Tíminn - 03.09.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.09.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Miðvikudagur 3. september 1975. QOQB ***& Einu sinni var ostur... Endur fyrir löngu leitaði fjár- hirðir skjóls i helli einum til að borða brauðið sitt og ostinn. En þegarhannfór gleymdi hann af- ganginum af ostinum. Sex mánuðum siðar leitaði fjárhirð- irinn aftur skjóls ihellinum. Þar fann hann ostinn, sem hann skildi eftir hálfu ári áður. Honum til mikillar undrunar var osturinn orðinn enn mýkri og bragðmeiri en þegar hann * gleymdi honum og bragðið betra en af nokkrum osti öðrum. Þetta var upphafið að Roque- fort ostunum, sem étnir eru af sælkerum um allan heim. Fyrirtækið sem framleiðir þá notar enn hellana i Combalou i Frakklandi til að geyma ostana i meðan þeir þroskast. Myndirnar eru af hamra- veggnum, sem hellarnir eru i og af feitum og hamingjusömum ostagerðarmanni. ^xý á Sleoafero í stáltrogi * Skiðalyftueigandi nokkur i myn< Vestur-Þýzkala ndi var óánægður með það, hvað sá timi var stuttur á ári hverju, sem hann hafði gróða af skfðalyftun- um. Honum datt i hug, að það gæti verið engu siður gaman fyrir fólk, að fara upp i fjöllin i skiðalyftum að sumri til, en fæstir höfðu samt áhuga á þvi, vegna þess að mjög seinfarið og ógreiðfært var niður. Þá datt honum i hug að útbiía sleðabraut Ur stáli, sem hefði fasta sleða til að rennsa sér niður hliðina. Hann fékk verk- fræðing til þess að koma hug- myndinni á blaö og segja fyrir um verkið, og fullbúin kostaði brautinskiðalyftueigandann um 200.000 þýzk mörk, sem hann segist ekki vera lengi aö vinna upp, þvi að eftirsókn i þessar sleðaferðir er mikil. Fyrir þá, sem hafa áhuga, skal tekið fram, a 6 þetta er 300 m etra lóng „salíbuna" — eins og krakkarnir segja — niður bratta fjallshliðina. Skyldi ekki aðeins fara fiðringur um magann á þessari, sem við sjáum hér á myndinni. Hún er i siðustu brekkunni — og þar beið ljds- myndarinn! DENNl DÆAAALAUSI ,,1mo gerði ekkert til þótt þú öskraðir svolítið fagnandi. Þetta er i fyrsta sinn sem hann gerir mark."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.