Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 31. ágúst 1975. FERÐ GLIMU- MANNA TIL KANADA Glíman vakti Þeir tóku þátt I Kanada-ferð gllmumanna. Taliö frá vinstri: Þorsteinn Einarsson gilmustjóri, Gunnar R. Ingvarsson, Hjálmur Sigurösson, Þorvaldur Þorsteinsson, Óskar Valdimarsson, Sigurjón Leifsson, Halldór Konráösson, Ingi Yngvason, Guömundur Freyr Halldórsson, Eirikur Þorsteinsson.Pétur Yngvason, Haukur Valtýsson, Guömundur ólafsson, ólafur Guölaugsson Ifararstjórnog Kjartan BergmannGuöjónsson, formaöur G.L.l. mikla hrifningu að KJARTAN BERGMANN, for- inaður G.L.Í., sést hér afhenda Stefáni Stefánssyni, forseta Þjóöræknisfélags V-lslendinga, boröfána sambandsins. Fyrir aft- an þá sést Þorsteinn Einarsson. — Feröin heppnaðist í alla staði mjög vel og mót- tökurnar voru framúr- skarandi/ sagði Kjartan Bergmann Guðjónsson, formaður Glímusambands islands, um Kanda-ferð glímumanna. En glímu- flokkur á vegum G.L.Í. fór til Kanada til að taka þátt í hátíðahöldum i Gimli í Manitoba í tilefni 100 ára búsetu íslendinga í Kan- ada. Flokkinn skipuðu 12 glimumenn, auk þjálfara og fararstjóra. Glimuflokkurinn sýndi þrisvar sinnum að Gimli, dana 2—4 ágúst, en hátiðahöldin fór fram mánu- daginn 4. ágúst. En eftir það var för glimumannanna þannig i stór- um dráttum: Dagana 5. og 6. ágúst dvöldu glimumennirnir um kyrrt i Gimli. Fimmtudaginn 7. ágúst var haldið áleiðis til Markerville I Albertafylki. A þeirri leið voru Glimumenn sjást hér meö fána islands, þegar tslendingadaturinn var settur I Gimli. Þetta er sami fáninn og blakti á Þingvölium, þegar islcndingar héldu upp á 1100 ára afmæli islandsbyggöar. Glimumenn fóru meö fánann til Kanada, þar sem hann var notaöur viö hátlöa- höldin þar. Gimli haldnar þrjár glimusýningar. Hin fyrsta var i Swan River 7. ágúst og sú næsta 8. ágúst i Saskatoon. Að kvöldi 9. ágúst kom flokkur- inn til Markerville, heimkynna Stephans G. Stephanssonar skálds, en daginn eftir, 10. ágúst, var efnt þar til veglegra hátiða- halda er hús skáldsins var frið- lýst. Einn þáttur i hátiðar- dagskránni var glimusýning islenzka flokksins. Daginn eftir, 11. ágúst, var haldið til Edmonton og sýnt þar. öllum þessum glimusýningum stjórnaði Þorsteinn Einarsson iþróttafulltrúi, sem verið hafð. þjálfari flokksins og einnig farar- stjóri. Hann yfirgaf nú flokkinn eins og áður hafði verið ákveðið og hélt til Bandarikjanna. Einnig hvarf þá úr hópnum Valdimar Óskarsson, sem veitt hafði honum ómetanlega aðstoð við undirbún- ing fararinnar og i ferðinni sjálfri. Við stjórn glimusýninga tók Kjartan Bergmann Guðjóns- son en fararstjórn annaðist Ólaf- ur Guðlaugsson. Dagana 12,—15. ágúst skoraði hópurinn sig um i Klettafjöllum. Glimusýning var haldin i Regina 16. ágúst og daginn eftir i Glenboro. Þaðan var haldið til Winnipeg og þar dvaldist glimu- flokkurinn fram til 21. ágúst er haldið var aftur heim. Allar þessar glimusýningar tókust vel og vöktu mikla athygli meðal Vestur-Islendinga sem lita á glimuna sem þjóðariþrótt Islendinga. öllum þeim aðilum, sem á einn eða annan hátt stuðluðu að þvi, að af þessari ógleymanlegu ferð gat orðið, færir Glimusambandið sinar beztu þakkir. Vestur-Islendingar fögnuðu glimumönnum hvarvetna af svo frábærri hlýju og rausn að þvi mun enginn þeirra gleyma. Glimusýningar islenzku glimukappanna vöktu geysilega athygli i Kanada. Hér á myndinni sjást þeir sýna á is- lendingadaginn i Gimli. (Timamyndir G.E.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.