Tíminn - 03.09.1975, Page 3

Tíminn - 03.09.1975, Page 3
Miftvikudagur 3. september 1975. TÍMINN 3 35 SÓTTU UM SÖLTUNARLEYFI Elzta hafrannsókna skip Evrópu verður nú leyst af hólmi Gsal-Reykjavlk — Fimmtánda september næstkomandi hefjast sildveiðar i herpinót og þann 28. fyrra mánaðar rann út frestur ttil - að skila umsóknum um söltunar- leyfi til Sfldarútvegsnefndar. Alls bárust umsóknir frá umráð- mönnum 35 veiðiskipa, en eins og kunnugter af fréttum, verða leyfi til sildveiða i herpinót á komandi vertið bundin þvf skilyrði, að sild- in verði söltuð um borð i veiði- skipunum. Til þess að fá veiðiheimild á þessari sildveiðivertið hafa for- ráðamenn veiðiskipa þurft að senda inn umsóknir til sjávarút- vegsráðuneytisins, og ekki alls fyrir löngu, v.ar frá þvi greint, aö ráöuneytinu hefði borizt rúmlega 80 umsóknir. Hins vegar óskaði ráðuneytið eftir þvi skömmu sið- ar að þeir sem sótt hefðu um veiðiheimild, staðfestu það við ráöuneytið ekki siðar en 5. sept- ember nk., og var sú ráðstöfun tekin til þess að fá það fyllilega i Tekinn í landhelgi Gsal-Reykjavik — Landhelgis- gæzluflugvélin Sýr stóð Hamra- borg SH-222 að meintum ólögleg- um veiðum i fyrrakvöld, þar sem báturinn varstaddur um 2 sjómil- ur norður af Sandi, að sögn for- mælanda landhelgisgæzlunnar. Sýrvaraðkomaúr eftirlitsflugi I fyrrakvöld, er flugstjórnarmenn komu auga á bátinn. Mál skip- stjórans á Hamraborg var tekið fyrir i Grundarfirði i gær og er dómsniðurstöðu að vænta i dag. — Þjóðverjarnir hafa ein- hverra hluta vegna lagt frá land- inu, sagði formælandi Gæzlunnar, þegar hann var inntur tiðinda úr eftirlitsfluginu. ljós, hvaða skipstjórnarmenn treystu sér til þess að fara eftir þeim reglum, sem settar hafa verið um söltun um borð. Þó frestur til að staðfesta fyrri um- sóknir renni út eftir nokkra daga er ljóst, að hvergi nærri allir skip- stjórnarmenn muni staöfesta fyrri umsóknir, þvi nú þegar hafa aðeins borizt staðfestingar frá u.þ.b. 10 aðilum,að sögn fulltrúa i sjávarútvegsráðuneyti. Samkvæmt þessum takmörk- uðu veiöiheimildum er sett það skilyrði að hafa sérstakan eftir- litsmann um borð, sem hafa skal það hlutverk að sjá um söltun — og verður maðurinn að hafa stað- góða þekkingu á verkun sildar, tegundum og öðru er söltun við- kemur. Megn óánægja hefur verið með þessar takmörkuðu veiðiheimild- ir og þess eru nokkur dæmi að veiðiskipsem fullnægthafa öllum skilyrðum og sótt um veiðiheim- ild — hafi dregið umsóknir sinar 376 HVALIR KOMNIR Á LAND SJ-Reykjavik — 376 hvalir voru i gærkvöldi komnir á land i hval- stöðinni við Miðsand i Hvalfiröi. Þar af voru 243 langreyðar, 33 búrhveli og 100 sandreyðar. Treg hvalveiöi hefur verið að undan- förnu vegna slæms veðurs, en er nú að glæöast. Venjulega veiðist mest I júni og júli. Hvalvertiðinni lýkur um eða upp úr 20. septem- ber. Hvalveiðin hófst hálfum mán- uði seinna i sumar en i fyrra, vegna verkfalla, en þó hafa fleiri hvalir veiðzt nú en á sama tima þá. Fleiri sandreyðar hafa veiðzt nú en áður, en sandreyður er smæsti hvalurinn, sem hér veið- ist. Heldur færri langreyðar hafa veiözt nú en i fyrra. til baka. Þá hafa þær raddir heyrzt að með þessu fyrirkomu- lagi séu öll minni veiðiskip útilok- uð frá þessum veiðum. Ekki eru gerðar neinar kröfur um tækjabúnað I skipum sem fá veiðiheimild og heyrzt hefur aö skipstjórnarmenn á skipum sem ekki hafa aðbúnað til að salta sild um borð, muni leita upp að landi og salta á bryggjum og sigla sið- an með aflann i vinnslustöðvar. Sildarútvegsnefnd hefur und- anfarna mánuði gert itarlega könnun á mörkuðum sildar og samningaumleitanir við kaup- endur eru ýmist hafnar eða um það bil aö hefjast. 1 fréttatilkynningu frá Sildarút- vegsnefnd er talið mjög áriðandi að Hafrannsóknastofnuninni verði gert kleift að hafa a.m.k. eitt rannsóknar- og sildarreitar- skiþ meö fiskifræðingum um borð á miðunum meðan veiðarnar standa yfir, og verði fiskifræðing- um heimilað að loka tafarlaust þeim svæðum, sem ókynþroska sild heldur sig á. SJ-Reykjavik 1 gærmorgun lagöist danska hafrannsókna- skipið Dana i höfn 1 Reykjavik, það hefur verið i leiðangri við Grænland siðan um miðjan júli. Unniö var að rannsóknum á sjávarbotninum við Vestur- Grænland vegna fyrirhugaðra oliuborana þar. Tekin voru botnsýni, en einnig hafa verið gerðarþaríjárðskjálftamæiingar að undanförnu. Þá var einnig unniðað rannsóknum á laxinum við Grænland og komu kana- dfskir fiskifræðingar um borð i Dana og störfuðu að rannsókn- unum ásamt dönskum visinda- mönnum. Þetta er siðasta árið sem Danir stunda laxveiðar við Grænland, en Borgundar- hólmarar hafa einkum stundað þær. Dana sigldi I morgun áleiðis til Aberdeen og siðan Danmerkur, en visindamenn- irnir, sem störfuðu um borð fóru héðan flugleiðis heim. Næsta verkefni rannsóknaskipsins Dana verður aö kanna hrygningarstöðvar sildarinnar i Norðursjó, einkum við Skot- land. Dana er elzta hafrannsókna- skip Evrópu og stærsta haf- rannsóknaskip Dana,500 brúttó- lestir. Skipstjóri á Dana er P.H. Fjelde, en hann var annar stýri- maður á Dana i jómfrúrferð skipsins 1938, en þá var einnig höfð viðkoma i Reykjavik. Fjelde kvað áhafnir og visinda- menn dönsku rannsóknaskip- anna hafa gott samstarf við starfsbræður á islenzku haf- rannsóknaskipunum og lofaði hann skipakostinn, sem Haf- rannsóknastofnunin hér ræður nú yfir, en á fyrstu árum hans hér við land áttum við engin hafrannsóknaskip. — Ég kom hingað fyrst 1933 með hafrannsóknaskipinu Nord- stjernen, einmitt þegar Balbo marskálkur flugmálaráðherra Mussolinis var hér með loftflota sinn á leið á heimssýninguna i Chicago. En þá var uppi fótur og fit i Reykjavik. Komum þessa aldna hafrannsóknaskips með sina vönduðu viði til Reykjavikur fer trúlega senn að fækka, en á næstunni verður nýtt skip fengið I þess stað. Dana verður selt. — Það er titvalið fyrir einhvern auðjöfur að kaupa skipið og gera úr þvi lystisnekkju, segir 1. stýrimaður Finn Ruby frá Ty- borön við vesturströnd Jót- lands. Hann er af fiskimönnum kominn, en hefur verið átta ár á Dana. — Nýja skipiö verður ekki úr kjörviði, segja þeir Fjelde og Harry Jenssen, sem hefur verið þeirra lengst um borð i Dana og kom hingað ásamt Fjelde i jómfrúrferðinni 1938. — Það verður úr plasti innan. þá förum við i land, við erum orðnir of gamlir til að breyta um. 10-15%meiri slátrun nú en í fyrra 17. fjórðungsþing Norðlendinga hald íð ó Raufarhöfn Gsal-Reykjavik — t nýútkomnum Sambandsfréttum er það haft eft- ir Agnari Tryggvasyni, fram- kvæmdastjóra búvörudeildar Sambandsins, að undirbúningur fyrir sláturtið sé nú meiri en oft áöur, þvi búizt væri við 10—15% meiri slátrun I haust en I fyrra. Segir I fréttabréfinu, að það stafi fyrst of fremst af hinu óvenju slæma tiðarfari I sumar, og aukn- ingin hafi það I för með sér, að kjötmagniö verði sennilega 1000—1200 lestum meira en á sið- asta ári. Þá er á það bent, að fyrirsjáan- legt sé, að erfiöara verði nú aö fá fólk til vinnu i sláturhúsunum en oftast áöur, þar sem heyskap veröi ekki lokiö, þegar sláturtiðin hefst. — Likaueru geymsluskilyrði fyrir kjöt á mörgum stöðum ekki fullnægjandi til að taka við auknu magni, og þvi verði að flytja út meira kjöt en áður þegar I slátur- tiðinni til að létta á geymslunum viða um land, segir I Sambands- fréttum. ASK-Raufarhöfn Sautjánda fjórö- ungsþing Norölendinga var sett I félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn sl. mánudag. Rétt til þingsetu áttu 90 fulltrúar, en nokkuð mun á skorta, að þeirri tölu hafi verið náð. Þá eru á fjórð- ungsþinginu milli 20 og 30 gestir. A mánudaginn fluttu þeir Guð- mundur óskarsson verkfræðing- ur og Reynir Karlsson æskulýðs- fulltrúi framsöguerindi um byggðaþróunaráætlun Norð- ur-Þingeyjarsýslu svo og æskulýðskönnun, sem fram fór á Norðurlandi fyrr á þessu ári. 1 gær var svo meðal annars flutt frámsöguerindi um Noröurlands- virkjun, landbúnað, stööu heil- brigðismála á Norðurlandi og byggðavanda Noröurlands vestra, en siðar um daginn voru framsögur nefndarálita. 1 nefndaráliti feröamálanefnd- ar segir m.a. að fjóröungsþing Norölendinga telji það brýnt að ferðamannaþjónusta verði viður- kennd, sem sérstakur atvinnu- vegur. Þá lagði nefndin á það sér- staka áherzlu, að kannað verði með hvaða hætti sé hægt að auka samstarf feröamálaaðila innan héraða og Norðurlands, með ferðamannamóttöku og kynn- ingu, útboði I heildsölu með feröa- mannaþjónustu I huga. Iðnþróunarnefnd segir svo m.a. i sinni tillögu: — Aö fjóröungs- þing Norðlendinga feli iðnþró- unarnefnd að beita sér fyrir við einstök sveitarfélög, að þau láti gera hvert á sinu svæði könnun á verksamvinnu iðnaðaraöila og framleiðslu möguleikum þeirra i samráöi við Iðnþróunarstofnun Islands. Þá er einnig bent á nauð- syn þess, að haft sé fullt samráö og samstarf með heimaaðilum viö eflingu iðnþróunar I viðkom- andi héruðum. Hvað varðar stjórnsýslumið- stöövar leggur stofnananefnd Fjóröungssambandsins það til, aö stefnt skuli að þvi að komið veröi upp stjórnsýslumiðstöðvum i þéttbýli og á héraðsgrundvelli, enda yrði með stofnun slikra mið- stöðva hægt aðhafa I störfum sér- hæft starfsfólk, sem ella væri ekki til staðar i byggðarlögum, ef hver og ein þjónustugrein yrði að sjá fyrir þvi starfsliði ein sér. Þá liggja fyrir þinginu fleiri mál frá stofnananefnd m.a. um þjónustu byggingafulltrúa og þjónustustarfsemi landsima Is- lands, en þar vekur nefndin at- hygli á þeim mikla aðstöðumun, sem er á milli landsbyggðarinnar annars vegar og höfuðborgar- svæðisins hins vegar. Þá má að lokum geta tillagna menntamála- nefndar, i sambandi við æsku- lýösmál, en nefndin bendir m.a. á eftirfarandi atriði, er stuðlað gætu að umbótum: að komið verði á fót námskeiöum fyrir leið- beinendur á ýmsum sviöum æskulýðs og Iþróttamála, að starfandi verði I sem flestum sveitarfélögum æskulýðsráð, að félagsheimilabyggingar verði hannaöar með sem viötækust af- not i huga. Að lokum bendir nefndin á þá glfurlegu skattlagningu, er felst I söluskattsinnheimtu af sam- komuhaldi æskulýðssamtaka. Fyrir fjórðungsþinginu liggja auk framantaldra nefndarálita fjöldi annarra málaflokka, og voru umræöur á þinginu fjörugar I gær. 1 dag veröur störfum haldið áfram, en gert er ráð fyrir að þinginu ljúki i kvöld. TAFLMENN OG BRIDGE-SPILARAR í EINVÍGI Gsal-Reykjavik — Bridgefélag Reykjavikur hefur skorað á Tafl- félag Reykjavikur til tvikeppni i skák og bridge og er það hug- mynd Bridgefélagsins að sömu menn spiluðu og tefldu fyrir hvort félag. TafHelagið hefur tekið á- skoruninni. Þetta verður i fyrsta sinn, sem slik keppni er haldin hér á landi, en Karl Sigurhjartarson, formað- ur B.R. telur, að heppilegur fjöldi keppenda sé 12—16 félagar frá hvoru félagi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.