Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 31. ágúst 1975. TÍMINN 13 AAanstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? 9 /1 4 \ | \ 1 V \ I ; Valsliöiö 1942. Þetta var aiveg þrumuliö og vann öll meistaraflokksmót, bæöi f handbolta og fótbolta, jj. fiokkur Vais 1948, handboltaliöiö. Þessir piltar eiga einna mestan þaö áriö, a.m.k. Standandi eru þeir Jóhannes, Siguröur, Hrólfur, Hafsteinn, Ingólfur, ólafur, Arni, þátt iþviaökoma handboltanum I þaö leikform, sem nú er mest notaö. Sveinn, Karl, Egill, Frimann og Þorkell. i fremri rööinni eru Albert, Grimar, Björgólfur, Magnús, Standandi: Grfmar, þjálfari, Finnbogi, Bragi, Halidór, Sigurhans, Hermann, Ellert, Jóhann, Snorri og Geir. Hermann. i fremri röö: Valur, Sólmundur og Valgeir. — Þetta er liöiö, sem Grimar kallaöi alltaf „Sigurhansana” sina. skirn handboltans veröur á Há- logalandi? — Já, og þarna á Hálogalandi uröu einmitt breytingar á hand- boltanum, sem skiptu verulegu máli. Meðan við vorum í iþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar, hafði tempóið verið það sama og áður, og markstærðinni höfðum við ekki breytt, en inni á Hálogalandi er fljótlega byrjað á dribblinu — að rekja boltann — svo er tempóið fært upp i 3 sekúndur og 3 skref og 3niöurstungur, og aftur 3 skref og skila siðan. Þá er markið stækkað um meira en helming, eða upp I 3 metra, og þetta er nú það helzta, enda um róttækar breytingar að ræða. Þá er lika leðurboltinn inn- leiddur fyrir fullt og allt, nettur og handhægur. Borðaði ekki kvöldmat á sumrin i 10-12 ár — Er þaö einhver öðrum frem- ur, sem þakka má þessar breyt- ingar? — Já, svo sannarlega, það var áhugasamur Ármenningur, sem öðrum fremur átti sinn stóra þátt i þvi, að þessar breytingar kom- ust á, og það var hann Sigurður Nordal. Hann er maðurinn, sem átti langmestan þátt i að koma þvi formi á handböltann, sem hann hefur haft siðan, enda ein mesta driffjöðrin i handboltanum á þessum árum og siðar. — En þú hefur leikið með Val, eins og áður? — Já, ég lék með Val á árunum 1931-1942, bæði I handboltanum og fótboltanum, — þótt ég gæfi mig náttúrlega helzt að fótboltanum, þvi að hann var og hefur verið aðaláhugamál mitt. Ég var svo heppinn að geta sinnt þessum áhugamálum I öllum minum fri- stundum, en ég held lika að ég megi segja, að i 10-12 ár hafi ég ekki borðað kvöldmat vegna þessa áhuga minsá íþróttunum — á sumrin að segja. Sjö sinnum íslands- meistari i fótbolta — Þú hefur nú komið vfðar við sögu i starfseminni þessi upp- hafsár handboltans, Grimar? — Já, eiginlega. Ég tók nefni- lega að mér að þjálfa stúlkurnar i Armanni árið 1938, og fimm næstu árin þjálfaði ég þær, og siðar i' 3-4 ár. Þær voru íslands- meistarar fyrstu árin, og þetta var mjög ánægjulegt starf. Árangurinn mjög góður og fé- lagsandinn óviðjafnanlegur. Það vildu 'allar stúlkur likjast þeim. Þarna rikti áhugi, samheldni og leikgleði, sem ekki má gleymast, þegar rætt er um handbolta og iþróttir yfirleitt. — Þú varst sjálfur islands- meistari með Val i fótbolta á þessum árum? — Já, Valur stóð sig vel á þess- um árum. Ég var svo heppinn að fá að vera með kjarnorkukörlun- um iþessari frægu Valsvörn, sem einnig var kjarninn I handbolta- liðinu á þessum árum. Ég var sjö sinnum lslan*dsmeistari með fót- boltaliðinu og þrisvar sinnum með handboltaliðinu. Það þurfti samstillta menn til þess að mynda lið, og við vorum ekki að- eins I innanhússhandboltanum, heldur einnig i útihandbolta lfka. Handholtinn var lika alltaf að taka framförum á þessum árum. Upp úr stríðsárunum var það, sem áhugi vaknaði á linuspili og svo mörgu öðru, sem nú þykir sjálfsagt og ómissandi. Tókum hart á krúsindúllum — Viltu ekki segja mér, Grlm- ar, frá ýmsum þeim, sem voru eftirminnilegir andstæöingar i handboltanum á þessum árum? — Það eru margir minnisstæð- is andstæðingar frá þessum ár- um. 1 Armannsliðinu voru snjallir menn eins og Sigúrður Nordal, skapandi driffjöður og þrunginn áhuga, og ógleymanlegir leik- menn eins og Kjartan Magnús- son,núlæknir,og Sören Langvad, verkfræðingur hjá Phil & Sön. Og þá verður að minnast sérstaklega á Vikingana Brand Brynjólfsson og Björgvin Bjarnason. — Svo hafið þið hitzt I Varmá fyrir og eftir leik og rætt málin? — Ég var alltaf kröfuharður, bæði sem þjálfari og leikmaður. Við tókum mjög hart á krúsin- dúllum. Ég setti þær á mig eða skrifaði þær niður og setti þær svo á lista i búðinni hjá mér, sérstak- lega þegar ég sat á bekkjunum sem æfingastjóri, Það kom ærið margur leikmaðurinn og leit á villurnar sinar hjá mér og hafði vonandi gott af. Þetta átti ekki aðeins við um handboltann. Leyfa mér að finna æskuárin aftur — Timarnir breyttust og þú hélzt þinu striki. Hversu lengi tókstu þátt i iþróttunum sem þjálfari og keppandi? — Ég hélt áhuganum, þangað til peningarnir komu til sögunnar. Það var nú fram undir 1961, sem ég starfaði með, að alls konar fé- lagslegri umsýslan, og þá aðal- lega fyrir Val. En það má segja, að ég hafi hætt þjálfun árið 1948. Þá naut ég þeirrar ánægju, að flokkarnir, sem ég var með, urðu allir sigurvegarar. Ég hef nú aö vlsu brugðið mér i hlutverkið seinna — strákarnir i Lindargötu- skólanum hafa leyft mér að finna æskuárin afturmeðþvi að fá mig til að hjálpa þeim svolitið og flauta á æfingum hjá þeim. Nú, ég hef svo sem komið nálægt þjálfun hjá fleiri, — ég æfði lögregluna árið 1935, alltaf á morgnana klukkan sex. Næturvaktin sótti mig alltaf um leið og þeir vöktu dagvaktina. Þetta var skemmti- legur timi, reglulega skemmti- legur — en það væri ekki gaman fyrir peninga. — En hefur þú ekki lagt land undir fót til aö liösinna félögum? — Jú, það var árið 1946, i mai og júni, að ég skrapp til Akureyr- ar og þjálfaði hjá Knattspyrnufé- laginu Þór. Ég æfði alla flokka, bæði I knattspyrnu og handbolta. Þetta voru dýrðardagar, viðmót- ið og áhuginn voru svo langtum meiri en unnt var að imynda sér að gæti átt sér stað gagnvart mér, bláókunnugum manninum. Það er verið að innleiða alls konar pempiuhátt — Hvað finnst þér um hand- boltann og fótboltann, eins og málum er nú háttaö? — Mér er það ekkert launung- armál, að ég er ekkert sáttur við handboltann og fótboltann um þessar mundir. Ég er vissulega þakklátur þeim dugnaðarmönn- um, sem við eigum i handboltan- um, fyrir þann árangur, sem náðst hefur — en mig óraði aldrei fyrir þvi, að handboltinn yrði eiginlega eina útflutningsvaran, sem við eignuðumst i fþróttum. Um fótboltann er það að segja, að mér finnst hann hafa sett ofan. Það er verið að innleiða alls kon- ar pempiuhátt, þar sem dómar- inn leikur aðalhlutverkið með dularfull og fáránleg spjöld. Það er verið að eyðileggja leikinn, og með þvi verið að eyðileggja góða menn. Ég er ekki að hallmæla þvi, að dæmt sé á fólsku, en að dæma hörkulega á ýmis smábrot og bóka — það er alveg fáránlegt. — Oghjá félögunum sjálfum er það peningasjónarmiðið, sem tröllriður félagsandanum, og það er þessi hugsunarháttur, sem ég fyrirlit. Það er ekki verið að hugsa um strákana, heldur eitt- hvert prógramm, sem er ein- göngu byggt fyrir toppinn. Það er svo og svo mörgum strákum hent i burtu, til þess að allt sé hægt að gera fyrir toppinn, og það verða margir sárir og naprir, af þvi að þaö er ekkert hugsað um að gera neitt fyrir þá. Og hvað svo um toppinn? Hann er farinn, ef hann getur eitthvað — keyptur eitthvað annað. Á vorin þráir maður að leika sér — Og alltaf koma nýir I skörö- in? — Ég held, að fæstir geti gert sérfhugarlund, hversu óskaplega mikil breiddin hjá félögunum er i raun og veru. Komdu bara um helgar út á Valssvæðið og önnur félagasvæði og sjáðu yngri flokk- ana. Þar er það lifsgleðin sem ræður, og þar sérðu hinn sanna félagsanda. En það eru bara svo fáir, sem komast að, komast upp á toppinn, sem allt snýst um. Til hvers gengur þú i félag? Til þess að verða félagi, til þess að njóta þin i starfi og leik. Leikgleði kemur ekki með peningum, mót- um og ferðalögum, eða ströngu æfingaprógrammi hjá fáum, sem hinir fá að horfa á. Það er heldur ekki sama, hvenær spilað er. Það er engin skemmtun að fara i fót- bolta i drullunni i janúar eða febrúar. En — það er hins vegar dauður maður, sem ekki þráir að leika sér, þegar moldin er að slakna og vorið kemur. Þá kemst maður i æfingu, án þess að verða var við það, og maður fer að spila. — Þér finnst sem sagt, aö breyting þurfi að verða á? Já, það er hugsunarháttur lifsglaðrar æsku, sem ann knatt- spyrnu, sem verður að koma i stað atvinnumennskuhugsunar- háttarins.... Meistaraflokkur Armanns 1942, fyrstu tslandsmeistararnir I hand- knattleik kvenna: Grlmar, þjálfari, Gréta, Hekla, Imma R„ Fanney, Imma A. 1 fremri rööinni: Magga, Sigriöur og Karitas. Armannsstúlkurnar, sem uröu Reykjavikurmeistarar 1948 og tslandsmeistarar 1949, — kveöjumynd af þeim og þjálfaranum. Bíbí, Sisi, Sigga, Maddý, Hulda, Nunna, Lilja, Sirra, Olly, Dagga og Grlmar Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.