Tíminn - 03.09.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.09.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 3. september 1975. TíMINN n Umsjón: Sigmundur ó. Steinarssonss^s=^s^=====^=^ Guðni qengur í raðir KR-inga — sem eru að koma sér upp góðri æfingaaðstöðu fyrir kastara — ÉG ER ákveöinn i að skipta um félag og ganga yfir i raðir KR- inga, sagði hinn ungi og efnilegi kastari Guðni Halldórsson (21 árs) frá Þingeyjarsýslu, sem er nú búsettur f Reykjavík. — Ástæðan fyrir því, að ég geng i KR — er, að þeir eru að koma sér upp góðri æfingaaðstöðu fyrir kastara, þar sem þeir geta æft sig yfir vetrarmánuðina, sagði Guðni. Það er ekki að efa, að Guðni mun koma til með, að styrkja frjálsiþróttalið KR mjög mikið, þvi að hann er i stöðugri framför. Það hefur hann sýnt að undanförnu — siðast á meistara- móti Norðurlands á Blönduósi, þar sem hann setti persónulegt met i kringlukasti — kastaði 51.68 m. Þá setti hann einnig persónu- legt met i kúluvarpi — kastaði 16.60 m. Úlfar Teitsson, formaður frjálsiþróttadeildar KR, sagði að það væri gleðitiðindi fyrir KR- inga, að Guðni væri að koma yfir i þeirra félag. Hann sagði, að KR- ingar væru nú að koma sér upp aðstöðu fyrir kastgreinarnar — kringlukast, kúluvarp og spjót- kast — þar sem hægt væri að æfa þessar greinar allan ársins hring, en sú aðstaða væri nauðsynleg, ef árangur á að nást. —Við æt]um að setja upp kastnet innanhúss, sem verður tilbúið um mánaðamótin september — október. Það hefur lengi verið draumur okkar KR- inga, að koma upp aðstöðu fyrir kastara okkar, sem eru svo að segja á „götunni”. — Það hefur engin aðstaða verið fyrir hendi fyrir kastgreinarnar fram til^ þessa yfir vetrarmánuðina, og; þar af leiðandi hafa kastarar þurft að æfa eingöngu lyftingar yfir vetrarmánuðina, en siðan köst yfir hásumarið. Með komu nýja kastnetsins, geta KR-ingar æft köst af kappi á veturna, sagði Úlfar að lokum. Þá má geta þess, að iþrótta'sið- an hefur frétt, að miklar likur séu á þvi, að Strandamaðurinn sterki, Hreinn Halldórsson, gangi einnig 1 KR. IFrönsku landamæra verðirnir d höttum MARTEINN GEIRSSOH....verður undir smjásjá erlendra félaga í Nantes I kvöld. og Elmar Geirsson, voru allir komnir til Nantes i gær. Elmar kom siðastur. Ráðgert var að is- lenzka landsliðið héldi tvær æf- ingar i gær, en annarri æfingunni var sleppt vegna þreytu fslenzku leikmannanna. Búizt er við að mikill fjöldi áhorfenda verði á leiknum i Nant- es, sem hefst kl. 19.30 að islenzk- um tima. Meðal áhorfenda verða forustumenn ýmissa erlendra fél- aga, sem áhuga hafa á, að kaupa Islenzka leikmenn. Einkum er talið að 'Tarteinn Geirsson verði undir smásjá. Engu skal spáð um úrslit leiksins i kvöld, en vist er um það, að islenzku leikmennirn- ir muni selja sig eins dýrt og mögulegt er. Það veitir Frökkum nokkurn styrk, aö nýlega sigruðu þeir spænska meistaraliðið Real Madrid með 3:1 og segir það nokkuð til um styrkleika franska landsliðsins. Sagt verður frá leiknum i Nantes i blaðinu á morgun. eftir eigin- handar- dritun — en íslenzku leikmennirnir voru víðs fjarri ★ Landsleifcur íslands og Frakklands vekur mikla athygli í Frakklandi Frá Alfreð Þorsteinssyni í Frakklandi. Landkynningastarfsemi fyrir tsland fær byr I seglin I Frakklandi þessa dagana vegna landsleiksins í Nantes. Stærstu biöð Frakklands verja mikiu rúmitilaösegja frá ieiknum, sem háður veröur I kvöld. Yfirleitt gætir þess I skrifunum, að Frakkar bera fulla virðingu fyrir islenzka landsliðinu. Til að mynda lætur hinn rúmenski þjálfari franska Iands- liðsins Stefán Kovacs, hafa eftir sér Ihinu virðulega blaði ,,Le Figaro”, að leikurinn i Nantes verði áreiðanlega erfiður fyrir Frakka. Islenzka landsiiðið sé sterkt um þessar mundir og jafnteflið, sem Frakkar gerðu við tslendinga fyrr I sumar, hafi ekki verið nein tilviljun, það sanni sig- ur islenzka landsliðsins gegn A-Þjóðverjum. Raunar er það dæmigert um þennan mikla áhuga sem er á landsleiknum, að þegar islenzki hópurinn, sem fylgir landsliðinu, kom til frönsku landamæranna i gær tóku landamæraverðirnir mjög vinsamlega á móti hópnum og þyrptust að honum i von um að fá eiginhandaráritun hjá islenzku landsliðsmönnunum. Þeir urðu hins vegar fyrir miklum von- brigðum, þegar þeir fréttu að is- lenzka landsliðið væri ekki með áætlunarbilnum, heldur hefði flogið með flugvél frá Luxemborg til Parísar. För islenzka landsliðsins til Nantes var mjög erfið, þvi að hún tók samtals 18 klukkustundir. Hins vegar hvildu leikmennirnir sig vel fyrir leikinn i gær. ,,út- lendingarnir” I islenzka liðinu, Jóhannes Eðvaldsson, Ásgeir Sigurvinsson, Guðgeir Leifsson | íslendingarnir gera það gott í V-Þýzkalondí: l„Þeir eru frábærir Isaman" — segir stórblaðið „Bild" um þá Axel Axelsson og Ólaf Jónsson — „Islenzku tvíburana" — Þeir eru frábærir saman og eiga örugglega eftir að gera stóra hluti með Dankersen-liðinu I vetur. Axelsson og Jónsson „islenzku tvf- burarnir” hafa nú þegar skipað sér á bekk með beztu handknattieiks- mönnum V-Þýzkalands. Þessi ummæli v-þýzka stórbiaðsins „Biid” eru mikil viðurkenning fyrir þá Axel Axelsson og Ólaf Jónsson, sem leika með v-þýzka liöinu Grun-Weiss Dankersen. Koma Ólafs Jónssonar hefur vakið mikia athygli I v-þýzkum blöðum, sem segjí að þarna sé maðunnn kominn, sem Axel Það er ekki að undra, þótt að IV-Þjóðverjar séu hrifnir af þeim Axel. og ólafi, sem hafa verið ógnvaldar allra markvarða, þar sem höfuðstyrkur þeirra liggur I mjög vel miðuðum, lúmskum og óvenjulega hörðum markskotum, sem beztu markverðir fá ekki eygt, fyrr en um seinan. Þá er samvinna þeirra frábær, eins og Islenzkir handknattleiksunnendur hafa svo oft verið vitni að I lands- leikjum tslands. Einar Magnússon, sem leikur hefur vantað. með v-þýzka liðinu Hamburger SV hefur staðið sig mjög vel með liðinu og eru forráðamenn liðsins mjög ánæðgir með hann. Einar og félagar hans léku gegn Göpping- en, liðinu sem FH-ingurinn Gunnar Einarsson leikur með, um helgina. Gunnar átti þá mjög góðan leik meö Göppingen — skoraði 6 gullfalleg mörk, og átti hann stóran þátt I góðum sigri (20:14) Göppingen yfir Hamborg- ar-liðinu. Einar var með daufara móti i leiknum, skoraði ekki nema 3 mörk. hann hafði skorað 10 mörk I ein- Ólafur Einarsson.bróðir Gunn- um leik Dohnsdorf, sem ætlar sér ars, gerir það gott meö 2. deildar- að tryggja sér 1. deildarsæti liðinu Dohnsdorf, og fékk hann næsta keppnistlmabil. viðurnefnið „Hamarinn” eftir að VIÐAR, KARL OG BIRGIR — skipaðir í landsliðsnefnd HSÍ VIÐAR Simonarson, landsliðsþjálfari i handknattleik, Birgir Björns- son og Karl Benediktsson, báðir fyrrum þjálfarar landsliösins, hafa veriðskipaðiri landsliðsnefnd, sem mun velja landsliðið I handknatt- leik I vetur. Fyrstu landsleikir tslands verða gegn Póllandi I Laugar- dalshöllinni 4. og 5. október n.k. og mun hin nýskipaða landsiiðsnefnd fljótlega velja leikmenn, sem koma til með að æfa fyrir leikina gegn Pólverjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.