Tíminn - 03.09.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.09.1975, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 3. september 1975. 9 TIMINN HEIMSÆKIR HOFSOS Texti og myndir: Áskell Þórisson Það verður að ein- falda KERFIÐ — segir Þórður Kristjónsson, verkstjóri Þórður Kristjánsson er verk- stjóri frystihússins á Hofsósi. Við spurðum hann fyrst, hvernig reksturinn hefði gengið á siðasta ári. — Það var nokkur hallarekstur á árinu, enda ekki nema von, þvi þann grundvöll, sem átti fyrir löngu að vera búið að finna og átti aö gera kleift að reka frystihús — hef ég ekki séð. Hafi það verið slæmt á siðastliðnu ári aö reka fiskverkunarstöðvar þá verður það enn verra i ár eftir fiskverðs- hækkun og kauphækkun. Ég er ekki að mótmæla kauphækkun- inni, hún var nauðsyn, en fyrir nokkuð löngu áttu að vera komn- ar i framkvæmd aðgerðir af hálfu hins opinbera, sem áttu að hjálpa fiskseljendum og kaupendum að yfirstiga fyrirsjáanlega erfið- leika — þær aðgerðir hafa ekki séð dagsins ljós og ástandið hjá okkur hér hefur til dæmis verið þannig, að ekki hefur alltaf verið möguleiki á þvi að greiða fólkinu út kaupið. Vantar að ríkisvaldið taki ítaumana — Hvað telur þú að sé helzt til bragðs að taka? tJr vinnslusal frystihússins. — Það verður að einfalda kerf- ið fyrir það fyrsta, því að það er alltof þungt i vöfum, einhver stór aðili til dæmis Seðlabankinn, veröur að gera fiskkaupendum kleift að geta greitt okkur undir eins, svo allt stoppist ekki einn góðan veðurdag. Það þarf vissu- lega sæmilegt geð til þess að standa i þvi að láta fyrirtæki rétt rúlla áfram. Við erum svo sem ekki að biðja um mikinn ágóða, en þetta verður að ganga nokkurn veginn hallalaust og er þá góð fyrirgreiðsla nauðsynleg. Það má lika bæta þvi við hér, að þetta frystihús er ekki einkafyrirtæki heldur hlutafélag fólksins sjálfs og verkalýðshreyfingarinnar á staðnum. Frystihúsið gæti tekið á móti meiri afla — Berst nægjanlegur afli til ykkar? — Nei, við gætum tekið á móti nokkru meiri afla, en núna fær frystihúsið einn þriðja af afla tog- aranna sem gerðir eru út frá Sauðárkróki og eins fáum við afla af einum dekkbáti, sem gerður er út héðan. En það er ekki nægjan- lega gott hráefni sem fæst frá Sauðárkróki, sem sést bezt á þvi að mikið fer I blokkir en litiö i neytendapakkningar. Hins vegar Söltum viö tiltölulega lítið, enda er húsnæði til þess arna af skorn- um skammti. Að lokum spurði TÍMINN Þórö Kristjánsson að þvi, hvort væru á döfinni einhverjar framkvæmdir hjá frystihúsinu. Þórður sagði, aö lengi hefði staðið til að hefja framkvæmdir við viðbyggingu sunnan við húsið, en i henni á aö vera nýr inngangur, snyrtingar, búningsherbergi og kaffistofa. Þá er einnig á áætlun að koma upp betra húsnæði fyrir saltfiskverk- un, einungis vantar fjármagn til að hefja báðár þessar fram- kvæmdir. Aðspurður um tæki og vélar sagði Þórður að frystihúsið vantaði tilfinnanlega flökunarvél og lyftara, en eins og er þarf til Þórður Kristjánsson dæmis að nota handaflið við að taka fiskkassana af vörubilun- um.... Otibú K.S. á Hofsósi Húsnæði Stuðlabergs hf. Höfum líklega betur í samkeppninni ef eitthvaö er BYGGÐASTEFNAN HEFUR ORÐIÐ HOFSÓS TIL GÓÐS Óli Þorsteinsson Óli Þorsteinsson er útibússt jóri Kaupfélags Skagfirðinga á Hofsósi. Hann byrjar nú samt á þvi að fræða okkur um félagsmál á staðnum, en mikil og góð sam- vinna hefur tekizt milli hrepp- anna i skóla- og félagsmálum. — Nú þegar hefur fyrsti áfangi barnaskólans verið tekinn I notk- un og annar áfangi i haust, segir Óli. — Þessi skóli er sameign þriggja hreppa, Hofsós-, Hofs-, og Fellshrepps, en fyrrnefndir hreppar stóðu einnig fyrir bygg- ingu félagsheimilis, er tekið var I notkun fyrir tveimur árum. Og Óli Þorsteinson heldur áfram: — Félagsheimilið hefur tvlmæla- laust ýtt undir alla félagsstarf- semi hér á Hofsósi og nágrenni. Hér eru nú til dæmis starfandi kvenfélag, Söngfélagið Harpan, ungmennafélag og fleiri félög. — Nú ert þú útibússtjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, hvað getur þú sagt okkur um starfsemi útibúsins? — Það þjónar fyrst og fremst Hofsósi og nærliggjandi hrepp- um, eða I stuttu máli . úthéraði Skagafjarðar að austan. Hér starfa sex fastráðnir starfsmenn, og útibúið rekur enga aðra starf- semi en verzlun með nauösynja- varning — fyrir utan saumastofu er starfar I samvinnu við Heklu á Akureyri. Það má annars geta þess til gamans að upphaf saumastofunnar var það, að framleiða þurfti Islenzka fánann. A saumastofunni vinna nú niu konur. — Hver var heildarvelta úti- búsins? — A slðastliðnu ári var hún 35 milljónir, og er þá ekki meötalin áburðarsala, en eðlilega er hún stór liður. — Finnst þér kaupmáttur al- mennings hafa aukizt nú undan- farið? — Ég veit ekki hvort kaup- máttur hefur aukizt almennt, en hér á Hofsósi er það ólikt, hversu fólk hefur nú miklu meiri peninga milli handanna. Byggðastc,fna vinstri stjórnarinnar — hvað varðaði togaraútgerð varð okkur tvimælalaust til góðs. Aöur var atvinnuástand slæmt og atvinnu- leysi alltitt, en eftir aö togarafisk- urinn fór að berast hingað hefur verið um stöðuga atvinnu að ræða i frystihúsinu — sem svo aftur er stærsti atvinnugjafinn. — Hefur þá togarinn og frysti- húsið komið i veg fyrir meiri fólksfækkun en orðið var? — Tvímælalaust hafa þessar ráöstafanir orðið til þess, og ó- hætt gr að segja, að við hér litum nú björtúm augum á framtiðina. EINN af þeim ungu mönnum er hafa staöfestst á Hofsósi er Gunn- laugur Steingrlmsson vélvirki, en hann vinnur hjá STUÐLABERGI h/f á Hofsósi. TIMINN spurði Gunnlaug fyrst að þvi,hvaða kosti hann sæi við það, að búa úti á landi I litlum bæ. Gunnlaugur sagði, að fyrir sig væri það tvennt, sem aðallega réði valinu á þvi^hvort hann byggi i fjölmennum bæ eða i eins litlu samfélagi og Hofsós er. I fyrsta lagi hyrfi viðkomandi ekki inn I fjöldann,heldur væri hann i mun nánari snertingu við það sem gerðist i umhverfinu.-Ekkert fer framhjá manni, sagði Gunnlaug- ur, og þú ert mun meiri þátttak- andi I öllu þvi er skiptir einhverju máli. Fyrir utan að ég held að það sé manninum mun eðlilegra að búa i litlu bæjarfélagi — heldur en á staö eins og til dæmis Reykja- vlk. — Verður þú ekki var við að ungt fólk leiti útfyrir staðinn,að minnsta kosti um tima? — — Jú, það fer alltaf einhver fjöldi út á land til að vinna, til dæmisað vetrinum, en yfirleitter þar bara nýungagirni sem ræður. Áður fór unga fólkið, og kom ekki aftur. — Hins vegar hefur þróunin nú snúizt við — um það bera hús- byggingarnar á Hofsósi órækt vitni. — Hvernig er með samgöngur við Hofsós? — Þær eru ef til vill erfiðastar, þvi að óneitanlega eru þær undir- staða þess að dreifbýlið geti verið samkeppnisfært við stærri bæi. I samgöngurnar kom nokkur aftur- kippur, er Siglufjörður hætti að vera jafn þýðingarmikill bær og var á slldarárunum. Þá var aðal- leiðin til Siglufjarðar i gegnum Gunnlaugur Steingrimsson Hofsós og bærinn naut góðs af. En samgöngur hingað koma til með að batna mikið, þegar vegurinn yfir eylendið til Sauðárkróks kemst i gagnið. Nú verður til dæmis unnið við að brúa eystri kvisl Héraðsvatna næsta haust, og þetta kemur svona smám saman. I sambandi við flug, þá verðum við að fara til Sauðár- króks, og er áætlun til Króksins hvern dag sem flugfært er. Við spurðum Gunnlaug um Stuðlaberg h/f og hvað það fyrir- tæki framleiddi. Gunnlaugur sagði, að Stuðla- berg framleiddi m.a. hljóðkúta i bifreiðar, og væri eini aðilinn hér á landi er smíðaði nokkurt magn af þeim. En fyrirtækið helgar sig ekki eingöngu hljóðkútasmiði: þar eru einnig gerðar kjötbrautir og annað tilheyrandi fyrir slátur- hús. Aðspurður um hvort væri Framhald á 15. siðu. Félagsheimilið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.