Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 17
Þriðiudagur 2. september 1975. TÍMINN 17 KAMPAKATIR Skagamenn taka við íslandsmeistarabikarnum: —Jóhannes, Matthias, Þröstur, Teitur, Jón Gunnlaugsson, Guðjón, Karl, . Georg Kirby, þjálfari, Björn, Árni, Jón Alfreðsson, fyrirliöi, Hörður J., Davið og Hörður Helgason (Timamynd Gunnar) Valsmenn fær&u Skaaa mönnum meistaratitilinn SIGUR Valsmanna yfir Frömur- um færði Akurnesingum tslands- meistaratitilinn 1975. Skaga- menn, sem hiutu 19 stig, vörðu þvi meistaratitilinn, en Framarar, sem urðu i öðru sæti og hljóta þvi sæti i UEFA-bikarkeppni Evrópu, fengu 17 stig. Sannarlega var mjótt á mununum, að ekki þyrfti að koma til úrslitaleiks miili Akraness og Fram um meistara- titilinn. En sérstaklega ákveðinn leikur Valsmanna, færði þeim sigur (3:2) gegn Fram I siöasta leik deildarinnar og þar með færðu Valsmenn Akurnesingum meistaratitilinn á silfurbakka. Islandsmeistarar Akraness tryggðu sér sigur (1:0) gegn Kefl- vikingum i siöasta leik sinum i deildinni. Leikurinn fór fram uppi á Skaga á laugardaginn i mikilli rigningu og afleitu knattspyrnu- veöri. Skagamenn skoruðu sigur- markið úr vitaspyrnu, sem dæmd var á Gisla Torfason, sem hand- lék knöttinn inn I vitateig. — ,,Það var ekkert annaö hægt aö gera, en dæma vitaspyrnu — Gisli kastaði sér fram og sló knöttinn með hendinni”, sagöi Bjarni Pálmason, dómari leiksins, um vitaspyrnudóminn. Matthías Hallgrimsson skoraöi örugglega — með því að leggja Fram að velli ★ Vítaspyrna færði Skagamönnum sigur (1:0) gegn Keflvíkingum ★ Akranes, Keflavík og Fram í Evrópukeppnina úr vitaspyrnunni og þar með hlaut hann nafnbótina „Marka- kóngur Islands 1975” — skoraði 10 mörk i 1. deild. Sigur Skagamanna var sann- gjarn, þeir voru betri aðilinn i leiknum. Keflvikingar léku án ól- afs Júliussonar, sem er meiddur, Einars Gunnarssonar, sem er i leikbanni og Karls Hermannsson- ar, sem fékk ekki fri frá vinnu — furöulegt. Teitur Þórðarson lék ekki með Skagamönnum, þar sem hann var i leikbanni. Það er nú útséð hvaða liö leika fyrir hönd Islands I Evróþu- keppninni i knattspyrnu næsta sumar. Islandsmeistararnir frá Akranesi taka þátt I Evrópu- keppni meistaraliða, Keflviking- ar taka þátt I Evrópukeppni bikarhafa — þótt að svo fari, að þeir tapi úrslitaleik bikarkeppn- innar gegn Skagamönnum — og Framarar taka þátt i UEFÁ-bik- arkeppninni i Evrópu. SKAGAMENN fóru inn I búnings- klefa Vals og þökkuðu þeim fyrir aðstoðina. Hér sjást þeir Jón Gunnlaugsson, meö bikarinn, og Hermann Gunnarsson. ÓMAR FÆRDI VÍKINGUM SIGUR Á GJAFABAKKA — þegar Víkingar unnu sigur (2:0) yfir FH í tilþrifalitlum leik d Kaplakrika Á fimm-minútna kafla i byrjun siöari hálfleiks tryggðu Vikingar sér sigur gegn FH-ingum á heimavelli þeirra siðarnefndu. Kaplakrikavelli I Hafnarfirði, á laugardag. Fyrra markið kom strax á fyrstu min. siðari hálf- ieiksins — óskar Tómasson fékk þá boltann á miðjum vellinum og lék með hann spölkorn i átt að marki FH-inga og reyndi mark- skot. Jón Jónsson, bakvöröur náði þá boltanum við vitateig, en ósk- ar náði boltanum af honum og lék laglega á ómar Karlsson, mark- vörð sem kominn var I „skógar- ferð” aö vitateigslinu. Gaf Óskar boltann til Stefáns Halldórssonar, sem átti auðvelt með að renna boltanum i mannlaust markið. Viö markið virtist Vikingsliðið færast allt I aukana og fimm minútum siöar mátti ómar markvörður hiröa boltann öðru sinni úr netmöskvunum. Gunn- laugur Kristfinnsson sendi þá góöa fyrirgjöf til Gunnars Arnar, sem var vel staðsettur fyrir markinu, — og átti fastan skalla- bolta I markhornið fjær. ómar hafði hendur á knettinum en hélt honum ekki — og boltinn rúllaði máttleysislega inn fyrir mark- linu. Marktækifæri þessa leiks voru sárafá og raunar má segja aö fyrri hálfleikurinn hafi veriö án nokkurra marktækifæra, utan hvað RagnarGIslason.bakvöröur Vikings, átti hörkuskot að marki FH-inga I lok hálfleiksins, eftir að hafa fengið knöttinn úr mis- heppnaðri hornspyrnu Vikinga, — en knötturinn fór yfir markið. Vindur og veðurfar réði mestu um gang leiksins, en úrhelli var á köflum meöan leikurinn fór fram og allhvasst. Mest bar á miðju- þófi og knattspyrnan sem liðin sýndu var ekki upp á marga fiska. Vikingarnir voru þó öllu samleiksfúsari, en nokkurt bar- áttuleysi einkenndi bæöi liðin, sérstaklega FH-liðiö. Bæði mörkin verða aö skrifast á reikning markvarðarins, ómars Karlssonar, sem var mjög óöruggur og fór hvað eftir annað i ævintýralegar ferðir út úr mark- inu. Vikingsvörnin átti ágætan leik en i heild voru liðin langt frá sinu bezta, og vörn FH-inga oft eins og gatasigti. Vikingar hafa fengið fæst mörk á sig I deildinni i ár og hefur vörn liösins oftast staðið sig með ágætum. Ungu varnarmennirnir, Róbert Agn- arsson og Ragnar Gislason hafa staðið sig vonum framar, eins og markatala liðsins segir raunar til um. Baráttuleysi einkenndi leikinn og hefur þar eflaust ráðið mestu um hin takmarkaða þýðing leiks- ins fyrir bæði liðin. LOKA- STAOAN 1. DEILD Akranes meistari AKURNESINGAR vörðu islands- meistaratitilinn, sem þeir tryggðu sér 1974. Þeir eiga einnig „Markakóng islands 1975” — en Matthias Hallgrimsson skoraði nú flest mörk, eða 10. Lokastaðan i 1. deildarkeppn- inni varð þessi: Akranes ...... 14 8 3 3 29:14 19 Fram........... 14 8 1 5 20:17 17 , Valur..........14 (i 4 4 20:17 16 Vikingur....... 14 6 3 5 17:12 15 Keflavik....... 14 4 5 5 13:13 13 FH............. 14 4 5 5 11:21 13 KR ........... 14 3 4 7 13:18 10 Vestmey....... 14 2 5 7 11:22 9 Eyjamenn þurfa að leika auka- leik gegn Þrótti, um 9. sætið i 1. deildinni næsta keppnistímabil. Markhæstu menn: Matthias Hallgrimss., Akran... 10 Marteinn Geirsson, Fram ...... 8 Örn Óskarsson, Vestmey ....... 8 Guðm. Þorbjörnss., Val ....... 8 Teitur Þórðarson, Akran ...... 7 Steinar Jóhannss. Keflav...... 6 Atli Þ. Héðinsson, KR ........ 5 2. DEILD Blikarnir í 1. deild Breiðablik úr Kópavogi tryggði sér 1. deildarsæti næsta keppnis- tlmabil, en bróttur þarf að leika aukaleik gegn Eyjamönnum um 9.sætið i 1. deildarkeppninni, þar sem fjölgað verður um eitt lið i deildinni. Urslit leikja i 2. deildarkeppn- inni um helgina urðu þessi: Selfoss—Breiðablik........1:3 Reynir A.—Völsungur.......1:3 Þróttur—Vikingur Ó........2:0 Haukar—Armann.............0:0 Breiðablik .. 14 13 0 1 51:9 26 Þróttur ... 14 11 1 2 29:13 23 Armann.......14 6 5 3 22:16 17 Selfoss...... 14 5 5 4 26:22 15 Völsungur.. . 14 4 3 7 17:30 11 Haukar........14 4 2 8 20:24 10 Reynir Ár ... 14 3 1 10 15:32 7 Vikinguról .14 1 1 12 10:44 3 Markhæstu menn: Hinrik Þórhallss. ,Breið ......14 Sumarliði Guðbjartss., Self .... 13 Þór Hreiðarsson, Breið.........10 Ólafur Friðriksson, Breið.......9 Hreinn Elliðason, Völs......... 7 Þorv. I. Þorvaldss., Þrótt.... 7 Sverrir Brynjólfss., Þrótti... 7 Vfkingur frá Ólafsvik þarf að leika aukaleik gegn þeim liðum sem verða I öðru og þriðja sætinu i 3. deild, um rétt til að leika i 2. deild næsta keppnistimabil. Tvö liðúrþeirri viðureign komast upp i 2. deild. 3. DEILD Akureyr- arlið í úrslitum Akureyrar-liðin Þór og KA, sem vann sigur yfir Fylki (3:1) og Stjömunni (2:0) um helgina. leika til úrslita i 3. deildarkeppn- inni. Þá leika Fvlkir og tsafjörður um 3. sætið i deildinni. Þau lið sem lenda i öðru og þriðja sæti, leika um (vö 2. deildarsæti næsta keppnistimabil ásamt Vikingum frá Ólafsvik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.