Tíminn - 03.09.1975, Page 6

Tíminn - 03.09.1975, Page 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 3. september 1975. Samþykktir aðalfundar Stéttarsambands bænda Aðalfundur St^ttarsambands bænda 1975 lýsir furðu sinni á þvi, að rikisstjórnin skuli hafa léð máls á þvi I sambandi við gerð siðustu kjarasamninga vinnu- markaðarins, að veita óviðkom- andi aðilum aðstöðu til þess að hafa áhrif á lagasetningu, sem lifsafkoma bændastéttarinnar grundvallast á. Telur fundurinn að i þessu felist mikið virðingar- leysi fyrir bændastéttinni og felur stjórn Stéttarsambandsins að gera stjórnvöldum grein fyrir þvi, að slíkt verði ekki þolað. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1975 telur nauðsynlegt, að leiðrétt verði án tafar það mis- ræmi sem er á söluverði kinda- kjöts og nautgripakjöts. Telur fundurinn, að færa beri I rétt horf magn nautgripakjöts I vísitölu- grundvelli og taka þurfi upp nið- urgreiðslur á nautgripakjöti I svipuðum mæli og á kindakjöti. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1975 itrekar fyrri ályktanir um nauðsyn þess, að stjórnvöld á- kveði breytingar á niðurgreiðsl- um landbúnaðarvara i fullu sam- ráöi við stjórn Stéttarsambands bænda og Framleiðsluráð. Fund- urinn telur, að haga beri niður- greiðslum þannig, að breytingar á útsöluverði landbúnaðarvara verði sem mest I samræmi við al- menna verðlagsþróun I landinu, þannig að aukið öryggi skapist I verðlagningu og sölu bæði gagn- vart framleiðendum og neytend- um. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1975 skorar á stjórn Stétt- arsambands bænda, að beita sér fyrir þvi, að starfandi kvenfélög- um I sveitum landsins verði tryggður tekjustofn til starfsemi sinnar. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1975 skorar á rikisstjórn- ina að hraða sem mest könnun þeirri um fæðingarorlof kvenna, er bráðabirgðaákvæði við lög um atvinnuleysistryggingar, er samþykkt voru á siðasta vori, gera ráð fyrir að framkvæmd verði. Aðalfundurinn treystir þvi að frumvarp til laga um þetta efni verði lagt fyrir Alþingi á næsta vetri. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1975 telur að dráttur á framgangi frumvarpa til jarða- og ábúðarlaga skapi vissum sveitum og byggðarlögum mikla erfiðleika og geti verið hættuleg- ur, þar sem ásókn þéttbýlisfólks i jarðir fer vaxandi, en kaupgeta sveitarfélaga er takmörkuð. Fundurinn itrekar fyrri sam- þykktir aðalfunda sambandsins um að stjórn þess beiti sér fyrir samþykkt þessara frumvarpa. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1975 vitir harðlega þann ó- sæmilega áróður i fjölmiðlum, sem komið hefur fram að undan- förnu gegn elzta atvinnuvegi þjóðarinnar — landbúnaðinum, — sem héfur gegnt og gegnir enn þvi menningarlega og þjóðhagslega hlutverki, að sjá þjóðinni fyrir þeim daglegu lifsnauðsynjum er varðar lif hennar og sjálfstæði. Fundurinn vill vara alla þjóð- holla tslendinga við þessum at- vinnurógi gegn bændastéttinni sem hefur aðallega komið fram i dagblaðinu Visi og skorar á Upp- lýsingaþjónustu landbúnaðarins að svara honumá hverjum tima á viðhlitandi og viðeigandi hátt. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1975 beinir þvi til stjórnar Lifeyrissjóðs bænda að lánað verði úr Lífeyrissjóði bænda til uppbyggingar elliheimila i dreif- býli. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1975 bendir á, að ákvæði laga um Húsnæðismálastofnun rikisins um útrýmingu heilsu- spillandi húsnæðis, ná einnig til ibúða i sveitum og beinir þeirri á- skorun til stjórnar sambandsins, að hún veki athygli sveitarstjórna á að hagnýta þennan rétt sveitun- um til handa. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1975 itrekar tillögu aðal- fundar 1974 um tjón á búfé vegna umferðar. Jafnframt vekur fundurinn at- hygli á þörf fyrir aukiö eftirlit með leyfilegum hámarkshraða bifreiða og hækkuðum viðurlög- um á umferðabrotum til þess að draga úr umferðaslysum og stuðla að aukinni umferðarmenn- ingu I landinu. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1975 heimilar stjórninni að styrkja Samband sunnlenzkra kvenna til kaupa á teppi þvi er Hildur Hákonardóttir hefur gert um stuðning húsfreyja á Suður- landi við stéttarbaráttu bænda. Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn að Laugarvatni 29. og 30. ágúst 1975 samþykkir að fela stjórn Stéttarsambands bænda að vinna að þvi hið bráðasta, að Stofnlánadeildinni verði gert kleift að lána til vinnslustöðva landbúnaðarins svipaðan hundraðshluta af stofn- kostnaði og lánasjóðir sjávarút- vegsins lána til fiskvinnslustöðva, og að Byggðasjóður láni til vinnslustöðva landbúnaðarins á sama hátt og til annarra atvinnu- vega, enda telur fundurinn að það sé ótvirætt hlutverk hans. Aðalfundur Stéttarsambands bænda, haldinn að Laugarvatni 29. og 30. ágúst 1975, felur stjórn sambandsins að vinna að þvi að lán til jarðakaupa verði stór- hækkuð frá þvi sem nú er. Fund- urinn lítur svo á, að eðlilegt sé að byggðasjóður láni viðbótarlán til jarðakaupa hliðstætt þvi sem ger- ist um stofnun annars atvinnu- rekstrar á landsbyggðinni. Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1975 leggur áherzlu á að hvergi verði kvikað frá þeim kjararéttindum, sem bændastétt- in hefur áunnið sér á undan- förnum árum. Sérstaklega leggur fundurinn áherzlu á, að ekki verði breytt á- kvæðum laga um viðmiðun tekna bænda við aðrar stéttir og rétt til útflutningsbóta á landbúnaöaraf- urðir. Fundurinn minnir á, að nú skortir verulega á að bændur nái a’rstekjum til jafns við þær stéttir, sem laun þeirra miðast við. 1 þvi sambandi er rik ástæða til að minna á þá kjaraskerðingu, sem leitt hefur af þvi, að hvað eft- ir annað hefur orðið misbrestur á að verðbreytingar tækju gildi á lögboðnum tima. Gerir fundurinn kröfu til að rikisvaldið bæti bænd- um þann skaða. Aðalfundur Stéttarsambans bænda 1975 telur algjört neyðar- úrræði að selja nautgripakjöt á niðursettu verði eins og nú hefur verið ákveðið að gera. Vekur fundurinn athygli á, að lækkun út- söluverðs frá þvi sem ákveðið hefur verið með samkomulagi i Sex-manna-nefnd rýrir kjör bændastéttarinnar og þvi aðeins er réttmætt að gripa til aðgerða þessara að þær leiði til ráðstaf- ana, sem komi i veg fyrir að slikt endurtaki sig. Kröfur BSRB BH-Reykjavik — Bandalag starfsmanna rikis og bæja hefur afhent fjármálaráðherra kröfu- gerð sína varðandi kjarasamn- inga, en lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna mæia svo fyrir, að segja skuli upp samning- um á tveggja ára fresti. Bcr að gera það miðað við 1. septem- ber eða 10 mánuðum áður en kjarasamningurinn rennur út. Samninganefnd BSRB hélt fyrsta fund sinn að þessu sinni 11. ágúst sl., og var þar lögð fram hug- mynd að kjarasamningi, sem unnin hafði verið á skrifstofu BSRB. 18.—22. ágúst fjallaði síð- an nefndin um kröfugerðina á stöðugum fundum, og var hún loks samþykkt samhljdða, og af- hent fjármálaráðherra 26. ágúst sl. Timinn sneri sér til Haralds Steinþórssonar til að leita sér upplýsinga um kröfugerðina, og lét Haraldur okkur i té helztu atr- iði hennar, og þá fyrst og fremst þær breytingar, sem fyrirhugað- ar eru frá núgildandi kjarasamn- ingi. Fjöldi launaflokka er i kröfun- um 28 en það er einum launa- flokki meira, en nú er fram- kvæmt. Sú breýting er gerð á númerum launaflokka, að þeir eru númeraðir frá 1 og upp i 28 i stað þess að gildandi launaflokk- ar eru frá 10. og upp i 28. og siðan B-1 til B-8. Samanburður getur fengizt með þvi' að lækka nuver- andi numer á launaflokki um töl- una 9 (þessi háttur var tekinn upp hjá Reykjavikurborg i síðustu samningum). Gerð er krafa um að hámarks- laun I 1. launafl. verði 84 þús. krónur og siðan komi 4.500 kr. bil milli hámarkslauna upp i 28. launaflokk, sem mundi þá enda á 205.500 kr. Þessi grunnlaun skuli svo hækka um 4% 1. marz 1977 og þau grunnlaun um önnur 4% 1. nóvember 1977. Aðrar breytingar á launastig- anum eru þær, að aldurshækkanir eru minnkaðar og nema þær alls staðar 2 þúsundum króna i stað þess að þær voru áður þær sömu og bilið milli launa- flokka. Þá er lagt til að starfs- þjálfun i núgildandi kjarasamn- ingi falli brott, en aldurs- hækkanir komi eftir 1 ár, 3 ár og hámarkslaun eftir 5 ár. Við á- kvörðun starfsaldurs verði tekið tillit tilstarfahjá öðrum en rikinu og gildir það bæði um aldurs- hækkun til launa og til orlofs. Þá er gerð krafa um að grunn- launhækki tvisvar sinnum um 4% á næsta 2 ára samningstimabili, svo og starfsmenn hækki um einn launaflokkmiðaðvið röðun starfa sinna eftir 10 ár i þjónustu rikisins og sveitarfélaga. Varðandi visitölu er gerð krafa um, að verðlagsuppbót sé greidd á öll laun skv. framfærsluvisitölu i stað kaupgjaldsvisitölunnar, sem áður gilti i samningum okk- ar. Framfærsluvisitalan er rétt- ari mælikvarði á allar verðhækk- anir. Vinnutimi o.fl. Krafizt er staðfestingar á 5 daga vinnuvikunni og dagvinna verði unnin á timabilinu frá 08—17 frá mánudegi til föstudags. Þá er krafizt 80% álags á yfir- vinnu i stað 60 sem nú gildir. Sett er fram krafa um trygg- ingu á lágmarkshvild eftir langa samfellda vinnu eða næturvökur. Um gæzluvaktir og vinnuvökur verðisett skýrari og ótviræðari á- kvæði en gilt hafa á ýmsum svið- um, og m.a. verði ákveðið að lág- mark vinnuvöku sé 6 klst. 50 min- útna reglan verði tekin upp fyrir alla vaktavinnumenn. Vaktaálag verði 320 krónur fyrir vinnu sem innt er af hendi á mánudegi til fimmtudags kl. 17—24 en 360 krónur alla daga á tlmabilinu frá kl. 00—08 og frá 17—00 á föstudögum svo og á laugardögum, sunnudögum, og almennum fridögum og tvöfalt á- lag á stórhátiðardögum. Matartimi verði 1 klst., ef ekki er mötuneyti á vinnustað, kaffi- timar verði tvisvar sinnum 20 minútur á dag. Orlof Krafizt er að laugardagar telj- ist ekki til orlofsdaganna og að lágmarksorlof hækki úr 24 dögum i 27 eftir 8 ára starfsaldur eða þegar menn eru orðnir 45ára og i 30 daga miðað við 15 ára starfs- aldur eða 55 ára aldur. Timabil sumarorlofs verði frá 1. júni til 15. september. Orlofsframlagið hækki úr 10 þúsund krónum i' 25 þúsund krón- ur og taki siðan hækkun skv. visi- tölu. Viðbótarákvæði Tekin eru upp i kröfugerð bandalagsins nokkur þau atriði sem bandalagsfélögin sömdu um i sérsamningum síðast eða komu fram i sérstakri bókun með kjarasamningi bandalagsins. Má þar nefna m.a. ákvæði um réttarstöðu trúnaðarmanna, fullórðinsfræðslu, tryggingar, fæði og mötur.eyti, launaseðil o.fl.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.