Tíminn - 02.09.1975, Síða 13

Tíminn - 02.09.1975, Síða 13
TÍMINN 13 Halogen-ljós J-perur - ótrúlega mikiö Ijósmagn PERUR f ÚRVAU NOTIÐ ÞAÐ BESIA IITíOSSI H W Skipholti 35 • Símar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa Og enn aukum við úrvalið. Nú sýnum við hverju sinni um 60 stórar tepparúllur — og ekki nóg með það — þér getið þar fyrir utan valið úr yfir 100 sýnishornum CREDA-tauþurrkarinn er nauðsynlegt hjálpartæki á nútimaheimili og ódýrasti þurrkarinn I sinum gæöaflokki. Fjórar geröir fáanlegar. Ennfremur útblástursbarkar f/Creda, o.fl. þurrkara. Veggfestingar f/Creda T.D. 275 þurrkara. (Sýndur i bás 46 á vörusýn- ingunni). SMYRILL Armúla 7. — Simi 84450. BRAUN SYNCHRON PLUS Örþunnt platínuhúðað blað Það er leyndardómur hins snögga og mjúka raksturs Snöggur og mjúkur á raksturinn að vera. Hann á svo sannarlega ekki að vera harður og óþægilegur. Þess vegna er blaðið húðað örþunnri platínuhúð og það er mjúkt þegar það leggst þétt að húð þinni. Platínuhúðin er öruggasta tryggingin fyrir þægilegum, snöggum og mjúkum rakstri. Þessi þægilegi, snöggi og mjúki rakstur er ástæðan fyrir þvi, að þér kaupið og notið BRAUN SYNCHRON PLUS rakvélina. „Hvað gerist daginn þann”? Pétur Guðjónsson á Akranesi skrifar: Ég vil i upphafi taka það fram, að ég veit mæta vel hvað vinnustöðvun er, þvi ég hefi fylgzt með þróun verkalýðs- mála siðan 1944. Meðal annars hefi ég átt sæti i og verið for- svarsmaður i - stjórn sveina- félags og staðið að stofnun og viðurkenningu á öðru sveina- félagi en nóg um það. Hvað skeður svo, ef konur leggja niður vinnu i einn dag? Ég er mjög fylgjandi, að þær einmitt geri þetta. Þessu myndu að visu fylgja ýmis óþægindi, en ég held, að það væri allt i lagi, nema í einni starfsstétt, sem ég hefi alltaf metið mikils, en það er hjúkrunarstéttin og hjá öðrum starfskonum sjúkrahúsa. Að þessu undanskildu væri þetta mjög skemmtileg tilbreyting. Ekki sakna ég simans i einn dag. Ekki er nauðsyn að fá af- greiðslu i banka i einn dag. Verzlanir mega loka i einn dag, — að meðtöldum mjólkur- búðum. Ekki er svo mikið að gera á skrifstofum, að einn dagur vinnist ekki upp um siðir. t frystihúsum, þar sem lægst launuðu konurnar vinna að framleiöslustörfum þjóðarinn- ar, — yrði að isa fiskinn i einn dag, og vinna svo yfirvinnu. t mötuneytum starfshópa myndu áreiðanlega fást karlmenn, sem tækju að sér að malla einn dag — þvi margir karlar eru ágætis kokkar þótt þeir annars vinni önnur störf, og þvi ættu þeir konulausu ekki að svelta. Og þar með sný ég mér að þvi veigamesta, sem er og hefur alltaf verið vettvangur konunn- ar, — það eru heimilisstörfin. Ég held, að ég mæli fyrir munn mjög margra karla, ef ég segi að ekki sé vandi að hugsa um heimilið i einn dag! Sjálfur hugsaði ég um heimili mitt, — með minni vinnu — á þriðju viku nú nýverið meðan konan skrapp i skemmtireisu til útlanda. Að sjálfsögðu fór hún á vegum ein- hverra félagasamtaka eins og svomargir aðrir m.a. karlmenn gera. Nú og aftur er ég rita þessar linur, hugsa ég um heimilið, þvi nú er það sjúkra- hússvist hjá frúnni. Að visu veit ég, að fjöldi karla hefur hvorki þekkingu.vilja eða getu til að hugsa um heimili jafnvel i einn dag, en þeir hefðu gott af að reyna það i einn dag, ef ekki lengur. Mér finnst aö koma mætti upp kennslu i þeim fræðum fyrir þessa menn, þvi i ýmsum tilfellum, svo sem veik- indum, getur það komiö sér vel, að þeir séu reiðubúnir að taka aö sér þau störf um stundar sak- ir. Aftur vil ég vikja að sjálfum mér (og sem fulltrúi þeirra, sem geta annazt heimilisstörf i viðlögum). Ég hafði lengi fyrir sið, á meðan börnin voru yngri og konan vann ekki úti, að elda matinn á sunnudögum — og hafði gaman af! Heimilisstörf hefi ég flest unnið, þó ekki þvegið stórþvott, og litið bakað. Hér áður fyrr pressaði ég bux- ur, stifaði skyrtur og strauk flikur, festi tölur (geri reyndar enn), stoppaði i göt og jafnvel faldaði ég barnableyjur og gengiö hefi ég frá föíum á ung- bam. Sem krakki gekk ég i sokkum og með vettlinga sem pabbi prjónaði i höndum. Minnisstætt mun dóttur minni er ég stoppaði i þumalinn á vettlingnum hennar, er mamma vildi ekki gera það, þvi gatið var nagað á! En þá vil ég snúa mér að úti- vinnu kvenna, — hún er oft unn- in af meiri vanþörf en þörf, vegna tekna heimilisins. 1 fyrsta lagi hefur kona með litið heimili og góða aðstöðu svo litið að gera heima, að hún hefur gaman af að skreppa út hálfan daginn eða svo og vinna úti á meðal fólks. 1 öðru lagi er það lúxusinn, sem verið er að strekkja við, — safna i Spánar- ferð, —fyrir nýjum bH, — fötum á sjálfa sig, — finni húsbúnaði og fleira, sem hún vill hafa eins og jafnvel meira af en nágrann- inn eða vinkonan. Og það er einmitt þetta lúxus- æði, sem viðgengst og mér finnst, að konur ættu að beita sér fyrir að minnka, þvi það gengur út i öfgar á flestum sviðum. Hitt er svo annaö mál, að atvinnuvegir þjóðarinnar þarfnast starfskrafta sem flestra kvenna, ekki sizt i fisk- vinnslu, sem er undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar. Stafar það ekki hvað sizt af þvi, að stór hópur ungra kvenna (og karla) slæpist i rándýrum skólum fram yfir tvítugsaldur og nær þar svo kannski vafasömum árangri. Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að kvenréttindabar- átta á Islandi sé löngu liöin tið. Konur hafa það jafngott og karl- ar og á sumum sviðum mun betra. Það er min skoðun að þar sem þær kynnu að ná lengra yrði það þeim beint i óhag. Heimilið á fyrst og fremst að vera vettvangur konunnar, og verk ungra kvenna ætti að vera að búa sig sem bezt undir það vandasama starf að verða góð húsmóðir. Þetta mun ég rök- styðja siðar ef tilefni gefst, en ekki meira um þetta að sinni þvi i raun hefi ég nú fengið ofnæmi fyrir þessu svonefnda „kvenna- ári”. AUGLÝSIÐ í TÍMANUAA Fæst í raftækjaverzlunum í Reykjavík og víða um land og hjá okkur.— Verð kr. 12.385. Sími sölumanns er i-87-85. BRAUN-UMBOÐIÐ: RAFTÆKJAVERZLUN ÍSLANDS af hinum þekktu dönsku WESTON teppum, sem við útvegum með tveggja til fjögurra vikna fyrirvara. — Við bjóðum einnig skozkar ryamottur og indverskar, kínverskar og tékk- neskar alullarmottur. Við sjáum um máltöku og ásetningu. Ægisgötu 7 — Sími 17975/76 Teppadeild • Hringhraut 121 • Simi 10-603

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.