Tíminn - 03.09.1975, Page 13

Tíminn - 03.09.1975, Page 13
Miðvikudagur 3. september 1975. TÍMINN 13 Stella með iþróttatreflana (Tima- mynd: Róbert). Iþróttatreflar einstæðu foreldranna seljast vel FB-Reykjavik Þegar Islandsmót- ið i knattspyrnu hófst á siðasta vori var tekin upp sú nýbreytni að selja sérstaka iþróttatrefla i lit- um hinna einstöku liöa i hverjum leik. Það var Félag einstæðra for- eldra, sem stóð fyrir þessari sölu, og hefur hún gengið miklu betur, en flestir þorðu að vona. t súmar hafa sennilega ekki selzt færri en fjögur hundruö treflar, sagði Stella Jóhannsdóttir formaður fjáröflunarnefndar félagsins, og nú fer handknattleiksvertiðin að hefjast, og þá verður haldið á- fram að selja grimmt. Hugmyndin að þessari trefla- sölu er fengin að láni frá Bret- landi, en þar kaupa áhugamenn um iþróttir ýmislegt, sem gefur til kynna, hvaða liði þeir fylgja. Er þetta siðan notað til þess að hvetja liðin áfram i leikjum. — Við byrjuðum á treflasölunni með leik IA og KR 17. mai i vor, og siðustu leikirnir voru nú um helgina, sagði Stella. — Nú bætast nokkuð lið viö, þegar handboltinn hefst, og önnur falla út, svo salan heldur áfram. Við fengum i upp- hafi prufur að litum iþróttafélag- anna hjá Halldóri Einarssyni, sem sér um að sauma alla bún- inga hér, og siðan var rétti garn- liturinn fenginn. Nú gengur þetta allt mjög fljótt og auðveldlega fyrir sig, enda höfum við mjög góða konu, sem sér um að prjóna teflana. Jóhanna Kristjónsdóttir for- maður FEF sagði, að mest hefði selzt af treflum fyrir Akranesliðið og Viking, en einna dræmust hefði salan verið á KR-teflunum. Þó fór hún heldur að glæðast undir lokin. — Fólk bar þvi lika við i byrjun, sagði Jóhanna, — að það þyrfti ekki á treflum að halda þvi það væri ekki svo kalt, en nú er greinilegt, að iþróttaáhugafólkið er farið að gera sér grein fyrir, að trefillinn er ekki einungis til þess að skýla þvi sjálfu fyrir kulda, heldur miklu fremur til þess að hvetja liðið þess áfram i leiknum. Nú eru menn tilbúnir með 1000 króna seðilinn, þegar þeir sjá sölufólkið með treflapokana nálg- ast. Hver veit nema kuldinn i vetur verði góður liðsmaður treflasal- anna, þrátt fyrir allt, þvi þá geta þeir sem þá kaupa líka notað þá til þess að hlýja sér með þegar þeir koma út i frost og storm eftir ánægjulega handboltaleiki. Sýning Sigfúsar í Borgarnesi vel sótt JE—Borgarnesi — Sigfús Hall- dórsson tónskáld og listmálari sýnir um þessar mundir 30 vatns- litamyndir i Gangfræðaskólanum I Borgarnesi. Sýningin var opnuð laugardaginn 30. ágúst og ávarp- aði þá Ásgeir Pétursson sýslu- maður listamanninn. Sýningin var opnuö laugardaginn 30. ágúst og ávarpaði þá Asgeir Pétursson sýslumaður listamanninn. Sýn- ingin er opin til sunnudagsins 7. september. Sýningin hefur verið mjög vel sótt. Myndirnar eru allar frá Borgarnesi og af sömu stærö. Gömul hús og grónir klettar hafa vakiö mestan áhuga listamanns- ins. Borgnesingar virðast hafa Orgelskóli ánægju af aö sjá umhverfi sitt sett á papplr af hagleik og list- fengi, þvl eins og fyrr segir hefur sýningin verið vel sótt, og margar myndanna selzt. Sýningargestir heyrðust hafa orð á þvl, að myndirnar kenndu fólki enn betur aö meta umhverfi sitt, og jafnframt væru þær hvatning I þá átt aö með varúð skyldi gengið til verka við mann- virkjagerð, svo fagurt umhverfi spillist ekki. Vinir Sigfúsar Halldórssonar hafa tekið á leigu húsnæði I Borg- arnesi, I þeim tilgangi aö efna til afmælistónleika til heiðurs Sig- fúsi, sem einmitt á merkisafmæli um þessar mundir. Nánar verður skýrt frá tónleikunum slöar. Yamaha tekur til starfa JAPONSKU hljóðfæraverksmiðj- urnar, sem starfað hafa I meira en eina öld, hafa undanfarin ár látið fara fram mjög umfangs- miklar rannsóknir til að byggja upp kennslukerfi fyrir byr jendur i alls konar hljóðfæraleik til að auðvelda þeim námið. Nú hafa íslendingar fengið þjálfun I aö kenna samkvæmt þessu kennslukerfi. t byrjun næstu viku hefjast fyrstu þriggja mánaða námskeiðin undir nafn- inu ORGELSKÓLI YAMAHA. Þessi námskeið eru fyrir byrj- endur I orgelleik og eru þau fyrir nemendur á öllum aldri. Orgelskóli YAMAHA starfar I sjö manna hópum, sem æfa sam- an og læra saman og auðvelda þar með námið. Hver nemandi hefur sitt eigið rafmagnsorgel, sem hann leikur á strax I fyrstu kennslustundinni. Og eftir þrjá mánuði er hann farinn að leika sjálfstætt fyrir sjálfan sig, fyrir fjölskyldu slna og vini. Og að fá- um mánuðum liðnum getur hann stofnað heimahljómsyeit með fjölskyldunni eða vinum, sem leika á eitthvert hljóöfæri, gltar, flautu, klarinett o.s.frv. Orgelskóli YAMAHA er að hefja starfsemi slna þessa dag- ana. Allar upplýsingar um skól- ann fást I Hljóðfæraverzlun Poul Bernburg aö Vitastig 10. Þar fer innritun fram fyrir fyrstu þriggja mánaöa námskeiðin, sem munu standa fram að jólum. Nokkrir nemendur við orgelnámib, Útgerðarmenn — síldarsöltun Kaupum sild til söltunar i Þorlákshöfn. Nánari upplýsingar á skrifstofu Meitils- ins, simi 99-3700. Söltunarstöðin Borgir h/f og Meitillinn h/f. Jörð til sölu Jörðin Melar i Svarfaðardal, er til sölu. Tún 23 ha, heyfengur um 1200 hestburðir. íbúðarhús og útihús i góðu ástandi. A jörðinni er einkarafmagnsvatnsaflsstöð til hitunar og súgþurrkunar og rafmagnsveiturafmagn til ljósa og suðu. Ahöfn og vélakostur getur fylgt. Nánari upplýsingar gefur Halldór Hallgrimsson, Melum, simi um Dalvik, og Jónas Hallgrimsson Dalvik f sima 61122 eða 61116. HAGLA- BYSSUR Rifflar Riffilsjónaukar Skot og hlífðarföt NY VERZLUN 1/tRóm HÚSGÖGN glœsilega verzlun að Grensásvegi 7 hefur opnað Skrifborð, ný hönnun. Skrifborðsstólar, landsins bezta úrval og þjónusta. Hvíldarstólar, nýjar gerðir. Eldhússtólar, margir litir og gerðir Eldhúsborð, margir litir og gerðir. Stólar í veitingahús, margir litir og gerðir. Barnastólar Vinnustólar og fl. Framleiðandi Stáliðjan h.f. Simi 86511.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.