Tíminn - 02.09.1975, Qupperneq 14

Tíminn - 02.09.1975, Qupperneq 14
14 TÍMINN ÞriOjudagur 2. september 1975. LÖGREGLUHA TARINN eftir Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal — Hlustaðu nú á mig.... byrjaði Kling. — ÞÚ SKALT HLUSTAÁMIG. Ég vil fá fimm þúsund dollara í ómerktum eins dollara seðlum. Peningana á að setja í stálskrínu undir nesti. Skrínuna á að fara með að Þriðja bekknum á Clinton-götu —rétt við gangstíginn inn i Grover-skrúðgarðinn. Meira seinna, sagði maðurinn og lagði tólið á. — Þetta verður meiri skrípaleikurinn, sagði Kling við Haws. — Það má nú segja. Eigum við að hring ja í Pete? — Við skulum bíða þar til þetta er orðið f ullljóst, sagði Kling og stundi. Hann reyndi að einbeita sér að skýrsl- unni, sem hann var að vélrita. Síminn hringdi ekki aftur fyrr en klukkan hálf tólf. Þegar Kling lyfti tólinu, þekkti hann mannsröddina eins og skot. — Ég endurtek, sagði maðurinn. Ég vil að matar- skrínan sé látin við þriðja bekkinn á Clinton-götu, við gangstíginn inn í Grover skrúðgarðinn. Skrínan verður ekki sótt ef fylgzt verður með bekknum eða sendiboðinn verður í fylgd með öðrum. Þá verður lögreglufulltrúinn drepinn. — Viltu láta skilja f imm þúsund dollara eftir á bekk í skrúðgarði, spurði Kling, grallaralaus. — Þú skildir það rétt, sagði maðurinn og lagði tólið á. Heldur þú að þetta sé allt og sumt, spurði Kling félaga sinn. — Ég veit það ekki, svaraði Haws og leit á veggklukk- una. Við skulum gef a honum f rest til miðnættis. Ef hann hringir ekki aftur fyrir þann tíma — þá höfum við sam- band við Pete. — Gott og vel, sagði Kling.Að svo búnu sneri hann sér að ritvélinni á ný. Hann þrælaðist við verkið, hálf- inn og notaði sex fingra kerfi, sem var algerlega hans eigin hugarsmíð. Hann vann hratt og gerði sæg af ritvill- um. H$pnn leiðrétti og þurrkaði út eftir eigin geðþótta. Kling fyrirleit þá pappírsvinnu, sem fylgdi lögreglu- mannsstarfinu. Hann velti því fyrir sér hvernig manni gat komið til hugar að skilja nestisskrínu eftir á skrúð- garðsbekk, þar sem hver og einn gæti hirt hana. Þá bölv- aði hann ritvélinni, sem það opinbera bauð ypp á. Síðast en ekki sízt hugleiddi hann hvernig nokkur maður gat verið svo ófyrirleitinn og djarfur, að kref jast f imm þús- unddollara fyrir aðfremja EKKI morð. Ósjálfrátt qlotti hann við vinnu sína. Hann var yngsti leynilögreglumað- urinn í lögregludeildinni og var andlit hans því ekki markað rúnum starfsins. Hann var Ijóshærður 6 fet á hæð. Augun voru eins og í móðu en ahdlitssvipurinn hreinn og opinskár. Hann var í hálferma skyrtu, gulri, og brúnan sportjakkann hengdi hann á stólbakið. Colt. 38 leynilög- regluskammbyssan, sem hann notaði alla jafnan var í byssuhylkinu í efstu skúffunni í skrifborðinu hans. Sfminn hringdi sex sinnum næsta hálftímann, en ekk- ert þessara símtala var frá manninum, sem hótað hafði að myrða Cowper. Kling var að Ijúka við skýrsluna, sem var upptalning á mönnum, sem yfirheyrðir voru vegna ránsins á Ainsley-götu. Þá hringdi síminn á ný. Kling teygði sig ósjálfrátt eftir tólinu. Haws lyfti aukatólinu einnig ósjálfrátt. ■ — Síðasta hringingin í kvöld, sagði maðurinn. Ég vil fá peningana fyrir hádegi á morgun. Við erum nokkrir saman í þessu, svo þið skuluð ekki reyna að handtaka þann, sem sækir lausnarféð. Annars verður lögreglu- fulltrúinn drepinn. Verði nestisskrínan tóm, í henni pappírssnifsi eða falsaðir seðlar eða merktir — sem sagt, verði peningarnir ekki á umræddum bekk f yrir há- degi á morgun þá fer vígvélin í gang og lögreglufulltrú- inn verður myrtur. Afsakanir duga ekki. Ef þú vilt spyrja einhvers, þá er tækifæri til þess nú. — Þú heldur þó ekki í alvöru að við réttum þér f imm þúsund dollara á silfurfati? — Nei. I nestisskrínu. Enn einu sinni hafði Kling það á tilfinningunni að maðurinn væri að brosa. — Ég verð að ræða þetta við flokksforingjann, sagði Kling. — Og hann verður áreiðanlega að ræða við lögreglu- fulltrúann, sagði maðurinn. — Get ég haft samband við þig, sagði Kling.Þarna tef Idi hann á tvær hættur og vonaði að maðurinn f leipr- aði út úr sér heimilisfangi eða símanúmeri. — Þú verður að tala hærra, Ég heyri svolítið illa, sagði maðurinn. — Ég sagði — get ég haft samband við....... I sömu andrá lagði maðurinn tólið á. Sérstök dagskrá um Hvell-Geira. Mongo var kölluö^ djöfla-plánétan af manninum sem fystsá hana... ,'lHiln varlangt úti I geimnum lltil pláneta, langur eldhali j stóB aftur úrhenni... _ ílilll BMiil 1 Þriðjudagur 2. september 7.00 Morgunútvarp. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Amhildur Jónsdóttir les söguna „Sveitin heillar” eftir Enid Blyton (8). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög á milliatriða. Morgunpoppkl. 10.25. Hljómplötusafniö kl. 11.00: Endurtekinn þáttur Gunnars Guðmundssonar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 13.30 1 léttum dúr. Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 14.30 Miðdegissagan: i Rauð- árdalnum eftir Jóhann Magnús Bjarnason. örn Eiðsson les 25. lestur, sögu- lok. 15.00 Miðdegistónleikar: is- lenzk tónlist. a. Trió fyrir pianó, fiðlu og selló eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Ólafur Vignir Albertsson, Þorvaldur Steingrimsson og Pétur Þorvaldsson leika. b. Lög eftir Skúla Halldórsson. Sigurveig Hjaltested syng- ur, höfundur leikur á pianó. c. Islenzk þjóðlög i útsetn- ingu Hafliða Hallgrimsson- ar. Hafliði Hallgrimsson leikur á selló og Halldór Haraldsson á pianó. d. Lög eftir Sigfús Halldórsson i út- setningu Magnúsar Ingi- marssonar. Sinfóniuhijóm- sveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Siðdegispopp. 17.00 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Ævintýri Pick- wicks” eftir Charles Dick- ens. Bogi Ólafsson þýddi. Kjartan Ragnarsson leikari les (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Asatrú.Jón Hnefill ABal- steinsson fil. lic. flytur ann- að erindi sitt. 20.00 Lögunga fólksins. Ragn- heiður Drlfa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 (Jr erlendum blöðum. Ólafur Sigurðsson frétta- maður tekur saman þáttinn. 21.25 Schubert og Kodály. a. „Rósamunda”, forleikur eftir Franz Schubert. FIl- harmóniusveitin i Vin leik- ur, Rudolf Kempe stjórnar. b. „Harry János” hljóm- sveitarsvita eftir Zoltan Kodály. Sinfóniuhljómsveit Berlinarútvarpsins leikur, Ferenc Fricsay stjórnar. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbrúk” eftir Poul Vad.Úlfur Hjörvar les þýð- ingu sina (9). 22.35 Harmonikulög. Charles Camilleri og félagar leika. 23.00 A hljóðbergi. „Ástarlif I Færeyjum” og aðrir gam- anþættir. Woody Allen flyt- ur. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Daeskrárlok. 2. september 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Lifandi myndir Þýskur fræöslumyndaflokkur. 5. þáttur. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur ólafur Guömundsson. 20.50 Svona er ástinBandarisk gamanmyndasyrpa. Þýð- andi Jón O. Edwald. 21.40 Olga Korbút Bresk heimildamynd um sovésku fimleikastúlkuna Olgu Korbút, eða „spörfuglinn”, eins og landar hennar nefna hana. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Þulur Dóra Hafsteinsdóttir. 22.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.