Tíminn - 02.09.1975, Qupperneq 6

Tíminn - 02.09.1975, Qupperneq 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 2. september 1975. Óvenju mikið um gjaldþrot A árunum 1960-1974 voru kveðnir upp 1.318 gjaldþrotaúrskurðir hér á landi, þar af 1.120 (85%) 1 Reykja'vik. Þrotabúunum má skipta þannig: Einstaklingar (908karlar, 94 konur) 1.002 Hlutafélög 284 Samvinnufélög 10 Sameignarfélög 20 Menningarfélag 1 Dánarbú 1 alls 1.318 Ólokið er skiptum i 205 þessara búa. Skipti hafa verið felld niður i 54 búum vegna þess að kröfur hafa verið greiddar eða afturkall- aðar. Það vekur athygli, að i 897 búum lauk skiptum án þess að eignir kæmu fram. Er þetta 81% af búum, sem úrskurðuð voru gjaldþrota 1960-1974 og lokið er meðferð á. Úthlutun eigna til kröfuhafa hefur farið fram i 159 búum, en i 3 búum lauk skipta- meðferð með nauðasamningi. t sumum af eignalausu búunum þötti ljöst frá upphafi, að þýðing- arlaúst væri að lýsa eftir kröfum, svo að það var aldrei gert. Hins vegar var gefin út innköllun til skuldheimtumanna i 562 eigna- lausum búum. Kröfur, sem þá var lýst, hafa verið færðar til verðlags 1974 og kom þá þetta fram: Kröfurundir 100.000 kr 84 bú 100.000-1.000.000 kr 341 bú yfir 1.000.000 kr 128 bú Óupplýst 9 bú (eignalaus) 562 bú í 37 búum greiddust að fúllu framkomnar forgangskröfur (veðkröfur, skattakröfur, launa- kröfur o.fl.), en i flesturn (27 bú- um) minna en 25% af öðrum kröfum. í 121 búi greiddist ekkert upp i almennar kröfur, en eitt- hvað upp i forgangskröfur. t 55 þeirra greiddist minna en 25% af forgangskröfunum, en i aðeins 12 búum meira en 75% af þeim. Meginatriði þessara upplýsinga má segja að sé eftirfarandi: Á ís- landi eru kveðnir upp övenju margir gjaldþrotaúrskurðir, sé mið tekið af öðrum Norðurlönd- um. Sérstaklega á þetta þö við um Reykjavik og jafnvel önnur lög- sagnarumdæmi i nágrenni henn- ar. Þá lýkur óvenju mörgum gjaldþrotaskiptum þannig, að engar eignir koma fram. Og loks er rétt að vekja athygli á þvi, hve lttið fæst upp i almennar kröfur i þeim fáu tilvikum, að eignir reyn- astvera fyrir hendi. Virðistfrem- ur hafa sigið á ógæfuhliðina i þeim efnum á siðari árum. Upplýsingar þessar eru fengn- ar úr skýrslum, sem Eirikur Tómasson lögfræðingur gerði i sumar fyrir Lagastofnun Háskóla tslands. Lagði hann þær fram á fundi. sem lagastofnunin hélt 28. ágúst s.l. i Lögbergi, húsi laga- deildar. Fundinn sóttu lagakenn- arar, dómarar í skiptaréttunum i Reykjavik, Kópavogi, Hafnar- firði og Keflavik og starfsmenn úr dómsmálaráðuneytinu, Gjald- heimtunnar I Reykjavik og verzl- VÍSIR PRENTAÐUR EINS Blaðaprent: OG AÐUR samið um útkomutíma Dagblaðsins STJÓRN Blaðaprents hf. hefur ákveðið að Visir skuli unninn og prentaður hjá Blaðaprenti á sama máta og verið hefur og einnig hefur stjórnin falið fram- kvæmdastjóra og yfirverkstjóra Blaðaprents að hefja samninga um útkomutima og tæknileg at- riöi við aðstandendur Dagblaðs- ins, sem stjórn Blaðaprents hefur samþykkt að taka til vinnslu og prentunar. Hér fer á eftir ályktun stjórnar Blaðaprents hf. vegna þessa máls: „Þeir atburðir hafa gerzt, að mannaskipti hafa orðið við dag- blaðið Visir i Reykjavik og að að- standendur þess hafa klofnað i tvo hópa, sem deila harkalega. Dagblaðið Visir og þeir sem að þvi stóðu 1970, tóku höndum sam- an við útgáfuaðila Timans, Al- þýðublaðsins og Þjóðviljans um stofnun hlutafélags um prent- smiðju, sem annast skyldi og sjá um prentun þessara fjögurra dagblaða og hefur þessi prent- smiðja verið starfrækt i rúmlega 4 ár. Blaðaprent hf. er byggt þannig upp, að allt hlutaféð skipt- ist jafnt i fjóra staði, fjóra hluta- bréfaflokka og höfðu aðstandend- ur hvers dagblaðs algert sjálf- dæmi, um á hverrahöndum hluta- bréf sins flokks væru. ABeins eitt dagblaðanna, Tim- inn, hefur frá upphafi sjálft haldið eignarhaldi á hlutabréfunum i slnum flokki, D-flokki, en hin dagblöðin öll hafa látið hlutabret sinna flokka i hendur annarra aðila og félaga, sem stofnuð hafa verið i þvi skyni. Aðstandendur VIsis kusu á sin- um tima að starfa i tveimur hlutafélögum, Reykjaprcnti hf. og Járnsiðu hf. og hagar þannig til, að Reykjaprent hf. á og rekur dagblaðið Visir, en Járnsiða hf. á mestöll hlutabréfin i C hluta- bréfaflokki Blaðaprents. Sá klofningur, sem orðið hefur með- al aöstandenda Visis nú, virðist hafa orðið með þeim hætti, að minnihlutahópur hluthafa i Reykjaprenti hf. fer með meiri- hlutavald i stjórn Járnsiðu hf. ( 3 af 5). Þegar nú, við þennan kiofning, þeir sem fara i dag með meiri- hluta hlutabréfanna i C-flokki, krefjast þess, að stjórn Blaða- prents hf. taki til vinnslu og prentunar nýtt dagblað á vegum hlutabréfaflokksins, er úr mjög vöndu að ráða fyrir stjórn félags- ins, sem að sjálfsögðu vill forðast að blanda sér i deilur hinna strið- andi aðila meðal aðstandenda VIsis. Þar við bætist, að engin ákvæði eru i lögum Blaöaprents hf., hvernig með skuli fara, ef þvilikur klofningur sem hér er orðinn, kemur upp. Verður þvi stjórn Blaðaprents að byggja af- stöðu sina og niðurstöður á eigin samþykktum, almennum hluta- félagalögum og almennum regl- um eins og við getur átt. Verður stjórn Blaðaprents hf. áð virða rétt þeirra, sem fara með hluta- bréfi Blaöaprenti hf. en telur sér jafnframt skylt að standa við þau fyrirheit, sem gefin eru Visi i stofnsamningi Blaðaprents hf. um að séð verði um prentun hans á hefðbundnum tima. Með skirskotun til framanritaðs ályktar stjórn Biaðaprents hf. eftirfarandi: 1. Stjórn Blaðaprents hf. ákveður að Visir skuli unninn og prentaður i prentsmiðju félags- ins með sama hætti og áður. 2. St jórn Blaðaprents hf. sam- þykkir þá beiðni meirihluta st jórnar Járnsiðu hf. að taka til vinnslu og prentunar nýtt dag- blað enda sé það framkvæman- legt og felur framkvæmda- stjóra og yfirverkstjóra að hefja samninga um útkomu- tima og tæknileg atriöi og legg- ur niðurstöður þeirra fyrir stjórn Blaðaprents hf. hið fyrsta. Samþykki allra stjórn- armanna I Blaðaprenti hf. þarf til ákvörðunarum útkomutima blaðsins. 3. Með þvi aðekki verður talið, að réttur hvers hlutabréfaflokks i Blaðaprenti hf. sé til að láta prenta tvö dagblöð samkvæmt hinni sérstöku gjaldskrá, sbr. 18. gr. samþykkta félagsins, ákveður stjórn Blaðaprents hf. að gefa C hlutabréfaflokki til bráðabirgða, kost á að njóta viðskiptakjara 18. greinarinnar fyrir bæði blöðin, Visi og hið nýja dagblað, enda samþykki þau eitt af tvennu: (a) aðskipa hvort um sig, einn fulltrúa í 3ja manna gerðardóm þar sem farið yrði fram á, að Hæstiréttur skipaði oddamann, en gerðardómur þessi kvæði á um það innan 4 vikna, hvort dagblaðið ætti rétt á að njóta hinna sérstöku viðskiptakjara 18. greinarinnar. (b) að deponera eða leggja fram tryggingar fyrir mismun- inum á hinni sérstöku gjald- skrárgreiðslu og útsölutaxta, þartil úr þvi verður skorið með samkomulagi eða dómi, hvort dagblaðið eigi rétt á að njóta viðskiptakjara 18. greinarinn- ar. 4. Stjórn Blaðaprents hf. telur, að við sölu stjórnar Járnsiöu hf. á hlutabréfum Járnsiðu i Blaöa- prenti hf. til Jónasar Kristjáns- sonar og Sveins R. Eyjólfsson- ar hafi ekki veriö gætt for- kaupsréttar annarra hluthafa i C hlutabréfaflokki Blaðaprents hf. samkvæmt 7. gr. sam- þykkta félagsins. Mun stjórn Blaðaprents hf. sjá um, svo sem henni er skylt, að sölu- meðferð þessara hlutabréfa, fari fram i fullu samræmi við samþykktir Blaðapmnts hf.” Prófessor GUNNAR LOMHOLT frá Tromsöháskólanum, Noregi flytur fyrir- lestur, er hann nefnir „Fjögur ár húðsjúkdómafræðing- ur í Uganda" i Norræna húsinu miðvikudaginn 3. september nk. kl. 20:30. NORRÆNA Allir velkomnir. HÚSIÐ unarráðinu. Þór Vilhjálmsson prófessor, forstöðum. lagastofn- unarinnar, skýrði frá undirbún- ingi nýrrar löggjafar um gjald- þrotaskipti, en skýrslugerð Eiriks Tómassonar mun verða notuð við þann undirbúning. Unnsteinn Beck borgarfógeti i Reykjavik lagði fram skýrslur um fjölda gjaldþrotabeiðna, sem eru mun fleiri en uppkveðnir úrskurðir. Meðal annarra, sem tóku þátt i umræðum, voru Már Pétursson héraðsdómari i Hafnarfirði, Guð- mundur Vignir Jósefsson gjald- heimtustjóri og Steingrimur Gautur Kristjánsson héraðsdóm- ari I Hafnarfirði. Þór Vilhjálms- son gat þess, að frekari umræður um þessi mál myndu væntanlega fara fram á næstunni, m.a. á veg- um Lögmannafélags Islands. Frétt frá Lagastofnun Háskóla tslands 1. september 1975 í skólann hwernig? ,,A leiö I skólann — en hvernig?”, foreldrabréf 1975. SKÓLARNIR eru nú að byrja og um leið fer sá timi i hönd sem hættulegastur hefur reynzt ung- um börnum. Um leið og mörg þeirra stiga nú sin fyrstu spor út á hinn langa menntaveg, verða þau sjálfstæðir vegfarendur I umferð- inni I fyrsta sinn. Arin 1971 til 1974, þ.e. á 4 árum, uröu samtals 363 börn fyrir bifreiöum I Reykja- vik. I septembermánuöum þessi sömu ár slösuöust samtals 39 börn. Umhverfi það sem barnið lifir i er skipulagt með þarfir og getu fullorðinna i huga. Barnið verður samt sem áður aö glima við þetta umhverfi löngu áður en það er fært um að skilja það. Til þess að geta bjargað sér á eigin spýtur I nútima umferðarumhverfi, þarf einstaklingurinn á öllum sinum skilningarvitum að halda. En þroskaferill barnsins er langur, það er t.d. ekki fyrr en við 12-14 ára aldur sem barnið hefur þroskað hæfileikann til að nota sjónina rétt. Þroskaferill heyrn- arinnar á sér einnig langan að- draganda. t umferðinni verður vegfarandinn að geta beint at- hyglinni að mörgum atriðum i einu og vera fær um að sjá um- ferðina sem eina heild. Þetta geta börn ekki á sama hátt og fullorðn- ir, þau geta aðeins meðtekið litið brot af umferðinni i einu. Að venju hefur Umferðarráð sent frá sér bækling til foreldra þeirra barna sem nú hefja skóla- göngui fyrsta sinn. Bæklingurinn ber heitið ,,A leið i skólann — en hvernig?” Bæklingurinn hefur veriðsendur til skóla i þéttbýli og þess óskað að honum verði dreift til allra barnanna og þau siðan af- hendi hann foreldrum sinum. t þessum bæklingi er megin áherzla lögð á að foreldrar fylgi börnunum i skólann til þess aö velja þeim örugga leið. Þar er bent á aöstytzta leiðin i skólann er ekki alltaf sú hættuminnsta og þvi sé það nauðsynlegt að foreldr- ar finni hættuminnstu leiðina fyr- ir börnin þótt hún sé svolitið lengri. Auk útgáfu foreldrabæklingsins hefur verið sent bréf til allra lög- reglustjóra landsins, þar sem þess er óskað að lögreglumenn heimsæki börnin strax fyrstu dagana og ræði við þau um hætt- urnar i umferðinni. Samtals hefur verið dreift 5000 eintökum af bæklingi þessum og hann sendur i 101 skóla á landinu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.