Tíminn - 30.08.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.08.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 30. ágúst 1973 Ólafur Jóhannesson, dómsmólaráðherra: Um landhelgisbrot Svar við opnu bréfi Markúsar B. Þorgeirssonar, skipstjóra, Hafnarfirði, varðandi brot á iögum um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiðilandhelginni t opnu bréfi til min i Timanum 20. ágúst sl. ber Markús B. Þor- geirsson, skipstjóri Hafnarfirði, fram nokkrar spurningar varð- andi brot á lögum um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót i fiskveiðilandhelginni og meðferð mála vegna slíkra brotd. Sumar spumingarnar, eins og t.d. um kostnað rikissjóðs vegna réttar- halda i landhelgismálum, eru þess eðlis, að ekki er unnt að svara þeim nema með hreinum ágizkunum út i bláinn, Mun ég ekki reyna að svara þeim. Að öðru leyti skal ég hér á eftir leit- ast við að svara spurningum Markúsar samkvæmt þeim gögn- um, sem eru tiltæk, og án allra málalenginga. 1. ipurt er um, hver var heild- arupphæð þeirra sekta, sem upp voru gefnar um áramótin 1968—1969, er ákveðið var að gefa þeim, sem þá áttu ógreiddar sekt- ir vegna landhelgisbrota, upp sakir. Svar: Upplýsingar eru ekki fyrir hendi um þá upphæð. 2. Spurt er um, hvað réttarhöld vegna landhelgisbrota hafi kostað rikissjóð. Svar: Slikan kostnað er, eins og áður segir, ekki unnt að áætla. 3. a) Spurt er um, hve mörg landhelgisbrot hafi verið framin af islenzkum skipstjórnarmönn- um eftir 14. júli’ 1971. Svar: Landhelgisgæzlan hefur frá þeim ti'ma kært 91 islenzkan skipstjóra fyrir slikt brot. 3. b) Spurt er um, hve mörg landhelgisbrot hafi verið framin af erlendum skipstjórnarmönn- um frá sama tima. Svar: 6 erlendir skipstjórnar- menn hafa verið dæmdir fyrir slik brot frá þeim tima, en auk þess hafa fjölmargir erlendir skip- stjórar verið kærðir fyrir slik brot, en tala á þeim kærum er mér ekki tiltæk. 3. c) Spurt er um réttarfars- kostnað og annan dómskostnað við meðferð mála þeirra, sem greind eru undir a og b. Svar: Tölur liggja ekki fyrir um þann kostnað og eigi er unnt að áætla hann eða reikna út. 4. Spurt er um, hvernig hafi verið staðið að innheimtu land- helgissekta i ráðherratið núver- andi dómsmálaráðherra. Svar: Ekki hefur verið gerð nein breyting á framkvæmd inn- heimtuaðferða i tið núverandi dómsmálaráðherra og hefur við- komandi embættum verið falin innheimtan á sama hátt og áður. 5. Spurt er um, hver sé heildar- upphæð landhelgissekta hjá is- lenzkum skipstjórnarmönnum frá 14. júli 1971. Svar: Sektarupphæð i þeim málum, sem fulllokið er, nemur kr. 4.360 þús. 6. Spurt er um heildarupphæð landhelgissekta hjá erlendum skipstjórnarmönnum frá 14. júli 1971. Svar: Upphæðin nemur kr. 4.485 þús. 7. spurt er um upphæð útistand- andi óinnheimtra landhelgissekta hjá islenzkum skipstjórnarmönn- um. Svar: Af þeim sektum, sem dæmdar hafa verið vegna land- helgisbrota eftir 14. júli 1971 og sendar hafa verið til fullnustu, eru nú óinnheimtar kr. 1.920 þús., miðað við 20. ágúst sl. 8. Spurt er að þvi, hvort mögu- leikar séu á, að islenzkir skip- stjórar, sem viðurkennt hafa landhelgisbrot, geti samþykkt vfxla fyrir dómsskuld. Svar: Til tryggingar greiðsiu sekta og andvirðis afla og veiðar- færa hafa i ýmsum tilvikum verið tekin greiðsluloforð i formi vfxla eða skuldabréfa meðveði i skipi, þar eð nokkur timi liður frá þvi að dómur er kveðinn upp og þar til formleg fullnusta getur farið fram. 9. Spurt er um, hvort fram- undan sé sakaruppgjöf vegna landhelgisbrota. Svar: Slik sakaruppgjöf er ekki fyrirhuguð. 10. Spurt er um, hvort ekki sé timi til kominn að beita meira ákvæðum laga um að svipta skip- stjóra réttindum, sem staðnir eru að ólöglegum veiðum i landhelgi. Svar: Skv. 14. gr’. laga um veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót i fiskveiðilandhelginn- ar nr. 102 1973 er heimilt að svipta skipstjóra skipstjórnarréttindum i tiltekinn tima fyrir itrekuð brot á lögunnum. Það fer eftir kröfu- gerð rikissaksóknara og mati dómstóls, hvort slikum viðurlög- um er beitt, en dómsmálaráð- herra á ekki forræði um slikt. Reykjavik, 29. ágúst 1975 Ólafur Jóhannesson Ingvi Tryggvason: Verðlag landbúnaðarvara 1 umræðum þeim, sem á þessu ári hafa orðið um land- búnaðarmál og verðlag land- búnaðarvara, hefur oft verið fullyrt, að landbúnaðarvörur væru hér dýrar og Islendingar ættu að taka upp innflutning landbúnaðarvara og minnka mjög eða jafnvel leggja með öllu niður landbúnað á Islandi. Þessu til stuðnings hafa oft ver- iönefndar tölur um verðlag er- lendra landbúnaðarvara, sem hafa átt að sanna islenzkum neytendum, hversu óhagkvæm- ur islenzkur landbúnaður væri. Nú er það svo, að allur sam- anburður um verð landbúnaðar- vara i hinum ýmsu löndum er mjög erfiður. Margt gripur inn i verðmyndunina, margvislegir styrkir og niðurgreiðslur, mis- munandi verð rekstrarvara, mismunandi lánakjör, mismun- andi veðurfar og svo mætti lengi telja. Það er sameiginlegt með ölium nágrannaþjóðum okkar, að þær leggja kapp á að styrkja landbúnaðarframleiðslu sina og verja þessa framleiðslu fyrir tiíviljanakenndu verðlagi er- lendra landbúnaðarvara, sem stundum eru boðnar á „dump- ing” verði. Með hömlulausum innflutningi erlendra landbún- aðarvara gætum við sjálfsagt oft gert góð kaup, en við gætum lika þurft að sæta afarkostum um verð og útvegun þessara vara, þyrftum að búa við algert öryggisleysi um öflun helztu lif- nauðsynja og legðum að veru- legu leyti i rúst atvinnulega uppbyggingu og menningarlif þess þjóðfélags, sem við nú lif- um i. Þótt samanburður verðlags i einstökum löndum sýni ekki nema hluta heildarmyndar af stöðu landbúnaðarins i viðkom- andi löndum, langar mig til að gera nokkurn samanburð á verðlagi landbúnaðarvara i Finnlandi og á Islandi. Aðal- landbúnaðarhéruð Finnlands eru f sunnanverðu landinu og þar eru sumur hlý og land frjó- samt. Finnar verðleggja land- búnaðarvörur samkvæmt sér- stökum lögum eins og við ger- um, verðlag þeirra skal við það miðað, að finnskir bændur beri svipað úr býtum og aðrar stéttir þjóöfélagsins og tekin er ábyrgð á verði útfluttra vara að á- kveðnu hámarki eins og hér er gert. Kaupgjald i' Finnlandi er mjög svipað þvi sem hér er, samkvæmt meðaltalstölum Al- þjóða vinnumálastofnunarinnar frá 1974 og þeim upplýsingum sem fyrir liggja um þróun kaup- gjalds á þessu ári. Vextir eru lægri þar en hér og greiðsj-a af- urða kemur fyrr til skila. Hins er lika vert að geta, að verð landbúnaðarvara til bænda hækkar 1. september hér á landi og verða þvf þær tölur sem mið- að er við fljótt úreltar. Einnig er kunnugt um nokkrar verð- hækkanir i Finnlandi nú um mánaðamótin. 1 Finnlandi er ákveðið nokk- urs konar viðmiðunarverð til bænda á hinum ýmsu landbún- aðarvörum og vikur markaðs- verð það, sem bændur fá, nokk- uð frá þessu viðmiðunarverði. Upplýsingar þær, sem hér er stuðzt við, ná yfir timabilið frá 16. júni til 27. júli sl. Markaðs- verð þessa timabils er nokkuð yfjr skráðu viðmiðunarveröi. Vikuna 21.—27. júli var lægsta verð á nautakjöti — kýrkjöti til finnskra bænda kr. 426,06 reikn- að samkvæmt gengisskráningu 27. ágúst og hæsta verð kr. 524,44. Á sama tfma er hæsta nautakjötsverð til islenzkra bænda kr. 350,33 og það lægsta kr. 122,05, en meginhluti nauta- kjötsframleiðslunnar i verð- flokkum frá kr. 170,78—306,82. Ekki kann ég skil á samanburði á kjötgæðum á islenzkum og finnskum nautgripum, en at- hyglisvert er, að Finnar greiða sérstakar verðbætur á það sem þeir kalla „þung, naut”, eða yfir 160 kg. fallþunga. Þessar tölur gætu bent til þess, að væn- leiki finnskra sláturgripa væri svipaður og islenzkra. Verðbæt- umar nema tæpum kr. 55.00 pr. kg. og eru greiddar beint til bænda. Af þessum tölum sést, að finnskir bændur fá til stórra muna hærra verð fyrir naut- gripakjöt en íslenzkir bændur. Ekki er mér þó kunnugt um nokkur sérstök rök fyrir þvi, að dýrara sé að framleiða nauta- kjöt i Finnlandi en hér á Islandi. Verð á svfnakjöti er heldur lægra i Finnlandi en hér. Meðal- verð til bænda var kr. 304,75 sið- ustu viku júlimánaðar. Hér á landi er ekki skráð fast verð á svinakjöti, en samkvæmt upp- lýsingum Sláturfélags Suður- lands hefur verð á 1. flokks gris- um verið kr. 325 pr. kg. um all- langt skeið eða frá 1. des. 1974. Meginhluti grisanna fer i 1. flokk, svo að meðalverðið er sennilega 310—320 kr. per. kg. til framleiðenda. Kindakjötsframleiðsla i Finn- landi er ekki mikil og verðlag þess lægra en nautakjöts. Upp- lýsingar liggja aðeins fyrir um viðmiðunarverð og innifalið i verðinu er gæra og slátur. Finnska viðmiðunarverðið gef- ur bóndanum kr. 6533.00 fyrir lamb með 14 kg. fallþunga, en samkvæmt verðlagsgrundvelli landbúnaðarins frá 1. júni 1975 ætti islenzki bóndinn að fá kr. 5700,00 fyrir lamb með 14 kg. fallþunga og 3 kg. gæru en rétt er að geta þess, að meðalverð af framleiðslu ársins 1974 er all- miklu lægra eða tæplega kr. 5000.00 fyrir lamb með 14 kg. fallþunga. Þá er komið að verði mjólkur. Samkvæmt sömu heimildum og áður eru nefndar, var verð til framleiðenda i Finnlandi á meðalfeitri mjólk kr. 46,44 pr. lltra samkvæmt gengisskrán- ingu 27. ágúst, en verð á meðal- feitri mjólk samkvæmt verð- lagsgrundvelli frá 1. júni sl. er kr. 48,45 til bænda hér. Finnska verðið er viðmiðunarverð en meöalverð til islenzkra bænda það sem af er árinu 1975 er til muna lægra en það verð, sem nú gildir. Tekið er fram, að „við- miöunarverðið” hækki 1. september, ikr. 48,47, sem er að heita má nákvæmlega sama verð og islenzkir bændur eiga að fá nú fyrir sina mjólk. Hluti af mjólkurverðinu eða um 5% er greiddur bændum beint úr rikis- sjóði eins og hluti af nautakjöt- inu. Eins og fyrr segir verðaaldrei allir þættir, sem verðlagið varða,raktirf greinarkomi sem þessu. Samanburður sá, sem hér er gerður á verðlagi ákveð- inna landbúnaðarvara hér og i Finnlandi, er islenzkum neyt- endum hagkvæmur. Islenzki bóndinn skilar framleiðsluvör- um sínum á lægra verði til vinnslu og dreifingarkerfisins en sá finnski gerir. Vafalaust má finna þætti, sem óiikir eru hjá þessum þjóðum með tilliti til verömyndunar. Sumir þeirra kunna að vera islenzkum bænd- um i hag, aðrir finnskum. Sam- anburður við Finnland er að nokkru valinn af tilviljun en þó einkum vegna hins, að kaup- gjald i löndunum er svipað og á- kvörðun verðlags er i báðum löndum miðuð við, að bændur njóti sambærilegra kjara við aðrar stéttir, þótt hin öra verð- bólga og fleira hafi orðið þess valdandi, að islenzkir bændur a.m.k, hafa ekki i raun náð kjarajafnrétti við viðmiðunar- stéttirnar. Verðbólga i Finn- landi er nú talin 17—18% en yfir 40% hér á landi. Freistandi heföi verið að bera saman verð- lag i fleiri löndum. Danskir og sænskir bændur fá hærra verð fyrir nautgripa- og kindakjöt en við, en lægra verð fyrir mjólk. Láta mun nærri, að lamb með 14 kg. fallþunga færi sænskum bónda kr. 7700.00 i aðra hönd. En kaupgjald i þessum löndum er hærra en á Islandi og vissar mjólkurvörur, svinakjöt og kjúklingar eru á lægra verði i matvöruverzlunum þar en hér. Oft hefur verið látið að þvi liggja, að afköst islenzkra bænda væru minni en nágranna þeirra á Norðurlöndum, fram- leiðni litiL og landbúnaðurinn dragbitur á hagvextinum. Tölur sem birtar eru um vinnuafl i landbúnaði og samanburð á vinnuafli þar og i öðrum at- vinnugreinum eru ónákvæmar og fullvist, að vinnuafl i land- búnaði er verulega oftalið. Vinnumagnið er talið i tryggð- um vinnuvikum og fjöldi fólks er tryggður allt árið við land- búnaðarstörf, þótt það vinni að meiri hluta i öðrum atvinnu- greinum eða starfsgeta þess sé takmörkuð sökum aldurs eða öðrum ástæðum. Ef við litum á þann samanburð, sem hér hefur verið gerður á verðlagi á fram- leiðslu bænda á íslandi og i Finnlandi, þá sýnir hann fyrst og fremst, að við stöndum Finn- um ekki að baki um afköst i landbúnaði miðað við aðrar starfsstéttir og hafa þó Finnar ekki verið taldir neinir aukvisar I verklegum efnum. Þeir sem raunverulega þekkja til íslenzks landbúnaðar, vita lika fullvel að islenzkir bændur hafa verið fljótir að tileinka sér nýjungar i starfsgrein sinni og hafa stór- aukið á skömmum tima afköst i atvinnugreininni. En veðureru válynd I landinu og lega þess slik, að ekki er sanngjarnt að ætlast til að hér séu framleiddar ódýrari landbúnaðarvörur en annars staðar i' Norður-Evrópu. Þess vegna megum við áreiðan- lega vera ánægðir með, að framleiðslukostnaður landbún- aðarvara á tslandi skuli nú ekki vera hærri en raun ber vitni. 28.7. 1975

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.