Tíminn - 02.09.1975, Side 2

Tíminn - 02.09.1975, Side 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 2. september 1975. BH-Reykjavik. Úrsvalt nætur- Það er umsvifalaust hafizt inga og siðan haldið út i myrkr- húm helgarinnar leggst þungt handa, aflað haldgóðra upplýs- ið, skipulega og með leitarljós. að húsunum, þegar fregnin berst frá einni ibúö til annatrar: Fjögurra ára drengur er týnd- ur.... Myrkrinu létt sem snöggvast af skurðinum, sem er milli vegar- ins og túnsins. La garfl jótssvæðið Veiöihornið var orðið talsvert langeygt eftir fregnum af Héraði og nágrenni, svo að þegar viö náðum i hann Jón Kristjánsson á Egilsstöðum, létum viö sannarlega ekki undir höfuð leggjast að spyrja hann um veiðiskapinn fyrir austan. Jón kvaö veiöiskapinn hafa verið heldur treg- an framan af á vatnasvæði Lagarfljóts, en þetta væri heldur að lagast, og t.d. hefði nýlega veiðzt lax frammi i Grimsá I Skriðdal, sem væri næsta sjaldgæft. Ástæðuna fyrir þvi, að laxinn væri tregur i Lagarfljóti, þrátt fyrir mikla alúð, sem þar hefði verið lögö við aö rækta laxinn upp, kvað Jón ef til vill vera þá, að nýi laxastiginn i Lagarfossi, sem gerður var vegna virkjunarframkvæmda, hefði liklega ekki verkað rétt á laxinn ennþá, a.m.k. hefði hann ekki virzt ganga upp hann. Nú væri 1 ráði að setja laxateljara i stigann til þess að ganga úr skugga um, hvort þetta væri rétt. Selfljót og Gilsá eru i rauninni sama áin, sem gengur undir tveim nöfnum, eins og svo margar ár á okkar landi. Gilsá heitir hún inni I Eiðaþinghá og þar hefur verið óvenju góð veiði i sumar, en tölur liggja ekki fyrir. Selfljót heitir áin rétt áður en hún fellur út i Unaós, og þar er ágæt veiði, en sama máli gegn- ir um hana, að tölur eru ekki fyrir hendi. Kaldá og Fögruhliðará Kaldá er i Eiðaþinghá og fellur i Jökulsá á Dal og þar hefur verið reytingsveiði i sumar, sér' staklega upp á siðkastið, en I Fögruhliöará hefur ekki veiðzt mikill lax til þessa. Þetta er fremur stutt á, sem er i ræktun, og hefur orðið vart við lax i henni, þannig að menn gera sér vonir um hana. Enda þótt þessar upplýsingar segi ekki margt, er ljóst, að laxaræktunin I ánum á Austfjörðum er I fullum gangi, og vafalaust ekki langt að biða þess að þar komi margar og góðar ár i gagnið. Með tilliti til þessa skal það haft hugfast, að veiðileyfin i þessum ám kosta ekki stóran pen- ing. Samkvæmt gjaldskrá Stangveiðifélags Reykjavikur, sem hefur Kaldá, Fossá og Laxá I Jökulsárhlið á leigu eðra hverja viku, kostar stöngin ekki nema 2000.00 krónur, og eru 2 leyfð- ar I Kaldá og 1 i hvora hina. Á Lagarfljótssvæð- inu kostar stöngin 2000,00 kr., á laxasvæðunum, en þar eru stengurnar 1-3, en kr. 1000,00 á silungssvæðunum, en silungsveiðina kvað Jón Kristjánsson hafa verið góða I sumar. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Selá I Vopnafirði Þorsteinn Þorgeirsson, bóndi á Ytri-Nipu i Vopnafiröi hafði samband við veiðihornið I gær til þess að segja okkur frá aflabrögðum I Selá. Þann 1. september voru komnir á land 656 lax- ar úr Selá, sem verður að teljast næsta góð út- koma, þvi að allt sl. sumar veiddust I Selá 589 laxar. Veiðitimanum i Selá lýkur þann 11. septem- ber. Leyfðar eru 3 stangir I Selá frá 1. júli, en frá 20. júli eru leyfðar 6 stangir. Stærsti laxinn, sem veiözt hefur á þessu sumri, er 20 pund, en meðalþyngd laxanna er eitthvað rúm 8 pund. Laxá i Aðaldal Veiði lauk i Laxá þann 31. águst. Nokkuð var veiðin betri en á siðastliðnu sumri, en endanleg- ar tölur liggja enn ekki fyrir. 1 veiöihúsinu tald- ist Helgu Halldórsdóttur ráðskonu að um 1412 laxar væru skráðir i veiðibækurnar en ekki sagðist hún halda að allt væri skráð enn. Þetta er um 200 löxum fleira en i fyrra. Þá eiga tölur eftir að koma frá öðrum svæðum i Laxá, frá bændun- um, en fastlega er búizt við að heildartalan verði tæplega tvö þúsund, en I fyrra veiddust rúmlega átján hundruð laxar. Siðustu dagana sem veitt var, var veiði fremur dræm þó fengust á laugar- dagsmorgun sjö laxar fyrir neðan fossa, sem er mjög góð veiði á þessum tima. Hver blettur I námunda Ibúða- hverfisins er vendilega kannað- ur, hver grastoppur hreyfður, hverjum hlut velt við.... Myrkrið setur óhug að mönn- um, gatan mishæðótt og ógn- .vekjandi i dulúð sinni, sem magnast margfaldlega við ljós- leysið. Fréttamaður Timans er einn þeirra, sem tekur þátt I leitinni, og þar sem hann klöngrast yfir skurði, gjótur og grunna, hrýs honum hugur við öllum hættun- um, sem þarna blasa við full- orðnum manni, en leynast ung- um, óreyndum augum. Til þess að koma mönnum 't'il að hugsa um, hvað hér er um að ræða, skal látið nægja að benda á, að gatan er i byggingu. Allt ó- frágengið i kringum húsin, sem þegar eru byggð, moldarhrúg- ur, timburstaflar, skurðir uppi við húsin, breiðir og hrollvekj- andi i rökkri, hvað þá I myrkri. Það er margt, sem kemur upp i hugann, þegar þetta kemur i ljós, litils drengs er saknað og það er komið fram yfir mið- nætti....' Og þögnin umhverfis verður enn voðalegri, þegar farið er að dæla vatninu upp úr ógirtum húsgrunnum I grenndinni — núna fyrst, þegar litils drengs er saknað.... Það er skundað og skimað, eftirvæntingin og spennan gagntekur hugi allra, — snuð- randi sporhundurinn er kominn á vettvang og dregur gæzlu- manninn á eftir sér út i dimm- una. Það er rifjað upp, hvernig þetta bar að höndum. Ung hjón flytja með börnin sin inn i nýja Ibúð. Umhverfið er frumstætt, — og hestar á beit handan við götuna. Snáðinn ætlar að klappa Svo er farið að dæla upp úr húsagrunnum I myrkr- inu.... Óbreytt stjórn Stéttar- sam- bands bænda A AÐALFUNDI Stéttarsambands bænda voru eftirtaldir menn kosnir I stjórn: Ólafur Andrésson, Sogni Kjós. Gunnar Guðbjarts- son, Hjarðarfelli. Guðmundur Ingi Kristjánsson, Kirkjubóli. Sigurður Jónsson, Reynistaðir. Ingi Tryggvason, Kárhóli. Þor- steinn Geirsson, Reyðará. Jón Helgason, Seglbúðum. í ljósleysi umhverfisins heldur leitarflokkurinn af stað — hvað finnum við i myrkrinu? er spurningin, sem er efst i huga hvers manns. Myndir Gunnar V. Andrésson hestunum. Klukkan átta er hann ekki kominn heim, þá er strax byrjað að leita. Klukkan hálf-ellefu er mannskapur kall- aður út. Klukkuna vantar fimm min- æutur I eitt, þegar kallið glymur úr hátalara yfir byggðina: Litli drengurinn er fundinn, Og fögn- uðurinn gripur alla. Hann fannst undir svölum við blokk. Hafði lagzt til svefns og breitt plastdúk ofan á sig, blaut- ur og hrakinn. Hafði ekki fundið réttu leiðina heim I nýju ibúð- ina.... Skyggnzt inn I bifreiðar, sem einhvern veginn hafa dagað uppi á bygginga- svæðinu. Sitja þing S.Þ. FJ-Reykjavik. Allir þingflokkar, nema Samtök frjálslyndra og vinstri manna, hafa útnefnt fulí- trúa sina á þing Sameinuðu þjóð- anna, sem hefst 20. október. Fulltrúar Framsóknarflokksins verða Jón Helgason, alþm., og Björn Fr. Björnsson, sýslumaður. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins verður Pétur Sigurðsson, alþm., en Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki tilkynnt hinn fulltrúa sinn, en venjan er, að tveir fulltrúar skipt- istá um þingið. Fulltrúar Alþýðu- flokksins verða Eggert G. Þor- steinsson, alþm., og Eyjólfur Sig- urðsson, prentari, og fulltrúar Al- þýðubandalagsins verða Garðar Sigurðsson, alþm., og Sigurður Blöndal, skógarvörður.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.