Tíminn - 27.08.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.08.1975, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 27. ágúst 1975 SÍMI 12234 •HERRfi GfiRíDURINN AÐALSTRIETIS Deila Egypta og ísraelsmanna: Samkomulagið liggur — aðeins er eftir að ganga frá endanlegri gerð þess Ijóst fyrir Áreiðanlegar fréttir herma, að Egyptar og israelsmenn liafi i aðalatriðum samþykkt uppkast að nýju bráðabirgðasamkomu- lagi um frið á Sinai-skaga. Fréttaskýrendur búast fastiega við, að samkomulagið verði undirritað um helgina — komi ekkert óvænt upp á siðustu stundu. Staða Goncalvesar sterkari en áður Sósíalistar kalla fylkingu stuðnings- manna hans uppreisnarhreyfingu NTB/Reuter-Lissabon. Portú- galskir sósialistar hafa kallað fylkingu þá, er i fyrradag var mynduð til stuðnings Vasco Gon- calves forsætisráðherra, upp- reisnarhreyfingu. Þeir hafa lýst stofnfundi fylkingarinnar sem fundi stjórnbyltingar- og upp- reisnarmanna. Þetta kemur m.a. fram i dreifi- bréfi frá sósfalistum, er þeir sendu frá sér i gær. Annars er það skoðun fréttaskýrenda, að staða Goncalvesar sé nú sterkari en áð- ur. Þeir, sem slegið hafa skjald- borg um hann, eru kommúnistar, ýmsir stjórnmálahópar vinstri sinna og herforingjar, er hallast að kommúnistum. Henry Kissinger, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, þeytist i si- fellu á milli Alexandriu og Jerúsalem og berskilaboð á milli leiðtoga Egypta og Israels- manna. t gær kom hann til Alex- andriu til viðræðna við Anwar Sadat forseta. Við komuna þang- að sagði hann, að enn rikti ágreiningur um orðalag sam- komulagsuppkastsins. Embættismenn i fylgdarliði utanrikisráðherrans kváðu þann ágreining aðeins minni háttar. Samkomulagið lægi ljóst fyrir — aðeins væri eftir að ganga frá endanlegri gerð þess, en það gæti þó tekið lengri tima en ætla mætti. t sama streng tóku embættismenn stjórna Egypta- lands og ísraels. Yfirvofandi orkuskortur i heiminum hefur gert það að verkum, að flestar stórþjóðir heims — og nokkrar smærri — hafa ráðizt I aö byggja kjarnorkuver. A myndinni sést, hvar orkuverin eru niður komin á jarðkringlunni. KOFFIÐ frá Brasiliu Norðmenn auka út- flutning á saltfiski NTB-Álasundi. Otflutningur á Saltfiski frá Noregi hefur lið- lega tvöfaldazt á fyrri hluta þessa árs, sé miðað við sama tima i fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins 1974 var fluttur út saltfiskur frá Noregi fyrir 41,3 milljónir norskra króna, en í ár nam út- flutningurinn á samsvarandi tlma 99,7 milljónum króna. Astæðan fyrir þessari aukn- ingu er sú, að nýlega hafa opn- azt nýir markaðir fyrir salt- fisk á Jamaica, Kúbu og i Mexikó. Umferð um stærstu höfn í heimi hefst á ný NTB/Reuter-Rotterdam. Tvö þúsund skipstjórar á hollenzk- um fljótaprömmum, er hafa að undanförnu lokað höfninni i Rotterdam — stærstu höfn i heimi — fyrir allri umferð, ákváðu i gær að verða við til- mælum borgarstjórans i Rotterdam og hætta andófsað- gerðunum. Aftur á móti eru skip- stjórarnir staðráðnir i að halda áfram sams konar að- gerðum á Rin og i öðrum höfn- um i Hollandi. Þær eru sprottnar af þeim áformum hollenzku stjórnarinnar að fækka til muna fljótaprömm- um i Hollandi en þeir eru nú u.þ.b. 8690 talsins. Þetta er brúin yfir Zambesi-fljót, þar sem fyrsti hluti viðræönanna fór fram Stjórnarskrdrviðræðurnar um Ródesíu: Fóru út um þúfur — að sögn lan Smiths NTB/Reuter- Livingstone/Salis- bury. Fyrsta hluta viðræðnnnna um stjórnskipulega framtið Ródesiu er Iokið. Svo virðist sem fulltrúar i Afriska þjóðarráðinu (ANC) — sem er ráð blökku- manna i landinu — hafi fallizt á þá kröfu Ian Smiths forsætisráð- herra, að viðræðunum verði fram haldið innan landamæra Ródesiu. Á móti á Smith að hafa heitið þvi að afturkalla handtöku- skipanir á fjölda blökkumanna- leiðtoga. Abel Nuzorewa biskup, formaður ANC, sagði i gær, að Smith hefði gert allt til þess að sigla viðræðunum i strand. SÍÐUSTU FRÉTTIR: Ian Smith skýrði þingmönnum i Ródesiu svo frá i gærkvöld, að enginn árangur hefði náðst i fyrsta hluta stjórnarskrárvið- ræðnanna. Þvi ætlaði Ródesiu- stjórn nú að snúa sér til ættar- höfðingja i landinu I von um að ná samkomulagi við þá um stjórn- skipulega framtið Ródesiu. Vopnahlé f Angóla Bandaríkjastjórn veitir Portúgal aðstoð við að flytja fólk frá landinu NTB/Reuter-Lissabon/Washing- ton. Tvær stærstu þjóðfrelsis- hreyfingarnar I Angóla — MPLA og FNLA — hafa nú undirritað samkomuiag um vopnahlé, að þvi er skýrt var frá i útvarpi I Lu- anda, höfuðborg Angóla. Vopnahléð tók gildi I fyrrinótt. Ljóst er, að FNLA hefur fallizt á að yfirgefa eitthvert landsvæði og veitt aðrar tilslakanir. Aftur á móti er óvist, hvort MPLA hefur gert slikt hið sama. Sem kunnugt er geisuðu blóðugir bardagar i Angóla fyrr i sumar. Sagt er, að vigstaðan sé nú sú i Angóla, að MPLA — hin marxiska frelsishreyfing — ráði Luanda og héruðum i Austurhluta landsins, FNLA — hin hægrisinn- aöa frelsishreyfing — ráði norð- austur héruðunum og UNITA — er stendur mitt á milli — suður- héruðunum. Bandarikjastjórn hefur orðið við beiðni Portúgalsstjórnar um að veita aðstoð við að flytja fólk — sem er hvitt á hörundslit — frá Angóla. Talsmaður bandariska utanrikisráðuneytisins sagði i gær, að Bandarikjamenn væru reiðubúnir að flytja allt að þrjú hundruð þúsund manns frá Angóla til Portúgals. Fréttir frá Lissabon hermdu i gær, að Portúgalsstjórn væri nú að reyna að koma á alþjóðlegri loftbrú milli Angóla og Portúgal, svo að flestir Portúgala i nýlend- unni yrðu komnir þaðan, áður en hún færsjálfstæði i nóvember n.k. —i Blaðburðarfólk óskast Laufdsvegur - Óðinsgata - Skólavörðustígur - Lindargata - Hdteigsvegur - Austurbrún - Laugards - Skeiðarvogur- Suðurlandsbraut - Bólstaðarhlið V N

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.