Tíminn - 02.09.1975, Side 1

Tíminn - 02.09.1975, Side 1
Ovenju mörg gjaldþrot hér á landi A ÍSLANDI eru kveðnir upp óvenju margir gjaldþrotaúr- skurðir, þegar miðað er við önnur Norðurlönd, og óvenju mörgum gjaldþrotaskiptum lýkur svo, að engar eignir koma fram. Þetta eru meginniðurstöður af könnun, sem Eirikur Tómasson, lögfræðingur, gerði i sumar fyrir Lagastofnun Háskólans. Þá leiddi könnun þessi i ljós, að stöðugt sigur á ógæfuhliðina með það hve litið fæst upp i almennar kröfur i þeim fáu tilvikum, sem einhverjar eignir reynast vera fyrir hendi. m---------------► O Gsal-Reykjavik — Banaslys varð að Sigriðarstöðum i Vestur-Hópi á laugardag, er tiu ára gömul bandarisk stúlka, sem þar var gestkomandi, féll af hestbaki og dróst með hestinum langan veg. Hlaut stúlkan mjög alvarleg meiðsl og lézt á sjúkrahúsi þá um kvöldið. FRUMATHUGANIR A VIRKJUN SKAFTÁR OG HVERFISFLJÓTS einn farveg, en það eru ekki talin mikil vandkvæði á því, enda vatnaskil fljótanna mjög óljós, sagði Haukur. Skaftá og Hverfisfljót koma undan vesturhluta Vatnajökuls, Skaftárjökli og Siðujökli og að sögn Hauks yrði sjálfur virkjun- arstaðurinn ekki langt frá byggðu bóli. Haukur sagði að fyrir nokkrum árum hefði komið upp sú hug- mynd, að veita Skaftá yfir i Tungná, og hefði sú hugmynd þótt mjög álitleg i byrjun. Hins vegar hefði komið i ljós við kortlagningu af hluta svæðisins, að landið var heldur i lægra lagi til að þessi áform gætu talizt heppileg, sér- staklega var landið Skaftármegin þaðlágt, að ljóst var að það yrði erfiðleikum bundið að veita ánni yfir i farveg Tungnár. — Eftir að þessari hugmynd hafði verið kollvarpað hófum við aftur að hugsa um virkjunar- möguleika i einum farvegi, Skaft- ár- og Hverfisfljóts og nú er álitið að sú hugmynd sé öllu hagkvæm- ari en sú, að veita Skaftá yfir i Tungná. Hins vegar er þessi at- hugun á algjöru frumstigi og hvert atriði iþessu sambandi afar óljóst. Haukur Tómasson sagði að- spurður að Skaftá- Hverfisfljót- virkjun gæti orðið nokkur hundr- uð megavatta virkjun, en ekki kvaðst hann geta orðað það öllu ljósara. Ályktun Blaðaprents um Vísi og Dagblaðið Gsal—Reykjavik — ,,A þessu stigi er alit mjög óljóst um það, hvað Skaftá-Hverfisfljótvirkjun gæti orðið stór virkjun. Hins vegar er ljóst, að ef úr þessari virkjunar- hugmynd verður, gæti Skaftá- Hverfisfljótvirkjun orðið meðal þriggja til fjögurra stærstu virkj- ananna hér á landi, sagði Haukur Tómasson, yfirverkfræðingur Orkustofnunar f samtali við Tim- ann i gær, en i siðustu viku fóru nokkrir jarðfræðingar og annað starfslið Orkustofnunar austur á Siðu til frumathugana á áður- nefndri virkjunarhugmynd. — Við vorum nánast bara að kikja á þessa hugmynd, sagði Haukur, en við hrepptum frekar slæmt veður og gátum þvi ekki gert eins mikið og við ætluðum. Hins vegar er ljóst að hér er um að ræða verulegt vatnsafl og samkvæmt virkjunarhugmynd- inni á að veita fljótunum saman i Hann er heimtur úr helju — loksins öruggur I fangi móð- ur sinnar, eftir að mannfjöldi hafði ieitað hans klukkutim- um saman aðfaranótt sl. sunnudags. Hann fannst sof- andi undir plastdúk i skjóli við fbúðarblokk, hafði ekki ratað heim i nýju ibúðina. t gær, 1. september gengu i gildi reglur um útivist barna og nú mega börn innan 12 ára aldurs ekki vera úti eftir kl. 8 á kvöldin. Timinn minnir alla foreldra á þetta og hvet- ur þá til að ganga rikt eftir þvi við börn sin að virða regl- ur þessar. Hvað varðar litla drenginn má segja, að hann hafi verið heppinn. Það er ekki vist, að slikrar heppni njóti við i öllum tilfellum komandi vetrarkvölda. Timamynd: Gunnar. m——e TÍU ÁRA TELPA DRÓST MEÐ HESTINUM OG LÉZT AF VÖLDUM ÁVERKA Allsherjarúttekt á byggingakostnaði Sambandið sendir mann til að kynna íslenzkar vörur í Arabalöndunum FB-Reykjavik. Undanfarið eitt og hálft ár hefur veriö starfandi hóp ur manna á vegum Rannsókna- ráðs ríkisins, sem hefur haft með höndum yfirlitsgerð yfir stöðu is- lenzks byggingaiðnaðar og spá um þróun hans fram til 1980. Þetta er reyndar einn af fjórum hópum, sem allir hafa unnið sama konar verkefni, aðeins hver á sinu sviði, á sviði bygginga- starfsemi, iðnaðar, sjávarútvegs og landbúnaðar. Þessi hópur hefur nú skilað skýrslu sinni, en áður en langt liður má búast við niðurstöðum hinna hópanna hvers af öðrum. Skýrsla þessi er fyrsta skrefið, sem stigið er af hálfu Rannsóknaráðs rikisins i átt til mörkunar visindastefnu i hag- rænum og þjóðhagslegum til- gangi. Rannsóknaráði er ætlað að hafa sem gleggsta yfirsýn yfir alla rannsóknastarfsemi i landinu og gera tillögur til úrbóta, ef það telur rannsóknastarfsemina ófullnægjandi, rannsóknaskilyrði ófullkomin eða markverð rann- sóknaverkefni vanrækt. Jafn- framt á Rannsóknaráð að gera tillögur um framlög rikisins til rannsóknamála og fylgjast með ráðstöfun opinberra fjárframlaga til þeirra rannsóknastofnana, sem lögin ná til. I samræmi við þessi verkefni hefur Rannsóknaráð ráðizt i að láta gera úttekt á stöðu helztu at- vinnuvega þjóðarinnar, og jafn- framt að gera spá um þróun þeirra 5 ár fram i timann. Yfir- litskönnunin er fyrsta stig i átt til mörkunar visindastefnu, en verk- efnið allt skiptist niður i 5 að- greind stig er unnin verða á næstu 2 árum. Er skýrslurnar um þá fjóra at- vinnuvegi, sem áður gat, verða komnar út verður haldinn allfjöl- mennur fundur um þær þar sem reynt verður að skilgreina þjóðfé- lagsleg meginmarkmið, sem byggð yrðu á yfirlitskönnuninni, sem gerð hefur verið. Mun þá væntanlega ráðast hvaða stefna tekin yrði um framtiðarþróun viðkomandi atvinnuvegar með viðræðum við stjórnmálamenn, embættismenn og aðila atvinnu- lifsins og opnun umræðu um þessi mál. A þriðja stigi verkefnisins „Mörkun visindastefnu” mun Rannsóknaráð láta fara fram fjárhagslegt og þjóðhagslegt mat á gildi þeirra tillagna, sem fram koma hjá hinum einstöku starfs- hópum. m--------► 0 0 SJ-Reykjavík Á undanförnum ár- um hafa Arabar oftar en einu sinni falazt eftir að fá keypt sauð- fé_á fæti héðan frá íslandi. Þessi kaup hafa aldrei tekizt, þvi verðið sem boðið var hefur-verið of lágt. Nú er hins vegar i ráði að athuga hvort við getum ekki selt ibúum Arabalanda eitthvað annað og öðlazt þannig hlutdeild i oliugróð- anum. Alveg á næstunni fer starfsmaður Sambands islenzkra samvinnufélaga áleiðis til fjög- urra Arabalanda, Kuwait, íran, Libanon og Sýrlands, til að kynna islenzkar landbúnaðar- og sjávarafurðir, sem og iðnaðar- vörur, og kynna sér markaðs- horfur. Að sögn Agnars Tryggvasonar framkvæmdastjóra búvörudeild- ar SIS hafa fyrirspurnir um is- lenzkar vörur borizt hingað i vax- andi mæli að undanförnu. Taldi hann sjálfsagt að kynna sér sölu- möguleika á þessum markaði, þar væri um fjársterka aðila að ræða.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.