Tíminn - 30.08.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.08.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 30. ágúst 1975 LÖGREGLUHA TARINN eftir Ed McBaines Þýðandi Haraldur Blöndal fram til að sinna skrifarastörfum sínum. Carella greip kaff ibollann skítugri hendi og bar bollann að sprungnum og sárum vörum sínum. Svo spurði hann: — Höfum við nokkurn tíma átt eitthvað saman við Cowper að sælda? — Hvað áttu við? — Ég veit það ekki. Höfum við fengið einhver sér- verkef ni f rá honum, eða annað í líkingu við það? — Ekki rekur mig minni til þess, sagði Byrnes. Það eina sem ég man eftir er fyrirlesturinn, sem hann flutti á PBA-þinginu. En hver einasti lögregluþjónn borgar- innar sótti þann fund. — Þetta hlýtur að vera gabb, sagði Carella. — Það kann að vera, sagði Meyer á ný. — Heyrðist þér þetta vera einhver strákgemsi, spurði Carella. — Nei. Þetta var rödd fullorðins manns. — Sagði hann, hvenær hann ætlaði að hringja aftur? — Nei. Hann sagði aðeins, að hann léti vita meira seinna. — Sagði hann, hvar og hvenær þú ættir að afhenda peningana? — Nei. Ekki eitt orð um það. — Sagði hann nokkuð um HVAR þú ættir að f á pening- ana? — Ekki heldur. — Kannski vill hann að við efnum til samskota, sagði Carella. — Fimm þúsund dollarar eru aðeins f imm hundruð og fimmtíu dollurum minna en árstekjurnar mínar, sagði Meyer. — Veit ég það. En hann hefur áreiðanlega heyrt því fleygt, hversu rausnarlegir þeir eru bolarnir í 87. sveit. — Ég skal játa, að þetta virðist vera gabb, sagði Mey- er. Það er aðeins eitt sem hann sagði, sem veldur mér kvíða. — Hvað er það? — Skotinn til bana. Það líkar mér ekki, Steve. Þessi orð setja að mér illan grun. — Hvað um það— við skulum sjá til, hvort hann hring- ir aftur. Sammála? Hver tekur við á vaktinni? — Kling og Haws koma klukkan fimm. — Hver er með þeim? — Wills og Brown. Þeir eru í afleysingum. — Hvaða mál? — Bílþjófarnir. Þeir eru á Culver-götu og öðru stræti. — Heldur þú að þetta sé gabb, Meyer? — Það getur verið. Við verðum að sjá hvað setur. — Ættum við að hringja í Cowper? — Til hvers, sagði Carella. Kannski er þetta ekkert til aðgera veður út af. Það er engin ástæða til að valda hon- um óþarfa áhyggjum. — Gott og vel, sagði Byrnes. Hann leit á klukkuna og stóð upp. Svo gekk hann að hattasnaga í horninu og fór i frakka.— Ég lofaði Harrietaðfara með henni í búðir, ef opið er f rameftir í kvöld. Ég verð kominn heim kl. 9, ef þið þurf ið að ná í mig. Hver er á símavaktinni? — Kling er á vakt í kvöld. — Láttu hann vita, að ég verði kominn heim um níu- leytið. — Ég skal gera það. — Ég vona að þetta sé gabb, sagði Byrnes og gekk út úr skrifstofunni. Carella sat á skrif borðskantinum og sötraði kaff ið sitt. Hann var mjög þreytulegur. — Hvernig er sú tilfinning að vera frægur maður, spurði hann Meyer. — Hvað áttu við? — Æ — líklega veiztu það ekki enn, sagði Carella og leit upp. — HVAÐ veit ég ekki enn? — Um bókina. — Hvaða bók. — Það er einhver búinn að skrifa bók. — Hvað með það? — Hún heitir Meyer Meyer. — Hvað þá?? — Ég sagði það. MEYER MEYER. Ritdómurinn var í blaðinu í dag. — Hver? Hvað áttu við? Áttu við MEYER MEYER? — Ágætis blaðadómar. — Meyer Meyer, sagði Meyer. Það er MITT nafn. — Auðvitað. — Hann getur ekki gert þetta. — Hún. Höfundurinn er kona. — Hver? — Hún heitir Helen Hudson. — Hún getur ekki gert þetta. mmml \ Hreinræktaður Bandarikjamaðu?N Fremstur i flestum ibróttum... < Hannhefur einnig ferðast þangað sem enginn maður hefur áður komið Laugardagur 30. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna 8.45 Arnhildur Jónsdóttir les söguna „Sveitin heillar” eftir Enid Blyton (6). Tilkynningar ki. 9.30. Létt lög milli atriða. kl. 10.25: „Mig hcndir aidrei neitt umferðarþáttur Kára Jóna- ssonar (endurtekinn). Óskalög sjúklinga kl. 10.3' 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Á þriðja timanum. Páll Heiðar Jónsson sér um þáttinn. 15.00 islandsmótið i knatt- spyrnu, fyrsta deild: KR- ÍBV. Jón Ásgeirsson lýsir siðari hálfleik á Laugar- dalsvelli. 15.45 í umferðinni. Árni Þór Eymundsson stjornar þættinum. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir) 16.30 Hálf fimm. Jökull Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Popp á laugardegi. 18.10 Síðdegissöngvar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Hálftiminn. Ingólfur Margeirsson og Lárus Óskarsson sjá um þáttinn sem fjallar um frimúrara- regluna. 20.00 Hljómplöturabb. 20.45 Á ágústkvöldi.Sigmar B. Hauksson sér um þáttinn. 21.15 Létt tónlist frá hollenzka útvarpinu. 21.45 „Hið gullna augnablik” Edda Þórarinsdóttir leik- kona les ljóð eftir Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. HIIIUK Laugardagur 30. ágúst 18.00 íþróttir. Umsjónar- maður Ömar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Læknir i vanda Breskur gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Stefán Jökulsson. 20.55 Janis og Linda. Systurnar Janis og Carol Walker og Linda Christine Walker syngja nokkur lög i sjónvarpssal. Undirleik annast Ari Elvar Jónsson, Árni Scheving, Gunnar Þórðarson, Halldór Páls- son, Rúnar Georgsson og Úlfar Sigmarsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.15 Brasilia Frönsk fræðslumynd um hina nýtiskulegu höfuðborg brasiliumanna, skipu- lagningu hennar og lifið i borginni. Þýðandi Ragna Ragnars. Þulur ólafur Egilsson. 21.40 Ofurkapp (Fear Strikes Out) Bandarisk biómynd frá árinu 1957, byggð á raunverulegum atburðum. Leikstjóri Robert Mulligan. Aðalhlutverk Anthony Perkins, Karl Malden, Norma Moore, og Adam Williáms. Þýðandi Óskar Ingimarsson. Jim Piersall er efnilegur iþróttamaður. Sjálfur er hann að visu metnaðargjarn, en þó er það einkum faðir hans, sem hvetur hann til að stunda æfingar af kappi og setja markið hátt. Þar kemur að lokum að ákafi föðurins verður meiri en svo að pilturinn ráði við það, sem af honum er krafist. 23.20 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.