Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 40

Tíminn - 31.08.1975, Blaðsíða 40
SÍMI12E34 HERRA EARÐURINN A-QALSTRÆTI9 SÍS-FÓIHJR SUNDAHÖFN fyrirgóéan nmt $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS 30 ÁRA AFMÆLI Afmælishóf Stéttarsambands bænda á Laugarvatni JG-Laugarvatni Aðalfundur Stéttarsambands bænda stendur yfir um helgina að Laugarvatni. Á föstudagskvöld var fulltrúum og ýmsum gestum boöið til veizlu, sem haldin var i tilefni af 30 ára afmæli sam- bandsins, en það var einmitt stofnað á Laugarvatni fyrir 30 ár- um. Mikill fjöldi frægra búfræðinga, bænda og forystumanna i land- búnaði sat fagnaðinn á Laugar- vatni, en þangað hafði m.a. verið boðið öllum þeim, er sátu stofn- fundinn eða i fyrstu stjórn Stétta- sambandsins. Meðal gesta voru landbúnaðar- ráðherra, Halldór E. Sigurðsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, Ásgeir Bjamason forseti alþingis og for- maður Búnaðarfélags Islands og dr. Halldór Pálsson, búnaðar- málastjóri. Veizlustjóri var Gunnar Guð- bjartsson formaður Stéttarsam- bands bænda. Fagnaðurinn fór vel fram og voru margar ræður fluttar. Timinn birtir nokkrar myndir frá afmælishófinu. Asthildur Teitsdóttir, Halldór E. Sigurðsson, iandbúnaðarráðherra, ásamt hjónunum Stefáni Jasonar syni og Guðfinnu Guðmundsdóttur. Við háborðið. Talið frá vinstri, Ánna M. Þorkelsdóttir og maður hennar Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra. Þá Margrét Gisla- dóttir, kona landbúnaðarráðherra, og Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambandsinsog kona hans Asthildur Teitsdóttir. Við iangborðið. A myndinni má þekkja Ingimund Asgeirsson, og frú Ingibjörgu konu hans. dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóra og konu hans Sigriði Klemensdóttur. Tveir útvarpsmenn, þeir Gisli Kristjánsson, ritstjóri og Jón Sigur- björnsson, yfirmagnaravörður rikisútvarpsins. Bjarni Helgason, Uppsölum, Skagafirði, Sigurður Snorrason, Gilsbakka, ásamt Steinþóri á Hala, bróð- ur Þorbergs Þórðarsonar. Við hliðSteinþórs er Pétur Jónsson, Egilsstöðum. Séra Gunnar Arnason, Hannes Jónsson, Hvammstanga, Þórarinn Helgason, Þykkvabæ Landbroti og Helgi Benónisson, Vestmannaeyj- um. Gegn „valdstjórninni” sátu þeir Jón Helgason, alþingismaður á Seglbúðum og hinn frægi bóndi úr Laxárdalnum, Hermóður Guð- mundsson. Frá veizlunni. t forgrunni er Helgi Hrafn Traustason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki. Viðlangborðið má þekkja Hjalta Björnsson framkvæmdastjóra Búnaðars. Suðurlands, Jónas Jónsson, ritstjóra Freys. Erlend Arnason og frú og Eggert ólafsson, Laxár- dal i Þistilfirði. Helgi Benónisson, Benedikt Grimsson og Einar ólafsson I Lækjarhvammi ásamt Sig- rúnu Ingólfsdóttur, ekkju Kristjáns Karlssonar, skólastjóra á Hólum. Við borðendann situr Guðmundur Ingi, skáld á Kirkjubóli. Konuna við hlið hans kunnum við ekki að nafngreina, en hún mun vera systir Hannesar Jónssonar á Hvammstanga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.