Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 5
Sunnudagur 31. ágtist ‘1975. TÍlVIINN 5 Sinfóniuhljómleikar. Ofsa- ' hrifnir áheyrendur öskra, blistra, sleppa blöðrum og ryðjast um bekki að afloknum tónleikum og hylla stjórn- andann Sr. Malcolm Sargent. I Svona létu þær, þegar rokkið hóf tröllreið sina um veröldina. Fussið og sveiið yfirgnæfði hljómsveitina, svo að ekki heyrðist annað en hneykslunar- lætin i áheyrendum i salnum. Einn áheyrenda lamdi stöðugt i höfuð þess næsta fyrir framan hann, sem var svo upptekinn af tónlistinni, að hann tók ekki eftir barsmiðinni. Kona nokkur gaf annarri frú á kjaftinn og kallaði hana norn, vegna þess að henni féll ekki tónlistin. Nokkrir áheyrenda hrópuðu „óþverri” og „svivirða”. Almenn slagsmál brutust út i salnum og nokkrar konur gengu út hálfberar i druslunum, sem voru þeirra finústu föt, þegar þær gengu i hljómleikasalinn. Þessi lýsing kemur engum nútimamanni á óvart, þvi að slik viðbrögð áheyrenda á hljómleikum eru daglegt brauð og á hávaðasamkundum poppara og aðdáenda þeirra. En lýsingin er frá árinu 1913 og er samtimaheimild um viðbrögð áheyrenda, er eitt af verkum Igors Stravinskys var frumflutt. Áheyrendur voru miðaldra borgarastéttarfólk heimsborgarinnar Parisar. Tónlist hefur þá eiginleika að hafa mjög mismunandi áhrif á fólk. Hún getur hrifið fjöldann til skapofsa og ósjálfræðis, en hún getúr lika róað fólk og sefað. Til að mynda var Finlandia Sibeliusar bönnuð á striðsárunum af hernámsliðinu. Þegarverkið var leikið, fylltust Finnarnir slikri ættjarðarást, að aldrei var að vita, upp á hverju þeir gætu tekið. Að missa allt vald á tilfinning- um sinum og gjörðum á tónleik- um er ekkert, sem nútímaungl- ingar hafa fundið upp á popp- hljómleikum, þótt sjaldan hafi sefjunin verið jafn tegndarlaus og nú. Iðulega eru bekkir og annað invertar hljómleikasala og kvikmyndahúsa bókstaflega rifið i tætlur, þegar poppurun- um tekst hvað bezt upp, og gauragangurinn heldur oft áfram utan dyra i nálægum hverfum langt fram eftir nóttu. En unglingarnir eru ekki einir um að sefjast svona. I borginni Parma á ttaliu búa 150 búsund manns, allir óperu- óðir. Sagt er, að hver einasta fjölskýlda i borginni sé tengd óperunni á einn eða annan hátt — einhver fjölskyldumeðlimur vinnur þar, syngur, spilar, selur aðgöngumiða, vinnur við ræstingar eða er i stjórn óperunnar. Óperuflutningur er lika nokkuð, sem enginn i Parma lætur fram hjá sér fara, og ibúarnir eru vægast sagt óperuóðir. Ameriski barritóninn Cornell MacNeill kallaði virðulega áheyrendur Parmaóperunnar „menningarvita”, þegar þeir öskruðu, er söngkonan, sem söng á móti honum söng rangan tón, og þá þustu óaðfinnanlega klæddar konur og karlar upp á sviðið til að jafna um dönann. Skjaldborg var mynduð utan um söngvarann , og allsherjar- slagsmál brutust út. MacNeill var komið undan með lögreglu- vernd. I annað sinn var italski tenórinn Ruggero Bodini gerður að titrandi taugaflaki, þegar áheyrendum féll ekki hvernig hann fór með hlutverk sitt. Þegar stjórnandinn, Arthuro Basile, reyndi að þagga niður i áheyrendum og bað Bodini griða, hrópuðu þeir: „Við drep- um þig lika.” Arið 1972 söng enska söng- konan Ann Shuard i San Carlo-- óperunni i Neapel i verki eftir Puccini. Tritilóðir óperu- unnendur öskruðu á hana, að hún ætti að læra itölsku, áður en hún dirfðist að láta i sér heyra á þarlendu sviði. Djöfulgangurinn var svo mikill, að forstjóri óperunnar, Giulio Razzi, fór að skæla. Nokkrum árum áður reyndi Italski tenórinn Franco Corelli að pota sverði i einn óvina sinna á sviðinu. Meðfylgjandi myndir eru allar teknar á tónleikum viðs vegar um veröldina, og sýna þær við- brögð áheyrenda við listinni. Aðdáandi Alic Cooper keppir við hann úr sætinu um hryllinginn. Slangan sem stúlkan veifar kringum sig, sér um að aðrir setjist ekki of nærri. Eatontorg I London var friðsæll staður, þar til popphljómsveitin Osmonds fluttist þangað. Þá varð skrattinn lausog unglingarnir ærðust.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.