Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 31. ágúst 1975. TÍMINN 15 ^ ^?' * &-*.Mr ^r% \ * * ■» '% | * t J* ■*♦ ^ „v/ 1 « •">' P'i þess að koma í veg fyrir að eitt- hvað þessu likt gæti endurtekið sig. — Það er ánægjulegt að sjá, hversu margir taka þátt i að hugsa um Davið og létta honum lifið, segir dr. Wilson. — Ná- grannarnir, sem hafa lært, hvernig á að hugsa um hann, koma gjamanog sitja hjá honum. Þeir gera sér ljóst, að foreldrar Daviðs eru algjörlega bundnir heima við, þegar hann er heima, svo fólk reynir að leysa þá af hólmi annað slagið. Skógarferð Fyrir nokkru buðu nágrann- arnír fjölskyldunni, þar með töld- um Davið, I skógarferð. Dr. Wil- son vissi ekki, hvað gera skyldi, en Carol Ann og maður hennar óskuðu eftir að drengurinn kæmi með. Þess vegna tóku þau með sér hið hreyfanlega einangrunar- herbergi hans og það var flutt á flutningabil nágrannanna þangað sem ferðinni var heitið. Þar var hægt að setja tækin, sem stjórna lifi Daviðs i samband við raf- magn, svo allt var eins og bezt var á kosið. — Hann skemmtir sér dásam- lega vel, segir dr. Wilson. — Hann var miðpunkturinn, og það þótti honum skemmtilegt. Þegar timi var til kominn að halda heim, fékk hann manninn, sem ók biln- um til þess að gera lykkju á leið sina svo hann gæti horft ofurlitið út um gluggann á leiðinni. En veikindi Daviðs hafa lagzt mjög þungt á foreldra hans. í eitt skipti spurði faðir Daviðs lækn inn, hvort hann teldi að drengur- inn þekkti hann i raun og veru. — Skilur Davið aðég er faðir hans? Tilþess aðgera föðurnum skilj- anlegt, hvernig Davið hugsaði sagði læknirinn frá þvi, hvernig hann hafði hagað sér nokkrum dögum eftir að lesin hafði verið fyrir hann sagan um Gullbrá og bimina þrjá. Hann hafði sýnt Davið mynd af björnunum þrem- ur og spurt drenginn, hvort hann gæti ságt, hverjir þetta væru. — Mamma björn, pabbi björn og Katherine björn, sagði Davið og brosti. — Hann þekkir fjölskyldu sina, og elskar hana, segir dr. Wilson. — Hann kyssir þau i gegnum plastið. Hann veit, að þau eru hluti af honum sjálfum. Eins og skiljanlegt er eiga for- eldrar Daviðs erfitt með að ræða tilfinningar sinar. Þetta er auð- vitað einkamál og mjög við- kvæmt að auki, en þar við bætist, að þau hafa oft orðið fyrir þungum áföllum vegna blaða- manna, sem komið hafa og rætt við þau, en siðan soðið upp hinar furðulegustu sögur i blöðum sin- um. Samt segja þau nú: Þau hafa fundið til alls þess sem foreldrar finna til gagnvart barni sinu, bit- urleika, sektartilfinningar, af- neitunar og vonar. Þau hafa stað- iztþessa miklu raun og sýnt styrk og viljafestu. Læknirinn segir um þau, að hann hafi séð hjónabönd fara út um þúfur af minni ástæð- um en hjónaband þeirra. Þau eru mjög vel gefin og sterkar mann- eskjur, og þau hafa ekki þurft á neinni sálfræðilegri aðstoð að halda. Þetta er mjög mikil reynsla fyrir þau, en vonin heldur þeim gangandi. Likamlegur þroski Carol Ann og Davíð eldri reyna að lifa eðlilegu fjölskyldulifi, eftir þvi sem hægt er að gera. Davið. þurfti ef til vill meira á umhyggju móður sinnar að halda sem smábarn, en venjulegt er. Þvi var þannig fyrir komið, að móðir hans gat haldið á honum I gegnum veggina á blöðrunum, og hann gat lfka setið i fangi móður sinnar. Allt var gert til þess að hann fengi þá hreyfingu, sem nauðsynlegt var, til þess að vöðvar hans þroskuðust á eðli- legan hátt. Nú er lfkamsþroski Daviðs nokkuð umfram það, sem gerist með börn á hans aldri. Annað, sem veldur þvi að hann hefur dafnað mjög vel, er að hann hefur alltaf fengið alveg sérstakt fæði. Hann er sennilega sá einasti eini I heiminum, sem hver einasti biti hefur verið vigtaður og mældur ofan i. Maturinn hanser i flöskum i „matstofu” hans, og hann má velja á milli þess sem þar er, eftir eigin óskum. — Venjulega borðar hann þrjár máltiðir á dag, segir dr. Wilson, — en stundum vill hann fá eftir matinn i morgunmat, og kvöld- matinn um hádegið. En hann hef- ur aldrei fengið heita máltið um ævina. Það er engin leið að hita matinn handa honum, og það er heldur engin ástæða til þess að reyna það. Tilfinningalegt áfall Eftir þvi sem dr. Freedman segir er Davið greindari en gerist og gengur, og auk þess er hann i sálarlegu jafnvægi. — Hann er rétt eins og þriggja ára drengur á að vera, segir dr. Freedman. Þegar Davið var átta mánaða hafði hann hins vegar ekki enn reynt að ná athygli manna með þvi að nota röddina, en það fara börn að gera, strax þriggja eða fjögurra mánaða. þess i stað sat hann langtimum saman og réri fram I gráðið. — Fólk hugsaði um hann, og gætti hans, þótt hann notaði ekki röddina til þess að ná athygli þess. Við höfðum áhyggjur af þvi, þegar hann sat og réri eins og hann gerði, segir dr. Freedman. Dr. Wilson náði þá sambandi við talkennara, og siðan var kom- ið fyrir sjónvarpstæki fyrir fram- an plastvegginn. Tækið var opnað hvað eftir annað á degi hverjum, og brátt fór Davið að blaðra og babla rétt eins og venjuleg böm á hans aldri gera. Finna þurfti lausn á enn öðru vandamáli varðandi Davið. Það var hvernig losna mætti við úrgangsefnin úr likama hans. Davið var kennt að sitja á koppi og tæma hann svo á vissum stað I „húsinu” sinu. Þegar dr. Wilson og foreldrar Daviðs vildu að hann hætti að drekka úr pela svaraði hann aðgerðum þeirra með þvi að hætta að nota koppinn sinn. Hann vildi alls ekki sleppa pelanum. Þegar hann fékk svo snuðið sitt fór hann aftur að nota koppinn, og nú sýgur hann snuðið aðeins ein- stöku sinnum. Þýðing umhverfisins Davið hefur mun meiri orða- forða heldur en gerist og gengur um börn á hans aldri. Hann hefur haft mikinn félagsskap af lækn- um og visindamönnum þann stutta tima, sem hann hefur lifað, og hefur sýnt mikla hæfileika i að læra ný orð og meiningar orða. Hann á ekki i neinum erfiðleikum með stór og löng orð. Síðastliðinn vetur, þegar búið varað innrétta handa honum nýtt leikherbergi á sjúkrahúsinu skreið hann þangað inn og fór að gefa hlutunum þar inni nöfn og handfjatla allt, sem þar yar. Þegar hann leit upp i loftið á „herberginu” spurði Wilson, hvað hann sæi þar. Hann hafði búizt við að hann segðist sjá tvö lofthreinsunartæki, en hann svar- aði einfaldlega — Ég sé tvo ferhyrninga.- Hreinsitækin voru ferköntuð. Davið er mjög tilfinninganæm- ur, rétt eins og flest önnur börn. Eftir þvi sem læknarnir segja hefur Davið aldrei spurt að þvi, hvers vegna hann verður að lifa i einangrun. Hann hefur tekið þvi eins og eðlilegum hlut allt frá upphafi. — Þetta er alveg eðlilegt af barni á hans aldri, segir dr. Freedman. — Þau lita á umhverf- ið eins og hlut af sjálfum sér. Úr einangruninni Það er stutt siðan Davið litli fór að hugsa um það, hvort hann kæmist eánhvern tima út úr blöðr- unni sinni. Wilson hefur frá upphafi lagt á það mikla áherzlu bæði við starfslið sjúkrahússins og foreldra Davfðs, að fólkið not- aði aldrei orðatiltæki eins og „þegar þú kemur út....” Wilson óttast hins vegar, að sú stund renni upp, er Davið vill komast út, hvort sem hann er þá orðinn heilbrigður eða ekki. Þetta er þrátt fyrir allt mjög óeðlilegt lif, og læknarnir óttast, að enginn geti afborið það til lengdar, eftir að hafa gert sér grein fyrir þvi, hversu innilokunin er algjör. — Hann er nógu vel gefinn og sterkur til þess að geta komizt út, ef hann óskaði þess, segir dr. Wilson og gefur þannig til kynna, að eitthvað þvi likt gæti gerzt. En það yrði afdrifarikt fyrir barnið. Dr. Wilson hefur verið spurður að þvi, hversu langur timi geti liðið þar til innilokunin fer að hafa alvarlegar afleiðingar og óskin um að losna gæti náð yfirhönd- inni. — Tvö eða þrjú ár, svaraði hann. — En við vonum og trúum þvi, að við getum losað hann úr prisundinni löngu fyrir þann tima. — Er nokkur von til þess að allt I einu fari likami drengsins að starfa eðlilega, spyrja menn. — Við erum hættir að trúa á þann möguleika segir, dr. Wilson. — lir þvi það hefur ekki gerzt enn, þá er ekki liklegt að það eigi eftir að gerast héðan i frá. Samt heldur læknirinn þvi Davið er þriggja ára gamall og hefur frá fæðingu búið i plastblöðru. Honum liður mætavcl eins og er, og er full- ur af lifskrafti. En einn góðan veðurdag gæti hann tekið upp á þvi að brjótast út úr einangr- uninni. Læknarnir eru á- hyggjufullir og óttast, að ekki verði búið að finna lækningu við sjúkdómnum, þegar að þvi kemur. fram, að góðar vonir séu um að Davið eigi eftir að ná heilsunni. Alls staðar i heiminum er nú ver- iðað gera tilra unir til þess að láta likama taka við merg, sem ekki er samstæðum þeim sem fyrir er i likama hins sjúka. Margvislegar tilraunir hafa verið gerðar á þessu sviði á dýrum, og hefur nokkur hluti þeirra heppnazt. Vonir standa til, að frekari til- raunir verði til þess að enn betri árangur náist i mjög náinni framtið. Þá á að vera hægt að beita sömu aðferðum við menn með góðum árangri. Verður þess- um aðférðum þá beitt við sjúklinga, sem þjást af blóðkrabba, svo nokkuð sé nefnt. Takit þetta á það eftir að verða til þess að bjarga lifi Daviðs og þúsunda annarra. — Við erum mjög bjartsýn, segir dr. Wilson. — Viðerum viss um, að Davið verður heilbrigður, segir Carol Ann og sömuleiðis Davið, faðir litla drengsins. Þangað til þetta tekst heldur Davið yngri áfram að lifa lifi sinu, ánægður og/hress. Þrátt fvrir það, að hann yeit það ekki sjálfur, er öllum sem umgangast hann, mjög hlýtt til hans, og óska þess af alhug, að hann eigi eftir að komast út úr einangruninni til þess að leika sér og lifa þar eðli- legu lifi. (Þýtt og endursagt FB) ífe

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.