Tíminn - 28.08.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.08.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 28. ágúst 1975 TÍMINN 11 Umsjón: Sigmundur ó. Steinarsson COVENTRY STAL STIGI FRÁ UNITED — á Old Trafford í gærkvöldi ALAN GREEN, hinn ungi og efnilegi framherji Coventry, tryggöi liöi slnu jafntefli (1:1) gegn Manchester United á Old Trafford I gærkvöldi, þegar hann skoraöi gott mark á 70. minútu. Þetta var fjóröa deildarmark Green. Þaö var Stuart Pearson sem skoraöi mark United, á 23. min. leiksins, þegar hann sendi knöttinn I mark Coventry meö þrumuskoti af 20 m. færi. Englandsmeistarar Derby unnu góöan sigur (3:2) yfir Newcastle. Þaö var Tommy Graig (sjálfsmark) sem kom Derby á bragöiö, en siöan bættu þeir Kevin Hector og Francis Lee tveimur mörkum viö. Mac- Donald — ,,Super-Mac”skoraöi annaö mark Newcastle, og hef- ur hann þvi skoraö mark I öllum deildarleikjum sinum I ár. Þaö má geta þess aö Newcastle-liöiö lék inn á meö 10 leikmenn nær allan leikinn, þar sem Micky Burns var rekinn af leikvelli. Urslit leikja I Englandi i gær- kvöldi, uröu sem hér segir: AstonVilla—Man.City.......1:0 Derby — Newcastle.........3:2 Leicester — Stoke.........1:1 Man.Utd. — Coventry.......1:1 2. deild: Chelsea — Oxford..........3:1 Chris Garland skoraöi mark Leicester, en Alan Hudson skor- aöi fyrir Stoke. CHRIS GARLAND...skoraöi á| Filbert Street. Þau leiöinlegu mistök uröu hér á siöunni I gær, aö tölustafurinn 2 slæddust á markatöflu Ips- wich, og þar meö var liöiö látiö vinna sigur yfir Burnley. Þetta er ekki rétt, þvi aö liöin geröu jafntéfli 0:0 á Portman Road. En litum þá aftur á úrslit leikja á þriöjudagskvöldiö: Arsenal — Norwich.........2:1 Everton — Sheff.Utd.......3:0 Ips wich — Burnley........0:0 Leeds—Liverpool...........0:3 Middlesb. — Birmingham ... 2:0 Wolves — Q.P.R............2:2 Þrír leikmenn United MANCHESTER United á þrjá leikmenn, sem hafa veriö vald- 'ir I landsiiö N-lrlands, sem mætir Svium I Evrópukeppni landsliöa á Windsor Park i Beifast 3. september. Þaö eru þeir Sammy Mcllroy,, sem hef- ur skoraö 4 mörk fyrir United I deildinni, miövallarspilarinn, Tommy Jackson og hinn 18 ára gamli bakvöröur Jimmy Nicholl. Annars er landsliö N-íra skipaö þessum leikmönnum: — Pat Jennings (Tottenham) og Ian McFaul Newcastle), mark- ÞRJAR GOLF- KEPPNIR í LEIRU Kylfingar á Suöurnesjum hafa nóg aö gera þessa dagana á Hólmsvellinum i Leiru. Þar fer fram I dag (kl. 15.30) keppni milli Golfklúbbs Suöurnesja og Golf- klúbbs Reykjavikur — sem allir klúbbfélagar i þessum kiúbbum geta tekiö þátt i. Á laugardaginn hefst svo Bridgeston /Camel- stórkeppnin, sem er opin 36 holu keppni — og hefst hún á laugar- daginn kl. 9.30 og stendur fram á sunnudagskvöld. Eftir hádegi á laugardaginn hefst Aömirásl-- keppnin. í hana senda sex klúbb- ar 8manna sveitir, en þær eru frá GS, GR, GK, GL, NK og sveit frá varnarliöinu. Þessi keppni fer fram jafnhliöa Bridgeston/Camel opnu keppninni. — í landsliðshópi N-lrlands veröir. Aörir leikmenn: — Pat Rice (Arsenal), Sammy Nelson (Arsenal) Peter Scott (Ever- ton) Nicholl, Chris Nicholl (Aston Villa), Alan Hunter (Lpswich), Dave Clements, sem er stjórnandi liösins og einvald- ur (Everton), Jacfeon, Brian Hamilton (Ipswich), Ronni Blair (Oldham), Mcllroy, Derek Spence (Bury) Sammy Morgen (Aston Villa) og Tom Finney (Sunderland). Nýiiðinn kom Kefl- víkingum í úrslit Guðjón Guðjónsson skoraði sigurmark (2:1) Keflvíkinga gegn KR-ingum, rétt fyrir leikslok GUÐJÓN GUÐJÓNSSON, ungur og efnilegur' nýliöi Keflavikur- liösins, varö dýrlingur I Keflavik i gærkvöldi, þegar hann skaut Keflvikingum i bikarúrslitin. Guöjón skoraöi sigurmark (2:1) Keflvikinga gegn KR-ingum, þeg- ar aöeins ein minúta var til ieiks- loka — og á sömu min. og KR-ingunum tókst aö jafna (1:1). Guöjón, sem var nýkominn inn á sem varamaöur, skoraöi sigur- markiö meö gullfallegu skoti — knötturinn söng upp i samskeit- um KR-marksins, án þess aö Magnús Guömundsson, mark- vöröur KR-iiösins, ætti möguleika á aö verja. — „Vikingshjátrúin” er meö Keflavikurliöinu, sögöu áhorf- endur sem yfirgáfu völlinn I Keflavik I gærkvöldi. Jón ólafur Jónsson kom Keflvikingum á bragöiö, þegar hann færöi þeim forystu (1:0) á 29. minútu úr vita- spyrnu, em dæmd var á Stefán örn Sigurösson, fyrir aö verja kollspyrnu frá Grétari Magnús- syni, meö hendi. Allt leit út fyrir aö þetta mark myndi duga Keflvikingum, en annaö varö upp á teningnum. Þegar aöeins tvær minútur voru til leiksloka, tókst KR-ingum aö koma knettinum fram hjá Þor- steini Ólafssyni.sem átti stórleik I marki Keflavikurliösins. Hauk- ur Ottesen átti þá spyrnu aö marki, sem Þorsteinn virtist ekki eiga i vandræöum meö — en áöur en knötturinn komst til hans, lenti hann I Einari Gunnárssyni.fyrir- liöa Keflavikurliösins — þannig aö hann breitti stefnu, og skauzt fram hjá Þorsteini og I mark Keflvikinga. Fögnuöur KR-inga stóö ekki lengi, þvi aö Guöjón skoraöi siöan sigurmark Keflvik- inga, augnabliki siðar. Beztu menn Keflavikurliösins voru þeir Þorsteinn ólafsson og Gisli Torfason.en þeir áttu stór- leik. Þá áttu þeir Grétar Magnús- son og Jón ólafur Jónsson góöan leik, á meöan úthald entist hjá þeim. Magnús Guömundsson, markvöröur, ólafur ólafsson og Stefán örn Sigurössonáttu beztan leik hjá KR-liöinu. Valsmenn réðu ekki við 10 Skagamenn Jón Alfreðsson skoraði sigurmark Akurnesinga, sem mæta Keflvíkingum í bikarúrslitaleiknum JÓN ALFREÐSSON, miövailar- spilarinn snjalli frá Akranesi, tryggöi Skagamönnum farseöil- inn I bikarúrslitin á Laugardals- vellinum, þegar hann tryggöi þeim sigur (1:0) yfir Valsmönn- um upp á Akranesi. Jón skoraöi sigurmark Skagamanna á 73. minútu, þegar hann skoraöi lag- lega meö kollspyrnu, eftir horn- spyrnu frá Árna Sveinssyni. Leikurinn upp á Akranesi I gær- kvöldi var mjög haröur og skemmtilegur og léku Skaga- menn aöeins 10 nær allan siöari hálfleikinn, þar sem Teiti Þóröar- syni var visaö af leikvelli, eftir slagsmál, á 12. minútu hálfleiks- ins. Þrátt fyrir þaö, aö Skagamenn léku 10 gegn Valsmönnum, þá gáfust þeir ekki upp og börðust eins og ljón gegn Valsmönnum, sem voru meira meö knöttinn. Valsmenn sóttu þá stift aö marki Skagamanna, en þeim tókst ekki aö skora. Aftur á móti skoruöu JÓN ALFREÐSSON ...skoraöi sigurmark Skagamanna. Skagamenn, eins og fyrr segir. Skagamenn fengu gullið tækifæri til aö skora I fyrri hálfleiknum, þegar vitaspyrna var dæmd á Bergsvein Alfonsson, sem lenti i samstuöi viö Karl Þóröarson.inn i vitateig Valsmanna. Siguröur Dagsson.sem lék aftur með Vals- liöinu — eftir stutta fjarveru, geröi sér litiö fyrir og varöi vita- spyrnuna frá Teiti Þóröarsyni.og endurtók hann þar meö afrek sitt úr deildinni — hann varöi einnig vltaspyrnu frá Teiti, þegar Vals- menn léku upp á skaga I 1. deildarkeppninni. Meö þessum sigri hafa Skaga- menn tryggt sér farseöilinn á Laugardalsvöllinn, annaö áriö I röö. Þeir léku til úrslita I bikar- keppninni sl. keppnistimabil, en þá töpuöu þeir fyrir Val (0:4). CELTIC SIGRAÐI JÓHANNES EÐVALDSSON og félagar hans I Celtic unnu sigur (2:0) yfir Aberdeen I skozku deildarbikarkeppninni i gær- kvöldi I Aberdeen. TVIBURAR I LANDS- LIÐSHÓP V-ÞJÓÐVERJA — sem leika gegn Austurríkismönnum í Vínarborg Tviburarnir Helmut og Erwin Kremers úr Schalke 04 hafa veriö valdiri landsliöshóp V-Þjóöverja, sem leikur gegn Austurrikis- mönnum i Vin 2. september. Hel- mut Schöen, einvaldur heims- meistara V-Þýzkalands, valdi einnig þrjá nýliöa i 18 manna landsliöshóp sinn — þá Bernd Gersdorff, Eintracht Brunswick, UIi Sielike, Borussia Mönchen- gladbach, og Manfred Kaltz, Hamburger SV, og er reiknaö með að Gersdorff, sem er fyrirliði Brunswick, klæðist peysu marka- skorarans mikla frá Munchen, Gert „Bomber” Miiller — númer 9. Gersdorffþessi á einkennilegan feril að baki — hann átti ávallt stórleiki með Brunswick fyrir nokkrum árum. Forráðamenn Evrópumeistara Bayern Miinch- en keyptu hann þá frá Brunswick og ætluðu honum stórt hlutverk hjá Bayern. En Gersdorff náöi aldrei að festa rætur i Bayern-lið- inu — hann féll ekki inn i liðið. Þetta varð til þess að Bayern seldi hann aftur til Brunswick. Ekki var Gersdorfffyrr búinn að klæðast peysu sins gamla félags aftur, en hann fór að blómstra á • nýjan leik og hrella markveröi. V-Þjóðverjar fara ekki meö alla sina beztu leikmenn til Vinar, þar sem nokkrir af beztu mönnum þeirra gefa ekki kost á sér i lands- liðið, og aðrir eiga við meiðsl að striöa. HM-stjörnurnar Gerd Miiller, Juergen Grabowski, hinn snjalli sóknarleikmaður Frank- furt, og miðvallarleikmaðurinn frábæri frá Köln, Wolfgang Overath, hafa tilkynnt, að þeir gefi ekki kost á sér i landslið framar — þeir leika aðeins með félagsliðum sinum. Þá gátu HM- stjörnurnar Guenter Netzer og Paul Breitner ekki fengið sig lausa frá Spáni, þar sem þeir verða aö leika með Real Madrid sama dag og landsleikurinn fer fram. Fjórir aðrir toppleikmenn — sóknarleikmennirnir snjöllu Uli Hoeness, Bayern Miinchen, Dietcr Muller, 1. FC Köln, og Josef Heynckes, Borussia Mönchengladbach, og varnar- maöurinn Heinz Flohe, 1. FC Köln, eiga við meiösl aö striða. Það verða þvi gömlu kapparn- ir, HM-stjörnurnar Sepp Maier, markvörður Bayern Munchen, Franz „Keisari" Beckenbauer, fyrirliði Bayern Míinchen og landsliðsins, bakvörðurinn frá Mönchengladbach, Berti Vogts,og miðvörðurinn George Schwarzenbeck, Bayern Miinch- en, sem mynda kjarna heims- meistaraliðs V-Þjóðverja, sem leikur gegn Austurrikismönnum, en þeir hafa ekki tapað 11 af sið- ustu heimsleikjum sinum. Eftirtaldir leikmenn skipa 18 manna landsliðshóp Helmut Schöen: — Markverðir: Maier, Franke (E. Brunswick) og Nigbur (Schalke 04). — Varnar- menn: Kaltz, Vogts, Beckenbau- er, Koerbel (Frankfurt), Schwarzenbeck, CuIImann (1. FC Köln) og Helmut Krcmers. — Miðvallarspilarar og sóknarleik- menn; Geye og Seele (Díissel- dorf), Wimmer, Danner og Bon- hof (Borussia Mönchenglad- bach), Stielike, Gersdorff og Erwin Kremers. Þeir Bonhof og Wimmer voru i HM-liði V-Þjóð- verja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.