Tíminn - 03.09.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.09.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 3. september 1975. Einn af elztu verzlunarstöðum landsins, er enn stendur, er Hofsós. Kauptúnið stendur við ós Hofsár, er kemur nánar tiltekið úr Deildar- dal. Til skamms tima var um fólksfækkun að ræða á Hofsósi, en með tilkomu aukins sjávar- afla hefur ibúum farið fjölgandi og eru þeir nú i dag284,er búa i Hofsóshreppi. En sem verzlun- arstaður þjónar Hofsós á milli 500 og 600 manns Stærsti atvinnuveitandinn á staðnum er frysti- húsið. Þar vinna að staðaldri 40 manns. Iðn- aður er litill, en ráðamenn hreppsfélagsins hafa fullan hug á þvi að auka hann svo sem kostur er. fÍMINN HEIMSÆKIR HOFSÓS LEGGJUM ÁHERZLU Á STJÓRNARSTÖRFIN — segir Gísli Kristjánsson, oddviti NtíVERANDI hreppsnefnd á Hofsósi tók við störfum að aflokn- um kosningum 1971. Skipan henn- ar þótti ærið athyglisverö og ekki sízt fyrir þá staðreynd aö i henni sitja eingöngu ungir menn og er meðalaldur þeirra nálægt þri- tugu. Þá hafa enginn niíverandi hreppsnefndarmanna gegnt áður svipuðu starfi. Timinn hitti að máli Gisla Kristjánsson oddvita: — Var ekki erfitt fyrir ykkur, Gisli, að hefja störf við hrepps- málin svona fyrst i stað? — Jú vissulega var það strembið i fyrstunni, en við tókum þetta alvarlega og reyndum eftir megni að setja okkur eins vel inni málin og mögulegt var. Þannig unnum við saman eins og kostur var á, og gerum reyndar enn. En höfuöáherzlu lögðum við á að hreppsnefndarstörfum væri betur sinnt en áður og til þess að það gæti gerzt, var ég meðal annars ráðinn sem oddviti i fullt starf. Iðnaður Aðallega höfum við einbeitt okkur að þvi að koma hérna af staö iðnaði — og i þvi sambandi stendur til að koma upp á Hofsósi iðngarði, þar sem gætu verið starfræktar fjórar iðngreinar. Þetta er framkvæmd sem vopn- azt er til.að verði hægt að koma af staö að einhverju leyti næsta haust. Aðrar hugmyndir eru ekki komnar á f ramkvæmdastig, en að þeim verður unnið eins og kostur er. Áætlað að dýpka höfnina um allt að 15 þúsund rúmmetra — Hvað er það af öðrum fram- kvæmdum á Hofsósi, sem þið telj- ið hvað mikilvægastar fyrir hreppsfélagið? — Það eru tvimælalaust hafn- arframkvæmdirnar, en þær standa f stuttu máli þannig i dag, að innan skamms verður lokið við að setja stálþil utan við grjót- garðinn en það var forsenda þess að hægt væri að dýpka höfnina. Eftir þá framkvæmd er fyrirhug- að að hefja dýpkunina, en það verður ekki fyrr en á næsta ári. Þá stendur til að moka úr höfn- inni 15 þúsund rúmmetrum af jarðvegi. — Hvað ávinnst með þessum framkvæmdum? — Það er tvennt, i fyrsta lagi verður vafalaust mun stilltara i höfninni, og eins geta stærri skip lagzt að landi. Og með áfram- haldandi togaraútgerð — en Hofs- ós á hlut i togaraflotanum, sem gerður er útfrá Sauöárkróki — þá getum við ef til vill fengið þá til að landa hér, svo ekki þurfi að aka aflanum á bilum frá Sauðárkróki eins og gert er i dag. Það er einnig óneitanlega fjárhagslegur ávinn- ingur að fá togara hingað til lönd- unar, þvi hafnargjöld eru eitt prósent af aflaverðmæti. Höfnin veröur hins vegar ekki eins og æskilegast væri þrátt fyrir þessar framkvæmdir þvi að lending á aðalgarðinum er bráðnauðsyn- leg. í dag: Engin skolplögn á Hofsósi nær til sjávar — Hvernig er ástand heil- brigðismála á Hofsósi? — Svo við byrjum á holræsa- kerfi staöarins, þvi það er einn hluti heilnrigðismálanna, þá er það verkefni sem ætlunin er að fara að glima við. Til þessa dags hefur ástandið i þeim efnum verið þannig að það hafa verið þetta 3-4 hús með sameiginlega lögn, sem ekki hefur náð til sjávar. Sam- kvæmt könnun sem fór fram hér á staðnum voru samtals milli 20-30 holræsi i þorpinu opin. En við ætlum sem sagt að fara að vinna að þvi' að leggja 500 metra langan aðalstofn, sem hægt er að tengja við flestöll hús á staðnum. Fullbúið kemur þetta kerfi til með að kosta um 11 milljónir og verður verkinu hraðað eins og kostur er. Reynt hefur verið að auka læknisþjón ustuna en ekki tekizt — I sambandi við læknaþjón- ustumá geta þess að hingað kem- ur læknir einu sinni i viku, en reynt hefur verið að fá hana tvisvar. Það virðist þvi miður vera þungt i vöfum að fá núver- andi ástandi breytt, þvi það er bú- ið að koma þessum málum þann- ig, að umsögn okkar til heil- brigðismálaráðuneytisins fer fyrst til Sauðárkróks, en siðan virðist það vera þeirra dómur sem gildir. Vafalaust ræðst hins vegar niðurstaða þeirra Sauð- kræklinga mikið af skorti á lækn- um. En það hefur komið okkur hér á Hofsósi til góða, að hér er starfandi hjúkrunarkona og hefur hún getað annað miklu af þvi sem læknir hefði annars þurft að sinna. Hlutfallsleg aukning i þéttbýli varð mest á .Hofsósi eða 4,2% — Sótti Hofsóshreppur um leiguibúðir á sinum tima? — Já það var gert, við sóttum um átta ibúðir og þar af hefur fengizt leyfi fyrir fjórum — leyfið er annars i þvi fólgið að þegar gengið hefur verið frá teikning- um, þá megum við byrja fyrir eigið fé, en þetta mun vist vera siöasta þrepið áður en láns-lof- orðin eru endanlega afgreidd. Annars hefur nú i fyrsta sinn um árabil orðið veruleg búsetuaukn- ing á Hofsósi, þannig varð hér mest hlutfallsleg aukning i þétt- býli á Norðurlandi og það eitt segir sina sögu að hér eru nú 12 ibúðir i smiðum. Það sem er athyglisverðast er það að það er allt ungt fólk sem vill setjast hér að. Sannleikurinn er sá að til- koma skuttogarans er sú vita- minsprauta sem við nú búum við og hefði hans ekki norið við, væri Hofsós ekki á þeirri upplqið sem raun ber vitni. Rikisvaldið kemur ekki nægjanlega til móts við litlu sveitar- félögin þegar um vegamál er að ræða — Að lokum Gisli, hvað liður þvi að varanlegt slitlag verður sett á götur Hofsóss? — Um það liggja nú ekki neinar áætlanir, enda um mjög kostn- aðarsama framkvæmd að ræða. Hins vegar er hreppurinn aðili að Norðurbraut, en það fyrirtæki er sameign sveitarfélaganna á Norðurlandi. Eðlilega væntum viö 'okkur mikils af starfi þess fyrirtækis, en það er ekki fullmót- að enn sem komið er. En mér finnst að byrjað sé á vitlausum enda i sambandi við hraðbrautar- framkvæmdir hér á landi. Það væri mun gæfulegra að byrja á þvi að koma á varanlegu slitlagi á götur litlu þorpanna, áður en fariðer út i þá sálma að koma á varanlegu slitlagi milli Akureyr- ar og Reykjavfkui;. Nýbyggingar á Hofsósi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.