Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 31. ágúst 1975. TÍMINN 23 O AAónakó kvæmt áætlun og stóð í tvo daga. Fyrst var borgaraleg vigsla 18. april i krýningarsalnum og siðan kirkjubrúðkaup i St. Nicholas dómkirkjunni i Monte Carlo daginn eftir. Og enginn fékk að vita hvort hjónaleysin töldu:. sig gift eða ekki gift nóttina milli brúðkaupsdaganna tveggja. 120 gestum var boðið til borgaralegu vigslunnar. 70 her- menn i skrautlegum einkennisbúningum með fjaðra- hatta og breiðar rauðar rendur á buxunum stóðu heiðursvörð. Grace Kelly kom til krýningar- salarins með foreldrum sinum, bróður og mágkonu, systur og mági. Rainier fursti var i fylgd móður sinnar, Charlottu prinsessu, föður sinum, Pierre prins, systur sinni og frænda. Hér er rétt að skjóta þvi inn að mjög óvenjulegt er að þjóðhöfðingi eigi báða foreldra á lifi, en það or- sakast af þvi að Rainier tók við krúnunni af móðurafa sinum Louis II, þvi að einkadóttir hans og móðir Rainiers hafði ekki erfðarétt. Borgarstjórinn i Monakó fram- kvæmdi borgaralegu athöfnina, en hann varð fyrst að biðja furstann leyfis að mega byrja vigsluna. „Leyfir hans hátign að ég hefji vigsluna?” spurði hann kurteislega, og svo heppilega vildi til að hann fékk leyfi til þess. Hann sneri sér fyrst að brúðunni: — Ungfrú Grace Patricia Kelly, viljið þér ganga að eiga hans hátign þjóðhöfðingja minn, Rainier III fursta, valdhafa i Monakó, sem hér stendur? Grace Kelly svaraði játandi á frönsku, og siðan gat borgar- stjórinn borið spurninguna upp við brúðgumann. Hann kaus að haga orðum sinum á þennan hátt: — Má ég náðarsamlegast spyrja, hvort yðar hátign samþykki að taka sér eiginkonu og löglegan maka, ungfrú Grace Patriciu Kelly, sem hér stendur? Rainer svaraði einnig játandi, og þar með var fyrsti hluti vigslunnar afstaðinn. Við þessa athöfn var Grace Kelly — eða var hún orðin furstafrú i Monakó? — klædd i rauða drakt með stuttum jakka og viðu pilsi. Ljóst hárið var greitt aftur, og i fréttunum stóð, að „hárgreiöslan hefði verið einföld og viðeigandi”. Borgaralega vigslan var stutt og fór nánast fram i kyrrþey. Kirkjubrúðkaupiö daginn eftir var hinsvegar andstæðan. Brúðhjónin og gestirnir fóru i prósessiu frá höllinni til kirkjunnar, og stæði meðfram leiðinni sem farin var, gengu kaupum og sölum fyrir stórfé. I þetta sinn ók brúðurin i opnum bil I fylgd með föður sinum, John B. Kelly, og hafnarstjóranum i Monakó. Brúðarkjóllinn var úr filabeinslitu silki með knipling- um, sem sagðir voru frá Madeira. Og enginn annar en fulltrúi páfans var kominn frá Paris til Mónakó til að gefa hjónaleysin saman. Fjölgað hafði verið i lög- reglunni i Monakó um 165 manns,' sem voru á launum við að halda hrifnum Mónakóbúum i hæfilegri fjarlægð. Þvi þótt ýmsir hefðu verið svolitið súrur og óþolin- móðir siðustu vikuna, voru allir nú glaðir. Og brúðguminn andaði léttar. — Tveir dagar i viðbót, og ég hefði orðið vitlaus, sagði hann við vin sinn, þegar öllu tilstandinu var loksins lokið. Sjóveik brúður Meðan Mónakóbúar héldu brúðkaupið hátiðlegt með dansi á götunum og flugeldasýningum fyrir hundruð þúsunda, fóru nýgiftu hjónin i brúðkaupsferð á snekkjunni Deo Juvante. Afanga- staður var ókunnúr, það eina sem menn vissu var að brúðurin vildi ekki verja hveitibrauðsdögunum i villu furstans i Cap Ferrat á Rivierunni — þvi sagt var, að þar hefðufyrri vinkonur furstans verið i heimsókn áður. Deo Júvante lagði þvi úr höfn til ókunns ákvörðunarstaðar —• en næsta morgun lá snekkjan fyrir akker- um i höfninni i Ailla Franche! I ljós kom, að brúðurin var ekki sjóhraust, og þegar hvessti, taldi furstinn ráðlegastað leita hafnar. Siðan varð hljótt um þessi rómantiskustu brúðhjón sjötta áratugsins — en ekki mjög lengi. Bráðlega kom i Ijós, að fursta- frúin var vanfær, og þar með var tilgangi Mónakóbúa náð. I janúar árið eftir fæddist Caroline Louise Marguerite, ári seinna kom Albert Alexandre Louis Pierre, rikisarfinn og nokkrum árum siðar stækkaði fjölskyldan enn, þegar litla prinsessan Stephanie Marie Elisabeth fæddist. Kvikmy ndastjarnan hefur gengizt upp i þvi af amerikönsk- um krafti að gegna hlutverki furstafrúar sem bezt, og allt bendir til að hún stjórni bæði Rainier, börnunum og fursta- dæminu eð styrkri og ákveðinni hendi. En hvað hefði orðið.ef hún hefði ekki farið á kvikmyndahátiðina i Cannes 1955? Prjónakonur Kaupum handprjónaðar lopapeysur. Nýhækkað verð. Móttaka kl. 9-12 og 1-4 i verzluninni, Þing- holtsstræti 2, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga og á miðviku- dögum að Nýbýlavegi 6, Kópavogi. Álafoss h.f. Fró Tónlistarskólanum í Reykjavík Tónlistarskólinn i Reykjavik tekur til starfa i byrjun október. Umsóknarfrestur um skólavist er til 10. september og eru umsóknareyðublöð af- hent i Hljóðfæraverzlun Poul Bernburg, Vitastig 10. Upplýsingar um nám og inn- tökuskilyrði eru gefnar á skrifstofu skól- ans. Inntökupróf verða sem hér segir: í tónmenntarkennaradeild fimmtudaginn 25. september kl. 2. 1 undirbúningsdeild kennaradeilda sama dag kl. 5 siðdegis. í pianódeild föstudaginn 26. september kl. 2. í allar aðrar deildir sama dag kl. 5 sið- degis. Skólastjóri. Veizlusalir Hötels Loftleiöa standa öllum opnir HOTEL LOFTLEIDIR ZDIYIBI Töf raborðið fyrir allt og ekkert ZOMBI er sófaboró. ZOMBI er sjónvarpsborö. ZOMBI er reykborð. ZOMBI er hljómtækjaborð. ZOMBI er morgunverðarborð. ZOMBI er skrautborð. ZOMBI erá hjólum. ZOMBI ER ALLT. Fæst í teak, Ijósri og dökkri eik (wenge lituð). UTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Sigöeirsson hf. J L Húsið Híbýlaprýði Dúna Akranes: Verzl. Bjarg Borgarnes: Verzl. Stjarnan Bolungarvík: Verzl. Virkinn, Bernódus Halldórsson Siglufjörður: Bólsturgerðin Akureyri: Húsavík: Selfoss: Keflavík: Augsýn hf. Hlynur sf. Kjörhúsgögn Garðarshójmi hf. HIJSGAGNAVERKSMIÐJA KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Heykjavik simi 23870

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.