Tíminn - 03.09.1975, Síða 7

Tíminn - 03.09.1975, Síða 7
Miðvikudagur 3. september 1975. TÍMINN 7 tltgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Endurskoðun útflutn- ingsuppbóta í ræðu þeirri, sem Halldór E. Sigurðsson land- búnaðarráðherra hélt á aðalfundi Stéttarsam- bands bænda, vék hann að útflutningsuppbótum og sagði m.a.: „Eins og kunnugt er hefur sú regla verið notuð s.l. 15 ár, að greiða útflutningsbætur á þær land- búnaðarafurðir, sem út hafa verið fluttar og ekki hafa náð þvi verði, sem skráð var hér innanlands. Samkvæmt lögunum þar um er heimild til þess að greiða þannig sem nemur 10% af landbúnaðar- framleiðslunni. Á þeim 15 árum, sem þessi regla hefur verið notuð, eru 8 ár, sem þessi réttur hefur verið notaður að fullu, og var það samfleytt á árunum 1965-1971, en sjö árin hefur þessu marki ekki verið náð. Það var sérstaklega fyrstu árin eft- ir að útflutningsbætur voru upp teknar, að þær voru hverfandi litlar. Á árunum 1971-’72 náðu þær ekki þvi að vera 10%, en gerðu það aftur á árinu 1974. Á hinu vil ég vekja athygli, að hér er nú orðið um verulegar fjárhæðir að ræða. Það gerir það að verkum, að þjóðin verður að vega það og meta, hvort hún getur i raun og veru fylgt þeirri stefnu, að láta erlendum ney tendum i té neyzluvörur á svo lágu verði, sem raun ber vitni. í landbúnaði sem á öðrum sviðum, verður að meta það, hvernig þvi fjármagni er bezt varið, er til ráðstöfunar er á hverjum tima. Auðvitað hafa þessar greiðslur áhrif á aðrar fjárveitingar rikissjóðs til land- búnaðarins. Ég efast ekki um að þetta veldur bændum i landinu miklum áhyggjum, og öllum þeim, sem að landbúnaðarmálum vinna og vilja landbúnaðinum vel, og þjóðinni i heild. Það er þvi mitt mat, að hjá þvi verði ekki kom- izt, að endurmeta þennan þátt og leita eftir nýjum leiðum að einhverju leyti til þess að tryggja af- komu bændastéttarinnar, með öðrum hætti heldur en þarna er gert. Ég tel lika, að þessi regla um út- flutningsbætur feli i sér þá veilu, ekki sizt þegar til lengdar lætur, að hún hvetji ekki til þess að leita hinna hagkvæmustu markaða, þegar það skjól er fyrir hendi, að útflutningsbótakrafan til rikissjóðs er ekki að fullu notuð. Ég vara við þeirri hugsun, að lita á þennan rétt, sem eign, sem þurfi að hag- nýta sér að fullu. Slikt gæti leitt til þess, að hann glataðist.” Óbreytt stefna Vísis Það er nú bersýnilegt, að þótt ritstjóraskipti hafi orðið hjá Visi, hefur ekki orðið nein breyting á stefnu blaðsins i landbúnaðarmálum. 1 forustu- grein Visis s.l. mánudag er ráðizt á formann Stéttarsambands bænda með öllu meiri dólgshætti en nokkru sinni átti sér stað i ritstjórnartið Jónas- ar Kristjánssonar. Jafnframt er lýst velþóknun á fyrri landbúnaðarskrifum Visis og ákveðið gefið til kynna, að eigendur Visis hafi aldrei haft neitt við þau að athuga. Bændur geta þvi átt von á þvi, að innan skamms tima gefi Sjálfstæðismenn út tvö blöð i Reykjavik, sem hafa það fyrir iðju að ófrægja landbúnaðinn og heimta innflutning á landbúnaðarvörum. Þau munu svo jafnframt krefjast þess, að formanni Stéttarsambands bænda verði ófrjálst að bera hönd fyrir höfuð stétt- ar sinnar, ef ráða má af forustugrein Visis i fyrra- dag. Þetta á svo að kalla frjálsa blaðamennsku! Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Zaccagnini vill hætta sem fyrst Kommúnisminn flæðir niður Ítalíu Benigno Zaccagnini FYRIR skömmu kaus mið- stjórn kristilega flokksins á Italiu nýjan formann, sem tók við formannsstarfinu með þeim orðum, að hann vonaði, að formannstið sin yrði sem skemmst. Hinn nýi formaður, Beiiigno Zaccagnini.hafði lika gilda ástæðu til að segja þetta, þvi að hann tók nauðugur við starfinu og gerði það af þeirri einni ástæðu, að samkomulag hafði ekki náðst um annan mann. Fjarri fór þvi, að fullt samkomulag væri um hann, þvi að hann fékk ekki nema 93 atkvæði af 176. Ellefu atkvæði . féllu á aðra, en 72 seðlar voru auðir. Þar var um að ræða stærsta hópinn innan kristi- lega flokksins, sem er skiptur i marga hópa. Foringi þessa stærsta hóps er Amintore Fanfani, sem lét af for- mennsku flokksins á fundin- um, sökum þess að trausts- yfirlýsing til hans hafði verið felld. Fanfani og fylgismenn hans vildu fá mann úr sinum hópi kosinn, en samkomulag náðist ekki um hann. Eftir langa leit féll valið á Zacca- gnini, en hann tilheyrir þeim hópnum, sem er undir leið- sögn Aldo Moro forsætisráð- herra, en hann er talinn aðeins til vinstri við miðjuna i flokkn- um. Það voru hóparnir, sem eru i miðið og til vinstri i ' flokknum, er stóðu að kosn- ingu Zaccagnini. EINS og áður segir, tók Zaccagnini við formannsstörf- um með það i huga, að gegna þvi sem skemmst, eða ekki öllu lengur en til næsta flokks- þings, sem verður haldið inn- an fárra mánaða. Það mátti hins vegar vera honum nokkur huggun, að val hans mæltist yfirleitt vel fyrir. Blöðin viðurkenndu, að hann væri þekktur að heiðarleika og hefði aldrei verið riðinn við nein hæpin fjármálabrögð. Aðalmálgagn sósialista, Avanti, en kristilegir demó- kratar sækjast mjög eftir samstarfi við þá, lét jafnframt svo ummælt, að þeir hefðu vart getað valið sér heppilegri formann, eins og sakir stæðu, m.a. vegna þess að hann hefði alltaf verið andfasisti og jafn- an sýnt áhuga á félagslegum umbótum. Zaccagnini, sem er 63 ára gamall, er læknir að menntun og hefur aðallega lagt stund á barnalækningar. Hann starf- aði sem herlæknir fyrstu striðsárin, en dró síg i hlé 1943 og gerðist virkur i andspyrnu- hreyfingunni. Hann var einn af stofnendum kristilega flokksins i striðslokin og var kosinn á þing 1948 og hefur átt þar sæti siðan. A þingi hefur hann einkum látið félagsmál til sin taka og kom áhugi hans á þeim málum vel i ljós, þegar hann var ráðherra á árunum 1959 og 1960, en var þá fyrst félagsmálaráðherra en siðan ráðherra, sem hafði yfirsjón með opinberum framkvæmd- um. ÞAÐ VORU úrslit héraðs- stjórnarkosninganna, sem fóru fram 15. júni, sem urðu Fanfani að falli. Kristilegi flokkurinn beið þá verulegan ósigur, en kommúnistar unnu á að sama skapi. Fanfani hafði fylgt fast þeirri steínu, að hafna bæri sérhverju sam- starfi við kommúnista. Berlinguer, foringi kommún- ista, predikaði hins vegar, að flokkarnir yrðu að vinna sam- an, þvi að öðruvisi yrði efna- hagsleg vandamál Italiu ekki leyst. Kosningar fóru fram i 20 fylkjum, en alls eru þau 26. Kommúnistar og sósialistar höfðu farið með stjórn i þrem- ur þeirra fylkja sem kosið var i, en eftir kosningarnar höfðu þeir orðið meirihluta i fimm fylkjum og hafa þeir nú sam- starf i þeim ölium. Til viðbót- ar hafa kommúnistar gerzt, eða eru að verða þátttakendur i stjórnarsamstarfi i fleiri fylkjum og eru taldar horfur á, að þeir verði áður en lýkur þátttakenduristjórn lOfylkja. Jafnframt eru þeir svo orðnir samstarfsaðili i stjórn allra stórborga á Italiu fyrir norðan Róm. 1 hinum siðarnefndu fylkjum og yfirleitt i borgun- um vinna þeir með fleiri flokk- um en sósialistum, og hafa þeir nú náð samstarfi við menn eðc hópa úr öllum flokkunúm, nema flokki nýfasista. Það er álit margra erlendra blaðamanna, sem hafa fjallað um þessi mál, að þetta aukna samstarf kommúnista við aðra flokka geti átt eftir að hafa i för með sér þáttaskil i itölskum stjórnmálum. Hing- að til hefur sú stefna kristilega fiokksins að mestu heppnazt, að ha’.da kommúnistum utan þátttöku i stjórnum héraða, borga og fylkja, og raunar á sem flestum sviðum. Kommúnistum hefur nú tekizt að rjúfa þessa einangrun. Þetta þarf hins vegar ekki að þýða það, að þeir rjúfi einangrunina á landsmála- sviðinu. Sósialistar hafa t.d. um alllangt skeið leikið þann leik, að hafa samstarf við kommúnista i borgarstjórnum og fylkisstjórnum, en vinna aftur á móti með kristilegum demókrötum á þingi og i rikis- stjórn. Það getur breytt þess- ari afstöðu þeirra, að nú eru fleiri en þeir farnir að vinna með kommúnistum i borgar stjórnum og fylkisstjórnum. Það er þvi ekki furða, þótt friðsemdarmaður eins og Zaccagnini vilji vera sem skemmst formaður kristilega flokksins. Það virðist nú ofur- mannlegt verkefni að halda saman hinum mörgu sundur- lausu hópum, sem mynda flokkinn, og mæta jafnframt þeim viðhorfum, sém nú eru bersýnilega að myndast i itölskum stjórnmálum. Þ.Þ. oröið aðild að fylkisstjórnum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.