Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 31. ágúst 1975. TÍMINN 11 TÍMINN HEIMSÆKIR SIGLUFJÖRD Erfiðast er að halda friðinn Löndun aö kveldi Eitt af útgerðarfyrirtækjum þeirra Siglfirðinga er DAGUR h/f. Það er nokkuð athyglisvert fyrir þá sök, að fyrirtækið gerir einungis út einn bát, DAG SI 66, en veitir hins vegar 15—20 manns vinnu nær allt árið, og greiddi í vinnutaun hvorki meira né minna en 10 milljónir — er þá meðtalið, sem greitt var til sjómannanna sjálfra og þeirra er unnu i landi. Þegar tiðindamaður TIMANS var á ferð á Siglufirði ekki alls fyrir löngu hitti hann að máli Friðrik Friðriksson, einn af eig- endum DAGS, og spurði hann Friðrik meðal annars, hvenær þeir félagarnir hefðu hafið út- gerð. Friðrik sagði þetta hafa byrjað með þvi, að hann og fleiri hefðu árið 1970 keypt Dag, sem er 26 tonna bátur. Þegar á fyrsta ári var svo farið út I fiskverkun, en hún kom ekki nægjanlega vel út, þannig að ráðizt var i að kaupa fiskverkunarhús á svonefndum Alfonsreit, auk þess sem leigt var húsnæði i Grundargötu 1, en þar fer fram beiting og fleira. Hins vegar kvað Friðrik fiskverkunar- húsið þegar orðið alltóf litið og ó- hentugt — enda kaupir fyrirtækið sifellt meiri fisk af öðrum bátum, og hefur þar af leiðandi lagt stöð- ugt meiri áherzlu á að fá ný og Friðrik Friðriksson fullkomin tæki, og á nú m.a. flatn- ings- og hausunarvél. — En hvað telur þú erfiðast i rekstri fyrirtækis sem þessa? — Það erfiðasta er að halda frið við ákveðna aðila hér á Siglu- firði, en rekstur sem þessi er ekki sérlega vel séður af forráða- mönnum verkalýðshreyfingar- innar. Til dæmis fengum við okk- ur bil, en var meinað að nota hann á bæjarbryggjunni, og urðum að skrifa undir samning þar að lút- andi. Þá hafa ýmis önnur atriði komið upp á, en við höfum haft al- menningsálitið með okkur og það hafa andstæðingar okkar skynj- að. Hins vegar er erfitt að reka fiskverkun svona yfirleitt, mark- aðir eru mjög á hallanda fæti og ef svona á að geta gengið þarf að reka allt með mikillihagræðingu og stjórnsemi. Þá sagði Friðrik, að i upphafi og raunar enn, væri báturinn rek- inn eins og 100 tonna skip og þeir félagarnir hefðu ekki fyrr en i sumar tekið sér fri svo nokkru næmi. — Þetta hefur verið nokkuð erfitt, sagði Friðrik, — en við vildum standa við skuldbindingar i einu og öllu. Aðspurður kvað Friðrik bátinn hafa fiskað um 650 tonn á siðast- liðnu ári, þar af tæplega fjögur hundruð tonn á linu og afganginn i net. En þegar TIMINN spurði Friðrik, hvort þeir væru ekki farnir að hugsa fyrir nýjum bát, sagði hann: — Fyrst af öllu þurf- um við oð fá stærra fiskverkunar- hús, til að geta komið þar fyrir allri þeirri hagræðingu, sem völ er á, áður en farið verður að hugsa fyrir öðrum bát. Fiskverkunarhús Dags hf. Bílavara- hlutir Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla m-a-: Chevrolet Nova ’66 Willys station ’55 VW rúgbrauð ’66 Opel Rekord ’66 Saab ’66 VW Variant ’66 Öxlar i aftanikerrur til sölu frá kr. 4 þús. Það og annað er ódýrast hjá okkur. BILAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9—7 alla virka daga og 9—Slaugardaga. LocL U -1 •" • cheed tElnl Stýrisendar í brezkar vöru- og fólksbifreiðar og dráttarvélar ^IIíOSSKí------- Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun -8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa Höggdeyfar í flestar gerðir bifreiða frá Japan og Evrópulöndum HIiOSSI^-------------- Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa FATASKAPAR Hafið þér kynnt yður fataskápana frá Stíl-húsgögnum ? Ef svo er ekki— en yður vantar rúmgóðan fataskáp — þá höfum við skápinn sem passar. Þeir passa hvar sem er og eru fyr- ir hvern sem er. Léttir i flutningi og auðveldir i uppsetn- ingu. Sendum um land allt. Komið, hringið eða skrifið eftir nánari upplýsingum. STÍL-HÚSGÖGN Auðbrekku 63 — Kópavogi — Simi 44-600 Trésmiðir óskast Trésmiðir eða laghentir menn óskast til starfa i trésmiðjum okkar. Nánari upplýsingar gefur verkstjóri i sima 99-7222. Kaupfélag Skaftfellinga, Vik. Yfirbókavörður óskast i Ameriska Bókasafnið. Háskólapróf i bókasafnsfræðum eða bandariskum bókmenntum æskilegt. Um- sækjendur snúi sér til forstöðumanns Menningarstofnunar Bandarikjanna að Neshaga 16, Reykjavik. Simar 19900 og 19331.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.