Tíminn - 30.08.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.08.1975, Blaðsíða 15
15 Laugardagur 30. ágúst 1975 Lýsteftir 36 óra konu Gsal-Reykjavik — Hrefnu Birnu Kristinsdúttur, 36 ára gamailar konu, hefur veriö saknað siöan aöfaranótt þriðjudags s.l. Hrefna Birna, sem búsett er á Skóla- vörðustíg 29, sást síðast innarlega á Hverfisgötu um kl. 0.30 aðfara- nótt þriðjudags, en siðan hefur ekkert til hennar spurzt. Siðast þegar til hennar sást, var hún klædd ljósum rykfrakka og bláum buxum. Hrefna Birna er 167 sm á hæð, nokkuð feitlagin og ljóshærð. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar um ferðir Hrefnu Birnu frá þvi aðfaranótt þriðjudags, eru vin- samlega beðnir að snúa sér þegar til rannsóknarlögreglunnar. © Ávarp um lausn þeirra, þá er allt vonleysi fjarri mér. Ég minni á að efnahagslegt sjálfstæði bænda stéttarinnar er meira nú en fyrr, og félagsleg samtök þeirra sterkari og áhrifameiri en þau hafa áður verið og bændastéttin er með ári hverju að hagnýta sér visindin i rikari mæli. — Nefni ég þar til, að einar umfangsmestu beitartilraunir, er nú fara fram i veröldinni eru gerðar á fslandi, umfangsmiklar rannsóknir i ylrækt, skógrækt og lax- og silungsrækt. — Ég nefni uppbyggingu búnaðarháskóla og garðyrkjuskóla, auk stórfelldra framkvæmda hjá bændum sjálf- um og samtökum þeirra i vinnslustöðvum. Ég minni á, að árásum á landbúnaðinn hefur æskan ilandinu svarað með meiri ásóknum i jarðir til landbúnaðar en nokkru sinni fyrr og sýnir það trú æskunnar á gildi land búnaðarins. Meðan svo er, þarf hann ekkert að óttast. Enda mun það svo sem fyrr, að íslenzkur landbúnaður og bændastétt mun reynast þjóðinni hin trausta stoð. Isl. bændastétt og þjóðin i heild mun þvi ekki láta stöðva sig i framfarasókn, þó að á móti blási i bili. Halldór E. Sigurðsson lauk svo máli sinu með þvi að minnast þess, að Stéttarsambandið hefði unnið landbúnaði og þjóð mikið og gott starf, enda notið góðrar og öruggrar forystu svo sem enn væri, og óskaði hann þvi allrar blessunar i framtiðinni. Erum fluttir með starfsemi okkar á Laugaveg 118/ Rauðar- árstigsmeginn. BILALEIGAN EKILL SlMAR: 28340-37199 Ford Bronco VW-sendibilar Land/Rover VW-fólksbilar Range/Rover Dátsun-fólks- Blazer bllar Hringið og við sendum blaðið um leið TIMINN Guðný Guðmundsdóttir, Ásdís Stross, Halldór Haraldsson, Deborah Davis og Guillermo Figueroa. Hlutu frábæra dóma á tónleikaför í Þýzkalandi SJ-Reykjavik. Kvintett, sem nefnir sig Reykjavikur Ensemble, er nýkominn úr rúm- lega mánaðar tónleikaferðalagi um Þýzkaland, þar sem haldnir voru 16 tónleikar, sem var af- burðavel tekið. A flestum tónleik- anna lék kvintettinn fslenzka þjóðdansa, sem Jón Ásgeirsson samdi og útsetti sérstaklega fyrir hópinn og voru frumfluttir i þessu tónleikaferðalagi. Auk þess voru á efnisskránni púertórikanskir þjóðdansar, en einn úr hópnum er frá Púertó Rfco. Einnig verk eftir Haydn, Schubert, Schumann, Brahms,og Hasse. 1 kvintettinum eru Guðný Guðmundsdóttir og Ásdis*. Stross fiðluleikarar, Guill- ermo Figueroa vióluleikari, De- borah Davis, sem ieikur á violin- cello og Halldór Haraldsson pianóleikari. Þýzk blöð birtu mjög lofsam- lega gagnrýni um tónleikana. Kvintettinn var þar sagður leika „meistaralega”, ,,af krafti og glæsileik” og ,,af slikum lifs- krafti, að lengra væri ekki hægt að komast, án þess að ganga út i öfgar.” Reykjavikur Ensemble var stofnaðsl. vor, en hópurinn hafði æft saman fyrir þann tima. Allir hljóðfæraleikararnir eru i Sinfóniuhljómsveit fslands nema Guillermo Figueroa, sem starfar i New York. Óráðið er um framtið hópsins, en honum hefur verið boðið að fara i frekari tónleika- ferðir til Evrópu. Fjöldi ferða- fólks a Horn ströndum G.S.—fsafirði — Ferðamanna- straumur á Hornströndum hefur verið mjög mikill i sumar, og hafa gamlir ábúendur dvalizt þar langtimum saman. Margir þeirra hafa unnið að lagfæringum á hús- um sinum. Sömu sögu er að segja frá Hesteyri, þar hefurfjöldi fólks verið saman kominn i sumar og dyttað að húsum. A Hesteyri hafa dvalizt skozkir námsmenn við lestur og náttúru- skoðun, bæði varðandi grasafræði og jarðfræði. Námsmennirnir hafa haft eitt af húsunum til um- ráða, og hafa nokkrir hópar kom- iði sumar. 1 hverjum hópi eru um 20námsmenn, og hefur hver hóp- ur dvalið um þrjár vikur i senn á Hesteyri. Til marks um ferðamanna- fjöldann á þessum slóðum má nefna, að á Horni i Látravik rit- uðu 300 manns nöfn sini gestabók i júlimánuði. Gamlir ábúendur á Horni dvöldust þar um daginn, og sögðu þeir þá sögu, að við Látrabjarg og allt að Látravik hefði verið 3-4 metra breið oliubrák með öllu bjarginu. Þykir sýnt að skip hafi dælt þarna ollu. Fyrir nokkrum dögum fóru menn á jeppa frá Bæjum á Snæ- fjallaströnd yfir svonefnda Dals- heiði að Dynjanda I Jökulfjörðum i og út I Grunnavlk. Þetta ferðalag \ var mátulega vel liðiö, þvl að j nokkur nátturuspjöll eru þvl, samfara að fara þessa leið á jepp- um. Jörð til sölu Jörðin Stúfholt II, Holtahreppi, Rangár- vallasýslu fæst til kaups og ábúðar nú þeg- ar. Áhöfn getur fylgt. Skipti á fasteign gæti komið til greina. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar gefur Þórður Bjarnason odd- viti Holtahrepps, simi um Meiritungu. Akranes vantar börn til að bera út Timann Guðmundur Björnsson, simi 1771. f síiflffl. Biii ai UTANLANDSFERÐ EINSTAKT TÆKIFÆRI Ferð til Vínarborgar 4. til 1 5. sept. Af sérstökum á- stæðum hefur ver- ið ákveðið að lengja ferðina til 15. sept. Þeir sem áhuga hafa á þessari ferð hafi samband við fl okksskrif stofuna. Nánari upplýsing- ar um ferðina á flokksskrif stof unni. Simi 2-44-80. Allra siðustu for- vöð að tryggja sér far. Sumarhátið Framsóknarmanna I Árnessýslu verður haldin að Arnesi 30. ágúst og hefst kl. 21. Ræður flytja Halldór E. Sigurðsson ráðherra og Gerður Stein- þórsdóttir kennari. Magnús Jónsson óperusöngvari syngur, Baldur Brjánssori töframaður skemmtir og Anna Vilhjálms syngur með Stuðlatríói, sem leikur fyrir dansi. Allir velkomnir. Kópavogur Framsóknarfélögin I Kópavogi hyggja á eins dags ferð sunnu- daginn 7. september. Nánar auglýst slðar. Héraðsmót í Neskaupstað Héraðsmót Framsóknarmanna á Austurlandi veröur haldið I Egilsbúð Neskaupstað laugardaginn 30. ágúst og hefst kl. 21. Ræður flytja Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráöherra og Halldór Asgrimsson alþingismaður. ómar Ragnarsson, hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar og Halli og Laddi flytja nýja skemmtidagskrá. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir Héraðsmót í Skagafirði Héraðsmót framsóknarmanna i Skagafirði verður haldið að Miðgarði 30. ágúst og hefst þaðkl. 21. Einar Agústsson utanrikis- ráðherra og Jón Sigurðsson varaformaður SUF flytja ræður. Óperusöngvararnir Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson syngja við undirleik Carls Billich. Gautar leika fyrir dansi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.