Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 2. september 1975. TIMINN 15 Umsjón: Sigmundur 0. Steinarsson=iÉ=i „Eru þao ekki mörkin sem gilda?" — sagði Tommy Docherty, eftir að United vann sigur (1:0) yfir Stoke á sjálfsmarki Dodd — Eru þaö ekki mörkin, sem gilda? sagði Tommy Docherty, framkvæmdastjóri Manchester Unitéd, veftir að United haföi unnið sætan sigur (1:0) yfir Stoke á Victoriu-leikvellinum. Mark United-liösins kom eftir mistök I vörn Stoke, eftir aö Gerry Daly hafði sent knöttinn inn I vita- teiginn — þar sem Alan Dodd varö fyrir þvi óhappi, að skora sjálfsmark. — Ég er ánægður meö hvert stig, sem við fáum á útivelli, og þess vegna get ég ekki annao en vcriö ánægður með leikinn, sagði Docherty, og siöan bætti hann við brosandi: — Ég skil ekki þessi læti út af einu marki. Manchester United heldur forystu sinni, og situr nú eitt á toppinum i ensku 1. deildar- keppninni. Ipswichliðið, sem hefur byrjaö keppnistimabiliö mjög illa, vann langþráöan sigur (4:2) á Portman Road, þegar Birmingham kom þangað i heimsókn. Trevor Whymark (2) David Johnson og Bryan Hamilton skoruðu mörk liðsins i fyrri hálfleik, en i slðari hálfleik náöi Bob Hatton aö minnka muninn, með þvl að skora tvisvar sinnum. Lögregluþjónar höföu I mörgu að snúast á laugardaginn, þegaf leikirnir I ensku knattspyrnunni, fóru fram. Mestu lætin brutust út i „hattaborginni" Luton, þegar heimamenn unnu góðan sigur (3:0) yfir Chelsea. Johnny Aston var þar rekinn af leikvelli, en siðan þurfti að stöðva leikinn, þegar áhangendur Chelsea réðust inn á völlinn og lumbruðu á öllum þeim leikmönnum Lutons, sem þeir náðu i. Lögreglan þurfti að skerast i leikinn — og hreinsa til á vellinum. En nóg um það, snúum okkur aftur að leikjunum I 1. deildarkeppninni. Englandsmeistararnir frá Derby verða að sýna betri leik, heldur en þeir sýndu gegn Ever- ton á Goodison Park, ef þeir ætla að verja meistaratitilinn. Ever- ton átti ekki I vandræðum meö þá — Mike Lyons skoraði fyrra mark Evertori-iiðsins, en slðan innsigl- aði Bob Latshford sigur Mer- sey-liðsins, með stórkostlegu marki. / KEVIN KEEGAN var I sviðs- ljósinu, þegar Liverpool mætti Leicester á Filbert Street. Þessi snjalli enski landsliðsmaöur mis- notaði vitaspyrnu I siðari hálfleik. Keegan bætti þessi mistök upp, þegar hann stuttu slðar skoraði gott mark og tók forustuna fyrir „Rauða herinn". En markið dugði skammt, því að Keith Well- erjafnaði (1:1) fyrir heimamenn og þannig lauk leiknum. Manchestér City lék sér að- Newcastle, eins og köttur að mús STAÐAN STAÐAN er nú þessi I 1. deildar- keppninni I Englandi: Man.Utd.........5 4 10 11:2 9 WestHam........5 3 2 0 9:6 8 Q.P.R............5 2 3 0 11:7 7 Everton..........5 3 11 8:5 7 Leeds,.............5 3 11 6:5 7 Coventry.........522 18:4 6 Arsenal..........52 2 1 5:3 6 Liverpool........5 22 1 9:7 6 Man.City........52 12 8:4 5 Burnley..........5 13 1 7:5 5 Newcastle.......5 2 12 9:8 5 Middlesb.........5 2 1 2 5:6 5 AstonVilla.......5 2 12 7:8 5 Stoke............5 12 2 5:6 4 Tottenham.......5 122 6:7 4 Ipswich..........'5122 5:7 4 Leicester ........5 0 4 1 6:9 4 Norwich.........5 12 2 9:11 4 Derby............5 12 2 6:11 4 Wolves...........5 0 3 2 4:7 3 Birmingham ___5 0 1 4 5:12 1 Sheff. Utd........5 0 1 4 3:14 1 — það var algjör einstefna að marki Newcastle-liðsins, en leik- menn þess voru eins og skóla- strákar I höndunum á sterkum leikmönnum City. Þetta kom á ó- vart, þvl að Newcastle hefur átt góða leiki að undanförnu og leikið skemmtilega knattspyrnu. Denis Tueartkom City á sporiö, þegar hann skoraði tvö fyrstu mörk leiksins úr vltaspyrnum og slðan bætti Joe Royle öðrum tveimur mörkum við og sigur (4:0) City var I öruggri höfn. PETER NOBLE.sem var held- ur betur á skotskdnum á Turf Moor, var hetja Burnley gegn Middlesborough. Eftir að Arm- strong hafði náð forustu (0:1! fyrir „Boro", tók Noble til sinna ráða og svaraði með þremur mörkum — „hat-trick" — og síð- an innsiglaði Ray Hankin fyrsta sigur Burnleys á keppnistlmabil- inu. LEEDS vann öruggan sigur yfir Sheffield United, sem hefur byrjað keppnistímabilið mjög illa — fengiö á sig 14 mörk, en skorað aðeins 3. Alan Clarkeog Duncan McKenzie skoruðu mörk Leeds I leiknum, sem var afspyrnuléleg- ur. NORWICH náði stigi af Totten- ham á White Hart Lane I Lundún- um. Tottenham náði tvisvar for- ustu — John Pratt og John Duncan, en markaskorara Nor- wich, þeir Phil Boyer og Ted MacDougall, jöfnuðu I bæði skipt- in fyrir Norwich. Queens Park Rangers hafði mikla yfirburði yfir West Ham, en leikmenn liðsins þurftu að sætta sig við jafntefli (1:1). Don Givensskoraði mark Q.P.R. eftir að Mervin Day, markvörður „Hammers" hafði misst knöttinn frá sér. Eftir það sóttu leikmenn Q.P.R. nær stöðugt að marki West Ham, en án árangurs. Leik- menn liðsins voru orðnir of sigur- vissir og ákal'ir I sókninni, aö þeir náðu ekki að verja I einni skyndi- sókn, sem West Ham átti I slðari hálfleik —það kostaði þá mark og annað stigið. Biliy Jenkings jafn- aði (1:1) fyrir West Ham. Coventry-liöið átti skilið að tapa á Villa Park I Birmingham, þegar það lék gegn Aston Villa. TREVOR WHYMARK..... skor- aði tvö góð mörk fyrir Ipswich á Portman Road. Coventry, sem hefur leikið mjög góöa knattspyrnu á keppnistlma- bilinu, hugsaði eingögnu um varnarleik á Villa Park, þannig að Aston Villa var I stöðugri sókn. Varnarleikurinn kostaði , Coventry tap — Ray Graydon skoraði sigurmark Villa-liðsins. MIKE CHANNON fyrirliði Dýrlinganna frá Southampton, sem er enn á sölulista hjá Southampton, skoraði sigurmark (1:0) Dýrlinganna gegn Play- mouth. Southampton hefur nú forustu I 2. deildarkeppninni (7 stig), ásamt Sunderland, sem vann góðan sigur (2:0) yfir Blackpool. Tony Tower skoraði bæði mörk liðsins. 1. DEILD Aston Villa—Coventry ....___1:0 Burnley—Middlesb...........4:1 Everton—Derby..............2:0 Ipswich—Birmingham .......4:2 Leicester—Liverpool.........1:1 Man.City—Newcastle........4:0 Q.P.R.—West Ham...........1:1 Sheff.Utd.—Leeds ...........2:0 Stoke—Man.Utd.............0:1 Tottenham—Norwich.........2:2 Wolves—Arsenal.............0:0 2. DEILD Föstudagur: Charlton—Oxford............2:1 Orient—Portsmouth..........0:1 Southampton—Plymouth.....1:0 Laugardagur: BristolC—BristolR..........1:1 Carlisle—Blackburn..........0:1 Fulham—W.B.A..............4:0 Luton—Chelsea ..........___3:0 Nott. For—Notts C............0:1 Oidham—Hull................1:0 Sunderland—Blackpool.......2:0 York—Bolton ................1:2 Erlendur kostoði yfir OL lágmarkið ERLENDUR VALDIMARSSON, kringlukastarinn snjalli úr SR, tryggði sér farseðilinn á OL I Montreal um helgina, þegár hann kastaði kringiunni 59 m á kast- móti SR. Olympiumarkið var 57,50 m i kringlukasti — svo að Erlendur kastaði vel yfir það, Erlendur er þriðji tslendingurinn sem tryggir sér farseðilinn til Montreal — hinir eru Hreinn Hallddrsson, kúluvarpari og Giistaf Agnarsson, lyftingar. • • • Heimsmet í Sof íu Landsliðssveit Búlgariu I 4x800 m boðhlaupi kvenna, setti nýtt glæsilegt heimsmet á Vasil Levski-leikvellinum I Sofiu á laugardaginn. Þær Nikolina Shtereva, Lilyana Tomova, Rossitsa Penlivanova og Svetla Zlateva skipuðu sveitina sem hljóp vegalengdina á 8:05.2 minútum. Búlgarar áttu einnig gamla metið — 8:08.6 mlnútur. JOHANNES SEM KLETTUR í VÖRNINNI — en þao dugoi ekki gegn Glasgow Rangers Á laugardag hófst keppnin I skozku „Premier"-deildinni. t fyrstu umferð mættust erkifjendurnir Rangers og Celtic á Ibroz-vellinum I Glasgow, en svo nefnist völlur Rangers. Ahorfendur voru 74.000, og fengu þeir svo sannarlega að sjá góðan íeik fyri'r peningana. Jóhannes Eðvaldsson lék með Celtic og þótti hann sýna mjög góðan leik og var gjarnan likt við fyrir- rennara sinn I Celtic liðinu, Billy McNeil. Leiknum var lýst I BBC og næstum þvi i hvert skipti, sem Jóhannes kom við knöttinn var honum hrósað á hvert reipi af þulnum sem lýsti, hann sagði, að Jóhannes væri sem klettur i vörn og mjög' hættulegur I sókninni. Celtic var fyrri til að skora JÓHANNES EDVALDSSON..... fékk mikið hrós hjá þuli BBC-út- varpsstöövarinnar. mark. Það gerði Kenny Palglish á 42. minútu leiksins. I seinni hálfleik herti Rangers sóknina og bar það tilætlaðan árangur. Fyrst jafnaði Perek Johnstone metin fyrir þá, og siðan skoraði fyrrum Coventry leikmaöurinn Quentin Young sigurmark Rangers. Þegar u.þ.b. korter var eftir af leiknum var Alex McDonald úr Rangers visað af velli, og eftir það sótti Celtic án afiáts, en tókst ekki að koma knettinum framhjá hinum frábæra McCloyimarki Rangers. Úrslitin i 1. umferð i Skotlandi urðu annars þessi: Dundee-Aberdeen 3-2 Hibernian-Hearts 1-0 Motherwell-Ayr i-i Rangers-Celtic 2-1 St. Johnstone-DundeeUtd. 1-0 Eins og sjá má tapa and- stæðingar Keflavikur i UEFA bikarnum, Dundee Utd., fyrsta leik sinum i deildinni. ó.O.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.