Tíminn - 03.09.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.09.1975, Blaðsíða 12
12 TtMINN Miðvikudagur 3. september 1975. LÖGREGLUHA TARINN eftir Ed McBain Þýðandi Haraldur Blöndal XXX Stundum hugsa menn hlýlega tíl risastórrar borgarinn ar, þó ekki væri nema stærðar hennar vegna. En þegar ömurleg'veðráttan tröllríður risastórri byggðinni óska menn þessstundum að þeir væru dauðir. Þriðjudaginn 5. marz óskaði Cotton Haws þess heitast, að hann væri dauður. Hitatigið í Grover-Park göngugötunni var skráð tíu gráður undir f rostmarki þennan dag. Klukkan níu um morguninn þegar hann rölti eftir Clinton-götu herti f rostið enn um tvær gráður. Hvass og kaldur vindurinn blés úr norðri. Lítið skjól var á þeirri leið, sem Haws var á. Hann var án höf uðfats og rautt hárið fauk og f laksað- ist. Frakkastélin voru á þeytingi. Haws var hanska- klæddur og hélt á svartri nestisskrínunni í vinstri hönd. í mittishæð var óhnepptur hnappur á kuldafrakka hans. Þar grillti í Magnum skammbyssu hans. Hann var reiðu- búinn að grípa til hennar ef þörf yrði á. Nestisskrínan var tóm. Kling og Haws vöktu Byrnes flokksforingja fimm mínútur fyrir tólf kvöldinu áður og sögðu honum hvað komið hefði fram eftir viðræður þeirra við manninn, sem þeir kölluðu nú furðufólið —sín á milli. Flokksfor- inginn muldraði eitthvað, en sagði svo: — Ég kem rétt strax. Svo spurði hann hvað tímanum liði. Þeir sögðu honum að liðið væri að miðnætti. Enn muldraði hann eitt- hvað en lagði svo tólið á. Þegar hann kom á stöðina, sögðu þeir honum nánar f rá samtölunum. Það varð úr, að ákVeðið var að hafa samband við Cowper lögreglu- f ulltrúa og kanna álit hans á morðhótuninni. Þá ætluðu þeir einnig að ræða við hann um hugsanlegar varúðar- ráðstafanir. Cowper lögregluforingi leitá vekjaraklukk- una við hlið sér, um leið og síminn hringdi. Hann byrjaði á því að f ræða Byrnes f lokksforingja á því, að liðið væri fram yfir miðnætti. Þá spurði hann hvort ekki mætti fresta samtalinu til morguns. Byrnes ræskti sig og sagði: — Ókunnur maður ætlar að skjóta þig til bana. Lögreglufulltrúinn ræskti sig líka og sagði: Nú — hvers vegna sagðir þú það ekki strax? Ástandið var með eindæmum hjákátlegt. Lögreglufulltrúinn sagðist aldrei hafa heyrt um hjá- kátlegri aðstæður. Maðurinn hlaut að vera viti sínu f jær, að halda að nokkur fengisttil að borga honum fimm þús- und dollara út á fáein símtöl. Byrnes féllst á að ástandið væri býsna kyndugt. Hann benti þó á, að mikill f jöldi þeirra glæpa, sem framdir væru í borginni, ættu rót sína að rekja til einkennilegra manna sem einskis svifust. Sumir væru áreiðanlega furðufól og ekki heilir á geðs- munum. Hins vegar væri heilbrigð hugsun alls ekki for- senda fyrir vel heppnuðum glæp. Ástandið var vissulega með eindæmum. Lögreglufulltrúinn þóttist aldrei hafa heyrt um fárán- legri aðstæður. Hann skildi alls ekki hvers vegna þeir voru að ónáða sig með óráðshjali einhvers vitleysings. Bezt væri að gleyma þessu. Byrnes svaraði þessu: — Ég vil ekki láta eins og sjón- varpslögreglumaður, herra. Helztaf öllu vil ég láta þetta falla í gleymsku eins og þú leggur til. Hins vegar er sá möguleiki fyrir hendi, að uppi sé áætlun um að ráða þig af dögum. Ég get ekki leitt þann möguleika hjá mér með góðri samvizku, nema að höfðu samráði við þig. — Nú jæja. Þú ert búinn að hafa við mig samráð, sagði lögreglufulltrúinn. Ég segi þér að gleyma þessu. Við viljum gjarna reyna að hafa hendur í hári manns- ins, sem sækir nestisskrínuna, sagði Byrnes. Við viljum líka setja um þig lögregluvörð annað kvöld. Hafðir þú hugsað þér að fara eitthvað út fyrir heimilisveggina, herra? Lögreglufulltrúinn sagði, að Byrnes mætti gera það sem honum sýndist bezt við hæf i, til að handsama mann- inn, sem sækja myndi nestisskrínuna. Hins vegar hefði hann ótvíræðar áætlanir uppi um að f ara út næsta kvöld. Sannast sagna væri borgarstjórinn búinn að bjóða sér að vera viðstaddur flutning Fílharmóníuhljómsveitar- innar á Eroicu-symfóníu Beethovens — í nýopnuðu tón- listar og leikhúsi, rétt við Rerriington torgið. Fulltrúinn sagðist hvorki þurfa né óska eftir lögregluvernd. Byrnes svaraði: — Við skulum sjá hvaða árangur verður af nestisskrínuleiðangrinum, herra. Við höfum samband við þig. Lögreglufulltrúinn sagði Byrnes, að ha.'in mætti hafa samband við sig, en þó ekki truf la kvöldskemmtun sína. Að svo búnu lagði hann tólið á. Klukkan fimm að morgni þriðjudags var enn dimmt úti. Hal Willes og Arthur Brown leynilögreglumenn svolgruðu í sig tveimur hjartastyrkjandi kaffibollum. ( herberginu var dauðakyrrð. Að svo búnu örkuðu þeir út á Aforeíöum blaðanna var heims endir boöaður... Það var þá ekki 'atómsprengian eftir allt saman! Miðvikudagur 3. september 7.00 Morgunútvarp. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Arnhildur Jónsdóttir les söguna „Sveitin heillar" eftir Enid Blyton (9). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: ,,Dag- bók Þeódórakis" Málfrlður Einarsdöttir þýddi. Nanna Ólafsdóttir byrjar lesturinn. Einnig verður flutt tónlist eftir Þeódórakis. 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.10 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn yngri en 12 ára. 17.30 Smásaga: „Gisla þáttur og þriggja stráka" eftir Sig- urð ó. Pálsson. Höfundur les. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 1 sjónmáli.Skúli Harðar- son og Steingrímur Ari Ara- son sjá um þáttinn. 20.00 Tri<) fyrir planó, fiðlu og selló op. 15 'i g-moll eftir Smetana. Suk-tríóið leikur. 20.30 Evrópukeppni landsliða I knattspyrnu: Frakkland — island. Jón Asgeirsson lýsir slðari hálfleik frá Nantes. 21.15 Lög eftir Evert' Taube. Göte Lovén og Giovanni Jaconelli leika á gltar og klarinettu. 21.30 Útvarpssagan: „Oghann sagði ekki eitt einasta orð" eftir Heinrich Böll. Bóðvar Guðmundsson þýddi og les ásamt Kristlnu ólafsdóttur (10). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Rúbriík" eftir Poul Vad. Ólfur Hjörvar les þýð- ingu sina (10). 22.45 Djassþáttur. Jón Miíli Arnason kynnir. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Miövikudagur 3. september 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Gunnlaugs saga orms- tungu Framhaldsmynda- saga. 5. þáttur. Teikningar Haraldur Einarsson. Lesari Óskar Halldórsson. 20.45 Ljúft er að láta blekkjast Norski töframaðurinn Toreno sýnir listir sinar og útskýrir töfrabrögð. Siðari þáttur. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision- Norska Sjónvarpið) 21.35 Saman við stöndum (Shoulder to Shoulder) Bresk framhaldsmynd. 4. þáttur. Christabel Pank- hurst Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Efni 3. þáttar: Lafði Constance Lytton, kjarkmikil en heilsutæp stúlka af aðalsættum kemst I kynni við kvenréttinda- hreyfinguna og tekur þátt I baráttunni af miklum áhuga. Hún er margsinnis sett i fangelsi, en ævinlega sleppt aftur og heilsufari hennar borið við. Henni er þó vel ljóst að þessi linkind lögreglunnar við hana er I beinu sambandi við ætterni hennar. Hún dulbýr sig þvi og er flutt i varðhald eftir óeirðir undir nafninu Jane Warton. 1 fangelsinu sætir hún svo illri meðferð, að hún biður þess aldrei bætur, en bróðir hennar, sem á sæti i Lávarðadeildinni, tekur að fhuga kvenréttindamálin. 22.50 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.