Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.09.1975, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 2. september 1975. TÍMINN 19 o Byggingar Slik iðnvæðing er vel hugs- anleg á höfuðborgarsvæð- inu, og hefur þegar verið hrundið af stað i nokkrum mæli á þvi svæði. 3. Verksmiðjuframleiösla ihúðar- húsnæðis hérlendis, sem er lausn með tilliti til dreifðs markaðar og litilla fram- kvæmda á hverjum stað. 4. Hefðbundnar aðferðir endur- skipuiagðar með tilliti til nýrrar byggingatækni og verkaðferða. Orkar varla tvimælis, að slðari þrir kostirnir munu verða valdir, segir hópurinn. Þá segir, að almennt ástand efnahags- og fjármála i landinu sé ein af forsendum fyrir þróun byggingariðnaðarins. Sé ástandiö gott, örvi það framleiðslu Ibúðar- húsnæðis, auki stærð, dragi úr þröngbýli og hvetji til byggingar dýrra Ibúða. Slikt eykur slöan spennu á vinnumarkaðnum, hækkar byggingarkostnað og stuðlar að aukinni dýrtið og verð- bólgu. Tæknivæðing byggingariðnað- arins hefur mjög mikil áhrif á þróun hans, en hún er viðast mjög skammt á veg komin. Staf- ar það meðal annars af smæð verkefna. Þá hefur veðurfar áhrif á þróunina. Mikið dregur úr byggingum stóran hluta ársins, en við þvi mætti þó bregðast á ýmsan hátt, t.d. eins og Norð- menn gera með meiri innanhúss- framleiðslu húsa og húshluta, bæði i verksmiðju og á bygging- arstað, og öðrum tæknilegum aðferðum. Opinberar aðgerðir hafa haft mikil áhrif á þróunina, til dæmis vegna þess að rikisvald- ið hefur beitt sér fyrir auknu fjár- streymi til byggingariðnaðarins á samdráttartímum en ef til vill hefur það einnig haft tilhneigingu til að draga úr fjárstreymi til hans á spennutimum, segir starfshópurinn. Lóöaveitingar, samningar vinnumarkaðarins og verðbólgu spekúlasjónir hafa enn fremur sin áhrif. Eftirtektarvert er, hve byggðin utan Reykjavlkursvæðisins er vanbúin að því er varðar stærð byggingafyrirtækja og vél- væðingu. Þó reynist byggingar- kostnaður oft lægri úti á lands- byggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Sem skýring á þessu er nefnt I skýrslunni, að oftsinnis eru byggingarframkvæmdirnar þar að öllu leyti undir daglegri stjórn eins meistara, en reglugerðir leyfa slikar vinnuaðferðir i litl- um byggðarlögum. Svo virðist sem vinna iðnaðarmanna og byggingarverkamanna sé einnig ódýrari. Uppmælingataxtar eru ekki eins almennt notaöir þar,og fjarlægðargjöld (oft um 20%) sparast vegna smæöar byggða- laganna. (Launakostnaður nemur um 56-58% i byggingavlsi- tölu Hagstofunnar). Þá kemur oft til meiri samhjálp Ibúanna við smærri verkefni en gerist á höf- uðborgarsvæðinu. Koma verður á föstu veðlánakerfi íkaflanum um fjármögnun eru raktar helztu leiðir til fjármögn- unar Ibúðarbygginga. I ábending- um slðast I kaflanum segir m.a., að fæstum sem til þekkja geti blandazt hugur um, að það fjár- mögnunarkerfi sem nú er fyrir hendi, sé óviðunandi til fram- búðar. Koma verði á föstu veð- lánakerfi fyrir allar Ibúðarhúsa- byggingar. Þótt tryggja beri, að hinir efnaminni I þjóðfélaginu njóti áfram styrkja, verði að skapa öörum þjóöfélagsþegnum aðgang að veðlánum, sem ekki rýri stofnfé byggingasjóða. Þá segir: Vekja ber athygli á þeim möguleika að gefa húsbyggjend- um kost á hækkandi lánum með hækkandi verðtryggingu. Hús- byggjendur fái aögang að verö- tryggðu fjármagni, og geti þannig með lánum keypt eða byggt ibúð- ir á staðgreiðsluveröi. Þetta myndi leiða til hröðunar bygging- arframkvæmda, með aukinni iðn- væðingu, og lækkunar byggingar- kostnaðar. Nytjum land tii skóg- ræktar eða sauðfjár- ræktar I lok skýrslu starfshóþsins er fjallað um haskvæmni skógrækt- ar á Islandi og gerð tilraun til samanburðar á nytjum lands til sauðfjárræktar og skógræktar. Þar segir: „Samkvæmt upplýsingum Rannsóknastofnunar landbúnað- arins, mun eitt ærgildi (ein ær + 1,3 lömb) þurfa um 2,5 ha. af út- hagabeit i allt að 200 metra hæð. Ef reiknað er með að hvert ær- gildi gefi að meðaltali á ári af sér 12,5-25 kg af kjöti, 0,5-1,25 kg af ull og 0,5-l,5kg af gæru, fást eftirfar- andi afurðir af hverjum ha.: Lágmark Hámark Kjöt 5,0 kg 10,0 kg Ull 0,2 kg 0,5 kg Gæra 0,2 kg 0,6 kg Árið 1974 var einingaverð sauð- fjárafurða til bænda eins og sýnt er á töflunni hér fyrir neðan (vergar árstekjur þ.e.a.s. sölu- verð — aðföng). Lágmark Hámark Kr.kg. kg- kr. kg- kr. Kjöt 204,00 5,0 1.020,00 10,0 2.040,00 Ull 80,00 0,2 16,00 0,5 40,00 Gæra 105,00 0,2 21,00 0,6 63,00 Samtals Kr. 1.057,00 Kr. 2.143,00 Miðað við fast verðlag verða samanlagðar vergar tekjur sauð- fjárræktarbóndans á 35 árum frá 37.000 til 75.000 kr. Sé hins vegar landið nýtt til skógræktar og plantað um 4.500 plöntum á hektara á fyrsta ári, nemur stofnkostnaður við það um 93.500 kr. (upplýsingarnar fengn- ar hjá Skógrækt rikisins). Fyrstu 10 árin eftir plöntun er ekki gert ráð fyrir að neinar tekjur fáist af skógræktinni, né heldur að neinn kostnaður verði við hana. Næstu 25 árin er reiknað með að við grisjun fáist um 2.500 plöntur, þ.e. 100 plöntur á ári. Er reiknað með því, að þessar plöntur nýtist, ýmist sem jólatré, eða til efnis i 1. Stofnkostnaður við skógrækt 2. Tekjumissir af sauðfjárrækt Samtals: 3. Tekjur af skógrækt girðingastaura, og bóndinn fái að meðaltali 635 kr. fyrir plöntuna (1974). Sé áfram reiknað með föstu verðlagi, verða samanlagð- ar tekjur hans á þessum 25 árum kr. 1.587.500.00 / ha. Vegna óhag- stæðs veðurfars og annarra skakkafalla skal hér reikna með 50% afföllum, en þar myndi vera um algjör hámarks afföll að ræða, og yrðu tekjurnar þá 793.750.00 kr., á framangreindu timabili. Ef hagkvæmni skógræktarinn- ar er borin saman við hagkvæmni sauðfjárræktarinnar á 35 ára tlmabili, kemur eftirfarandi i ljós: Lágmark Hámark „ Kr. 93.500,- Kr. 93.500,- Kr. 36.995,- Kr. 75.005,- Kr. 130.495.- Kr. 168.505,- Kr. 793.750.- Kr. 1.587.500,- 1 :!i! ir; 2MET i 01 mm SSS | UTANÍ .ANDSFERÐl EINSTAKT TÆKIFÆRI Ferð til Vínarborgar 4. til 15. sept. Af sérstökum á- stæðum hefur ver- ið ákveðið að lengja ferðina til 15. sept. Þeir sem áhuga hafa á þessari ferð hafi samband við fiokksskrifstofuna. Nánari upplýsing- ar um ferðina á flokksskrif stof unni. Simi 2-44-80. Allra siðustu for- vöð að tryggja sér far. Mismunur Umframtekjur við að nýta landið til skógræktar I stað sauð- fjárræktar eru á bilinu frá kr. 660.000 til 1.400.000, eða að meðal- tali 18.950 til 40.543 kr. á ári. Hér að framan er reiknað með vergum tekjum af sauðfjárrækt, en stofnkostnaðurinn við skóg- ræktina tekinn með. Reiknað er með að vinnulaun og annar kostnaður en stofnkostaður við sauðfjárrækt og skógrækt sé svo svipaður, að hann var ekki tekinn með i dæminu. En að 35 árum liðnum er eftir um 2.000 trjáa nytjaskógur. Arlegur vöxtur hans nemur 5 rúmmetrum (meðaltals- tölur frá Skógræktinni). Söluverð á rúmmetra af fullunnu timbri (1 rúmm af trjávið úr skógi nýtist að 2/3 sem unnið timbur) er nú um 40.000 kr. Söluverðmæti af hverj- Kr. 663.255.- Kr. 1.418.995,- um hektara er þvi um 120.000 kr. á ári á móti 2.000 kr. á ári fyrir sauðfjárrækt (1974). Auk þess mætti beita á skóginn á seinni hluta tlmabilsins (35 ára tima- bil). Skógræktarstjóri tekur sem dæmi um afkastagetu Islenzks nytjaskógar svæðið Laugar- dalur-Haukadalur I Biskups- tungum. Þetta svæði er um 5.00C ha. að stærð, og er það talið hafa öll skilyrði til timburframleiðslu Framleiðsluverðmæti þessa svæðis myndi nema um 350 mill jónum króna á ári (1974), en þá er miðað við 5 rúmmetra viðar- íramleiðslu á hvern hektara lands. Hér er þvi um að ræða at- hyglisverðan samanburð á nytj- um lands til sauðfjárræktar og skógræktar.” (FB tók saman Boðum leiðaþing á Austurlandi sem hér segir. Fáskrúðsfirði Stöðvarfirði Breiðdal Berufjarðarströnd Djúpavogi Alftafirði Lóni Nesjum Suðursveit öræfum Mýrum Höfn 5. sept. kl. 21. 7. sept. kl. 21. 8. sept. kl. 21. 9. sept. kl. 16 9. sept. kl. 21. 10. sept. kl. 10. 10. sept. kl. 16. 10. sept. kl. 21. 11. sept. kl. 16. 11. sept. kl. 21. 12. sept. kl. 16. 12. sept. kl. 21. Vilhjálmur Hjálmarsson og Halldór Asgrimsson. Vilja afnám tolla á barnamat AÐALFUNDUR Neytendasam- takanna, haldinn I Norræna hús- inu 29. aprll 1975, lýsir yfir á- nægju sinni með að Alþingi hefur samþykkt að fella niður aöflutn- ingsgjöld af nýjum ávöxtum. Þá lýsa Neytendasamtökin yfir á- nægju sinni meö heimild til aö fella niöur söluskatt af nokkrum nauðsynja- og munaðarvörum, svo sem brauðvörum, nýjum á- vöxtum, nýju grænmeti, kaffi, te og kakó. Hins vegar vilja Neytendasam- tökin benda á, að matur ætlaður smábörnum er bæði hátollaður og söluskattsskyldur. Er hér um að ræða barnamjöl (tollskrárnr. 19' 1-02-09) 50% tollur. Niðursoðnir ávextir (sérstaklega ætlaöir smá- börnum, (tollskrárnr. 20-06-00)) 50% tollur. Annar niðursoðinn barnamatur (tollskrárnr. 21-05-02) 100% tollur og tollskrárnr. 21-05-03 (tollur frá öllum löndum nema upphaflegum EFTA-löndum 80% tollur og frá EFTA-löndum 50% tollur). Mjólkurduft (tollskrárnr. 04-02-20! tollur 50%. Neytendasamtökin krefjast þess að tollar og söluskattur af matvörum sem aðeins eru ætlaö- ar smábörnum verði felldir niöur. Notkun þessarar matvöru er mikilvægur þáttur I að sjá smá- börnum fyrir bætiefnabættri fæðu. Oft er nýtt grænmeti og nýir ávextir ekki fáanlegt. Tillaga þessi var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. cf þig Nantar bíl Til aö komast uppí sveit.út á land eða i hinn enda borgarinnar,þá hringdu í okkur 4L?L?\ ál íf . IPT i áL ] LOFTLEIDIR BÍLALEIGA Stærstabilalelgalandsins nin nriiTi■ GAR RENTAL ‘S‘21190 Erum fluttir með starfsemi okkar á Laugaveg 118/ Rauðar- árstígsmeginn. BÍLALEIGAN EKILL SlMAR: 28340-37199 F'ord Bronco VW-sendibilar Land/Rover VW-fólksbilar Range/Rover Datsun-fólks- Blazer bilar AAosfellsveit Kjalarnes Ung barnlaus hjón vilja taka á leigu 2ja herbergja ibúð strax. Upplýsingar eftir kl. 7 á kvöldin. Lars, Vallá. \mf/m BÍLALEIGA Höfum flutt í eigiS húsnæði. \mim CAR RENTAL SERVICE -H H II N H II H N II H N Sigtóni 1 - símar: 144 44 - 25555 - Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.