Tíminn - 02.09.1975, Page 4

Tíminn - 02.09.1975, Page 4
TÍMINN Þriðjudagur 2. september 1975. Hvað á að SPANGÓL Margt gerist á sæ Bill Williams er verkfræðing- ur, sem hefur sérhæft sig i gas- stöövum og öðru, sem að þeim lýtur. t fristundum sinum stundar hann sjómennsku og er aðmiráll yfir eigin flota, sem samanstendur af baðkerum. Á myndinni er hann á flaggskip- inu i fullum skrúða að kikja til lands, þar sem Nicki nokkur Howorth sólar sig I flæöarmál inu. Meira vitum við ekki um hana. En um Bill er það að seg ja, að hann er staðráðinn i að hnekkja núverandi heimsmeti i hraðsiglingu á baðkeri með utanborðsmótor. Að þvi afreki loknu mun hann standa fyrir stofnun Alþjóða baðkerakapp- siglingasa mbandsins. borða til að öðlast langlífi? Nákvæmar rannsóknir á fólki sem náð hefur hundrað ára aldri og þaðan af meira i Sovétlýð- veldinu Grúsiu hafa leitt i ljós að varla er nokkur þeirra þyngri en eðlilegt er. Sérstak- lega var mataræði þessa aldraða hóps athugað náið. Yfirleitt kom það i ljós aö hita- einingafjöldinn I mat þeirra var lægri en læknar telja eölilegt fyrir fólk á þessum aldri. Ein- kennandi mataræði er samsett af kraftsúpu, miklu grænmeti og fuglakjöti. Nauta- og kinda- kjöt er nær ævinlega borðaö soðið en aldrei steikt. Sérfræðingar benda á að hér sé sem sagt um að ræöa auö- meltan mat. Þeir sem voru bezt á sig komnir meöal þeirra sem rannsakaðir voru neyttu reglu- lega mikils af ávöxtum, og c-vltamin auöugu grænmeti. Þeir boröuðu einnig mjög mikið af hunangi, en ekki sykur. At- hygli vakti hvaö æðakölkunar gætti lltið og töldu læknar það stafa af þvi að I mata'ræðinu er mikiö af mjólkurmat, súrmjólk og ost. . * Leikið undir £ Eins og allir hundavinir vita eru hundarmjög menningarleg dýr. Þeir, sem segjast vera hunda- vinir, en vilja ekki sjá eða heyra hunda, halda hinu gagnstæða fram og klifa á þvi að hundar séu villidýr, sem ekki séu i hús- um eða bæjum hæfir, og telja að I mesta lagi sé hægt að halda þá i sveit, þvi að það sé eðli teg- undarinnar að hlaupa um i mó- unum en ekki að pissa utan I ljósastaura, sem standa upp úr malbiki. Hundurinn Hertogi býr I Birmingham I Englandi, sem þykir að visu ekki mjög menningarleg borg, en eigi að slður er hundurinn, sem ber þetta stolta nafn, mikill tónlistarunnandi, og það bregzt ekki, að þegar hún Zoe litla Briddle, sem býr á sama heimili ogHertogi, æfir sig á klarinettið sitt tekur hundurinn þátt I tón- leikunum og þenur sig allt hvað hann getur I kapp við klarinettið. ★ — Hvaða skoðun hafiö þér á jafn- réttisbaráttu kvenfólksins, Ab- dulla fursti. DENNI DÆMALAUSI „Auövitað er þetta alvöru demantsl ringii’. Sástu ekki að ég lv’kk hann i alvöru karamellupoka?”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.