Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 31. ágúst 1975. TIMINN HEIMSÆKIR SIGLUFJORÐ Það var oft glatt á hjalla á Siglufirði hér áður fyrr, þegar sildin barst að landi og menn og konur höfðu nóg að starfa. En sildin er ekki óþrjótandi, og þegar hún lét ekki lengur sjá sig á miðunum, minnkuðu umsvifin og Siglufjörður virtist ætla að „detta uppfyrir” ef svo mætti að orði komast. Þannig voru til dæmis ibúar Siglufjarðar rúmlega þrjú þús- und árið 1950 en voru árið 1972 komnir ofan i 2.043. En með ýmsum ráð- stöfunum af hálfu heimamanna og rikisvaldsins, tókst að snúa þróuninni við. Að visu gengur hægt að auka mannfjöldann, en engu að siður hefur það tekizt, og við siðasta manntal (áramót 1974-’75) voru þeir orðnir 2.092. Uppbygging nýrra atvinnuvega og aukning hinna eldri hefur aukið trú manna á Siglufjörð. Ber þess ef til vill ljósastan vott, ný hús, en bygg- ingarstarfsemi hafði nær alveg legið niðri um árabil. Þess skal getið hér, að þegar blaðamaður Tímans heimsótti Siglufjörð, var bæjarstjórinn f jarverandi, þannig að ekki var unnt að ræða við hann í þessari heimsókn. Frystiklefinn — byrjunin á fiskibjuveri Þ.E. Sigluvík SI 2 ÞORMÓÐUR RAMMI SETTI ÖLL HJÓLIN AF STAÐ frystiklefi, sem fokheldur var á liönu ári, en slðan hefur lika ekk- ert gerzt I málinu. Það er vægast sagt mikil þörf á nýju frystihúsi, þvi aðoft er undir hælinn lagt. að hægt sé að vinna þann afla er berst að. — Hvað veldur þvi, að ÞOR- MÓÐUR getur ekki hafið frekari framkvæmdir? — Það sem aðallega stendur á möti þvf er, að ekki virðist vera unnt að fá skynsamlega lána- fyrirgreiðslu á framkvæmdafé, svo hægt sé að halda áfram bygg- ingunni. Lánin mega nefnilega ekki tröllriða rekstrinum. meðan á uppbyggingu stendur. Eins og þessi lánafyrirgreiðsla til svona framkvæmda er i dag tel ég ekki hægt að ráðast i bygginguna, nema að stefna öllum rekstri i algjöran voða. 107 milljónir greiddar i vinnulaun á liðnu ári — Hver voru greidd vinnulaun til starfsmanna fyrirtækisins á slðastliðnu ári? — Hrein laun til skipanna og þá á ég einungis við laun mann- skapsins, en ekki launatengd gjöld, námu 45 milljónum og vinnulaun til landmanna voru rúmar 60 milljónir. Þarna er ekki talið með laun fyrir ymiss konar þjónustu, þvi að margir eru eðli- lega tengdir fyrirtækinu án þess áö fá laun greidd beint frá okkur. — En hver var afli skipanna? — Skip Þormóðs Ramma öfl- uðu rétt um 3000 tonn, en frysti- húsiö tók á móti 2,500 tonnum. Mismunurinn fór siðan til ann- arra fiskverkenda hér á Siglu- firði. Hlutafjáraukningarnar voru eingöngu leiðrétting á orðnum hlut — NU átti Þormóður Rammi i miklum fjárhagskröggum, hafa þau mál leistst á viðunandi hátt? — Það skeði nú fyrir skömmu mikil hlutafjáraukning innan fyrirtækisins, um 70 milljónir, þannig að nú er hlutaféð upp á einar 170 milljónir. Þetta var ein- ungisleiðréttingá orðnum hlut og það þurfti nauðsynlega að gera þetta. Slik fjármagnssprauta hjálpar lika óhemju mikið og gefurfyrirtækinu möguleika á þvi að halda áfram fyrri uppbygg- ingu. — En er ekki möguleiki á þvi Hlutafélagið ÞORMÓÐUR RAMMI var stofnað i júnimánuði 1970, og var markmiðið að reka útgerð og aðra skylda starfsemi. Fljótlega eftir stofnun fyrirtækis- ins var farið að leita eftir samn- ingum um smiði skuttogara, og var samið við Stáivik í Hafnar- firði i september 1971 og fékk ÞORMÓÐUR RAMMI sinn fyrri togara Stálvik i september 1973. Siðari togarinn Sigluvik, kom svo tæpu ári síðar, en hann var smíð- aður á Spáni. Fyrir átti fyrirtækið 100 tonna bát, Selvik, er það fékk 1971. ÞORMÓÐUR RAMMI yfirtók hraðfrystihús Sildarverksmiðja rikisins fyrir um það bil tveimur árum og hefur haft siðan mcð all- an rekstur þess að gera. A skrifstofu fyrirtækisins hitti TÍMINN að máli Þórð Vigfússon framkvæmdastjóra og viö spurð- um hann fyrst hvernig reksturinn hefði gengið á siðastliðnu ári. Bilanir og ófulinægjandi frágangur á togurunum orsökuðu tap á útgerðinni á síðastliðnu ári — Þvimiður þá kom i ljós, þeg- ar Sigluvikin kom frá Spáni, að frágangur og smiði togarans var alls ekki nægjanlega vel úr garði gert af hendi Spánverjánna, og varð þvi skipið frá veiðum um nokkurn tima. Þá var Stálvikin frá veiðum i um það bil hálft ár, en þetta tvennt átti aðalorsökina að þvi, að um það bil 35 milljón króna halli varð á útgerðinni. Hins vegar hef ég þá trú, að skipin komi til með að standa sig vel I náinni framtið, enda hafa þau bæði hlotið gagngerðar endurbætur á þeim atriðum, er aflaga höfðu farið. En aftur á móti var sjálft frystihúsið rekið með hagnaði á siðastliðnu ári, meginástæðan fyrir þvi, er sú, að það er ekki bókfært á háu verði, svo og eru afskriftir og fasta- kostnaður ekki mikill við húsið. Hagnaðurinn var samt sem áður ekki mikill, rétt tæpar þrjár milljónir. Frystihúsið ákaflega óhentugt til sinnar starfsemi — Var frystihús Sildarverk- smiðjanna orðið gamalt er þið yfirtókuð það? — Já það mun vera rétt um 20 ára nú I dag, og fullnægir hvergi nærri þeim kröfum, sem gerðar eru til slikra húsa. Þar er ekki hægt að koma fyrir vélvæðingu að neinu marki. Til dæmis er allur fiskur flakaður I höndunum, sem þekkist varla nú til dags. En það stóð eitt sinn til að ÞORMÓÐUR RAMMI reisti eigið fiskiðjuver, og var byrjað á þvi 1973 og reistur Or vinnusa! Þormóðs Ramma Þórður Vigfússon að sama ástand skapist aftur innan skamms? — Sá möguleiki er að visu allt- af fyrir hendi ef reksturinn geng- ur ekki nægjanlega vel. En til þess þarf ekki að koma, ef þeir hlutic sem við þurfum nauðsyn- lega að fá,væru til staðar. Það er staðreynd að okkur vantar mjög margt.sem mætti verða tilþess að gera alla starfsemina hagkvæm- ari og ódyrari — svo sem „eitt litið stykki frystihús”, svo við byrjum á þvi smæsta. Þormóður Rammi setti raunverulega öll hjólin af stað — Fyrirtæki sem þetta hlýtur að hafa haft geysimikil áhrif á af- komumöguleika bæjarbúa? — Það segir sig sjálft að þegar verður svo mikil framleiðslu- aukning sem raun ber vitni i svo litlu bæjarfélagi, þá getur það ekki haft áhrif nema til góðs. 1 sjálfu sér má segja að tilkoma ÞORMÓÐS RAMMA hafi sett af stað þau hjól, sem skipta ein- hverju máli á Siglufirði. Atvinna hefur verið hér næg, bæjarbUum hefur fjölgað og svo framvegis. Til dæmis voru á launaskrá hjá fyrirtækinu hvorki meira né minna en 220 manns, en að stað- aldri vinna 130—150 manns við út- geröina og i landi, sagði Þórður að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.