Tíminn - 30.08.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.08.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 30. ágúst 1975 TÍMINN 5 xu Byggðastefna Framsóknar- flokks ins Ingvar Gíslason alþm. ritar athyglisverða grein, sem birtist i Degi á Akureyri nýlega. M.a. gerir Ingvar byggðastefnu Framsóknar- flokksins að umtalsefni og stefnu sinnar *'”5§5|Lj| starfsemi ' að s t u ðl a a ö „jafnvægi" i byggð landsins. Flokkurinn var stofnaður af framtakssömum bændum og samvinnumönnum og hefur lagt stund á dreifbýlispólitik allt frá stofnun. Á þvi er engin breyting, að Framsóknar- flokkurinn leggur mikla áherzlu á viðgang og efling sveitabyggðanna og er öllum öðrum flokkum fremur póli- tisk brjóstvörn bændastéttar- innar. Hins vegar er flokk- urinn ekki bændaflokkur i þröngum skilningi þess orðs. Framsóknarflokkurinn leggur engu minni áherzlu á upp- bygging sjávarbyggðanna og telur að jafnvægi og gott samstarf eigi að rikja milli sveita og sjávarbyggða. Fylgi Framsóknarflokksins hefur löngum verið mest i sveitum landsins. Hvort tveggja er, að Framsóknarflokkurinn hóf viðreisnarstarf sitt i öndverðu fyrstog fremst meðal bænda á þeim tima, þegar enn var bændaþjóðfélag i landinu og ekki siður hitt, að flokkurinn hefur ætið barizt fyrir efling landbúnaðarins og bættum hag bændastéttarinnar. Það er að miklu leyti verk Fram- sóknarflokksins að sveita- byggðin hefur í meginatriðum getað haldið velli þrátt fyrir hina miklu þjóðfélags- breytingu sem orðið hefur á þcssari öld. Eigi að síður er það staðreynd, að Fram- sóknarflokkurinn á traustu fylgi að fagna I kaupstöðum og kauptúnum. Hefur fylgi flokksins vaxið mjög i þéttbýli siðustu 15-20 ár, þannig að hann er nú öflugur kaupstaða- flokkur og óumdeilanlega stærsti flokkur landsbyggðar- innar utan Reykjavíkur- borgar. Saga Framsóknar- flokksins sýnir, að fram- sóknarstefnan hefur i sér fólginn vaxtarmátt og hæfni til aðlögunar að breyttum þjóðfélagsháttum og nýrri þjóðfélagsgerð. Þessi stað- reynd er ckki merki um frá- hvarf eða hentistefnu, heldur þróun og sögulegt samhengi. Undirtónn framsóknar- stefnunnar er „mannlegur”, eðli hennar húmaniskt. Þjóðleg viðhorf og hófsemdar- pólitik skirskotar enn til tslendingaeðlisins, og meðan svo er, mun Framsóknar- flokkurinn halda velli. En eigi svo að fara, að næstu kyn- slóðir islcndinga fráhverfist þessi viðhorf, og hallist að þvi, að byltingar og ómennskar öfgar skuli koma i stað lýðræðislegrar þróunar og ofbeldi i stað umræðu, þá mun Framsóknarflokkurinn ekki lifa af.” —a.þ. Verzlun O. EUingsen hf. hefur haldizt vel á starfsfólki sfnu, og hafa sumir starfsmennirnir starfaö þar að heita má allt frá upphafi verzlunarinnar, eða I tæp 60 ár. Þessa Tlmamynd tók Gunnar i Verzlun O. Ellingsen I gær af deildarstjórum, elztu starfsmönnum og forstjórum verzlunarinnar. Othar Ellingsen (yngri) er lengst til hægri og Óttar B. Ellingsen þriðji frá hægri. Eftir 60 ár á sama stað: O. Ellingsen flyti flytur út á Grandagarð BH-Reykjavik. — Verzlun O. Ellingsen hf. minnist þessa dag- ana tveggja merkra atburða i sögu verzlunarinnar. Þann 30. ágúst var öld liðin frá fæðingu Othars Ellingsen, stofnanda verzlunarinnar, og nú er verzlun- in flutt með alla starfsemi sina I nýtt og mjög hentugt verzlunar- húsnæði i Ananaustum við Grandagarð, eftir að hafa verið I nær 60 ár á sama stað við Hafnar- strætið. 0. Ellingsen opnaði verzlun með veiðarfæri og málningarvör- ur 16. júni 1916 fyrst i Kolasundi, en flutti i desember 1917 i nýtt húsnæði i Hafnarstræti 15, beint upp af Steinbryggjunni, sem þá Leiðrétting Þau mistök urðu við um- brot blaðsiðu 2 I Timanum I gær, að fyrirsagnir vixluðust á fréttum um tekjur bænda og skemmdar kartöflur á markaði hérlendis. Timinn biðst velvirðingar á þessum mistökum. .Þá féll niður úr fréttinni um tekjur bænda, að tölur eru allar frá árinu 1973. var miðdepill athafnasvæðisins við höfnina. Othar Ellingsen (eldri) fæddist i Norður Þrændalögum 30. ágúst 1875 (aldarminning i ár). Hann varð útlærður bátasmiður um tvi- tugt og ári siðar vann hann silfúr- verðlaun og aðrar viðurkenning- ar á bátasýningu i Þrándheimi 1896 fyrir smiði á ósökkvandi björgunarbát. 1903 kom Ellingsen ásamt konu sinni Marie (sem enn er á lifi) til Reykjavikur að tilstuðlan Tryggva Gunnarssonar alþingis- manns og bankastjóra til að veita forstöðu Slippfélaginu i Reykja- vik. Þar hætti hann 1916 er hann hóf eiginn verzlunarrekstur. O. Ellingsen rak verzlun sina af miklum dugnaði og viðsýni til dauðadags 12. jan. 1936. Fyrir- tækinu var þá breytt i hlutafélag og'hefur Othar Ellingsen (yngri) veitt þvi forstöðu siðan. Vorið 1956 flutti Veiðarfæra og vinnufatadeild i nýtt húsnæði við Tryggvagötu áfast við Hafnar- stræti 15, og rýmkaðist aðstaða þá verulega. Húsnæðið varð smám saman of litið, og vöru- geymslum varð að dreifa á marga staði. Erfiðleikar við að fá bilastæði i miðborginni eru einnig stöðugt að aukast og er þetta sér- staklega tilfinnanlegt fyrir verzl- anir sem selja þungavörur. Nú hefur verzlunin flutt starf- semi sina að Ánanaustum við Grandagarð og er þannig á ný komin miðsvæðis við athafna- svæði veiðiflotans, og er verzlun- in þó skammt frá miðborginni og er mjög vel staðsett við sam- gönguæðar borgarinnar og býður nú viðskiptavinum sinum næg bílastæði. Arkitekt verzlunarinnar er Gisli Halldórsson, arkitekt, Teiknistofan Armúla 6 og er verzlunarhúsið byggt áfast við gömlu Ananaustahúsin sem breytt hefir verið i vörugeymslur. Innréttingar eru teiknaðar af Gunnari H. Pálssyni, verkfræð- ing, Verkfræðistofan Onn. Til sýnis og prófunar í bás 46 á sýningunni í Laugardalshöllinni BRflUll Astronette Hárþurkan er einhver sú þægilegasta Æ sem völ er á.það er jafnvel ^ hægt að tala I sima meöan Mjög fyrirferöalitil og hentug til að taka meö sér i i ferðalög t.d. til sólarlanda, þar sem oft þarf að þurrka Tilvalin tækifærisgjöf Fæst í raftækja- verzlunum í Rvíkf úti um land og hjá okkur Braun-umboðið Ægisgötu 7. Sími sölumanns 18785. Raftækjaverzlun Islands h.f. Frá barnaskólum Kópavogs Barnaskólarnir i Kópavogi, Kársnesskóli, Kópavogsskóli, Digranesskóli og Snæ- landsskóli, verða settir með kennarafund- um i skólunum kl. 14, mánudaginn 1. sept. Börn, sem eiga að sækja skólana i vetur, en hafa ekki enn verið innrituð, komi til innritunar, eða einhver i þeirra stað, kl. 16—17 mánudaginn 1. sept. Tilkynningar um brottflutning barna berist fyrir sama tima. Nemendur komi siðan i skólana föstu- daginn 5. sept. sem hér segir Börn fædd 1963 (12 ára) kl. 9 » » * * 1964 (11 ára) kl. 10 1965 (10 ára) kl. 11 » » * * 1966 ( 9 ára) kl. 13 * * » * 1967 < 8 ára) kl. 14 1968 ( 7 ára) kl. 15 Vegna viðgerða og lagningar hitaveitu getur kennsla ekki hafist i Digranesskóla fyrr en nokkrum dögum siðar og verður það tilkynnt með annarri auglýsingu. Sex ára börn, fædd 1969, verða kvödd i skólana með simtali eða bréfi nokkrum dögum siðar en hin. Gagnfræðaskólar Kópavogs verða settir 10. sept. en nemendur eiga að koma til náms i skólana 15. sept. bæði i skyldunámi og framhaldsdeildum. Fræðslustjórinn i Kópavogi. Óskum eftir að ráða járniðnaðarmenn og aðstoðar- menn. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h/f Arnarvogi, simi 5-28-50.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.