Tíminn - 03.09.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.09.1975, Blaðsíða 1
S ONGUR BARKAR TENGI Landvélarhf 199. tbl. — Miðvikudagur 3. september—59. árgangur TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 6 -SÍMI (91)19460 Svíar vilja kaupa allt öð 17 mi tonn af heitu vatni FB—Reykjavik — A fundi Borg- arráðs í gær var samþykkt að gengiö yrði frá samningsdrög- um milli Hitaveitu Reykjavíkur annars vegar og sænsks fyrir- tækis hins vegar um söiu á 8 1/2 til 17 millj. tonna af 80 stiga heitu vatni. Bjóðast Svíarnir til þess að greiða milli 10 og 20 kr. islenzkar fyrir tonnið. Til samanburðar má geta þess að Hitaveitan selur heitavatns- tonnið á um 40 krónur. Hitaveita Reykjavikur hefur nóg af umframvatni á næstu ár- um, og samningur sá, sem hér um ræðir er próformasamning- ur til tveggja ára. A þeim tima á að fást reynsla fyrir þvi, hvort grundvöllur er fyrir þessum viðskiptum eða ekki. Báðir aðilar hafa þó áskilið sér rétt til þess að falla frá kaupunum, ef athuganir á þvi, hvernig þessi viðskipti munu fara fram, könn- un á markaðsmöguleikum og kostnaði við undirbúning reyn ast óhagstæðar. Sviarnir hyggjast flytja heita vatnið héðan i stórum tankskip- um, og munu þeir nú sriúa sér að þvi að kanna nákvæmlega hvernig staðið yrði að flutning- unum, og einnig hvernig mark- aðsmöguleikar eru fyrir heita- vatnið til upphitunar húsa i Sviþjóð. Islendingar munu hins vegar athuga, hversu kostnaðarsamt það yrði að leggja leiðslur fyrir heita vatnið að skipshlið hér i Reykjavik. Sennilegt er talið, að vatnið yrði tekið úr Reykja- leiðslunni og lögð leiðsla fyrir það stytztu leið til sjávar. Taliðer,aðþað verð, sem Svi- arnir hafa nefnt fyrir hverUonn af vatni, milli 10 og 20 krónur, sé mjöþokkalegtmiðaðviðþað, að hér yrði einungis um umfram- vatn að ræða, sem annars rynni beint i sjóinn ónotað. Miðað viö það að seldar yrðu um 17 milljónir tonna á ca. 15 krónur tonnið fengjust fyrir það um 255 milljónir árlega. Hafrannsóknarstofn- unin kaupir stóran skuttogara FB-Reykjavík. Hafrannsókna- stofnunin kannar nú vandlega möguleika á þvi að fá keyptan skuttogara hér innan lands, sem notaður yrði sem rannsókna- og fiskileitarskip, og komið gæti i staðinn fyrir Hafþór, sem er nú mjög úr sér genginn, — og heldur tæpast vatni né vindi, eins og Jón Jónsson forstöðumaður Hafrann- sóknastofnunarinnar komst að orði i viðtali við Timann. Jón sagði, að stofnunin hefði fengið Hafþór nokkru eftir 1960. Þá hefði skipið verið gert mjög vel upp, og þvi hefði að sjálfsögðu verið haldið við siðan, en þrátt fyrir það, væri það mjög farið að láta sig. Mannaibúðir i skipinu væru lélegar, og það mætti næst- um segja, að þau tæki, sem i skip- inu voru lægju undir skemmdum. Væri þvi mjög nauðsynlegt að fá sem fyrst annað skip. Helzt hafa menn haft augastað á að festa kaup á innlendum skut- Hafþór, sem væri stærri en Hafþót, sem er 250 tonn, og smið- aður i Austur-Þýzkalandi. Skip- inu væri ætlað að geta fylgt eftir togurunum okkar hér við land, þvi það væri ekki nóg að loka svæðum og banna veiðar, heldur væri lika nauðsynlegt að opna svæðin aftur, og til þess þyrfti Hafrannsóknastofnunin að geta fylgzt með veiðimöguleikum á svæðunum með þvi að eiga gott togskip, sem hægt væri að senda á sömu slóðir og togararnir halda sig á. Verksvið þessa skips er eigin- lega þriþætt. t fyrsta lagi ætti að vera um fiskifræðilegt eftirlits- skip að ræða, að sjálfsögðu ekki neitt varðskip. t öðru lagi þyrfti skipið að geta sinnt fiskileit fyrir togarana og i þriðja lagi gæti það orðið eins konar skólaskip fyrir fiskimenn. Jón sagði, að samstarf hefði verið milli Sjómannaskól- ans og Hafrannsóknastofnunar- innar um að nemendur úr Sjó- mannaskólanum he.fðu farið út með rannsóknaskipunum, og lært þar ýmislegt, meðferð tækja og annað. Við þetta skapaðist mjög æskileg samvinna milli væntan- legra sjómanna og hafrannsókna- stofnunarinnar. Ef hægt væri að senda sjómennina út á skuttog- ara, sem stofnunin ætti væri þessu leiðbeiningarstarfi létt af Arna Friðrikssyni og Bjarna Sæmundssyni, sem gætu eytt þeim mun meiri tima i annað. Hægt að flytja listaverkin úr vinnustofu Kjarvols gébé—Rvik — Taliðer mögulegt að flytja burt verk Jóhannesar heitins Kjarvals, sem eru i vinnustofunni á lofti Austur- strætis 12. Það var brezkur list- sérfræðingur sem fenginn var hingað til lands, til að athuga þennan möguleika, sem komst að þessari niðurstöðu. Birgir Thorlacius, ráðuneyt- isstjóri hjá menntamálaráðu- neytinu sagði i gær, að beðið hefði verið um lögfræðilega að- stoð til þess að leysa það mál, hver raunverulega ætti verkin i vinnustofunni. Þar er um að ræða eigendur hússins eða erf- ingja listmálarans. Það er Gaukur Jörundsson lagapró- fessor, sem hefur það mál með höndum og er búizt við að hann skili áliti sinu fljótlega. Þá sagði Birgir Thorlacius, að brezki listsérfræðingurinn sem hefði athugað aðstæður i vinnu- stofunni, hefði skilað sinu áliti og komizt að þeirri niðurstöðu að sér virtist allar likur benda til þess að hægt yrði að flytja verkin tir margnefndri vinnu- stofu, án þess að eyðileggja þau. Byggingin með svarta þakinu til vinstri á myndinni er sii, sem hafnar eru framkvæmdir við, — en á fyrstu.hæð Borgarsjúkrahússins stendur nú yfir sýning á likani sjúkrahússins og teikningum. Það er starfs- mannaráð sjúkrahússins, sem stendur að sýningunni. NÝ SLYSADEILD BYGGÐ VIÐ BORGARSPÍTALANN Gsal-Reykjavik — Hafin er undir- búningsvinna að byggingu nýrrar álmu við Borgarspitalann i Reykjavik. Byrjað er að grafa fyrir grunni hússins, en að sögn Jóns Björnssonar, arkitekts verð- ur I fyrsta áfanga þessarar bygg- ingar unnið að húsnæði fyrir nýja slysadeild og siðar er áformað að Ijiika við heilsugæzlustöð fyrir sex heimilislækna. t byggingunni, sem mun verða kjallari og tvær hæðir, mun einn- ig verða starfrækt göngudeild fyrir endurkomusjúklinga hjá lyflækna- og skurðlæknadeild. Byggingarframkvæmdir hafa enn ekki verið boðnar út, að sögn Jóns, en fyrirhugað er að gera það i þessum mánuði. — Slysadeildin er alveg númer eitt, sagði Jón, en um það hvenær hinardeildir hússins verði tilbún- ar, fer alveg eftir þvi hvað mikið fjármagn fæst til þessara framkvæmda. BUið er að móta framtiðar- skipulag bygginga á Borgarspitalalóð og hefur verið komið upp módeli og teikningum af lóðinni og þeim byggingum semþarmuni verða i framtiðinni. Timinn innti Jón eftir þvi, hvenær stefnt yrði að þvi. að ljúka endanlega allri mannvirkiagerð á Borgarspitalalóðinni, og kvað hann ártalið 1990 hafa verið nefnt i þvi sambandi. Meðal deilda i byggingum sem risa eiga á lóðinni i framtiðinni má nefna. skurðmiðstöð, röntgendeild, hálf- nef- og eyrna- læknadeild, tal og heyrnarþjálf- un, svo og ýmsar þjónustudeildir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.