Tíminn - 28.08.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.08.1975, Blaðsíða 9
8 TÍMINN TÍMiNN HEIMSÆKIR SAUÐÁRKRÓK Unnið úr tæpum þr jú þúsund tonnum á síðastliðnu ári — Hvað hefur Fiskiðjan tekið á móti miklum afla i ár? — Við höfum tekið á móti rétt um tvö þúsund tonnum það sem af er árinu, sem er nokkuð meira en á siðastliðnu ári. Þá var unnið úr tæpum þrjú þúsund tonnum. En þetta er ekki nægjanlegt, eins og ég drap á áðan — við gætum unnið úr meiri afla. Það.er meðal annars afleiðing af of litlum afla, að viö höfum ekki nauðsunlegar hliðargreinar, eins og æskilegt væri. T.d. er mjög litil saltfisk- verkun hér á Sauðárkróki, og sum árin er hún reyndar ekki nein. A vegum Fiskiðjunnar eru hins vegar reknar fiskm jölsverk- smiðjur á Sauðárkróki og Hofs- ósi. tJr vinnslusal Fiskiðjunnar. Vélarog tæki í mörgum tilfellum nær úrelt — Nú er Fiskiðjan orðin um það bil tvitug, og óverulegar breytingar hafa átt sér stað und- anfarin ár. Hefur veriö gerð áætl- un um að stækka eða breyta? — Já, það hefur verið gerð á- ætlun um stórfelldar breytingar á húsunum, en það er ekki fyrirsjá- anlegt, að sú framkvæmd komist i gegn nú á næstunni. — Hjá okk- ur, eins og svo viða annars stað- ar, vantar fjármagn. Fiskmjöls- verksmiðjan hér á Sauðárkróki verður til dæmis að flytja, en hún er i byggingarlinunni fyrir nýjum hluta frystihússins. Það mætti svo i leiðinni geta þess, að salt- fiskverkunin er i leiguhúsnæði. En hugmyndin er sú, að þegar hafnarframkvæmdum er lokið, verði móttaka frystihússins þar, en núverandi móttaka þá saltfisk- verkun, sagði Marteinn að lokum. Marteinn Friöriksson Einkennilegur og órökstuddur áróður — Það er eitt, sem ég vildi koma að, sagði Marteinn. — Þaö hefur heyrzt i fjölmiðlum undan- farið, að við séum sifellt að drepa smáfisk, en það hefur algjörlega gleymzt að athuga meðalstærð á þeim fiski, sem landað hefur ver- ið á stöðum eins og til dæmis Sauðárkróki. — Af þeim þorski, sem kom á land á þessu ári, var innan við 10% smáfiskur 43—53 Smábátahöfnin á Sauöárkróki er næst á myndinni. Fjær liggur skut logarinn Hegranes viö bryggju. Sunnlendingar gleyma sjólfum sér þegar þeir básúna út smá- fiskadráp okkar Norðlendinga — rætt við Martein Friðriksson frkvstj. Fiskiðjunnar FISKIDJAN á Sauöárkróki er gamalt og gróiö fyrirtæki. Það var stofnaö á Þoriáksmessu 1955, og var upphaflega sameign bæj- arins og kaupfélagsins, en siöan 1959 hefur kaupfélagiö veriö aöal- eigandi. Hjá Fiskiöjunni vinna aö jafnaöi um 70 manns, og greiddi fyrirtækin I laun á sl. ári um 50 milljónir. Hjá Fiskiöjunni ræddi TtMINN viö Martein Friöriksson framkvæmdastjóra. Af la þriggja skuttogara skipt niður á þrjá staði — Hve margir bátar leggja upp hiá Fiskiöjunni? — Héðan frá Sauðárkróki eru gerðir út þrir togarar, einir fjórir mótorbátar og rúmur tugur af trillum. En Fiskiðjan tekur ekki á móti öllum þeim afla, sem þessi floti flytur á land, heldur er um annað frystihús að ræða hér á Sauðárkróki og hið þriðja á Hofósi. Afla allra togaranna er svo skipt á milli þessara þriggja frystihúsa. Aflamagnið er ekki svo mikið, að húsin séu fullnýtt, en það þýðir hins vegar að við vinnum alltaf nýjan fisk, og nýt- ing aflans er betri af þeim sökum. sm. Þessi áróður um gegndar- laust smáfiskadráp á norðlenzk- um bátum er að stofni til kominn frá Sunnlendingum, sem gleymt hafa að minnast á sina eigin gegndarlausu netaveiði á hrygn- ingarsvæðunum. Þar er fiskurinn veiddur i net, á meðan hann er að hrygna, og raunar fær hann ekki frið til þess. Og þvi má bæta við, að ef við Norðlendingar verðum varir við smáfisk á okkar miðum, þá er það góðs viti og þýðir, að klak hefur heppnazt. Stefán Guðmundsson: „Sauðárkrókur tók algjörum stakka- skiptum með tilkomu skuttogaranna" A SKRIFSTOFU Útgeröarfélags Skagfiröinga hitti TÍMINN aö máli Stefán Guömundsson fram- kvæmdastjóra þess. — Hvaö geriö þiö út marga skuttogara frá Sauöárkróki? — Héöan eru geröir út þrir tog- arar, DRANGEY, HEGRANES og SKAFTI. Stefán Guömundsson — Nú hefur þaö komiö fram, aö aflamagniö er ekki nægjanlegt, sem berst á land hér á Sauöár- króki, hafiö þiö I hyggju aö auka viö flotann? — Þvi er ekki hægt að neita, aö við höfum hugleitt þá hluti, aö minnsta kosti að breyta honum þannig að selja elzta togarann, HEGRANES, og fá annan stærri, en bezt væri að til þess þyrfti ekki aö koma, heldur yrði einungis um beina aukningu aö ræöa. — Hvernig var afkoma félags- ins á síöastliönu ári? — Það varð nokkuð mikið tap á rekstrinum, þó svo að við værum einstaklega heppnir með skipin, en þau hafa ekkert bilað svo heit- ið geti frá upphafi. Hins vegar má ekki lita eingöngu á tapið sem slikt, heldur minnast þess, að skipin eru mikill atvinnugjafi, og fólk hefur mun meiri peninga milli handanna eftir komu þeirra en áður. Og mitt sjónarmið er það, að þó svo aö hægt sé að telja tapiö I krónum þá skila þær sér margfalt aftur. En I sambandi við afkomu félagsins, þá er það stórt atriði að við höfum enga aðstöðu I landi og verðum að kaupa allt vinnuafl. Hins vegar stendur til að byggja hús fyrir starfsemina nú I haust, þar sem gæti farið fram veiðarfæragerð og nauðsyn- legasta viðhald á tækjum og vél- um. — Hefur verið sett svartoliu- kerfi I togarana? — Eins og stendur hefur slikt Landaö úr Hegranesi. kerfi verið sett i einn af togur- unum, en enn sem komið er hefur það ekki verið tekið I notkun. Þvi veldur að aðstaða I landi er ekki fyrir hendi, en hún kemur nú innan skamms. — Hver er kostnaöurinn viö uppsetningu svartoliukerfis? — Hann er liðlega ein milljón, en um sparnaöinn er erfitt að segja. Svartolian er ekki greidd niöur af rikisvaldinu, en hins veg- ar er hin venjulega olia niður- greidd. Menn geta samt sem áöur séð, að sparnaöurinn er veruleg- ur, þegar einn litri af niður- greiddri oliu kostar tæpar sex krónur, en svartollulitrinn kostar rúmlega eina krónu. Það eru uppi raddir um að notkun svartollu geti kostaö aukið viöhald, en enn hefur ekkert komið fram sem getur stutt þá kenningu. — Þiö litiö björtum augum á útfærsiu iandhelginnar? — Jú eðlilega gerum viö þaö, en þvl er ekki aö neita aö sumir eru hræddir um að útlendingum verði veittar veiðiheimildir innan fimmtiu mllnanna. En ég fyrir mlna parta trúi þvl ekki, enda værum viö þá aö gera okkur hrikalegan óleik. Fimmtudagur 28. ágúst 1975 Fimmtudagur 28. ágúst 1975 TÍMINN 9 TÍMINN HEIMSÆKIR SAUÐÁRKROK Texti og myndir: Áskell Þórisson Helgi Rafn Traustason kaupfélagsstjóri: „MENN GERA SÉR EKKI NÆGJANLEGA GREIN FYRIR ÞVÍ HVE MIKIÐ FÓLKI ÚTI Á LANDI ER MISMUNAÐ í VÖRUVERÐI” Kaupféiag Skagfiröinga. — Það hefur ef til vill ekki öll- um verið ljós sá mikli aöstööu- munur, sem ibúar landsbyggðar- innar eiga við að etjá i sambandi við hærra vöruverö, — en þar á rikisvaldiö sök á þvi hvernig mál- um er háttað. Hér á ég viö, aö söluskattur er lagöur á vöruna eftir að flutningskostnaði hefur verið bætt ofan á .^erð hennar. Hins vegar er þaö skoðun min og fleiri, að fiutningskostnaöur eigi að vera frádráttarbær, segir Helgi Rafn Traustason, kaup- félagsstjóri á Sauðárkróki. Og lielgi heldur áfram: — Þaö er raunar það merkilegasta við þetta allt saman, aö þó svo dreif- býliö hafi meirihiuta alþingis- manna á sinum snærum, þá hafa þeir ekki enn komiö þvi i gegn aö afnema þennan ójöfnuð. — Hvað er annars erfiðast nú I rekstri kaupfélagsins? „Það er tvimælalaust sú lána- starfsemi, sem nauðsynlegt er að reka. Innlegg kemur frá bændun- um á haustin, en þarfir þeirra eru eðlilega jafnmiklar eftir sem áö- ur, meðan þeir biða eftir sinum rauntekjum. En það er einnig annað, sem gerir erfitt fyrir, en það er samskipti fyrirtækisins annars vegar og rikisins hins veg- ar. Þannig er, að við verðum að greiða tilskilin gjöld á gjalddaga, annars koma á þau dráttarvextir, samanber söluskattinn, en á hann leggjast 2% vextir á dag dragist að greiða hann. Hins vegar getur það dregizt mánuðum saman að fá greiðslur, til dæmis fyrir efnis- úttektir hjá rikisfyrirtækjum, þar er ekki um neina refsivexti að ræða af okkar hálfu. En það væri æskilegt að jafnræði rikti i þessu eins og öðru. — Hverjir eru helztu þættirnir I rekstri Kaupfélags Skagfirðinga? Úr kjörbúö kaupfélagsins. — Það má segja, aö kaupfélagið reki alla þætti þjónustugrein- anna, svo sem bifreiðaverkstæði, raflagnaverkstæði, saumastofu, auk 8 verzlana hérna i bænum og tveggja utan hans. Þá er kaup- félagið með mjólkurstöð og sláturhús. En ibúar Skagafjarðar taka lika mikinn þátt i þvi sam- vinnustarfi, sem rekiö er. Um siðustu áramót voru skráðir félagsmenn rúmlega þrettán hundruð, og talið að þeir hefðu á sinu framfæri 3.100 manns, sem segir sina sögu, þegar það er haft i huga, að íbúar Skagafjarðar eru rétt rúmlega fjögur þúsund. — Var afkoma kaupfélagsins góö á siöastliönu ári? — Nei þvi miður varð nú i fyrsta sinn um árabil rekstrarhalli hjá kaupfélaginu, sem nam 1.2 milljónum, en þá hafði eðlilega verið afskrifað eins og heimildir gera ráð fyrir. En I sambandi við reksturinn sjálfan þá nam heildarfjárfestingin 95 milljónum króna og er þá félagið búið að fjárfesta á siðastliðnum tveimur árum á þriðju hundrað milljón. — Hver eru stærstu verkefni kaupfélagsins? — Þau verkefni, sem hafa veriö hvað fjárfrekust eru sláturhús félagsins og mjólkursamlagið. Lokið var við sláturhúsið að mestu leyti og nú er stórgripa- sláturhús á lokastigi. Vélakostur mjólkursamlagsins var endur- nýjaður, enda orðinn 25 ára gam- all að stofni til. Eftir þessa endur- nýjun tvöfaldaðist afkastageta stöðvarinnar, en þess má geta i leiðinni, að mjólkurmagnið hefur nærri fimmfaldazt á þessum 25 árum, og á siðasta ári tók það á móti 9,3 millj. kiló af mjólk. — En hafið þið ekki i huga að koma upp tankvæöingu hér I Skagafirði? — Um það mál hefur ekki veriö tekin lokaákvörðun, en mjólkur- samlagið er undir það búið að leggja niður brúsana og taka upp tankvæðingu. _jaMue i — Að lokum Helgi, hvað vinna margir hjá kaupfélaginu? — Um siðastliðin áramót voru fastirstarfsmenn 166, en alls tóku tæplega 860 manns laun hjá Kaupfélagi Skagfirðinga að upp- hæð 272 milljónir. Helgi Rafn Traustason. Það mun ekki vera ofsögum sagt að Sauðárkrókur er vax- andi bæjarfélag. Á undanförnum árum hefur átt sér stað ör búsetuþróun þar á stað,og upp hafa risið ný ibúðahverfi,sem bera þess greinilega vitni að þar eru ekki neinir fátæklingar á ferð. Skuttogararnir þrir hafa haft mikil áhrif á atvinnulif bæjarbúa og gert fólki mun auðveldara að komast áfram. En á Sauðárkróki hefur einnig risið sláturhús,og þar er einnig sútunarverksmiðja, minnkabú og mjólkursamsala með osta- gerð. Þá eru tvö hraðfrystihús á Króknum,sem reka allar greinar fiskvinnslu, og ein fiskimjöls- og lýsisverksmiðja. Unnið er að gagngerum endurbótum og stækkun á frysti- húsunum, bæði vegna aukinna krafna um hollustuhætti við matvælaframleiðslu og til að bæta hagræðingu við vinnslu og auka afköstin. Nú búa um átján hundruð manns á Sauðár- króki. ,,Það er eftirtektarvert hversu miklar fyrir- spurnir berast stöðugt um atvinnumöguleika hér ó Sauðórkrók" segir Þórir Hilmarsson bæjarstjóri „en fyrirspurninrnar berast ekki eingöngu fró Reykjavík heldur einnig fró StálþiliöjSem veriö er aö reka niöur I Sauöárkrókshöfn. seinni partinn i vetur eða strax á næsta ári. Þarna er um að ræða eins kilómetra djúpa holu, sem vonazt er til að gefi heitara og meira vatn en þær sem fyrir eru. Gömlu holurnar gefa af sér tæpa 60 sekúndulitra af 65-70 gráðu heitu vatni. Unnið að gerð nýs og fullkomins flugvailar — Hvað getur þú sagt mér um samgöngur til Sauðárkróks? — Eins og stendur flýgur Flug- félag islands hingað fimm sinn- um i viku, en einnig eru hingað rútuferðir. i sambandi við flug- mál okkar, þá stendur til að gera hér nýjan flugvöll, tveggja kíló- metra langan.Þessi völlur á að vera fullbúinn 1981, og þá bæði malbikaður og með fullkomnum lendingar og flugleiðsögutækjum. Þetta er framkvæmd upp á einar Framhald á 15. siöu. byggingarframkvæmda er einfaldlega ekki nægur mannskap ur til að anna þvi. Hins vegar væri rangt að segja, að hér rikti óheillavænlega spenna i atvinnu- malum Sauðkræklinga. Borað eftir heitu vatni í vetur — Er fyrirhugað að bora meira eftir heitu vatni? — Já, þegar hefur verið sótt um lán úr orkusjóð til frekari fram- kvæmd, en stækkun bæjarins hefur leitt til þess að skortur er farin að gera vart við sig. Það er svo vonazt til að borun geti hafizt Byggingaframkvæmdir á Sauöárkróki. öðrum stöðum víða út um land" um 40 sambýlisibúðir, en leyfi hefur fengizt fyrir 26. — Nægir þessi aukning á húsnæði ibúafjölguninni? — Nei, það fjölgar næstum jafn- hratt I bænum og húsnæði losnar, og mikið af ibúum i nýju húsunum er héðan af Sauðárkróki. Það viröist sem fólk áe mikið að rýmka við sig i eldri hverfum. En þaö er skortur á fólki hér á staðn- um, og má segja að ýmsir hlutir sitji næstum á hakanum. Þar er t.d. helzt um að ræða viðhald á skólunum — en vegna mikilla Þórir Hilmarsson Þörfin fyrir aukið íbúðar- húsnæði virðist óþrjótandi — Hvað eru margar ibúðir i smiðum á Sauðárkróki i dag? — Það munu vera um það bil 80 ibúðir i smiðum og af þeim fjölda er ekki óliklegt að lokið verði við 15-20 I ár. Sé Ibúðafjöldinn skil- greindur nánar, þá er hreppurinn með fjórtán leiguibúöir i smið- um,en á sinum tima sótti bærinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.