Tíminn - 28.08.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.08.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. ágúst 1975 TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsiusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Fordæmi Tryggva í tilefni af þvi, að Vestur-Þjóðverjar reyna nú að beygja okkur I landhelgisdeilunni með löndunar- banni og hefndartollum, er ekki ófróðlegt að rifja upp hvernig Tryggvi Þórhallsson hélt á málum, þegar Norðmenn hækkuðu saltkjötstollinn og höfðu nær stöðvað alla sölu á islenzku saltkjöti til Noregs. Saltkjötsmarkaðurinn i Noregi var þá mjög þýðingarmikill fyrir landbúnaðinn, þvi að hlutfallslega meira var þá flutt út af dilkakjöti en nú og var það nær eingöngu saltað. Norðmenn byrjuðu að hækka saltkjötstollinn 1922 og héldu þvi siðan áfram. Þegar þing kom saman 1924, var saltkjötstollurinn orðinn svo hár, að kjötsalan til Noregs mátti heita útilokuð. Fram- sóknarflokkurinn taldi þetta mál svo mikilvægt fyrir landbúnaðinn, að það yrði að sitja fyrir öllu öðru. Þetta var fyrsta þingið, sem Tryggvi Þór- hallsson sat á, og hafði hann forustu i málinu, eins og hann hafði áður gert i Timanum. Undir forustu Tryggva var sótt fram á tvennum vigstöðvum. 1 fyrsta lagi var lögð áherzla á það við rikisstjórn- ina, sem þá var enn stjórn Sigurðar Eggerz, að reynt yrði að ná samningum við norsku stjórnina og þvi yrðu sendir til Noregs tveir menn til aðstoð- ar Sveini Björnssyni sendiherra, sem þá var staddur þar og ræddi við norsku stjórnina um þessi mál og fleiri. 1 öðru lagi flutti svo Tryggvi Þór- hallsson þrjú frumvörp á Alþingi, sem fólu I sér, að þungir skattar yrðu lagðir á þær sildarbræðslur Norðmanna, sem enn störfuðu hér, þungir skattar yrðu einnig lagðir á þau norsku skip, sem kæmu hingað, og norskar vörur yrðu tolláðar sérstaklega og hærra en aðrar. Þessi frumvörp Tryggva vöktu mikla athygli i Noregi, m.a. vegna þess, að Vil- hjálmur Finsen var þá orðinn blaðamaður þar og reyndist hinum islenzka málstað góður talsmaður. Niðurstaðan varð sú, að þeir Jón Árnason fram- kvæmdastjóri og Pétur ólafsson útgerðarmaður voru sendir til Noregs til aðstoðar Sveini Björns- syni. Lauk málinu þannig á útmánuðum 1924, að Norðmenn lækkuðu tollinn verulega. Þennan ár- angur mátti ekki sizt þakka áðurnefndum frum- vörpum Tryggva Þórhallssonar og skrifum Vil- hjálms Finsens um þau. Ætli menn að ná árangri i slikum deilum, þá verður óhjákvæmilega að sækja fram á tvennum vigstöðvum, eins og Tryggvi Þórhallsson gerði i kjöttollsmálinu 1924. Það verður að sýna fúsleika til að fara samningaleiðina, en það verður jafn- framt að sýna greinilega, að gripið verður til ann- arra og harðari úrræða, ef hún bregzt. Það væri i samræmi við þessa stefnu Tryggva Þórhallssonar, að jafnhliða þvi, sem undirbúnar eru viðræður við Vestur-Þjóðverja og Breta, væri af hálfu rikisstjórnarinnar eða einstakra þing- manna undirbúið frumvarp um að leggja sérstaka tolla á allar vörur frá Efnahagsbandalagsrikjun- um og yrði þetta frumvarp lagt fyrir næsta þing, ef samkomulag hefði ekki náðst áður. Jafnframt yrði af opinberri hálfu beint til almennings áskor- un um, að hætta kaupum á bilum og öðrum varn- ingi frá umræddum löndum,meðan þau beita okk- ur hefndartollum og löndunarbanni vegna sjálfs- bjargarviðleitni okkar i landhelgismálinu. Rétt er lika að það komi fram, að íslendingum finnst það i vaxandi mæli ógeðfellt, að ganga til samninga við þjóðir Efnahagsbandalagsins, með- an þeir eru beittir refsiaðgerðum sökum útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Fabiao og Amtunes taka höndum saman Carvalho fer sér hægt um sinn Carlos Fabiao StÐUSTU dagana hefur nýr maður komið fram á sjónar- sviðið i Portúgal og látið i vax- andi mæli til sin taka. Ýmsir spá þvi, að hann eigi eftir að verða næsti forsætisráðherra landsins, ef Gomes forseta tekstaðláta Goncalves vikja. Þessi maður er Carlos Fabiao, sem er æðsti yfirmaður hers- ins. Fabiao, sem er 45 ára gamall, er einn af herforingj- unum, sem stóð að stjórnar- byltingunni I fyrra, en hefur siðan litið komið fram opin- berlega þangað til nú. Þannig hefur hann aldrei skipað sér i sveit með einhverjum þeirra þriggja herforingja, sem mest hafa látið á sér bera, eða þeim Goncalves, sem fylgir komm- únistum að málum, Carvalho, sem þykir standa enn lengra til vinstri, eða Melo Antunes, sem hefur gerzt talsmaður frjálslyndu aflanna, sem stefna samtimis að lýðræði og jafnaðarstefnu. Af þeim á- stæðum, að Fabiao hefur stað- ið utan þessara deilna, hefur verið rætt um hann sem manninn, er herinn gæti helzt sameinazt um og sem þjóðin gæti helzt sætt sig við. ÞAÐ var fyrst siðastl. föstu- dag, að Fabiao lét verulega til sin heyra opinberlega. Hann birti þá yfirlýsingu sem æðsti maður hersins. Hann hvatti þar til samvinnu milli hers og þjóðar. Hann sagði, að það væri rangt, að herinn væri for- ustuafl byltingarinnar, heldur væri það þjóðin öll. Hér þykir koma fram meiningarmunur hjá honum og Goncalves, sem hefur haldið þvi fram, að her- inn væri forustuaflið, og yrði þvi að hafa völdin. Smábænd- urnir i norðurhéruðunum, sagði Fabiao, eru alveg eins byltingarsinnaðir og verka- mennirnir i suðurhluta lands- ins. Þetta fellur lika illa sam- an við kenningar kommúnista, sem hafa orðið fyrir mestum árásum I norðurhéruðunum af hálfu almennings þar. Fabiao sagði enn fremur, að það væri rangt, að vera að stimpla menn fasista og afturhalds- menn, þótt þeir væru ekki á sama rpáli og ráðamenn á hverjum tima. Menn mættu ekki breyta eftir kenningunni, að sá, sem ekki er með mér, er á móti mér. Með yfirlýsingu þessari þykir Fabiao hafa tekið óbeina afstöðu gegn Goncalves, enda hafa kommúnistar nú hafið á- róður gegn Fabiao. Hins vegar virðist enn vera gott samstarf milli Fabiaos og Carvalhos, en þeir hafa síðustu daga ferðazt milli herstöðva i landinu. Fabiao hefur hins vegar verið talinn fylgjandi Antunes mál- efnalega. Ýmislegt þykir benda til þess, að Carvalho telji hyggilegt að fara varlega i sakirnar að sinni, og þvi hafi náðst samkomulag milli hans og Antunes, a.m.k. til bráða- birgða. Báðir virðast m.a. sammála um andstöðu gegn Goncalves. MELO Antunes kom fyrst fram á sjónarsviðið, þegar hann tók við utanrikisráð- herraembættinu af Soares nokkru eftir áramótin. Hann varð brátt málsvari hinna frjálslyndari herforingja inn- an rikisstjórnarinnar og lét Goncalves hann þvi vikja, þegar hann endurskipulagði -•stjórn sina fyrir nokkru. An- tunes lét það þó ekki beygja sig, enda þótt hann sé sagður hæglátur og seinþreyttur til vandræða. Hann lýsti sig strax andvigan ýmsum stefnuatrið- um hinnar nýju stjórnar Gon- calves og lét ekki sitja við orð- in tóm. Hann birti opinberlega greinargerð, ásamt átta öðr- um háttsettum herforingjum, þar sem kom fram veruleg gagnrýni á fyrirætlunum rikisstjórnarinnar. Þeir ni- menningarnir lýstu sig fylgj- andi þvi, að stefnt yrði að sósialisku skipulagi, en fara yrði hægar i sakirnar en stjórn Goncalves hugðist gera, og jafnframt bæri að leggja á- herzlu á sem viðtækast sam- starf og treysta þannig tengsl- in milli hersins og þjóðarinn- ar. Þótt yfirlýsing þeirra ni- menninganna fengi ekki næg- an stuðning i herforingjaráð- inu, híaut það strax góðar undirtektir meðal þjóðarinnar ogeinnig meðal óbreyttra her- manna. Yfirlýsingin hefur vafalitið stóráukið andstöðuna gegn kommúnistum og Gon- calves. Antunes er 41 árs að aldri, sonur háttsetts herforingja, sem var um skeið á Azoreyj- um, en þar er Antunes fæddur og á þar heimili sitt. Hann á- kvað ungur að gerast hermað- ur og hlaut menntun i sám- ræmi við þ^ð. A námsárum sinum þótti hann gagnrýninn á stjórnarhætti Salazar og hefur það styrkt aðstöðu hans nú. Af þeim ástæðum fékk hann ekki að gegna trúnaðarstöríum innan hersins, nema á Azor- eyjum og i nýlendunum. Fyrir sex árum sótti hann um leyfi til að mega bjóða sig fram til þingmennskuá Azoreyjum, en stjórnin synjaði honum um það, þar sem hann þótti llk- legur til andstöðu við hana, en hann ætlaði að bjóða sig fram fyrir flokk, sem taldi sig i stjórnarandstöðu. Nokkru eftir, að honum var neitað um framboðsleyfið, var hann sendur til Angola. Þ.Þ. Melo Antunes

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.