Tíminn - 30.08.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.08.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 30. ágúst 1975 AKUREYRI: AÐVORUNARKERFI KOMIN í FJÓRÐA HVERT HÚS ASK-Akureyri. — Það hefur nú aldrei kviknað i hjá mér öll þessi ár, verður sumum að orði, er ég kem i heimsókn til þess að veita húseigendum upplýsingar um eldvarnakerfin, sagði Vikingur Björnsson eldvarnaeftirlits- maður, er fréttamaður TtMANS innti hann eftir, hvernig gengi að koma upp þessum tækjum á Akureyri. Embætti Vikings var stonfað fyrir um það bil tveimur árum i þeim tilgangi að fylgjast m.a. með brunavörnum i húsum bæjarins. Að sögn Vikings hefur hann skoðað nær alla Eyrina, en eftir er hluti elzta bæjarhverfisins, þ.e. Hafnarstræti og Lækjargil Vikingur taldi nokkuð góðan árangur hafa orðið af starfinu, en nú eru komnir um 250 reykskynjarar og 10-15 hita- skynjarartil Akureyrar. Það þýðir. að i einu af hverjum fjórum húsum, sem skoðuð hafa verið, er slikt tæki innan veggja. Kostnaður á uppsetningu á viðvörunarkerfi sagði Vikingur að næmi 10-12 þúsundum króna. Er þá miðað við einn reykskynjara, en Vikingur kvað það nauðsynlegt að hafa einnig hitaskynjara i þeim húsum, er hafa oliukyndingu, ef fullt gagn ætti að vera af kerfinu. 800 krónur ó mónuði Frá og með 1. september hækkar áskrif targjald Tlmans, eins og annarra dagblaða, i 800 krónur á mánuði. lillllii Unnið að byggingu iþróttahússins. Timamynd Ask. íþróttahús reist í Glerdr- hverfi Brúnds með nýja plastframleiðslu JK-Egilsstöðum,— Nýr þáttur er að hefjast í starfsemi Bygginga- félagsins Brúnáss á Egilsstöðum, eftir undirbúning, sem staðið hef- ur i nær 3 mánuði. Er hér um að ræða plastframleiðslu, sem kem- ur i staðinn fyrir spónalagningu og plasthúðun á hurðum, en Brúnás hefur fengið einkaleyfi hérlendis fyrir þessari fram- leiðslu, sem er bandarisk upp- finning. Að sögn Vilhjálms Sigurbjörns sonar, fra mkvæmdastjóra Brúnáss, er hér um að ræða nýja aðferð við að framleiða ytra borð á hurðir, og eru það fyrstu vélarnar i Norður-Evrópu a.m.k., sem nú er verið að setja upp á vegum Brúnáss til framleiðslunn- ar, en hér er um að ræða plast- mótunarvél, pressu og skurðar- hnif. Mun stofnkostnaður vera eitthvað um 10 milljónir. Kvað Vilhjálmur ætlunina að bæta þessum þætti inn i starfsemi Brúnáss, og yrði byrjað á þvi að framleiða eingöngu fyrir þá smiði, sem unnin er hjá Brúnás. Hægt er að fá með þessu upp- hleypt munstur með fljótum og hagkvæmum hætti, sem yrði t.d. mjög skemmtilegt á skápahurðir og eldhúsinnréttingar. Búizt er við, að uppsetningu vélanna ljúki eftir 2-3 daga, og þá koma sérfræðingar frá Banda- rikjunum til að þjálfa mannskap- inn f notkun þeirra, en framleiðsl- an á að geta hafizt af fullum krafti um miðjan september. ASK-Akureyri. — Segja má, að bygging iþróttahúss i Glerár- hverfi sé fyrsti áfanginn i að byggja hér upp viðunnanlegri innanhússiþróttaaðstöðu. Þannig er I bigerð að byggja annað iþróttahús á svæðinu sunnan við sundlaugina auk iþróttahúss við Lundarskóla, en vitanlega eru þessar framkvæmdir i tengslum V-ÞYZKI SENDI- HERRANN MÓTMÆLIR Gsal-Reykjavik — Sendiherra Vestur-Þýzkalands á íslandi gekk klukkan hálf tólf I gærmorgun á fund Einars Agústssonar utan- rikisráðherra og bar fram munn- leg mótmæli vegna viraklippinga islenzks varðskips á tveimur v-þýzkum togurum fyrir nokkr- um dögum. Ráðherra skýrði fyrir sendi- herranum málstað islendinga. I t n VEGNA fjölmargra fyrirspurna, sem Veiði- horninu hafa borizt, þykir rétt að taka það fram, aö stangaveiði lýkur alls staðar i siðasta lagi 26. september, og má ekki veiða á stöng eftir þann tima. Nú um helgina lýkur veiði I nokkrupi þekktum laxveiðiám, svo sem Norðurá og Laxá i Aðaldal. 1 nokkrum ám lýkur veiðitimanum 10. september, og laxveiði lýkur I slðustu ánum 20. september, en stangveiði I vötnum er leyfð til 26. september. Eftir þann tima er aðeins leyfð murtuveiði I net, sem oft er góð milli 20. og 30. september. Laxeldisstöðin i Kollafirði. Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri, veitti Veiði- horninu þær uppl. i gær, að nú væru 6700 laxar gengnir I laxeldisstöðina i Kollafirði á þessu sumri, og væru menn hæstánægðir með árangurinn, og teldu, að hér heföu merkilegar tilraunir skilað góðum árangri. Mætti til dæmis um laxinn, sem skilaði sér aftur, benda á það, að af eins árs seyðunum hefðu 10-12% skilað sér aft- ur að þessu sinni, i stað brots úr prósenti áður, og sannaði þetta mikilvægt atriði. Þór kvað athygli manna hafa beinzt að veiði- skapnum i lóninu upp á slðkastiö, en hér væri um tilraun að ræöa, sem myndi standa nokkra daga enn, aðallega vegna þess, hve mikil ásókn væri i veiðiskapinn. Þaö mætti kannski segja sem svo, að góöar vonir væru um veiði, en þetta gæti brugðizt, alveg eins og á öðrum veiðistööum, Fiskurinn hefði tekið illa sérlega sólskinsdagana I vikunni. En nú hefði verið bætt við bleikju i tjörnina, og kannski kæmi fjör I þetta aftur. Þarna veiöa menn á flugu og maðk. Stærsti sjó- birtingurinn, sem veiðzt hefur, var um 6 pund á þyngd, stór bolti, sem tók kröftuglega I. Hann tók á flugu, og sama aflaklóin fékk tvo laxa, en menn mega fá einn lax eða sex silunga á fjög- urra tima veiðitlmanum. Fyrir aukaveiði verða þeir að greiða, en veiöileyfið er selt á 1500 krónur og veiðitiminn er frá 8-12 og 2-6. Annars sagði Þór okkur, að þarna væri aðal- lega silungsveiði. Laxinn hefði heldur litið látið á sérkræla — en hann er þarna, og hann hefur svo sannarlega tekið. Mikil ásókn er I veiðileyfin og allt pantað framyfir helgi. Ölfusá. Veiðihornið ræddi við Ingva Ebenhardsson á Selfossi I gær um veiðina I ölfusá á þessu sumri. Ingvi fræddi okkur á þvl, að Stangveiöifélag Selfoss hefði á leigu ölfusá fyrir Hellis- og Foss- nesslandi, sem væri I reynd Vikin svonefnd fyrir neðan brú og upp að Laugarbakka. Þetta hefði nægt þeim fram til þessa og oft fengizt góð veiði á þessu sumri. Nú hefur brugðið svo við I sumar, að áin hefur verið með þeim ósköpum, að nánast hefur ekk- ert fengizt úr henni á stöng. Hún hefur veriö óhrein og jökull I henni, og stafar þetta vitanlega af rigningunum, sem herjað hafa Sunnlendinga I sumar. Oft hefur hún fengið I sig góöan lit úr Soginu að liðnu vori, en þetta brást alveg I sumar og vottaði ekki fyrir skærari lit. Taldi Ingvi, að svo myndi um allt veiðisvæði ölfusár, hvað stangveiðina snerti. Ekki hefði a.m.k. verið betra hljóðið I þeim, sem veiddu af Tannastaðatanga, fyrir ofan veiðisvæði þeirra Selfyssinga. Kvaðst Ingvi hins vegar halda, að netaveiði hefði bara veriö góö I ánni I sumar, en kunni ekki nánari skil á þeim málum. Hins vegar hefði stangveiðin verið með þeim ósköpum, að hann vildi sem minnst ræða aflann. Stangveiði I ölfusá lýkur venjulegast upp úr mánaðamótunum, en veiði er leyfileg þar til 20. september. við skólauppbygginguna hér i bæ, sem hefur tekið stórstigum fram- förum á undanförnum árum, sagði Sigurður Óli Brynjólfsson kennari á Akureyri i viðtali við TIMANN fyrir skömmu. Sigurður sagði, að byrjað hefði verið á byggingu iþróttahússins i júnl og vonir stæðu til, að húsið yrði fokhelt I vetur, en hinsvegar væri ekki útséð um, hvort tækist að koma þaki yfir iþróttasalinn. 1 þvi tilfelli yrði áherzla lögð á þann hluta, er i væru búningsklef- ar, svo unnt yrði að hefja smiði innréttinga. Iþróttahúsið I Glerárhverfi er 1200 fermetrar að stærð, en flatarmál iþróttasalarins er 600 fermetrar og lofthæð sex metrar — vallargólfið er hins vegar 18x32 . metrar. Þegar hefur verið lokið við grunninn og búið er að steypa kjallara að hluta. Hægt verður að skipta salnum i tvo hluta. Verður Styrkur til söngnóms VEITTUR verður á næstunni styrkur úr styrktarsjöði Kjartans heitins Sigurðssonar frá Vik i Mýrdal, en sjóðurinn hefur starfað frá árinu 1945 og styrkt nokkra af okkar ágætu söngvur- um I námi. Styrkhafar til þessa hafa verið Arni Jónsson, Erling- ur Vigfússon, Sigurveig Hjaltested og Sigrún Magnús- dóttir. Nú eru fyrir hendi kr. 100.000.- tilstyrkveitingar. Umsóknir um styrk til söngnáms berist Báru Sigurjónsdóttur, Austurstræti 14, fyrir 15. september. Minningar- kort sjóðsins fást i verzluninni hjá Báru, Austurstæri 14. Skipaður stöðvarstjóri Jón Skagfjörð fulltrúi var i gær skipaður til aö vera stöðvarstjóri Pósts og sfma á Selfossi frá og með 1. september næstkomandi. Umsækjendur um stöðuna voru 23. það gert, er íþróttakennsla skól- anna fer fram, en annars verður húsið opið iþróttafélögunum til æfinga og bæjarbúum til frjálsra afnota. Byggingin á svo að verða fullbúin I lok september á næsta ári. Smárinn hf. átti lægsta tilboð I rhannvirkið á sinum tima, en heildarkostnaðaráætlun hljóðar upp á 80milljónir króna. Þess má svo að lokum geta, að þetta er þriðja skólamannvirkið á stuttum tima, er fyrirtækið tekur að sér fyrir Akureyrarbæ. Ætlaði að reyna að synda að nærliggj- andi hólma — en fataðist sundið Gsal-Reykjavlk — t gær- morgun fannst lik Hermanns Hermannssonar, forstjóra Sundhallarinnar I Meðal- felisvatni, en leit að liki hans hafði staðið yfir frá þvi bát hans hvoifdi á vatninu i fyrradag. Hermann Her- mannsson var þjóðkunnur maður og einn af þekktustu Irþóttamönnum Islendinga. Þrir menn voru I bátnum er honum hvolfdi og tókst að bjarga tveimur mannanna eftir að þeir höfðu verið 20 min. I vatninu. Mótor bátsins hafði rekizt niður á grynn- ingar og er tveir mannanna voru að huga að mótor- festingu, sporðreistist bátur- inn skyndilega og þeir féllu allir I vatnið. Tveir mann- anna héldu sig við bátinn, en Hermann heitinn hugðist ná landi I hólma nokkrum ekki langt undan. Fataðist honum sundið á leiðinni. Síminn hækkar um 15 prósent PÓST-og simamálastjórnin hefur fengið heimild til að hækka gjald- skrá fyrir slmaþjónustu frá 1. september n.k. Nemur hækkunin' um 15%, að þvl er varðar flest aðalgjöld, en gjöld fyrir sérbúnað hækka meira. Helztu breytingar á gjaldskrá fyrir slmaþjónustu eru, að af- notagjald sima I sjálfvirka sima- kerfinu hækkar úr 2.040.- á árs- fjórðungi I kr. 2.350.-. Gjald fyrir umframsímtöl hækkar úr kr. 5.30 i kr. 6.10 fyrir hvert teljaraskref. Fjöldi teljaraskrefa, sem innifal- in eru I afnotagjaldinu, verður óbreyttur. Gjald fyrir flutning á sima hækkar úr kr. 6.800,- 1 kr. 7.800.-. Stofngjald fyrir slma, sem tengdur er við sjálfvirka kerfið, hækkar úr kr. 13.600 i kr. 15.800.-. I handvirka simakerfinu hækkar afnotagjaldið úr kr. 11.100,- I kr. 12.700.- og afnotagjöldin t.d. á slmstöð, sem opin er 12 klst, á dag, úr kr. 1.780 I kr. 2.040.- á árs- fjórðungi. Gjald fyrir slmskeyti innan- lands hækkar úr kr. 6.00 I kr. 7.00 fyrir hvert orð. Minnsta gjald er fyrir 7 orð, en til viöbótar kemur kr. 58,- grunngjald fyrir hvert simskeyti. Af framangreindum gjöldum er innheimtur söluskatt-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.