Tíminn - 27.08.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 27.08.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 27. ágúst 1975 TÍMINN 13 Inl ,Ib !! BMIk 1 im wi im Byrgið brunninn Jónas Jónsson, Brekknakoti, skrifar: „I Timanum s.l. laugardag er grein á forsiðu,: „Óvenju mikið um landhelgisbrot”. — „Satt var orðið”. Það mátti um tima heita daglegt brauð, að fjölmiðl- ar segðu frá þessum illræmdu brotum. I nefndri grein er frétt- in flutt og á það bent, að „brjót- arnir” fái með þessum aðförum margfaldan afla, orðrétt, (eftir H.H., starfandi hjá Landhelgis- gæzlunni: „Heiðarlegu skip- stjórarnir ná ekki sama afla- magni, þótt þeir séu nokkra daga að veiðum”. Orsök brot- anna er sennilega „einfaldlega sú, að það eru meiri fiskigöngur innan fiskveiðimarkanna, og þvi meiri aflavon”, er haft eftir J.J. fiskifræðingi. Þannig eru óbeint, taldar fram eðlilegar ástæður til brotanna, en varla sveigt orði að þvi, að hér sé um vitavert at- hæfi að ræða. En „frá minum bæjardyrum séð ”er hér um landráðastarf- semi að ræða. Fyrir hverju er islenzka þjóðin að berjast á alþjóðavettvangi: 200 milna landhelgi! Sú barátta þessarar litlu þjóðar, er þekkt um allan heim, viðurkennd lifsnauðsyn af sumum, en kröftuglega mót- mælt af öðrum. Hinir brotlegu, Islenzku skipstjórar, sem nú eru að steiast inn undir land á frið- lýst svæði, meðan enn er miðað við 50 milur aðeins, þeir leggja til vopnin i hendur andstæðing- anna, og berjast ötullega gegn hagsmunum íslendinga i baráttunni! Meinleysi löggjafa og. lög- gæzlu Islendinga er með ein- dæmum,einsogt.d.iþessu efni, áfengis — og eiturlyfjamálum o.fl., þar sem heill og sómi þjóð- arinnar er i veði. Með drykkju- veizlu, sem oft leiöa til vimu- og vitgrenningar, má e.t.v. veikja mótstöðu og milda til sam- komulagsi bili, en mun léttvðegt til vinnings, þegar mikið er I húfi. Veiðar i landhelgi gefa kannski fleiri fiska i bátinn, en sá, sem þar stjórnar, varpar um leið mannorðinu fyrir borð, og vinnur með féndum þjóðarinn- ar, þ.e. sókndjörfum mótstöðu- öflum I lifshagsmunamáli okk- ar. Þessir liðhlaupar eiga að af- vopnast, tapa möguleikunum, missa öll réttindi um sinn, og lengi, ef brotið er stórt eða endurtekið. Meö einhverju móti verður að koma i veg fyrir framhald af sliku tagi. í kvöld segir útvarpið okkur eftir áreiðanlegum heimildum að Landhelgisgæzl- an geti ekki sem skyldi sinnt eftirliti með erlendum togurum, vegna svo tíðra brota þeirra, sem tslendingar teljast. Skip Landhelgisgæzlunnar séu af þeim sökum bundin nær landi. Hvernig myndi til takast, með sömu mengun Ihugarfari meðal sjómanna og meinleysi I af- skiptum við brotlega, þegar 200 milurnar eru fengnar — á pappfrnum? Mannorðiðer sum- umlitils virði, sektirnar jafnvel hlægilegar, en aðmissa réttind- in að ráða skipi, eða að missa sitt skip, það kæmi við kaunin. Byrgið brunninn áður en fleiri börn detta ofan i”. Þessi tvlþekja dró svifflugu á loft á flugdeginum á Selfossi, en tviþekjan er elzta flugvélin á Islandi, I eigu Arna I Múlakoti, sem flaug henni. FLUGDAGUR Á SELFOSSI PÞ-Selfossi. — Flugklúbbur Sel- foss hélt flugdag á laugardag á flugvellinum viö Selfoss. Margt manna var þar saman komið, enda margt til skemmtunar. Mesta athygli vakti fallhlifar- stökkið, er þrir menn kom svif- andi niður úr skýjaþykkninu i marglitum fallhlifum, en fremur lágskýjað var þennan dag. Varnarliðiö sýndi björgun með þyrlu, sviffluga sýndi listflug, og einnig sýndi vélfluga svo kallaö spinn, hvolfflug og fleiri kúnstir. Flugmenn úr Reykjavik komu i hópflugi á mótiö. Flugvöllurinn við Selfoss var lagöur fyrir rúmu ári af áhuga- sömum mönnum i Flugklúbbi Selfoss. Völlurinn hefur mikið verið notaöur I flugi til Vest- mannaeyja og viðar, auk þess sem kennsluflug fer fram i sam- bandi við völlinn, þvi að áhugi á að læra flug er mikill hér fyrir austan. Brautirnar eru tvær, 600 og 400 mlangar, og eru þær góðar, en öryggistæki eru fábrotin, og væri mikil þörf á þvi, að hið opinbera bætti þar úr, þvi að mikið öryggi er að hafa þarna góöan flugvöll við ýmsar kringumstæður i flugi frá Austfjörðum og Vestmanna- eyjum, þegar dimmviðri er á Hellisheiði. Formaður Flugklúbbs Selfoss er Jón S. Guömundsson yfirlög- regluþjónn. Þyrla varnarliösins sýndi björgun á flugdeginum. Sóknarnefnd Seltirninga vill ekki að söfnuðurinn kjósi í Nesssókn HINN 9. nóvember 1974 var kosin safnaðarnefnd og safnaðar- fulltrúi I Seltjarnarnessókn, meö það fyrir augum, eins og sagði I frétt frá Reykjavikurprófasts- dæmi og birtist i dagblöðum 8. nóvember, „að þar hefjist sér- stakt safnaðarstarf” og enn fremur sagði i sömu frétt, „að þetta væri eðlileg þróun, þar sem Seltjarnarnes væri nýlega orðið sérstakur kaupstaður”. En hver hefur svo orðið þróun mála frá þessum fundi til dagsins i dag? Hinn nýi söfnuður hefur notið ágætrar þjónustu presta Neskirkju, en stefnt hefur verið að þvi að fá sérstakan prest fyrir Seltjarnarnesprestakall. Embætti losnaði i Nesprestakalli á sl. vori, og opnuðust þá mögu- leikar á að það flyttist til Sel- tjarnarnessóknar. Sóknarnefnd Seltjarnarnes- sóknar óskaði mjög ákveðið eftir að sérstakur prestur kæmi á Sel- tjarnarnes. íbúatala var að visu lægri en ákveðið er með lögum að standa skuli á bak við hvern ein- stakan prest i Reykjavlkurpró- fastsdæmi, en frávik hafa áður verið gerð á þeim ákvæöum. Enn fremur mun Seltjarnarnes vera eini kaupstaðurinn á landinu, sem ekki hefur eigin prest. Ráðstöfun þessi myndi þvi tvi- mælalaust verða til þess að efla kirkjulegt starf I hinum nýja kaupstað. Einnig er meö lögum stefnt að einmenningspresta- köllum, og þessi ráðstöfun heföi þvi orðið eðlileg gagnvart Nes- prestakalli. Um málið var fjallaö hjá safn- aðarráði Reykjavikurprófasts- dæmis, sem samþykkti einróma að Seltjarnarnesprestakall yrði auglýst og annað prestsembætti yröi flutt þangað. Sóknarnefnd gladdist yfir þeim velvilja og skilningi, sem safn- aðarráð sýndi hinum unga söfn- uöi með samþykkt sinni, en endanlegt ákvörðunarvald er hins vegar i höndum kirkjumálaráð- herra. Þeir sem hlut áttu að máli biðu eftir þvi að heyra endanlega af- greiðslu málsins, fullvissir þess að farið yrði eftir einróma sam- þykkt safnaðarráðs og innbyrðis vilja beggja sóknanna. Hinn 24. júni sl. var auglýst hið lausa prestsembætti til Nes- prestakalls. Þar með var gengið I berhögg við vilja Seltjarnarnes- safnaðar og samþykkt safn- aðarráðs Reykjavikurprófasts- dæmis. Þegar leitað var álits sóknar- nefndar Seltjarnarness varðandi þátttöku i væntanlegum kosning- um, var svar hennar á þá leið, að hún óskaði ekki eftir þátttöku, þar sem aðeins væri um timabundna þjónustu að ræða. Ekki var heldur talið rétt að hafa áhrif á prestskosningar i öðru presta- kalli, enda mun Seltjarnarnes- söfnuður ekki sætta sig við að aðrar sóknir kjósi með sér, þegar söfnuðurinn kýs sinn eigin prest. Enn fremur má benda á, að þótt óskað hefði verið eftir þátttöku i kosningunum, er ósennilegt að söfnuðurinn hefði fengið að kjósa, þar sem i tveim tilfellum við sambærilegar aðstæður i Reykjavikurprófastsdæmi, var ekki kosið nema i þvi prestakalli, sem auglýst var, þrátt fyrir þjón- ustu prestsins við annan söfnuð um óákveðinn tima, og er þar átt viö Breiðholt i kosningunum, sem fram fóru þar á árunum 1972 og 1975. Af framangreindu má vera ljóst, að ekki er rétt að Sel- tjarnarnessöfnuður taki þátt i væntanlegum prestskosningum. Sóknarnefndin álitur, að prests- kosningar eigi ekki að fara þar fram fyrr en söfnuöurinn fær tækifæri til að kjósa sinn eigin prest. Nefndin mun hins vegar halda áfram að vinna að þvi að lagaleg heimild fáist fyrir sérstöku prestsembætti sem allra fyrst, svo hægt verði að byggja upp sjálfstætt safnaðarstarf á Sel- tjarnarnesi. Þar til Seltirningar fá sinn eigin prest, munu þeir halda áfram aö njóta þjónustu prestsins, sem fyrir er við Nes- kirkju, ásamt þjónustu þess prests, sem kosinn verður i væntanlegum kosningum. (Frá sóknarnefnd Seltjarnarnesprestakalls) Veitum alhliöa hjólbaröaþjónustu KomiÖ meö bílana irm f rúmgott húsnæði OPIÐ: mánud.-fimmtud. 8-19 föstudaga 8-22 laugardaga 9-17 HJÓLBARÐAR Sambandsins HÖFÐATÚNI 8 SlMAR 16740 OG 38900 Fólksbila Jeppa Vörubila Lyftara Búvéla Traktors Vinnuvéla Garðyrkjustöð Til leigu eða sölu er garðyrkjustöð i Laugarási, Biskupstungum. Upplýsingar um Aratungu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.