Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 31. ágúst 1975. TÍAÁINN HEIAASÆKIR SIGLUFJÖRÐ Hér getur fólk fengið heíminginn af fyrirhuguðu húsi strax — og svo hitt þegar efni og óstæður leyfa — ræft við Hafstein Olafsson, framkvæmdastjóra Húseininga — Hvert var upphafið að þvi að þii réðst i það að stofna hér HÚSEININGAR á Siglufirði Hafsteinn? — Upphafsins er nokkuð larfgt að leita, en það var árið 1967 að ég lagði fram hugmyndina að.þessu i samkeppni, er haldin var á veg- um arkitektafélagsins. Þá hafði ég um langt skeið verið að rannsaka gömul timburhús — þvi að ég var og er sannfærður um að ekkert byggingarefni hefur reynzt okkur eins vel og þessi bárujárnsklæddu timburhús. Upp úr þessum athugunum þróaðist hugmyndin æ betur, og árið 1972 má segja að þetta sé fullmótað og eftir að teikningar og annað tilheyrandi hafði gengið sina lög- boðnu krákustígu var furðufljótt sagt að þetta væri vel athugandi. Skýringin á þvi að ég kom svo hingað er sú, að strax var sagt að til þess að lán fengjust út á fyrir- tækið væri „númer eitt” að fara út á land. Hérna var lika húsnæð- ið, en HÚSEININGAR eru i skemmu tunnuverksmiðja rikis- ins — Það var lika óhætt að segja að Siglfirðingar hafi tekið vel á móti fyrirtækinu, það eru hvorki meira né minna en 100 eignar- aðilar að þvi hér. Fyrir tilstilli Vestmannaeyjagossins gjörbreyttist viðhorf manna til timburhúsa. — Hvernig tóku menn svo framleiðslu HÚSEININGA til að byrja meö? — Það hefur nú um langan aldur verið langlæg andúð manna á timburhúsum, þrátt fyrir að steinsteypan hafi sýnt þaö og sannað aö yfirburöir hennar eru ekki eins og menn hafa álitið. Sjáöu til dæmis veggi nýrra stein- húsa, þeir eru rétt eins og þorska- net, svo sprungnir eru þeir — og i framhaldi af þvi hefur lika komið upp stett manna:sem hefur ekkert annað fyrir stafni en að gera við sprungurnar. Heimaeyjargosið breytti lfka mikið áliti manna og eftir að flytjast fóru inn timbur- hús gjörbreyttist viðhorfið og þetta fór fyrst að ganga vel hjá okkur. — En hvað er þá með viðhald timburhúsanna? — Það er litið sem ekkert, felst raunar i þvi að eigandinn þarf að strjúka húsið með pensli öðru hverju. Hægt að raða upp húsinu alveg eftir vild. — Vildir þú lýsa framleiðslu eins húss alveg frá upphafi til þess dags að eigandinn getur flutt inn? — —- Hérna i verksmiðjunni geng- ur það fyrir sig i stuttu máli, að hver hlutur er sérsmiðaður, sperrur, gluggar, veggir og annað sem með þarf. Komi pöntun i hús er nákvæmlega vitað hversu mörg stykki af hverri tegund þar f i húsið, þannig að ekkert er auð- veldara en að telja viðkomandi hluti. En kauðandinn þarf vitan- lega að hafa grunninn til, og hann verður að vera eftir okkar höfði. Siðan sendum við mann á staðinn og hann ásamt 3—4 mönnum reisa húsið og loka þvi á fjórum dögum. Eftir það koma milli veggirnir með öllu tilheyrandi og uppsetning þeirra tekur álika tima. Það sem hins vegar vantar i húsið er meðal annars eldhúsinn- rétting og skápar. En það kemur með tið og tima, fyrst þarf að kenna fólki að byggja verulega ódýrt. En það má svo bæta þvi við, að ungt fólk, sem vill byggja yfir sig, getur það auöveldlega á þann hátt að kaupa aðeins hluta hússins fyrst i stað, afganginn getur það keypt seinna og hann mun áreiðanlega falla við það sem áður var komið þó svo að ein- hver ár liði á milli. Húseiningar gætu framleitt hátt á annað hundrað hús — Hvað hafið þið framleitt mörg hús til þessa dags? — HÚSEININGAR hafa lokið 25húsum og nú er unnið að smiöi 17húsa er til verða i' þessum mán- uöi. Þarna er um að ræða ibúðir fyrir ýmis sveitarfélög, en það má segja að þau séu einu aðilarn- Hús bæjarstjórans I Siglufirði er frá Húseiningum Hafsteinn ólafsson ir, sem geta keypt nú i dag og borgað þau fljótt, þvi auðvitað þurfum við á peningunum strax að halda — en svona greiðslu geta einstaklingar ekki innt af hendi — að minnsta kosti ákaflega fáir. — Væri mikill tilkostnaður i þvi að auka framleiðslu HÚSEININGA? — Sé miðað við þá afkasta- aukningu, sem mundi verða i framleiðslunni er hann lftill. Nú þegar höfum við náð meiri afkastagetu en gert var ráð fyrir i upphafi, en væri húsnæðið eins hentugt og hægt er að gera það væru afköstin gifurleg. Nú vinna hér 8— lO manns, en með um tuttugu mönnum gætum við afgreitt fast að þvi 150—200 hús á ári. Og þá geta menn gert sér i hugarlund hvað hvert hús myndi kosta. — Að lokum Hafsteinn, hafa hús ykkar ekki staðizt allar þær gæðakröfur, sem gerðar eru til timburhúsa? — Jú þessi hús hafa á allan hátt staðizt þær kröfur, sem til aö/ mynda Húsnæðismálastjórn gerir til þeirra. Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og tækni- deild Húsnæðismálastjórnar hafa gert á þeim allar hugsanlegar til- raunir og allt borið að sama brunni — og ég vil taka þaö sér- staklega fram, að eftir aö tækni- deildin tók til starfa hafa valizt þar menn er taka verkefni sitt alvarlega og hafa unnið vel. Nú leitar fólk út á landsbyggðina — Það er eins og það sé komin dálitil streita I íbúa þéttbýlustu svæðanna, enda ber nokkuð á aö þeir séu farnir aö leita til staða eins og Siglufjarðar, sagði Ragn- ar Jóhannesson skattstjóri, er Timinn hitti hann að máli. — At- vinnulif hefur lika breytzt, gamlir atvinnuvegir eflast og nýir skotiö upp kollinum. Nú er svo komið að okkur hreinlega vantar fólk, en sú þróun fór að gera vart við sig 72—73 með þeirri uppbyggingu sem fór I hönd. — Hvað er það aðallega sem lyft hefur Siglufirði upp úr þessari lægð?— — Það voru tvimælalaust togarakaupin og stofnun ÞORMOÐS RAMMA, en það fyrirtæki rekur bæöi útgerö og fiskverkun. En það hefur einnig annað komið til. Iðnfyrirtæki svo sem HÚSEININGAR hefur veitt nokkrum fjölda fólks atvinnu, en aftur á móti hefur t.d. SIGþO SILD ekki staðið sig nægjanlega vel hvað framleiðsluaukningu snertir. íbúðabyggingar lágu niðri um árabil. — Það sem ber ljósastan vott Texti og myndir: Áskell Þórisson ÓÁNÆGJAN MEÐ LODNUVERDIÐ GERDI ÚTSLAGIÐ Ragnar Jóhannesson um þá þróun sem hér hefur átt sér stað eru ibúðarhúsbyggingar unga fólksins. Hér hafði ekki verið byggt um árabil, en i dag eru 18—20 ibúðir i smiðum. Hins vegar er ég ekki viss um að þarna séu endilega á ferðinni gamlir Siglfirðingar, heldur fólk sem kann einfaldlega ekki við sig i bæjum eins og Reykjavik. Hérna er lika mun auðveldara að koma sér til dæmis i vinnu, öll opinber þjónusta er rétt við bæjardyrnar — Þetta ásamt svo mörgu öðru gerir það að verkum að fólk leitar út á landsbyggðina, sagði Ragnar að lokum. Sigurbur Árnason er skrifstofu- stjóri SUdarverksmibja rikisins. Vib spyrjum hann fyrst, hvers vegna hætt hafi verib vib til- raunaveibarnar á lobnu fyrir Norburlandi. — Það var aðallega vegna verðsins á loðnunni, svarar Sig- urður, — skipstjórarnir töldu ekki grundvöll fyrir veiðunum fyrir þaö verö sem boöið var, en það var 55 aurar i skiptaverð plús 50 aura viöbótarverð eða styrk frá verksmiðjunni. En einnig réði miklu að loðnan, sem bátarnir komu með að landi var ákaflega smá og þar af leiðandi með litiö fituinnihald. — Hvemig var þessi loðna þá miðað við loðnuna er verksmiöj- umar tóku við i vetur? — A verðtiðinni i vetur var lýs- isinnihald þetta 6%—7%, en loðn- an sem kom hér um daginn haföi einungis 2% lýsisinnihald. — En hvaða skilyrði voru það sem Sildarverksmiöjan setti til aö taka á móti loðnunni? —Hún setti einungis það skil- yröi aö loðnan væri stærri, en það var sem sagt aðallega verðið sem átti hvað stærstan þátt i þvi að veiðunum var hætt — auk þess sem Hafrannsóknastofnunin lagði til að veiðarnar skyldu stöðvaðar. Hitt er svo áftur annað mál að þegar markaðsverð loðnunnar er mjög lágt, og haft i huga að til dæmis hefur oliukostnaður þre- Sigurbur Arnason faldast, þá getur það lika veriö hagkvæmara að verksmiðjan hreinlega framleiði ekki neitt... — Hvað veitir verksmiðjan mörgum atvinnu þegar bræðsla er i fullum gangi? — Þá eru það á milli 40—50 manns sem hafa af henni atvinnu, en núna eru i sjálfum verksmiöj- unum örfáir menn. Ilins vegar rekum við hér einnig vélaverk- stæði, trésmiðju og rafmagns- verkstæði, en þetta þrennt veitir um 35 mönnum atvinnu yfir sumarmánuðina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.