Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriöjudagur 2. september 1975. Þriðjudagur 2. september 1975. 11 Rannsóknaráð ríkisins valdi i janúar 1974 átta menn i starfshóp, sem vinna skyldi að gerð yfirlits yfir stöðu og spá um þróun byggingastarfsemi hér á landi. Myndun þessa starfshóps er liður i ákvörðun Rannsóknaráðs um að skipa vinnuhópa til þess að annast úttekt og áættanagerð fyrir fjóra höfuðatvinnuvegi landsmanna: land- búnað, iðnað, sjávarútveg og byggingastarfsemi. í hverjum þess- ara starfshópa skulu vera fimm til sjö menn, en þeir, sem skipaðir voru i starfshópinn, sem kanna skyidi þró- un byggingastarfseminnar, eru Július Sólnes, prófessor, formaður, Óttar P. Halldórsson yfirverk- fræðingur, ritari, Guðmundur Einarsson framkvæmdastjóri, Guð- mundur Ó. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, Halldór Jónsson, verkfræðingur, Magnús G. Björns- son, arkitekt, Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjórí og Reynir Hugason frá Rannsóknaráði ríkisins. Hópurinn hefur nú lokið verkefninu og skilað skýrslu um niðurstöður sinar. Hér i opnunni birtist útdráttur úr skýrslu starfs- hópsins. SKORTUR STÖÐLUNAR OG HAGSÝNI AÐAL- ORSÖK HINS HÁA BYGGINGAKOSTNAÐAR einangrunar og torf á þckjur úti- húsa, útveggjahleöslur úr torfi og grjóti, hellugrjóti eöa tilhöggnu grjóti auk bárujárns, bárustáls eöa báruáis utan á einagraöa veggi. Mestur hluti byggingaefnis er innfluttur, og nemur sá innflutn- ingur 7—8% af vöruinnflutningi landsins. Einn stærsti liðurinn i innflutn- ingnum er timbur, en það hefur verið notað i byggingaiðnaði hér eins og um væri að ræða óþrjót- andi og ódýrt byggingaefni, en verð á þvi hefur hækkað mikiö sfðustu ár og má búast við að sú þróun haldi áfram. Starfshópurinn bendir á, að rétt sé að endurskoða notkun timburs I islenzkum byggingaiðnaði. Mætti til dæmis útrýma notkun borðviðar i mótauppslætti og nota i staðinn ódýrar plötur, sem framleiddar væru hér. Verð á stáli hefur hækkað ört, en starfshópnum þykir liklegt, að unnt verði að koma á fót islenzkri stálbræðslu fyrir úrgangs-og brotajárn á næstu árum, er legði þá aðaláherzlu á framleiðslu s tey pust yrk tars tá ls. Starfshópurinn bendir á nauð- syn þess, að gera athuganir á notkun sem flestra innlendra efna til þess að auka fjölbreytni i byggingaiðnaðinum og draga úr innflutningsþörfinni, þar sem hagkvæmast sé, að sem mest af byggingaefnum sé framleitt hér- lendis úr innlendum efnum, svo fremi fjárhagslegur grundvöllur leyfi það. Nefndir eru möguleikar á framleiðslu á plötum til innrétt- inga og mótasmiði, úr grasi, vikri, reiðingi og öðrum lifrænum og ólifrænum efnum. Undir lokin segir orörétt i kafi- anum um byggingaefni: Þegar horft er lengra fram og athuguö notkun timburs i íslenzkum bygg- ingaiönaöi ber aö hafa i huga, hvers innlend trjáframleiösla er megnug. Reynslutölur Skógrækt- ar rikisins um viöarvöxt á is- landi, sýna aö 4—8 rúmmetrar/ ha./ ári viöa vöxtur næst hér á landi. Þetta magn nýtist allt aö 2/3 hlutum sem unninn viöur, og eru þessar tölur ekki óhagstæöari en það, sem viöa gerist I timbur- iöndunum. Meiri stöðlun minni sérhönnun Flest okkar fbúðarhús og ibúða- byggingar eru sérhannaðar og byggðar með tilliti til öska hús- byggandans, og þótt mikil ihalds- semi sé rikjandi varðandi gerð húsa og efnismeðferð, hefur litil á herzla verið lögð á framboð staðl- aðra húsateikninga og á notkun mátkerfa, að þvi er segir i kaflan- um um húsagerð. Dýrum og vinnufrekum timburmótum er slegið upp fyrir húsi, sem steypt er úr stein- steypu. Hráhúsið i fokheldu á- standi er oft mjög óvandað og illa unnið og þarfnast þvi mikillar eftirmeðhöndlunar. Sú hugsun er rikjandi, að múrhúðun muni dylja og iagfæra allar misfellur. Þekk- istóviða önnur eins múrvinna og viðgerðir og hcr, á sama tima og læröuni múrurum fækkar ört og múrarastéttin annar hvergi nærri þeim byggingaframkvæmdum. sem árlega er þörf fyrir. Starfshópurinn segir, að það sé athyglisvert, að gamlar aðferðir og efnismeðferð, sem áður fyrr reyndust ágætlega séu nú horfnar með öllu. Litið sem ekkert hafi verið reynt að aðlaga og endur- bæta gamlar aðferðir réttum að- stæðum svo sem hleðslu úr nátt- úrugrjóti, torfi og grjóti, notkun torfþaka og bárujárnsklæðningu húsa . Innréttingar húsa séu siðan flestar sérsmiðaðar, svo sem hurðir, veggja- og loftklæðningar og fleira. island er land steinsteypunnar „Með réttu má segja, aö ísland sé land steinsteypunnar,” segir i kaflanum um byggingaefni, þar sem fjallað er um innlent bygg- ingaefni. Árleg sementsnotkun hvers Ibúa hér er meiri, en viðast hvar annars staðar, enda er lang- mesturhlutibygginga og annarra mannvirkja gerður úr stein- steypu sem aðalefni. Orsakir þessa eru ýmsir hagstæðir eigin- leikar steinsteypu, svo sem mikið veðrunarþol. Þótt steinsteypan sé þannig eitt aðalbyggingaefnið, er hún stund- um misjöfn að gæðum. Blöndun steinsteypu og efnisgæðum henn- ar hefur verið ábótavant, þótt mikið hafi áunnizt með tilkomu fullkominna og vel rekinna steypustööva. Enga lögbundna sérþekkingu þarf til þess að framleiöa steinsteypu, og getur hver sem er hafið framleiðslu og sölu á henni. Meðferð steinsteypu á bygging- arstað er oft mjög slæm, og veldur oft mjög dýrum og vinnu- frekum lagfæringum og eftirmeð- höndlun, sem annars væri litt þörf á. Standa Islendingar hér að baki nágrannaþjóðum sínum. Rannsóknir á eiginleikum steinsteypu hérlendis eru skammt á veg komnar, að þvi er segir í skýrslunni, og ennfremur að of lítið hafi verið gert til að kanna möguleika á notkun léttra hráefna, vikurs og hraungjalls. Með aukinni verksmiðjufram- leiðslu húshluta megi þó eflaust hagnýta mun fleiri innlend bygg- ingaefni en nú er gert. Þá vekur það furðu starfs- hópsins hversu almennri út- breiðslu múrhúðun og málning húsa hefur náð, þar sem viðhalds- þörf sliks frágangs er mjög mikil. Hins vegar er nú horfin að mestu sú aðferð að hrauna hús utan, og húöa með hrafntinnumulningi og jafnvel skeljasandi, þó að hann væri lakari, en það yfirborð var veöurþolið. Mestur hluti byggingaefnis er innfluttur, en þó á sér stað ýmis framleiðsla á byggingaefni hér, t.d. framleiðsla einangrunar- plasts, ofna, einangrunarglers, málningar- og kittisvara. Þá er framleiddur hér þakpappi og mestallur saumur. I framhaldi af þessu vaknar sú spurning, hvort islendingar hafi ekki hætt aö nota ýmis hagnýt byggingaefni, sem áður fyrr gáfu hér góöa raun. Er þar nefnt sem dæmi reiðingur til Stöölun og verksmiöjuframleiösla gæti lækkaö byggingarkostnaö. Þetta einingahús er á sýningunni i Laugardal. væri að fá staðlaða byggingahluta beint af lager. I ábendingum i þessum kafla segir, að finna þurfi hagkvæmari lausn á gerð útveggja úr stein- steypu, og fyrst og fremst þurfi að færa einangrunina út fyrir burð- arvegginn, þar sem slikt hafi i för meö sér aukinn stöðugleika hita og raka i húsinu. Kemur það að mestu i veg fyrir kuldabrýr, og sprungumyndun Utveggja ætti að minnka verulega. Þá þarf að beita i vaxandi mæli nýjum að- ferðum til þess að skapa varan- legt yfirborð steypunnar, til þess að draga úr viðhaldsvinnu. Skattakerfið andsnúið verksmiðjuframleiðslu Handverk er rikjandi i bygg- ingaframkvæmdum hér, segir i kaflanum um byggingaaðferðir. SU staðreynd hefur skapað fast- mótaðar byggingavenjur og erfitt hefur reynzt að fá brugðið út af þeim, en jafnframt hefur það haft i för með sér litla breidd i al- mennri verkkunnáttu. Handverk islenzkra byggingaiönáöarmanna mun vera i háum gæðaflokki og standa jafnfætis því, sem gerist annars staðar. Vandi Islendinga er sá, að handverk verður sifellt dýrara og hlutfallslega minnk- andi framboð er á fagmönnum til þeirra starfa. Fjármögnunarerfiðlpikar og þensla á markaði byggingaiðnað- armanna valda mestu um bygg- ingahraðann. Framkvæmdir dragast af þeim ástæðum að byggjendur þurfa að fá ráðrúm til þess að afla fjármagns, og þá fá þeir um leið möguleika á að inna af hendi mikla eigin vinnu. Tafir veröa, er beðið er eftir iðnaðar- mönnum i ákveðin verk , en ströng ákvæði eru um verkskipt- ingu fagmanna. Til þess að mæta kröfum um mikla aukningu ibúðabygginga á næstu árum, samfara hlutfalls- legri fækkun i iðnstéttunum, er stóraukin notkun verksmiðju- framleiddra byggingahluta nauð- synleg. Verksmiðjuframleiðslu fylgja hagræðingarmöguleikar i framleiðslu ibúða og aukinn byggingahraði. Hún er óháðari veðri en hefðbundnar aðferðir óg leyfir notkun ófaglærðs vinnuafls. Þá kemur fram i skýrslunni, að miverandi skattakerfi er andsnú- iö verksmiðjuframleiöslu húsein- inga, þar sem söluskattur er iagð- ur á framleiösluna, en ekki á vinnu á byggingarstað,og virðist það þegar vera verulegur og vax- andi hemill á eðliþega þróun, auk þess sem erfitt mun að útvega fjármagn til lagarframleiðslu húseininga. Þá segir ennfremur, að ekki þurfi að óttast að verksmiðju- framleiðsla ryðji úr vegi hefð- bundnum handverksaðferðum, enda séu handunnin hús yfirleitt eftirsóttari af almenningi — sé kostnaður við þau samkeppnis- hæfur við verksmiðjuframleidd hús, að þvi er reynslan sýni er- lendis. VinnuafIsþörf i húseininga- vérksmiðju, er framleiðir 20.000 rúmmetra af húsrými á ári, er talin vera um 22 menn sam- anlagt, eða um 900 rúmmetrar, mann á ári á móti um 150 rúm- metrum/mann i venjulegu hand- vcrki. Efniskostnaður og skortur á faglærðum og ófaglærðum verka- mönnum i byggingaiðnaði munu knýja fram byggingaaðferðir, sem spara efni og vinnu. Húsnæð- isskorturinn mun þrýsta á úr- lausnir, þótt breytingarnar verði hægfara fyrst i stað. Þá búast þeir.sem i starfshópnum eru, við þvi, að verð handunninna húsa verði hlutfallslegra lægra en það er i dag, vegna vaxandi sam- keppni við verksm iðjufram - leiðslu og notkun staðlaðra móta á byggingarstað. Vél- og verk- smiðjuvæðing i byggingaiðnaði mundi væntanlega minnka stór- lega þann hluta byggingakostn- aðar, sem er af óeðlilegum rótum runninn (yfirborgarnir iönaðar- manna, óeðlilega háir upp- mælíngataxtar o.fl.) Skynsamlegt skipulag getur lækkað byggingakostnað Varðandi skipulag og reglu- gerðir segir starfshópurinn, að lóöa- og skipulagsmál margra bæjar-og sveitarfélaga hafi lengi verið í ólestri. Skipulag hefur oft ast verið látið sitja á hakanum, og það leitt til tregðu bæjaryfirvalda til lóðaúthlutunar, jafnvel á þeim stöðum þar sem mikill húsnæðis- skortur hefur verið. Mistök i skipulagi er erfitt að lagfæra, og þvi mikið i húfi að nægur fyrirvari sé hafður á til að þau megi leiðrétta áður en upp- bygging svæða hefst. Skynsam- lega unnið bæjarskipulag og val svæðis fyrir mismunandi bygg- ingagerðir getur haft áhrif til lækkunar byggingakostnaðar. Meönákvæmum jarövegsrann- sóknum áöur en sjálf skipulags- vinnan hefst má foröast mistök eins og gerðust i Fossvogi i Reykjavik, en þar fór dýpt grunna niður á um 7 m. Þá er bent á, að með þvi að út- hluta hundruðum einstaklinga lóðum samtimis sbr. Fossvog og Breiðholt, er verið að kaffæra lánakerfið, og einnig er i þvi sam- bandi bent á þá fjárhagslegu meinsemd, sem þessu fylgir, þvi að þetta veldur gifurlegum sveifl- um i eftirspurn eftir vinnuafli i byggingaiðnaði og fjármagni lánastofnana. Væri skipulag unn- iö með nægum fyrirvara, svo fá mætti lóðir þegar þeirra er óskað, kæmust menn hjá þessum sveifl- um. óraunhæfar kvaðir skipulags- yfirvalda um gcrö og form húsa eru til trafala. Kvaöir um form húsa og stærð, lengd og lokun á- kveðinna veggja, ákveðinn þak- halla eöa flöt þök, eru aukaatriöi, hvað varðar nýtingu lands og fjármuna heildarinnar. Þetta hefur heldur engin áhrif önnur en auka fábreytni umhverfisins. Bent er á nauðsyn þess, að endurskoða reglugerðir og kvaðir yfirvalda um margvisleg atriði skipulags-og byggingamála, svo þær standi ekki i vegi fyrir eðli- legri og nauðsynlegri þróun. Sem dæmi um kvaðir, sem taka þyrfti til endurskoðunar eru nefndar kvaðir um ibúðir i kjallara eða risi. — Þegar þessar kvaðir voru settar fyrir áratugum, var ekki sú tækni fyrir hendi, sem nú er við þéttingu veggja og ekki voru þá heldur kvaðir um jarðvatnslagnir i kringum hús til að lækka vatns- borö. Þessar kvaðir hafa leitt til alls kyns vandamála i sambandi við slikt ibúðarhúsnæðien hafa þó alls ekki komið f veg fyrir, að kjallara- eða risibúðir séu byggð- ar. Meistarakerfið hemill á byggingaiðnað Vinnulöggjöfin tekur ekki tillit til fjöldaframleiðslu, hagræðing- ar og iðnvæðingár og hlýtur þvi að vera úrelt i veigamiklum atr- iðum, en hún er frá árinu 1927, segir i kaflanum um vinnuafl. I vinnulöggjöfinni er kveðið á um meistarakerfi i byggingaiðnaði, en hugsunin að baki þess var tvi- mælalaust sú, að kunnáttumaður i sérhverri iðngrein skyldi vera á- byrgur fyrir sinum Verkþætti. Meistarakerfi verður hins veg- ar ekki beitt við verksmiðjufram- leiðslu, þar sem i henni fléttast saman fjöldamargar iðngreinar. Mikill hluti vinnuafls við verkámiðjuframleiðslu er sér- hæfðir verkamenn, sem vinna undir stjörn faglærðra manna. Vist er að islenzka meistarakerfið hefur hamlandi áhrif, að minnsta kosti á iðnvæðingu i byggingaiðn- aði. Ein af forsendum fyrir eðli- legri þróun byggingaiðnaðarins i átt til iðnvæðingar er þvi tvi- mælalaust endurskoðun meist- arakefisins i þá átt, að kerfið standi slikri þróun ekki fyrir þrif- um. Starfshópurinn telur islenzka iðnaðarmenn ekki standa að baki erlendum starfsbræðrum sinum að hæfni og verkkunnáttu. Þó segir i skýrslunni, að þjálfunar- kennsla i byggingaiðnaði hafi ekki verið nægilega kerfisbundin, og reynsla i verkundirbúningi sé of litil. Um ákvæðistaxta segir, að þeir séu allt of lítið byggðir á tima- mælingum, og séu auk þess settir einhliða af iðnaðarmönnum, og ekki samið um þá við notendur, né fjallað um þá af hlutlausum aðilum. Verki ákvæðistaxtarnir lamandi á allar nýjungar i bygg- ingaiönaöi, þar sem fjárhagsleg- ur ávinningur af beitingu nýrrar tækni verður nær enginn. Af hálfu stéttafélaganna rikir allt of mikil ihaldssemi varðandi endurskoðun ákvæðistaxta, jafn- vel þótt margfalt timakaup sé fengiö, segir starfshópurinn. A þennan hátt geta félögin orðið dragbitur á eðlilega þróun i bygg- ingaiðnaði. Vegna hinna háu taxta reyna einstaklingar að vinna sem mest sjálfir i bygging- unum og annast umsjón með þeim, sem kemur niður á aðal- starfi þeirra. Væri fróðlegt að fá vitneskju um, hver heildarávinn- ingur þessa er fyrir þjóðfélagið? segir i skýrslunni. Starfshópurinn telur æskilegt, að komið yrði á fót embætti bygg- ingastjóra, sem ætti. að yfirtaka ábyrgð meistara við áritun á teikningar húsa. Jafnframt beri hann alla ábygrðá snurðulausri framkvæmd byggingarinnar og losar byggjanda við marghát: ið ónæði og óhagræði, er hann nú hefur. Byggingastjórinn ætti ann- að hvort að vera einn meistar- anna, húsateiknarinn, bygginga- verkfræðingur eða bygginga- tæknifræðingur eða fulltrúi verk- takafyrirtækis. Þá kemur fram i skýrslunni, að Norðmenn hafa komið upp verk- einingabónuskerfi, þar sem hinar ýmsu faggreinar, sem vinna að sömu verkeiningu skipta milli sin bónus eftir ákveðnu kerfi. Þar sem hagsmunir allra aðila sam- einast i þessu kerfi verður allt skipuiag auðveldara og snurðu- lausara og lélegt vinnuafl siast frá. Byggingakostnaður lægri úti á landi Samkvæmt spá um eftirspurn eftir Ibúöarhúsnæði, sem unnin hefur verið hjá Framkvæmda- stofnun rikisins, þarf að byggja 24 til 28 þúsund Ibúöir á árunum 1976 til 1985 til þess aö fullnægja eftir- spurninni. Hingað til hefur ekki verið hægt að framleiða meira en um 1500 til 1800 fullgerðar ibúðir á hverju ári, svo greinilega þarf að gripa til annarra ráða til þess að fullnægja Ibúðaþörfinni, aö þvl er fram kemur I kaflanum Stýring og stjórnun. Kemur þá fernt til greina, aö áliti starfshópsins: 1. Innflutningur á ibúöarhúsnæöi, sem framleitt er aö hluta til eöa aö öllu leyti erlendis. 2. Fjöldaframleiösla Ibúöa á byggingarstaö, byggt á mikilli tæknivæöingu og bættum byggingaaöferöum. Framhald á 19. siðu Mótauppsláttur er dýr, og þar fer mikið af verömætum viöarborðum í súginn, þar sem I staðinn mætti nota ódýrari plötur i mót. Þaö má rækta nytjaskóg á tslandi. Myndin er úr Hallormsstaöaskógi. Vegna hinnar miklu óðaverð- bólgu, sem íslendingar hafa búið viðundanfarið, hefur dregið mjög úr öllum áhuga á þvi að athuga skynsamlegri húsagerðir en hing- að tíl hafa verið. Byggjendur spara oft mikla fjármuni með þvi að keyra byggingu áfram, og vilja því ekki eyða þvima i að kanna nýjar leiðir. Starfshópur- inn nefnir þó tilraunir opinberra aðila, Framkvæmdanefndar byggingaáætlunar. og nokkurra einkaaðila til þess að draga úr byggingakostnaði með fram- leiðslu eininga og aukinni vélvæð- ingu i sambandi við mótagerð og ýmsa aðra verkþætti. — Með þessu er hinni hefðbundnu húsa- gerð beint inn á nýjar og skyn- samlegri brautir. Þá segir, að eflaust valdi verð- bólgan, að ekki þyki svara kostn- aði að hef ja framleiðslu á stöðluð- um gluggum og öðru sliku, þar sem markaðurinn byggist á mik- illi eftirspurn en litlu framboði og sihækkandi verði. Annars ætti stöðlun að hafa i' för með sér bæði spamað á vinnu og efni sem augljóslega lækkar bygginga- kostnað. Auk þess flýtti stöðlun mjög fyrir framkvæmdum, sér- lega á annatimum, þar sem hægt Skeljasandur og mulin hrafntinna voru mikiö notuö lyzta lag húsa fyrr á árum. Stóöst þetta lag furöuvel veörun, eins og mörg hús sýna. Nú hefur málning komiö I staöinn, og þarf hún mikiö viöhald. Yfirlitsskýrsla um stöðu, spá og þróun byggingaiðnaðar hér á Sandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.