Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 31. ágúst 1975. Hann þjáist af sjaldgæfum og enn sem komið er ólæknandi sjúkdómi, sem veldur því, að hann hefur ekkert mótstöðuafl gegn sjúkdómum. Þess vegna verður hann að lifa í algjörri einangrun. Móðir hans fær ekki einu sinni að snerta á honum með berum höndum - Þegar þú horfir i gegnum gegnsæja veggi kassalaga leikherberg- isins og mætir glaðleg- um, brúnum augum litla dökkhærða drengsins, sem er aðeins þriggja ára gamall, virðist ekk- ert óeðlilegt við hann, né heldur umhverfi hans. Hann hefur allt útlit venjulegs hrausts og duglegs barns, snöggur i hreyfingum og fljótur að átta sig á þvi, sem er að gerast i kringum hann. En Davíð er þó ekki eins og ger- ist og gengur um börn. Hann er óskaplega mikið öðru visi. Davið hefur aldrei komizt I snertingu við aðra lifandi veru, frá því hann kom Ur móðurlifi. Hann hefur aldrei fundið hlýjan andardrátt móðurinnar við kinn sina, aldrei fundið hana kyssa enni sitt, og aldrei hvilt við brjóst hennar. Hann hefur aldrei strokið litlu hendinni sinni um vanga föður sins, né fundið til þeirrar öryggiskenndar, sem er samfara þvi að halda i höndina á hinni sex ára gömlu systur sinni, Kather- ine. Enda þótt Davið sé stöðugt um- kringdur fólki, sem fellur vel við hann, starfsfólki sjúkrahússins, visindamönnum, fjölskyldu sinni og fjölskylduvinum, þá er hann samt sem áður jafn fjarlægur öllu þessu fólki, og væri hann niður- kominn á sjálfu tunglinu. Það kann að virðast kaldhæðn- islega sagt, en þó er það satt, að Davið hefur lifað allt sitt lif eins og geimfari, sem komizt hefur á braut, og kemst ekki Ut af henni aftur til þess að komast á ný til jarðarinnar. Þetta er algjörlega vonlaust ástand, sem ekki er hægt að finna neina lausn á. Davið lifir I herbergi, sem er bUið til Ur plexigleri og plast- belgjum. Hann getur hreyft sig „milli herbergja” i þessum dval- arstað sinum. í einum plastbelgn- um er honum ekið til rannsóknar- stöðvarinnar við barnasjUkra- hUsiö I Texas, eða þaðan aftur til heimilis sins, sem er nokkuð fyrir utan Houston. En Davið má ekki fara Ut Ur plastbelgjunum. Gerði hann það, yrði hann þegar I stað alvarlega veikur, og dæi innan fárra vikna. Davið er fangi i einangruðum heimi, sem hann mun fljótlega vaxa upp Ur bæði andlega og lik- amlega. Læknarnir óttast mest, að hann muni áður en langt liður brjótast Ut Ur þessu fangelsi, og láta sig afleiðingarnar engu skipta. VIsinda m ennirnir við Houston’s Baylor College of Medicine hafa leitað hjálpar um allan heim i kapphlaupi sinu við timann, I von um að finna eitt- hvað það, sem gæti hjálpað Davið, en þrátt fyrir það að þrjú ár séu nú liðin hafa möguleikarn- ir á hjálp ekki aukizt að ráði. Allt umhverfi Daviðs er algjör- lega sótthreinsað, og laust við all- ar sóttkveikjur og virusa, sem annars umkringja annað fólk. Hann verður að halda sig i plast- fangelsi sinu vegna þess að hann þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi maglobulinemia, sem einfaldast er að Utskýra með þvi að segja, að um sé að ræða algjört mótstöðu- leysi gegn sjúkdómum. Davið skortir þá mótstöðu, sem nauð- synlegt er til þess að geta staðið gegn smitunum. 1 blóð hans vant- ar gammaglobulin, eggjahvítu- efni blóðsins, sem inniheldur ónæmisefni gegn sjúkdómum, auk þess sem hvitu blóðkornin starfa ekki eins og þeim ber. Davið hefur þvi ekkert mót- slöðuafl. Allra minnsta kvef gæti leitt hann til dauða. „Eðlileg einangrun” Þótt Davið hafi nú lifað i al- ^gjörri einangrun i þrjú ár er hann ótrúlega eðlilegur, og það hefur vakið hvað mesta undrun hjá barnasálfræðingum. Hann hefur þroskazt vel i meðallagi bæði andlega og likamlega. Þeir, sem hitta hann, sjá fyrir sér hressan og geðslegan dreng, og sál- fræðingurinn hans dr. Davíð Freedman og barnalæknirinn, dr. John R. Montgomery, segja, aö ekki sé að finna neitt óeðlilegt við hann, hvorki andlega ná likam- lega. Fólk er samt ofurlitið efa- blandið, þegar það sér Davið. Það hefur mikið verið talað um það, hvað komið geti fyrir börn, sem ekki verða aðnjótandi snertingar móðurinnar. Móðir Daviðs tekur á móti gest- um með lágri, hljómfagurri röddu. HUn býður þá velkomna, og segir að Davið vilji gjarnan hitta þá. Móðirin heitir Carol Ann, en hún vill ekki segja eftir- nafn sitt, af ótta við of mikið um- tal. Daviö situr rólegur inni I kúl- unni sinni, þar sem hann bæði sefur og leikur sér. Út frá þessari kúlu liggur gangur yfir i aðra kúlu, sem á að vera eins konar matstofa fyrir Davið. Hann heldur á púsluspili Ur plasti. Hann litur upp, þegar gesti ber að garði, brosir og segir halló. Svo snýr hann sér aftur að púslu- spilinu. — NU mátt þú, kallar hann til Katherine, systur sinnar eftir nokkra stund. HUn er með svarta gúmmlhanzka á höndunum. HUn stingur höndunum inn og byrjar að færa til púsluna. — ÞUgerir vitlaust, segir Davið allt i einu. — ÞU átt að gera svona! Þau hlægja bæði hátt og lengi, en þau eru mjög góðir leik- félagar. Svo kemur Raphael Wilson inn. Hann er prófessor i lifeðlisfræði og ónæmisaðgerðum. Hann stjórnar rannsóknunum á Davið. Hann er auk þess guðfaðir Daviðs, og situr oft hjá honum og fylgist með honum, þegar hann er að borða. Hann er bezti vinur Daviðs meðal fullorðna fólksins, að frátöldum foreldrunum að sjálfsögðu. — Dr. Wilson, dr. Wilson hrópar Davið og fer aftur yfir i plastkúl- una, sem er næst lækninum, — Leyföu mér að sýna mömmu hvernig ég get mælt með reglu- stikunni þinni. Læknirinn setur á sig hanzkana og dregur reglustiku upp Ur vasa sinum. Siðan beygir drengurinn sig I átt til móðurinnar og segir: — Ég skal mæla þig, mamma. Hann leggur mælistikuna við hönd móðurinnar. — Einn, tveir, þrir.. Hann les af mælistokknum, og gerir það alveg rétt og svo heldur hannáfram: —-Fjórir, fimm, sex, sjö, átta, niu, tiu, ellefu. — ÞU ert duglegur Davið! hrópar móðir hans undrandi. Davið brosir ánægjulega viö henni, eins og hann hafi staðizt próf. Á meðan börnin eru að leika sér gleymir gesturinn þvi næstum, að hann er staddur á heldur óvenju- legum stað hjá mjög óvenjulegu bami. Hann gleymir þvi næstum, að drengurinn hefur lifað i einangrun frá fæðingu, og á eflaust eftir að gera það enn um sinn, enda þótt visindamennirnir ættu eftir að finna ráð við þessum sjaldgæfa sjúkdómi. Ef til vill á hann aldrei eftir að lifa eðlilegu lifi. Samkvæmt þvi sem dr. Wilson og félagar hans á Baylor sjUkra- húsinu segja, hefur enn ekki fund- izt ráð til þess að lækna Davið. Vildi ekki fóstureyðingu. Þetta byrjaði eiginlega allt þegar bróðir Davlðs fæddist árið 1970. Hann var friskur og heil- brigður drengur og virtist nokk- urn veginn eðlilegur. Þar sem ekkert tilfelli hafði komið upp i fjölskyldunni, sem benti til skorts á ónæmi, höfðu menn ekki ástæðu til þess að óttast neitt slikt. Það kom heldur ekkert fram, sem vakti athygli, eða áhyggjur manna fyrr en hann var orðinn fimm mánaða. Þá fóru ónæmis- efnin, sem hann hafði haft með sér Ur móðurlifi að hverfa. Sótt- kveikjur gerðu árás á likama hans og hannifór að fá maga- kveisu og siðar lungnabólgu. Mary Ann South, sem þá var prófessor við Baylor staðfesti, að mótstöðuafl drengsins hefði minnkað að mun. Eina læknis- ráðið var að skipta um merg, og þegar i ljós kom, að mergur Katherine systur hans var sam- svarandi hans eigin, var hann notaður. Eftir það var ekki um annaö að gera en biða og sjá, hvað gerðist, og hvort eðlileg endurnýjun yrði eftir breyting- una, og mótstaðan færi að aukast aftur. Þetta var þó orðið of seint og drengurinn dó sjö mánaða gamall. Læknarnir gátu ekki um það sagt, hvort hér gæti verið um arf- gengan sjUkdóm að ræða, eða hvort hér væri eitt einstakt dæmi, sem ekki þyrfti að endurtaka sig. Þeir voru hins vegar hræddir um, að hér gæti verið á ferðinni erfða- sjúkdómur, sem stæði i sambandi við X-krómosom Carol Ann. Ef það væri rétt, þá myndu Carol Ann og siðar Katherine flytja þessa erfðaeiginleika áfram, en þó einungis til sveinbarna. Drengirnir myndu þá eiga jafna möguieika á að sleppa við þennan sjúkdóm og að fá hann. Eftir að hafa misst þennan litla son sinn ákváðu Carol Ann og maður hennar að gera aðra tilraun, þar sem möguleikarnir á að eignast heilbrigt barn voru jafnir hinum. Þegar Carol Ann var komin fimm mánuði á leið var staðfest, að hún myndi eignast dreng. Henni var þá boðið að láta eyða fóstrinu. Þvi hafnaði hUn. — Við viljum eignast annað bam, helzt son, sagði hún. Davíð gat allt eins vel verið alheilbrigð- ur eins og sjúkur. Sem betur fór voru bæði dr. South og dr. Williáms bæði sér- fræðingar á þessu sviði og höfðu haft til meðferðar fjöldamörg börn, sem höfðu þjáðst af of litlu mótstöðuafli gegn sjúkdómum. öll þessi börn höfðu látizt, þar sem sjúkdómurinn hafði ekki uppgötvazt fyrr en of seint. En vitað var um 25 börn I heiminum, sem höfðu lifað af, eftir að skipt hafði verið um merg i þeim. Dr. Wilson hafði verið viðstadd- ur bakteriulausa fæðingu i Birm- ingham, Alabama. Þar hafði einnig leikið grunur á að ónæmið væri ekki sem skyldi. Þá fæddust tvfburar, og þeir voru settir i einangrun strax og i ljós kom, að þeir þjáðust af þess- um sjúkdómi. Annar tviburinn var ieinangrun i tvö ár, en hinn i tvöoghálft, og allt i einu fór þeim að batna. Annar dó þó nokkru sið- ar, en hinn lifir nú fullkomlega eðlilegu lifi. Læknarnir komust að þeirri niðurstöðu, að Davið gæti lifað og jafnvel komizt yfir sjUkdóminn, ef hann væri settur I algjörlega dauðhreinsað umhverfi. Siðan væri hægt að færa i hann merg Ur systurinni, og nokkur von yrði þá til þess að hann fengi heilsuna eins og tviburinn i Alabama. Heimili I blöðru Dr. Wilson kynnti sér nú á hvern hátt væri hægt að láta kon- una fæða barnið svo hvergi næðu sóttkveikjur að komast að þvi. Daginn fyrir fæðinguna var Carol Ann sett i einangrun. Siðan var barnið tekið með keisaraskurði, og fimm sekúndum eftir það,var það sett i einangrun. Barnið var skirt samstundis, og að sjálfsögðu með sótthreinsuðu vatni. Það kom strax i ljós að Davið þjáðistaf sjúkdómnum, en menn höfðu góða von um, að það mætti lækna hann með merg frá Katherine. SU von brást þó, þegar i ljós kom, að mergur Katherine hæfði ekki David. Tekin voru sýnishorn Ur um tuttugu skyld- mennum hans, en árangurinn var alls staðar neikvæður. Ennn vonuðu menn þó, að Davið gæti allt i einu sjálfur farið að fram- leiða mótstöðuefnin i einangrun- inni. Biðin getur oröið löng. Freed- man prófessor i sálarfræði var einn þeirra, sem fylgdist með uppvexti Daviðs, þar sem hann taldi sig geta margt lært af þess- ari tilraun um það hvernig börn, sem aldrei komast i beina snert- ingu viö aðra, bregðast við. NU var farið að skipuleggja framtið Daviðs, undir stjórn dr. Wilsons. Ákveðið var, að Carol Ann og maður hennar skyldu sjálf taka allar ákvarðanir, sem við- komu tilfinningalegum þroska drengsins, en samt óttaðist dr. Wilson, að hann gæti beðið tjón á sálu sinni. — Ég var þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt væri fyrir hann að fá samband við föður og móður svo fljótt sem hægt var, sagði dr. Wil- son. —Þegar drengurinn var sex mánaða, árið 1971, sendi ég hann heim eftir að foreldrar hans höfðu lært hvernig fara átti með hann i einangrunarherberginu. Fólkið á sjúkrahúsinu hélt, að ég væri genginn af vitinu, en ég vissi að það var þýðingarmikið fyrir Davið að komast heim til foreldra sinna, og ég vissi lika, að foreldr- amir gátu hugsað jafn vel, ef ekki betur um hann heldur en sjúkra- húsfólkið. Frá þessari stundu hefur Davíð eytt meiri tima heima hjá sér heldur en á sjúkrahUsinu. Hann býr i einangrun i þremur færan- legum blöðrum, sem eru tengdar saman á svipaðan hátt og járn- brautarvagnar. — Hann getur fylgzt með mér i eldhúsinu og tekið þátt i daglegu lifi fjölskyldunnar, segir móðir hans, — Katherine leikur við hann og nágrannarnir komá einnig til þess að lita á hann og leika við hann. Allt er eins eðlilegt og frek- ast getur verið við þessar aðstæð- ur. Þó hafa komið upp hættuleg augnablik, eins og eðlilegt má teljast. 1 eitt skipti fór rafmagnið af, og lofthreinsitækin, sem sjá Davið fyrir hreinu lofti, hættu að starfa. Sem betur fór komst ekki óhreint loft inn til hans á meðan rafmagnslaust var, en strax á eftir var komið upp varastöð til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.