Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 24

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 31. ágúst 1975. LÖGREGLUHATARINN eftir 5 Ed McBaines — Hún er þegar búin að því. — Hún getur það SAAAT EKKI. Ég er raunverulegur einstaklingur. Það má ekki skíra einhverja sögupersónu eftir lifandi manneskju... AAeyer glotti og leit tro- tryggnislega á Carella, — Þú ert ekki að narrast að mér? — Nei. AAér er eiður sær. — Á þessi sögupersóna að vera lögreglumaður? — Nei. Ég'held hann sé kennari. — Kennari? Ja, guð á himnum.... — Háskólakennari. — Hún getur ekki gert þetta. Er hann annars köllótt- ur? — Ég veit það ekki. Stuttur og þunglamalegur, sagði í blaðadómnum. — STUTTUR OG ÞUNGLAAAALEGUR? Hún getur alls ekki bendlað mitt nafn við stutta og þunglamalega sögupersónu. Ég fer í meiðyrðamál við hana. — Það er þitt mál, sagði Carella. — Heldur þú kannski að ég geri það ekki? Hver gaf djöfuls bókina út? — Dutton-forlagið. — Gott og vel, sagði AAeyer. Hann tók bréfsnepil úr brjóstvasa sínum og hripaði eitthvað í skyndi á drif- hvítán pappírinn. Hann misstf snepilinn, bölvaði og tók hann upp, stakk honum svo i vasann. Svo leit hann á Car- ella og sagði: — Þegar allt kemur til alls, þá er ég þó upprunalegri en þessi sögupersóna. önnur símhringingin kom kl. tíu mínútur yfir ellefu þetta sama kvöld. Bert Kling leynilögreglumaður svar- aði í símann, þar eð hann var á simavakt. Áður en AAeyer fór he'im, hafði hann sagt Kling frá fyrri hringingunni. — Lögreglusveit 87, Kling leynilögreglumaður talar. — Nú hafið þið áreiðanlega komizt að þeirri niður- stöðu, að ég ségabbari, sagði mannröddin. ÉG ER ÞAÐ EKKI. — Hver er þetta, spurði Kling, um leið og hann pataði í átt til Haws, sem tók upp aukasímtól. — AAér er f úlasta alvara með það sem ég sagði ykkur. Cowper lögregluf ulltrúi verður skotinn til bana einhvern tíma annað kvöld, nema ég fái fimm þúsund dollara fyrir hádegi. Hér eru skilmálarnir og afhendingarmát- inn. Ertu með blýant við höndina? Þýðandi Haraldur Blöndal - — Hvers vegns valdir þú okkur, maður minn, spurði Kling. — Viðkvæmnisástæður, svaraði maðurinn.... Kling þóttist geta bölvað sér upp á að hann brosti sin megin tólsins.... — Ertu reiðubúinn með blað og blýant? — Hvar heldur þú að við getum náð í fimm þúsund dollara? . — Það er algerlega ykkar vandi, sagði maðurinn. AAITT vandamál er að myrða Cowper, ef þið svikist um að afhenda greiðsluna. Viltu frá upplýsingarnar? — Láttu mig heyra, sagði Kling og gaut augunum í átt til Haws, sem sat í kút við hinn símann. Haws kinkaði kolli. — Ég vil fá peningana í eins dollars seðlum. Ég þarf varla aðtaka það fram, að þeir mega ekki vera merktir. — Veiztu hvaðf járkúgun er, lagsi, spurði King skyndi- lega. — Ég veit það, sagði maðurinn. Reyndu ekki að halda mér í símanum. Ég legg tólið á, löngu áður en þér tekst að rekja símtalið. — Veiztu hvaða refsing liggur við fjárkúgun, spurði Kling. I sömu andrá lagði maðurinn tólið á. — Bölvaður tíkarsonurinn, sgði Kling. — Hann hringir aftur. Þá verðum við reiðubúnir, sagði Haws. — Við getum ekki rakið símtal í sjálfsala hvort eð er. — Það má reyna. — Hvað sagði hann? — Viðkvæmnisástæður. — Það heyrðist mér líka. Hvað á hann við með þVí? — Það veit ég ekki, sagði Haws og gekk aftur að skrif- borðinu sínu. Þar hafði hann breitt pappírsþurrku yfir hlífðardúkinn. Hann var í miðju kaf i við að drekka te úr plastglasi og maulaði ostasamloku, þegar siminn hringdi. Haws var stórvaxinn maður, sex fet og tveir þumlungar á hæð, um hundrað kíló á þyngd — og var ekki laust við að umframkólóin íþyngdu honum nokkuð. Hann var bláeygur, hvass í andliti og nokkuð holgóma. Hárið var rautt — utan lokkur yfir enninu. Þar hafði hann einu sinni fengið hnífsstungu. Er sárið greri, grán- aði hárið og varð að lokum snjóhvítt á þessum eina stað. Nef ið var hvasst og óbrotið. AAunnsvipurinn var laglegur og neðri vörin ögn þykkari en sú efri. Þar sem hann sat nú þarna og drakk teið sitt og maulaði brauðsneiðina, minnti hann einna helzt á hvalskipstjórann f ræga, Ahab, I i 3 ' é. Já,en það eru1 margir . klukkutimar á eftir i þvi. U f Ef mamma \ gefur mér nýtt úr, þá mátt þú eiga \ þetta gamla. J *■' . 'V' J ' , ■'V v i;fí5 ; ■■e ' ' 1-0Í..X . m Sunnudagur 31. ágúst 8.00 Morgunandakt. Herra Sigurbjörn Einarsson bisk- up flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. 9.00Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Fantasia eftir Vincent Lubeck um sálmalagið „Jesú Kristi, þig kalla ég á”, Michel Chapuis leikur á orgel. b. Ensk svita nr. 5 i e-moll eftir Johann Sebastian Bach, Ilse og Ni- colas Alfonso leika á gftara. c. Sinfónia nr. 1 í Es-dúr fyr- ir blásturshljóðfæri eftir Jo- hann Christian Bach. Blás- arasveit Lundúna leikur, Jack Brymer stjórnar. d. Verk eftir Jenö Hubay og Georges Enesco. Aaron Rosand og Sinfóniuhljóm- sveit útvarpsins i Luxem- burg leika, Siegfried Köhler stjómar. e. Pianókonsert nr. 3 i c-moll op. 37 eftir Ludwig van Beethoven. Vladimir Ashkenazy og Sin- fóniuhljómsveitin i Chicago leika, Georg Solti stjórnar. 11.00 Mcssa í Miklabæjar- kirkju i Skagafirði. Prestur: Séra Sigfús Jón Arnason. Organleikari, Jóhanna Sig- rið’ur Sigurðardóttir. (Hljóðritun frá 17. þ.m.) 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Minir dagar og annarra. Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli spjallar við hlustendur. 13.40 Harmonikulög. Heinz og Gunther leika með félögum. 14.00 Frægðarför til Brussel. Sigurður Sigurðsson rifjar upp afrek islenzkra frjáls- iþróttamanna á Evrópumóti fyrir 25 árum og ræðir við Gunnar Huseby, Torfa Bryngeirsson og örn Clau- sen. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátíðinni i Salz- burg. Mozart-tónleikar 27. júli sl. Flytjendur, Mozarte- um-hljómsveitin, Helen Donath sópransöngkona og Jean Bernard Pommier pianóleikari. Stjórnandi Friedmann Layer. a. Sin- fónia i D-dúr (K 84). b. Konsert i Es-dúr fyrir pfanó og hljómsveit (K 449). c. Konsertariur. d. Sinfónia i g-moll (K 183). 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.15 Barnatimi: Eirikur Stef- ánsson stjórnar. „Góða tungl”. Þrjár tiu ára telpur: Halla Norland, Helga Jó- hannsdóttir og Jóhanna Harpa Arnadóttir flytja ásamt stjórnanda ýmislegt efni um tunglið. 18.00 Stundarkorn með Martti Talvela, sem syngur lög eft- ir Robert Schumann. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Til umræðu: Framtið Grjótaþorpsins i Reykjavík. Stjórnandi: Baldur Krist- jánsson. Nokkrir Reykvik- ingar lýsa skoðun sinni á málinu. 20.00 islenzk tónlist:a. Pianó- sónata nr. 2 eftir Hallgrim Helgason. Guðmundur Jónsson leikur. b. „Epitafi- on” eftir Jón Nordal. Sin- fóniuhljómsveit islands leikur, Karsten Andersen st jórnar. 20.30 Einbúinn. Brot úr ævi Stephans G. Stephanssonar. — Fjórði og siðasti þáttur. Gils Guðmundsson tók sam- an. Flytjendur auk hans: Dr. Broddi Jóhannesson, Óskar Halldórsson og Sveinn Skorri Höskuldsson. 21.15 Kórsöngur. Árnesinga- kórinn i Reykjavik syngur lög eftir Sigfús Einarsson,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.