Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 20
TtMINN Sunntidagur 31. ágúst 1975. Sunnudagur 31. ágúst 1975. HMINN 21 2L ARNI ÞÓRÐARSON, fyrrum skólastjóri Hagaskólans i Reykjavik, hefur lengi kunnað vel að meta þau gæði, sem öðlazt má undir beru lofti. Hvort sem hann fer um nágrenni Reykjavikur eða riður Sprengisand, er hugur hans opinn fyrir þvi, sem á vegi hans verður. Hér er nú Arni til okkar kominn og ætlar að spjalla við lesendur Timans um útilif. Núpsvötn riðin Ljósm. Páll Jónsson Skólaferöalög og leiösögn — Fyrstu spurningunni er ef til vill dálitið vandsvarað, Arni: Hvers vegna hneigðist hugur þinn að útveru? — Fyrst skal taka fram, að fátt er til frama að telja i ferða- mennsku, þótt útilif og feröalög hafi jafnan veriö mér hugleikin. Ég ólst upp við útilif, eins og aðrir sveitamenn, þvi að ég er sveita- maður i húð og hár og vandist frá bernsku hinum hefðbundnu sveitastörfum, eins og þau gerð- ust þá. Siðar meir atvikaðist það svo, að lifsstarf mitt varð kennsla og skólastjórn, og upp frá þvi hlaut ég að vinna inni, að minnsta kosti að vetrinum, en sannast sagna hafa innisetur aldrei hentað mér vel, og ég fann það snemma, að ég varð að bæta mér það upp með útiveru, hvenær sem ástæður leyfðu og á hvaða tima árs sem var. Eftir að ég var orðinn kennari, fór ég oft á skiði með nemendum minum að vetrinum, og um langt árabil fór ég með þeim i ferðalög á vorin, þegar vorpróf voru úti. Oftast var þá ferðinni heitið aust- ur um Suðurland, einkum austur undir Eyjafjöll og austur á Siðu. Þetta voru dýrlegar ferðir. Venjulega voru þær farnar i mai- lok, einmitt um það leyti, sem gróður var litill hér vestan heið- ar, en undir Eyjafjöllum vorar miklu fyrr en hér. Þar voru túnin orðin græn, ær með lömb sin og hryssur með folöld i kringum bæ- ina, og farfuglarnir komnir. Við „sóttum vorið” og öðluðumst hlutdeild i gleði þess með þvi að fara þessar ferðir, og þær urðu okkur öllum dýrmætar, mér ekki siður en nemendum minum. — Löngu seinna hafa sumir þessara nemenda talað við mig um gömlu skólaferðalögin okkar og minnt mig á ýmis atvik, sem þeim eru tengd. Arni Þóröarson mestan hluta ársins. Einkum knýr þetta menn til þess aö vera úti með hestum sinum að vetrin- um til þess að iðka þá og þjálfa, og sjálfa sig reyndar um leið. Þá eru farnar ferðir um nágrenni borgarinnar, sem eru mátulega langar til þess að vera bæði mönnum og skepnum til hressingar, upplyftingar, og — ég leyfi mér að segja — sálubótar. Mestar veröa þó samvistirnar við hestinn að sumrinu, einkum hjá þeim sem iðka lengar ferðir um landið á hestum sinum, bæöi um byggðir og óbyggðir. Skaftfellsku vötnin riðin — Ilefur þú kannski lagt stund á slikar langferðir? — Við höfum haft það fyrir venju um árabil, nokkur hópur, konur og karlar, að fara alllangar ferðir um landið á hestum, og þá oftast i óbyggðum. Við höfum rið- ið Kjöl, Sprengisand, Fjallabaks- leið, og fyrir fáum árum riðum við austur i öræfi, rétt áður en vötnin þau hin ströngu voru brúuð austur þar. Mér þótti afarvænt um að koma þessu i verk og fá tækifæri til þess að fara á hestum um hin undr.afögru héruð Rangárvalla- og Skaftafells- sýslna, og þá ekki sizt að fá að riða skaftfellsku vötnin, sem ég hafðisvo mikið heyrt og lesið um. Vist er það rétt, að þau sýnast ekki árennileg ókunnugum kaup- staðarbúum, en með leiðsögn ágætra og þaulkunnugra manna tókst þetta allt vel. Við riðum Kúðafljót og vötnin á Skeiðarár- sandi, þar á meðal sjálfa Skeiðará. Að koma að Skaftafelli riðandi er ógleymanlegt hverjum manni. Þá er hægt að fara inn i Morsár- dal og Bæjarstaðaskóg og alla — Fylgdu svo ekki önnur ferða- lög I kjölfarið? — Óhætt er að segja það. Eins og alkunnugt er, þurftu kennarar löngum að sjá sér fyrir einhverri sumaratvinnu. Ég var svo hepp- inn að fá aö vera fararstjóri hjá Ferðafélagi tslands i allmörg sumur. Var þá bæði ferðazt um Suðurland og norður og austur á land. A vissan hátt má segja, að þessi vorferðalög hafi komið mér á sporið, það er að segja aukið löngun mina til þess að koma sem viðast og kynnast landinu sem bezt. Eftir að ég var orðinn skóla- stjóri, féllu þessar ferðir niður. Starfið krafðist þess að ég sinnti þvi einnig meira og minna að sumrinu. Stóð svo um alllangt skeið. Ljósm. PáH Jónsson — Þegar svo er spurt, kemur mér fyrst i hug Sprengisandsleið. Ég hef verið svo heppinn að vera þar einungis i góðu veðri. Það er nú svo meö Sprengisand, eins og margar aðrar ferðaleiðir á landi hér, að það sem höfðar til ferða- mannsins er ekki aðeins landiö sem feröazt er um, heldur engu siður sagan, sem þvi er tengd. Hver fer svo um Sprengisand, — að minnsta kosti þegar „gamla leiðin” er farin — aö honum verði ekki hugsað til Fjalla-Eyvindar og Höllu? Hverjum dettur i hug að riða framhjá Eyvindarveri? Eða þá Tómasarhagi. Hver fer um án þess að honum detti Tómas Sæmundsson i hug og kvæði Jónasar Hallgrimssonar, Tómas- arhagi: „Veit ég áður hér áði / einkavinurinn minn / aldrei riður hann oftar / upp i fjallhagann sinn”? Og ekki hefur Sprengi- sandur látið Grim Thomsen ósnortinn, þegar hann kvað: „Riðum, riöum, og rekum yfir sandinn / rennur sól á bak við Arnarfell.” Nokkur vafi gefur leikið á þvi, að ráðlegt sé að fara Sprengisand með marga hesta vegna hagleys- is. Úr Nýjadal og norður að Mýri i Bárðardal munu vera niutiu til hundrað kilómetrar. Þegar hópurinn okkar fór þessa ferð, lentum við þó ekki i neinum erfið- leikum hvað þetta snerti, það var góð snöp fyrir hesta i nánd við Nýjadal, og þegar i Tómasarhaga kom, þar sem talið hefur verið að ekki væri lengur neinn hagi, var þó hægt að æja þar, hestum til nokkurs gagns. Siðan eru ekki hagar fyrr en kemur norður i Mjóadal, og enn er það fortiðin, sagan, sem leitar á hugann. Hér dvaldist Stephan G. Stephansson skömmu áður en hann fluttist af landi brott. Þessar stöðvar áttu þátt i þvi að knýta þau tryggðabönd hans við Island, sem aldrei rofnuðu, og hér, i landi Mjóadals, óx litla lynggreinin, sem Stephani var send vestur um haf, löngu eftir að hann var setzt- ur þar að, og snart svo hörpu hans, að hann orti annað eins kvæði og Lyng frá auðum æsku- stöðvum.: „Úrlautinni hennar er lengst upp að sól, / en laufgræn þó var hún i byl eftjr jól.” Það er áhrifarikt að koma af auðnum Sprengisands niður i Móadal, þar sem hann breiðir faðminn á móti vegfarandanum, gróinn og vinalegur. Þar er gott að koma, ekki sizt með svanga ferðahesta. Leiðin niður Mjóadal, að tsólfsvatni og niður að Mýri i Bárðardal, er ákaflega fögur og heillandi. — Þá get ég ekki heldur stillt mig um að minna á leiðina frá Stóruvöllum i Bárðardal, yfir OG GLEÐIGJAFI Ljósm. Guðmundur Hannesson Á skaftfellskum sandi Næst voru það blessaðir hestarnir... — En svo hcfur þú siðar tekið upp þráðinn aftur? -- Já, en nú var það hesta- mennskan, sem kom til sögunnar. Ég var svo heppinn, að frændi minn ágætur hér i Reykjavik átti nokkur hross, og hann bauð mér alloft á hestbak með sér. Þetta kom mér á bragðið. Senn kom að þvi að ég eignaðist hest sjálfur, og það er skjótt frá að segja, að sið- ustu fimmtán árin hafa það verið blessaðir hestarnir, sem mest og bezt hafa stuðlað að útivist minni og kynnum af landinu, en að visu á allt annan hátt og oftast á öðr- um stöðum en áður. — Nú finnst mörgum, sem alizt hafa upp i sveit, að erfitt sé eða næstum ógerlegt að njóta hesta og eiga þó heima i Reykjavik. Er þetta ef til vill ranglega ályktað? — Já, ég held að þetta sé al- rangt. Flestum hestaeigendum hér mun takast að njóta þeirra hafa notað hesta sina að staðaldri veturinn áður og allt að þeim tima, sem ferðin er farin, þá held ég menn taki það yfirleitt ekki nærri sér, þótt ein feröin gerist allmiklu lengri en hinar. Hitt er annað mál, að menn þurfa hvorki að fara á hestum sinum austur i Oræfi né norður yfir öræfi til þess að njóta sam- vistanna við islenzka náttúru og ánægjunnar sem þvi fylgir að ferðast á hestum. Ég hygg, að all- ir, sem hafa átt þess kost að fara slikar ferðir, langar eða stuttar, ljúki upp einum munni um það, að fátt eða ekkert hafi veitt þeim meiri unað og lifsfyllingu. And- lega og likamlega heilsubót. íjóska- sem farin er, austan Þjórsár eða útsýn vestan hennar. Gamla leiðin lá söræfi, vestan Þjórsár, upp Gnúpverja- larnar, afrétt, upp i Nauthaga og Arnar- og allt fell, þar austur yfir Þjórsárkvisl- lir það ar og inn á sjálfan Sprengisand- koma >nn, og sem leið liggur niður að afdali Mýri i Bárðardal. En hvor leiðin sem farin er, þá verður siðasta dagleiðin á hag- leysu, — frá efstu högum að sunn- an og þangað til kemur i fyrstu grös norðan fjalla — alltaf löng. Hjá þvi verður aldrei komizt. — En verða menn ekki þreyttir á svona löngum ferðalögum á hestum? — Ekki svo að menn ættu að fráfælast það, út af fyrir sig. Ef menn eru sæmilega þjálfaðir, Við þurfum hvorki að ríða austur í Oræfi né norður öræfi til þess að komast í snertingu við íslenzka náttúru, segir Arni Þórðarson í þessu viðtali Þarf ekki langferðir til... — Hversu lengi cru menn i óbyggðum með þvi að fara þessa leið á hcstum? — Ferðin er hægar fjórar dag- leiðir á milli byggða, hvor leiðin iðþessa löngu leið, frá Svinafelli i öræfum og vestur að Þrihyrningi, á jafnskömmum tima og Njála segir. Hann leggur af stað frá Svinafelli á sunnudagsmorgni og gerir ráð fyrir að vera kominn á Þrihyrningshálsa um miðaftan á mánudegi, en svo hnitmiðuð er ferðaáætlun hans, og svo vel stenzt hún, að hann er kominn þangað um nónbil, þrem timum fyrr en hann gerði ráð fyrir. Allar aðstæður eru þeim lika hagstæð- ar. Þetta er siðla sumars, þegar einna minnst er i vötnum, hver þeirra er með tvo til reiðar, og hefur vafalaust teymt lausa hest- inn, en ekki rekið, svo að ekki þyrfti að eltast við að ná lausu hestunum, þegar höfð voru hestaskipti i áfangastöðum. — Allt ber þetta vott um nákvæma og skynsamlega ferðaáætlun, enda mun það vera sammæli allra, sem farið hafa þessa leiö á hestum, að ferð Flosa og manna hans, eins og Njála lýsir henni, sé siður en svo nein fjarstæða hvað timalengdina snertir. leið að upptökum Skeiðarár, en þetta er varla unnt fyrir þá, sem ferðast á bilum, þvi að þessa leið verða þeir þá að fara gangandi. Það er að visu kleift, en erfitt, og þá þarf að vaða Morsá, en hún er bæði köld og ströng, og naumast hægt að telja hana hvers manns meðfæri. — Það hcfur ekki synt hjá ykk- ur i skaftfellsku vötnunum? — Nei, ekki varð það nú, en Kúðafljót er djúpt, og sérstaklega er hætt við „bleytu” i þvi, eins og Skaftfellingar kalla það, þegar um sandbleytu er að ræða. Þá er gjarna sagt, að á sé „blaut”. — Skeiðará er alitaf nokkuð vara- söm, og þvi miður gátum við ekki fengið fylgd austur yfir hana, en urðum að fara með Drekanum nafntogaða, sem þá var þar i för- um,‘og rákum hestana. Hins veg- ar kynntumst við ánni svo vel á austurleiðinni, að við gátum riðið hana, þegar við fórum til baka. För Flosa á Svínafelli — Datt ykkur ekki FIosi á Svinafelli i hug, þegar þið riðuð um þessar slóöir, þar sem hann hefur án efa beitt hesti sinum foröum ? — Jú, ekki verður þvi neitað. Að sjálfsögðu vorum við alveg á hans slóðum, og á vesturleið, þeg- ar við komum að Klaustri, lögð- um við upp á Klausturheiðina, upp hjá Skaftárdal, yfir Skaftá þar, og að efsta bæ i Skaftár- tungu, Búlandi. Ég hygg, að sérhver maður, sem fer um þessar slóðir á hesti, hljóti að minnast frásagnar Njáls sögu um ferð Flosa, þegar hann fór hina eftirminnilegu för. Eng- inn efi er á að Flosi hefur verið mikill ferðamaður, snjall farar- stjóri og stjórnandi, það leynir sér ekki á frásögninni. Ef til vill er þarna að finna fyrstu skráðu tilsögnina, sem islenzkir hesta- menn hafa fengið um það, hversu ferðast skuli á hestum. Flosi byrjar á þvi að brýna fyrir sam- ferðamönnum sinum að fara hægt af stað, og muni þeir þó ná nógu snemma i áfangastað. Hann skip- ar einnig svo fyrir, að allir skuli biða, ef einum dvelst. — Hér eru þær tvær gullvægu reglur, sem allir þeir er ferðast á hestum, þurfa að kunna og tileinka sér, hvort sem ferð þeirra er farin þúsund árunum fyrr eða siðar. Margir hafa dregið i efa, að Flosi og menn hans hafi getað rið- Leiðin norður yfir Sprengisand — En hvað um aðrar leiðir. sem þú hefur farið á hestum þinum? Við upptök Skeiðarár. Til Skaftafells sést eftir eystri farvegi árinnar Stóruvellir i Bárðardal Ljósm. Vigfús Sigurgeirsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.