverja, um fiskveiðar hér við land, að byggjast á þeim megin-sjónarmiðum, að þess- ar þjóðir virði yfirráð ts- lendinga yfir þeirri náttúru- auðlind sinni, sem fiskimiðin eru, og viðurkenni þá eðlilegu verkaskiptingu, sem þær hafa sjálfar gert að markmiði i Efnahagsbandalaginu og þá rökréttu afleiðingu hennar, að tslendingar veiði sjálfir þann fisk, sem hér er að fá. — a.þ. FöSTUDAGINN 22. ágúst kom heim úr vel heppnaðri Vestur- heimsför leikflokkur og kór Þjóð- leikhússins, sem að undanförnu hefur haft sýningar i Kanada og Bandarikjunum i tilefni hundrað ára afmælis islenzka landnáms- ins i Manitóba. Þetta er lengsta leikförÞjóðleikhússins til þessa, og jafnframt fjölmennasti hópur sem á þess vegum sýnir erlendis. t hópnum voru 48 manns á vegum leikhússins, 13 leikarar, 32 söng- menn og tveir tæknimenn, en auk þess voru menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, og Þjóðleikhússtjóri, Sveinn Einars- son, með i förinni. Gunnar Eyj- ólfsson tók saman dagskrána, sem var sérstaklega valin til flutnings að þessu tilefni, og tengdi efnið saman með skýring- um á ensku, en Carl Billich stjórnaði söngnum. Sýningum flokksins var ákaflega vel tekið, og við brottförina var komið að máli við forsvarsmenn hópsins um að koma aftur á íslendinga- slóðir, og fara þá viðar yfir og sýna viðar. Af þvi gæti þó tæplega orðið fyrr en haustið 1976. Leikflokkurinn sýndi fyrst á Gimli, eins og ákveðið haföi verið.meðan aðalhátiðahöldin fóru fram þar. Varð að bæta þar við aukasýningu, vegna aðsókn- ar. Næst var haldið i Vatnabyggð i Saskatchewan og sýnt i Wyni- ard. Þar munu um 600 manns hafa séð sýninguna i húsi, sem var ætlað fyrir um 400. Siðan voru sýningar i Red Deer i Alberta, i Vancouver og British Colombia, og loks var farið suður fyrir landamærin og sýnt i Seattle i Washington-fylki. Sýningin i Red Deer var i City Memorial Centre, i Vancouver i Cantennial Theater, sem er nýbyggt leikhús i norður- hluta borgarinnar og i Seatle i Kane Hall i Washington-háskóla. Jafnframt kom kórinn eða einstakir leikarar fram viö ýmis önnur tækifæri, þar á meðal i Markerville, þegar vi'gt var hús Stephans G. Stephanssonar, þar söng kórinn lög við kvæði Step- hans G., en leikararnir Herdis Þorvaldsdóttir og Baldvin Hall- dórsson lásu ljóð eftir skáldið. Auk þess kom hópurinn á 6 elli- heimili vestra, og var þar leikið, sungið og iesið upp. Menntamála- ráðherra sýndi og litskugga- myndir frá Islandi á elliheimilun- um. Samtals kom þvi listafólkið fram 16 sinnum á þeim þremur vikum, sem ferðin tók. Eins og áður hefur komið fram, voru i dagskránni fluttir kaflar úr leikritum eftir Halldór Laxness, Matthias Jochumsson, Emil og Jón Thoroddsen og Davið Stefánsson. Þá voru lesin og sungin kvæði frá upphafi Islands- byggðar og fram á okkar dag, en i dagskránni, sem nefndist Þó þú langförull legðir, var ætlað að rifja upp menningararfleifð is- lenzkumælandi manna. Eins og áður segir, virtist dag- skráin höfða mjög til áhorfenda sinna, og voru Vesturfarar leik- hússins látnir finna það á margan hátt. Þetta er i' fyrsta skipti, sem Þjóðleikhúsið sýnir utan Evrópu, en að undanförnu hafa listamenn leikhússins sýnt á öllum Norður- löndunum, i Frakklandi, Þýzka- landi og Sviss, auk Islands, eða samtals 10 löndum það sem af er þessu ári. ( Frá Þjóðleikhúsinu) Hafa sótt um lóðic en ekki fengið HgHIIII Forkastanleg vinnubrögð Hér fara á eftir bókanir fjög- urra borgarráðsmanna vegna úthlutunar borgarráðs á fjöl- býlishúsalóð til Ánnannsfells, sem skýrí er frá á forsiðunni. Bókun Alfreðs Þorsteinssonar: Það verða að teljast for- kastanleg vinnubrögð af hálfu meirihluta borgarráðs að af- henda Armannsfelli h.f. án undangenginnar auglýsingar lóö undir 23 fbúðir á mjög eftir- sóknarverðum stað i borginni. Ég tel, að það eigi að vera meginregla i sambandi við lóða- úthlutanir, að lóðir séu auglýst- ar þannig, að einstaklingar og aðrir byggingaraðilar sitji við sama borð. Jafnframt tel ég ástæðu til að benda á, að fjölmargar lóðaum- sóknir liggja nú fyrir hjá lóða- nefnd, m.a. frá bygginga- meisturum, sem ekki hafa feng- ið úthlutað lóðum i Reykjavfk, en Armannsfell fékk hins vegar úthlutað fyrir fáeinum árum eftirsóttri fjölbýlishúsalóð á Stóragerðissvæðinu. Auk þess tel ég varhugavert að úthluta Ármannsfelli stórri byggingar- lóð á sama tima og þetta bygg- ingarfélag er á eftir með fram- kvæmdir á vegum Reykjavikur- borgar. Bókun Björgvins Guðmunds- sonar: Upplýst er, að fjöldi umsókna um byggingarlóðir liggur fyrir óafgreiddur hjá borgaryfirvöld- um, m.a. frá byggingarsam- vinnufélögum. Með framan- greindri úthlutun lóðar á horni Grensásvegar og Hæðargarðs til Ármannsfells h.f. er umsækj- endum þessum freklega mis- munað. Þeim var ekki öllum skýrt frá þvi, að umrætt svæði yröi tekið undir ibúðabygging- ar, heldur virðist Armannsfelli sérstaklega hafa verið bent á þessa eftirsóttu byggingarlóð. Með þvi' að fella tillögu um að auglýsa lóðina staðfestir Sjálf- stæðisflokkurinn, að hann vill ekki veita öllum byggingaraðil- um sömu möguleika á þvi að sækja um eftirsóttar byggingar- lóðir heldur kýs að úthluta þeim án auglýsingar sérstökum út- völdum gæðingum. — Ég viti harðlega þessi vinnubrögð meirihlutans. Bókun Sigurjóns Péturssonar: Mikill skortur er nú á byggingalóðum undir fjölbýlis- hús. Margir byggingaraðilar, sem á undanförnum árum hafa haldið uppi öflugri starfsemi, eru nú um það bil að stöðvast vegna skorts á lóðum. Á siðustu 9 mánuðum hafa samtals 28 bvggingaraðilar sótt um lóðir undir fjölbýlishús án þess að fá úthlutun. Ég tel það mjög óeðlileg vinnubrögð að skipuleggja sér- staklega svæði i borginni fyrir tiltekið byggingarfélag án þess að gefa öðrum byggingaraðilum Umsóknir byggingarmeist- ara, er borizt hafa lóðanefnd frá 1.12. ’74: Guömundur Þengilsson, Depluhólum 5 Ingimar Haraldsson, Máva- hliö 45 Bygging s.f., Þórsgötu 3 Haraldur Eiriksson, Safamýri 54 Byggingarfélagið Armanns- fell h.f., Grettisgötu 56 Arnljótur Guðmundsson, Stigahlið 44 Byggingarsamvinnufélag Reykjavikur, Laugavegi 178 Byggingarfélagið Hagur h.f., Austurgerði 8 Hermann Helgason, Bogahlið 17 Byggingarfélagið Jaðar h.f., Hagamel 48 Óskar og Bragi s.f., Hjálm- holti 5 Reykjavogur h.f., Ósabakka 13-15 Byggingarfélagið Berg s.f., Lyngheiði 10, Kóp. einnig kost á að sækja um lóð- ina. A það er einnig rétt að benda, að Armannsfell fékk fyrir 3 ár- um lóð undir stórhýsi við Espi- gerði og var þá tekið fram yfir fjölmarga aðra byggingaraðila, sem einnig sóttu um þá lóð. Nú hefur meirihluti borgar- ráðs samþykkt að veita þessu sama byggingarfélagi lóð undir 23 ibúðir á horni Hæðargarðs og Grensásvegar. Ég tel, að með þessari sam- þykkt sé verið að hygla ofan- greindu byggingarfélagi langt umfram aðra byggingaraðila og mótmæli slikum vinnubrögðum. Birgir R. Gunnarsson s.f., Sæviðarsundi 21 Einhamar s.f., Skeifunni 4 Gunnar M. Sigurðsson, Kúr- landi 16 Háafell h.f., Hlaðbæ 20 Kristján Pétursson, Safamýri 95 Magnús Guðjónsson, Klepps- vegi 42 Byggingarfélagið Röst h.f., Kambsvegi 18 Byggingarsamvinnufélag starfsmanna stjórnarráðsins Sturla Einarsson, Sæviðar- sundi 44 Trésmiðja Austurbæjar h.f., Skipholti 25 Byggingarsamvinnufélag starfsmanna rikisstofnana Bústaður s.f., Borgartúni 29 26. júni 1975 Ingólfur Guðmundsson, Safa- mýri 44 25. júni 1975. Byggingarsamvinnufélagið Vinnan Miðafl (Magnús Jensson) Virðingarfyllst, Jón G. Kristjánsson. Bókun Alberts Guðmunds- sonar: Vegna frumkvæða Armanns- fells um tillögur að skipulagi á lóð þeirri sem er til úthlutunar neðan Hæðargarðs og austan Grensásvegar, að mörkum lóða viö Bakkagerði, og samþykkt hefur verið bæði af skipuíags- deild borgarinnar og skipulags- stjóra rikisins, tel ég eðlilegt að lóðinni verði úthlutað til Ar- mannsfells h.f., þótt ég styðji i megin atriðum þá skoðun að auglýsa beri lóðir sem til út- hlutunar eru hverju sinni. Jafnframt visa ég á bug öllum ádeilum um vinnubrögð sem fram hafa komið vegna af- greiðslu þessa máls.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.