Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 17
 wmximmmmmms mKSímlttmMBiXm Sliiii ttttýttý:: Sunnudagur 31. ágúst 1975. TÍMINN Þessi mynd var tekin á fyrsta fundi þeirra Grace Kelly og Raini- ers fursta. Bæöi voru svolitiö feimin, en furstanum var vcrr viö ljósmyndarana, Grace Kelly var vön ljósmyndurum og lýöhylli. Hollywoodstjarna giftist þjóð- höfðingja — þótt rikið, sem hann bauð henni væri aðeins hálfur annar ferkilómetri að stærð. En þegar menn vita hve Amerikanar eru veikir fyrir bláu blóði, og hve stoltir þeir eru af dætrum sinum, sem gengur vel á giftingar- markaðinum i Evrópu, má slá þvi föstu að þetta var mesti sigur á þvi sviði siðan Wallis Simpson tuttugu árum áður vafði Játvarði VIII um fingur sér, og hann varð að afsala sér krúnunni hennar vegna. Rainier varð hinsvegar fastari i sessi eftir að hafa trúlof- azt dóttur framkvæmdamannsins frá Filadelfiu. Eftir að trúlofunin var um garð gengin lá Rainier ekkert á að fara heim til Mónakó. Hann fór með unnustunni til Hollywood og var viðstaddur þegar hún lék sitt sið- asta hlutverk. Og ef Mónakóbúar vildu sjá hana urðu þeir að fara i bió.þvi aldrei var rætt um trúlof- unarheimsókn. Það eru aðeins 20 ár siðan þetta var, en fjarlægðin milli Bandarikjanna og Evrópu var meiri en nú er. Flestir fóru sjóleiðina, og það tók sinn tima. Það var ekki fyrr en mánuði fyrir brúðkaupið að Rainier fór að hugsa til heimferðar. Undirbún- ingur var i fullum gangi, og meðan furstinn var á heimleið um borð i lúxusskipinu France gat daglega að lesa frásagnir um viðbúnaðinn i dvergrikinu. Auk þess var skrifað að Rainier hefði fyrst beðið Marilyn Monroe, en hún hefði heldur viljað vera drottning i Hollywood en fursta- frú i Mónakó. Hvort þetta var satt eða logið skal látið ósagt hvorug- ur aðilinn gerði að játa þvi eða neita. Allt bendir raunar til, að Rainier hafi um þetta leyti ekki verið i skapi til að staðfesta eða neita einu eða neinu. Hann var greinilega þreyttur á blaðamönn- um og gerði sitt bezta til að eyöileggja hið góða samband við fréttamenn, sem skapazt hafði i upphafi Bandarikjadvalar hans. Fyrsta sem bar fyrir hann i franskri grund var, að hann keyrði á ofsahraða og stakk af blaöamenn, sem biðu hans i Cher- bourg. Og hann varð ekki mýkri á manninn eftir að hafa lesið i blöð- unum frásagnir um hvilikur öku- fantur hann væri. Siðustu vikurn- ar fyrir brúðkaupið var rikjandi styrjaldarástand milli furstans og blaðafólksins sem komið var til Mónakó til að skýra frá viðburðunum. Það var raunar margt, sem farið gat i skapið á ungum þjóð- höfðingja, sem var að fara að gifta sig. I ljós kom að fölsuð aðgangskort að dómkirkjunni voru seld i Mónakó. Farúk Egyptalandskonungur kom skyndilega óboðinn — en egypzka stjórnin hafði lika sent opinberan fulltrúa i brúðkaupið. Og það versta var, að þáverandi frú Onassis Tina kom á snekkju sinni. Og hin glæsta Christina vakti mikla athygli i höfninni i Monte Carlo, svo snekkja furstans De Juvante hvarf f skuggann og virt- ist aðeins leikfangaskip, þar sem hún lá fyrir akkeri við hlið Christinu. Slikt varö til að styrkja orðróminn um, að sá sem i raun og veru rikti i Monaco væri Onassis en ekki Rainier! Hattur á stærð við mylluhjól Meðan Rainier lokaði sig inni i varð svo ekki. Grace Kelly og fjölskylda hennar fóru af Constitution um borð i snekkju furstans og hún lagðist að bryggju á tilsettum tima kl. 11. En siðan gerðist ekkert i langan, langan tima. Allur hópurinn hélt kyrru fyrir undir þiljum og næst- um klukkustund leið áður en hann gekk á land. Skiljanlegt að fólk yrði óþolinmótt, og að blistur heyröust frá mannsöfnuðinum á bryggjunni. Svo þegar hin verðandi fursta- frú birtist tilvonandi þegnum sin- um á landganginum var hún með hatt, sem var eins stór og myllu- hjól! Sennilega hefur enginn munaðeftir þvi, að fyrsta boðorð um höfuðföt kóngafólks er að þau skyggi ekki á andlit þess sem þau ber. Þa eina, sem þúsundir Monakóbúa fengu að sjá þenna morgun var hvitur hattur og blá kápa, aðeins þeirsemnæ6tir stóðu sáu andlit hennar. Þetta voru fyrstu vonbrigðin — vonbrigði númer tvö voru að Rainier skyldi ekki kyssa unnustu sina i augsýn fólksins. Og þriðju vonbrigðin voru að ekið skyldi frá höfninni til hallarinnar i lokuðum.bil. Þar að auki voru Rainier og Grace spör á að koma fram á svalir hallárinnar i fyrsta sinn eftir að þangað kom — þ.e.a.s. mönnum virtist hún gjarnan hafa viljað standa þar og veifa til fjöldans nokkra hrið, en allir sáu hvernig hann dró hana i burtu eftir stutta stund. Næsta dag var rigning, og siöan rigndi næstum álveg fram að brúðkaupinu. Hjónaefnin sátu i höllinni og töluðu um framtiðina, og segja má að drægi úr hátiða- skapinu, sem rikt hafði i dverg- rikinu. Eða kannski voru það bara aðkom ublaðamennirnir 1100, sem sögðu svo vera af þvi að þeir höfðu ekki aðrar fréttir! Tveggja daga brúðkaup Brúðkaupið fór þó fram sam- Framhald á bls. 23. Þrjú börn fæddust I röð og furstafrúin stjórnar þeim og manni slnum styrkri hendi. Þessi mynd var tek- in i höll Charlottu prinsessu, Le Chateau de Marshais í Ardennafjöllum. höll sinni siðustu vikurnar fyrir brúðkaupið var Grace Kelly, fjölskylda hennar og brúðkaups- gestir á leið yfir Atlantshaf um borð i bandariska skipinu Constitution. Skipið kom við i spænskri höfn og fréttamenn um borð sendu frásagnir um hve elskuleg og indæl brúðurin verðandi, hefði verið á leiðinni. Eftirvæntingin jókst i Monakó, bandariskir ferðamenn og 1100 blaðamenn börðust um hótelplássin i Monte Carlo. Þjóðarráðið hafði samþykkt að verja nokkrum tugum milljóna króna i útgjöld vegna brúðkaupsins, borgin var skreytt 16 kilómetrum af blómsveigum i rauöum og hvitum litum, þjóðin gaf brúðhjónunum Rolls Royce og demantahálsband. Meðal brúðar- gjafanna var sigarettukassi úr gulli með áletrun úr demöntum — litill minjagripur frá hinum steinrika AgaKhan III og frú hans Begum, nágrönnum og góðum vinum Rainier. 12. april 1956 nákvæmlega viku fyrir brúðkaupið steig brúðurin á land i Monakó. Rainier fursti sigldi á móti Constitution á Deo Juvante.sólskeiniheiði, hundruð þúsunda fána blöktu i höfuðborginni, allir ibúar Mónakó fylgdust með, og yfir öllu saman sveimuðu þrjár einkaflugvélar Onassis ásamt öllum flugher Monakó, sem raunar var aðeins ein þyrla. Landgangan skyldi vera fullkomin. Ein af einhverjum ástæðum Ótryggð hey eru alvarleg ógnun við rekstraröryggi hvers*bús, eins og kostnaðarverð vetrarforða er orðið, Samvinnutryggingar bjóða nú tryggingu gegn brunatjóni á heyjum og búfé með hagkvæmari kjörum en áður hafa þekkst. Við minnum því bændur á að sinna þessu mikilvæga máli sem fyrst, og senda þátttökutilkynningar sínar. ÁRMÚLA 3 SiMI 38500

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.