Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 2. september 1975. LÖGREGLUHA TARINN eftir Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal — Hlustaðu nú á mig..... byrjaði Kling. — ÞÚ SKALT HLUSTAÁ MIG. Ég vil fá f imm þúsund dollara í ómerktum eins dollara seðlum. Peningana á að setja í stálskrínu undir nesti. Skrínuna á að fara með að Þriðja bekknumáClinton-götu — rétt við gangstíginn inn í Grover-skrúðgarðinn. AAeira seinna, sagði maðurinn og lagði tólið á. — Þetta verður meiri skrípaleikurinn, sagði Kling við Haws. — Þaðmánúsegja. Eigum viðaðhringjaí Pete? — Við skulum bíða þar til þetta er orðið f ullljóst, sagði Kling og stundi. Hann reyndi að einbeita sér að skýrsl- unni, sem hann var að vélrita. Síminn hringdi ekki aftur fyrr en klukkan hálf tólf. Þegar Kling lyfti tólinu, þekkti hann mannsröddina eins og skot. — Ég endurtek, sagði maðurinn. Ég vil að matar- skrínan sé látin við þriðja bekkinn á Clinton-götu, við gangstíginn inn í Grover skrúðgarðinn. Skrínan verður ekki sótt ef f ylgzt verður með bekknum eða sendiboðinn verður í fylgd með öðrum. Þá verður lögregluf ulltrúinn drepinn. — Viltu láta skilja fimm þúsund dollara eftir á bekk í skrúðgarði, spurði Kling, grallaralaus. — Þú skildir það rétt, sagði maðurinn og lagði tólið á. Heldur þú að þetta sé allt ogsumt, spurði Kling félaga sinn. — Ég veit það ekki, svaraði Haws og leit á veggklukk- una. Viðskulum gefa honum f rest til miðnættis. Ef hann hringir ekki aftur fyrir þann tíma — þá höf um við sam- band við Pete. — Gott og vel, sagði Kling.....Að svo búnu sneri hann sér að ritvélinni á ný. Hann þrælaðist við verkið, hálf- inn og notaði sex f ingra kerf i, sem var algerlega hans eigin hugarsmíð. Hann vann hratt og gerði sæg af ritvill- um. Kfcpnn leiðrétti og þurrkaði út eftir eigin geðþótta. Kling fyrirleit þá pappírsvinnu, sem fylgdi lögreglu- mannsstarfinu. Hann velti því fyrir sér hvernig manni gat komið til hugar að skilja nestisskrínu eftir á skrúð- garðsbekk, þar sem hver og einn gæti hirt hana. Þá bölv- aði hann ritvélinni, sem það opinbera bauð ypp á. Síðast en ekki sízt hugleiddi hann hvernig nokkur maður gat verið svo óf yrirleitinn og djarf ur, að kref jast f imm þús- und dollara fyrir að fremja EKKI morð. Osiálf rátt qlotti hann við vinnu sína. Hann var yngsti leynilögreglumað- urinn í lögregludeildinni og var andlit hans því ekki markað rúnum starfsins. Hann var Ijóshærður 6 fet á hæð. Augun voru eins og í móðu en ahdlitssvipurinn hreinn og opinskár. Hann var í hálf erma skyrtu, gulri, og brúnan sportjakkann hengdi hann á stólbakið. Colt. 38 leynilög- regluskammbyssan, sem hann notaði alla jafnan var í byssuhylkinu í efstu skúffunni í skrifborðinu hans. Síminn hringdi sex sinnum næsta hálftímann, en ekk- ert þessara símtala var frá manninum, sem hótað hafði að myrða Cowper. Kling var að Ijúka við skýrsluna, sem var upptalning á mönnum, sem yfirheyrðir voru vegna ránsins á Ainsley-götu. Þá hringdi síminn á ný. Kling teygði sig ósjálfrátt eftir tólinu. Haws lyfti aukatólinu einnig ósjálfrátt. " — Síðasta hringingin í kvöld, sagði maðurinn. Ég vil fá peningana fyrir hádegi á morgun. Við erum nokkrir saman í þessu, svo þið skuluð ekki reyna að handtaka þann, sem sækir lausnarféð. Annars verður lögreglu- fulltrúinn drepinn. Verði nestisskrínan tóm, í henni pappírssnifsi eða falsaðir seðlar eða merktir — sem sagt, verði peningarnir ekki á umræddum bekk f yrir há- degi á morgun þá fer vígvélin í gang og lögreglufulltrú- inn verður myrtur. Afsakanir duga ekki. Ef þú vilt spyrja einhvers, þá er tækifæri til þess nú. — Þú heldur þó ekki i alvöru að við réttum þér f imm þúsund dollara á silfurfati? — Nei. í nestisskrínu..... Enn einu sinni hafði Kling það á tilf inningunni að maðurinn væri að brosa. — Ég verð að ræða þetta við f lokksforingjann, sagði Kling. — Og hann verður áreiðanlega að ræða við lögreglu- fulltrúann, sagði maðurinn. — Get ég haft samband við þig, sagði Kling.....Þarna tef Idi hann á tvær hættur og vonaði að maðurinn f leipr- aði út úr sér heimilisfangi eða símanúmeri. — Þú verður að tala hærra» Ég heyri svolitið illa, sagði maðurinn. — Ég sagði — get ég haft samband við........ ( sömu andrá lagði maðurinn tólið á. Þriðjudagur 2. september 7.00 Morgunútvarp. ' Morgunstund barnanna kl. 8.45: Arnhildur Jónsdóttir les söguna „Sveitin heillar" eftir Enid Blyton (8). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög á milliatriöa. Morgunpoppkl. 10.25. Hljómplötusafniö kl. 11.00: Endurtekinn þáttur Gunnars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Vio vinnuna: Tdnleikar. 13.30 t léttum dúr. Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 14.30 Miðdegissagan: i Rauo- árdalnum eftir Jdhann Magnús Bjarnason. örn Eiðsson les 25. lestur, sögu- lok. 15.00 Miðdegistdnleikar: Is- lenzk tónlist. a. Trló fyrir pianó, fiðlu og selló eftir. Sveinbjörn Sveinbjörnsson. ólafur Vignir Albertsson, Þorvaldur Steingrímsson og Pétur Þorvaldsson leika. b. Lög eftir Skúla Hallddrsson. Sigurveig Hjaltested syng- ur, höfundur leikur á pi'anó. c. íslenzk þjóðlög i útsetn- ingu Hafliða Halígrímsson- ar. Hafliði Hallgrímsson leikur á selló og Halldór Haraldsson á pianó. d. Lög eftir Sigfus Hallddrsson í út- setningu MagnUsar Ingi- marssonar. Sinfónluhljóm- sveit Islands leikur; Páll P. Pálsson stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Slðdegispopp. 17.00 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Ævintýri Pick- wicks" eftir Charles Dick- ens. Bogi Olafsson þýddi. Kjartan Ragnarssoh leikari les (6). 18.00 Tdnleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Asatrú.Jón Hnefill Aðal- steinsson fil. lic. flytur ann- að erindi sitt. 20.00 Lögunga fólksins.Ragn- heiður Drlfa Steinþdrsddttir kynnir. 21.00 Úr erlendum blöðum. Ólafur Sigurðsson frétta- maður tekur saman þáttinn. 21.25 Schubert og Kodály. a. „Rdsamunda", forleikur eftir Franz Schubert. Fil- harmdnlusveitin I Vin leik- ur, Rudolf Kempe stjdrnar. b. „Harry János" hljóm- sveitarsvita eftir Zoltan Kodály. Sinfdniuhljómsveit Berllnarútvarpsins leikur, Ferenc Fricsay stjdrnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrdk" eftir Poul Vad.Úlfur Hjörvar les þýð- ingu slna (9). 22.35 Harmonikulög. Charles Camilleri og félagar leika. 23.00 A hljdðbergi. „Astarllf I Færeyjum" og aðrir gam- anþættir. Woody Allen flyt- ur. 23.25 Fréttir I stuttu máli. Daeskrárlok. Þriöjudagur 2. september 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Lifandi myndir Þýskur fræðslumyndaflokkur. 5. þáttur. Þýðandi Auður Gestsddttir. Þulur Ólafur Guðmundsson.________ 20.50 Svona er ástinBandarisk gamanmyndasyrpa. Þýð- andi Jdn O. Edwald. 21.40 Olga Korbút Bresk heimildamynd um sovésku fimleikastúlkuna Olgu Korbút, eða „spörfuglinn", eins og landar hennar nefna hana. Þýðandi Dóra Haf- steinsddttir. Þulur Ddra Hafsteinsddttir. 22.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.