Tíminn - 28.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.08.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 28. ágúst 1975 Shostakovich yngri er líka tónlistarmaður Andlegt sturtubað Gusa af köldu vatni hreinsar andann og er aflausn fyrir syndugt liferni. Þvi trúa a.m.k. sumir. A myndinni eru þrir verhandi iþróttakennarar i Japan að skola burtu misgjörð- um sinum i isköldum fossi ár- innar Fudo-no-taki, sem rennur ofan snjólinu, eins og sjá má. Þetta kald^ bað er hluti af þjálf- un þeirra, og þeir trúa þvi, að það hreinsi sálina. Maxim Shostakovich jr. er vel þekktur i tónlistarlifinu i sinu heimalandi. Hann þykir mjög góður stjórnandi, og nýlega stjórnaði hann tónleikum hjá Sinfónluhljómsveit útvarps- og sjónvarps I Moskvu, sem þóttu takast afburða vel. Þarvarm.a. flutt 5. sinfónia Dmitri Shosta- kovich, hins heimsþekkta tón- skálds, og vakti sá flutningur mesta athygli. Maxim er alinn upp á heimili þar sem hljómlist- in var eitt aöalatriðið I lifinu, og ungur fór hann að læra á hljóð- færi, en sneri sér svoaðallega að stjórnun hljómsveita og að læra allt sem þvi tilheyrir I tónlistar- háskólanum I Moskvu. Hann hefur bæði verið stjórnandi Sin- fóniuhljómsveitar Moskvuborg- ar, einnig útvarps- og sjón- varpshljómsveitarinnar eins og áður getur, og Sinfóniuhljóm- sveitar rikisins. Við sjáum hann hér með fjölskyldu sinni og einnig sem stjórnanda sinfóniu- hljómsveitar. Frauskir verkfræðingar hafa hannað loftfar til flutninga á þungum og viðamiklum hlutum. Það sem flytja þarf er hengt neðan i tækið. Loftfarið er gert úr fjórum loftbelgjum og knúið fjórum þyrluhreyflum af stærstu gerð. Eftir þvi sem flutningurinn er þyngri, er hægt að blása belgina meira út. Sjálft tækið kemur til með að vega 500 tonn, og verður flughraði 75 mil- ur á klukkustund. Flugþol er áætlað um 600 milur. Smiða- kostnaður loftfarsins er áætlað- ur um 3.5 milljarðar króna, en samt sem áður er búizt við að flutningskostnaður með honum verði aðeins þriðjungur þess, sem kostar að flytja þunga hluti á akvegum. Afkastamikið flutningatæki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.